Ægir

Volume

Ægir - 01.01.2014, Page 21

Ægir - 01.01.2014, Page 21
21 Tuttugu og fimm ár eru liðin frá fyrir fyrirtækið Akraborg tók til starfa á Akranesi en það sérhæfir sig í framleiðslu á niðursuðuvör- um úr íslensku sjávarfangi, fyrst og fremst framleiðslu á niðursoð- inni þorsklifur. Fyrirtækið er stóriðja á sína vísu, hefur um 45 manns í vinnu þessar vikurnar þegar mikið framboð er af þorsklifur en á heimsvísu hefur fyrirtækið líka sérstöðu sem það stærsta í sinni grein. Eigendur þess er íslenska útflutningsfyrirtækið Triton og danska niðursuðu- og sölufyrirtækið Bornholms en þau tóku höndum saman og keyptu Akraborg fyrir um 10 árum. Rolf Hákon Arnarson, framkvæmdastjóri Akraborgar, segir framleiðsluna bæði beinast að matvörukeðjum og veitingahúsum sem sælkeramatur. Áður þótti mörgum sjálfsagt að þorsklifur færi beint í bræðslu. Framkvæmdastjóri Akraborgar segir þá hugsun hafa breyst mikið. Nýting sjávarafurða sé nú lykil- orðið. V in n sla

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.