Ægir

Volume

Ægir - 01.01.2014, Page 24

Ægir - 01.01.2014, Page 24
24 „Á síðastliðnum 20 árum hefur orðið mikil bylting í viðhaldi skipa og báta hér á landi. Það er alger undantekning ef við þurfum að stöðva útgerð skip enda geta menn orðið af veru- legum tekjum ef slíkt gerist. Al- mennt finnst mér það vera keppikefli eigenda skipa og báta að hafa hlutina í lagi, sem er auðvitað ánægjulegt,“ segir Stefán Hans Stephensen, sviðs- stjóri skipaskoðunarsviðs Frum- herja hf. Það fyrirtæki er annað tveggja hér á landi sem hefur starfsleyfi til að framkvæma lögbundnar skoðanir á skipum og bátum undir 400 brúttó- tonnum að stærð. Um síðustu áramót fjölgaði starfsmönnum Frumherja hf. er Skipaskoðun AB ehf. hætti störfum og til Frumherja færð- ust tveir starfsmenn, þeir Guð- geir Svavarsson og Guðmundur G. Guðmundsson. Þeir sem hafa skoðanirnar með höndum búa yfir sérþekkingu á öllum þáttum í búnaði skipa og ytra byrði þeirra. Stefán Hans segir ekkert vafamál að það aðhald sem skipaskoðanirnar veita út- gerðum auki öryggi sjómanna og auki rekstraröryggi skipa og báta. Árlegar skoðanir „Skipaskoðanir eru grundvöllur þess að skip fái haffærisskírteini og þau þarf að endurnýja ár- lega. Það er hins vegar misjafnt hvaða atriði þarf að skoða hverju sinni, sum atriði árlega, önnur með lengra millibili. Við Stefán Hans Stephensen, sviðsstjóri skipaskoðunarsviðs Frumherja hf: Bylting orðin á viðhaldi skipa og báta Narfi SU í Neskaupstað í bolskoðun. Mikilvægt er að fylgjast vel með botni skipanna, sér í lagi stálskipanna þar sem rafútleiðsla getur valdið tæringu á skömmum tíma. F réttir

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.