Morgunblaðið - 22.01.2015, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.01.2015, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 2015 VIÐTAL Benedikt Bóas benedikt@mbl.is „Stjórnendur Strætó og aðrir sem tóku þessa ákvörðun vanmátu þetta verkefni. Við sögðum við yfirmann Strætó á starfsmannafundi, þegar okkur var tilkynnt að nýtt kerfi myndi byrja í janúar, að það væri ekki rétt tímasetning – allra síst í janúar,“ segir Ingi Steinn Gunnars- son sem var einn af starfsmönnum þjónustuvers ferðaþjónustu fatlaðra en var sagt upp þegar nýja kerfið var tekið upp og þjónustuverið sett undir hatt Strætó. „Undanfarin ár hafa verið farnar u.þ.b. þúsund ferð- ir á dag en þær detta niður í 250 ferðir í júní. Í janúar byrja skólar, fólk fer í ræktina, æfingar, á nám- skeið og alls konar félagsstarf. Upp- haf anna í september og janúar er erilsamur tími hjá ferðaþjónustunni. Í byrjun sumars dregst þetta saman. Það er mikið álag á þjónustuverið í janúar og hefur alltaf verið,“ segir hann. Ingi Steinn hefur unnið við þjón- ustuverið síðan 1987 þegar hann byrjaði í afleysingum en var í föstu starfi frá 1992. Varð kjaftstopp Deilt hefur verið á Strætó fyrir að láta reynt fólk fara og taka nýtt reynslulaust fólk inn um leið og nýja kerfið var tekið í notkun. Manns- höndin hvarf að mestu leyti með nýja kerfinu því tölvur sjá nú um að raða í bílana. Samkvæmt svörum Strætó hvatti fyrirtækið starfsmennina til að sækja um í sameinuðu þjónustuveri. Ingi segir að Strætó hafi aðeins boð- ið 100% starf og er ósáttur við skýr- ingar fyrirtækisins sem sögðu að lít- ill áhugi hefði verið hjá Inga og fyrrverandi samstarfsfólki á að starfa áfram hjá fyrirtækinu. „Í vor lá fyrir að starfsmönnum þjónustuversins yrði sagt upp. Þá var ákveðið að taka upp hið nýja kerfi. Í framhaldi var tekið viðtal við okkur úr þjónustuverinu og við tekin í starfsmannaviðtal. Þar er mér sagt að um áramót verði einungis 100% vaktavinna í boði. Ég tjáði konunni sem tók viðtalið að ég gæti ekki unnið þannig og spurði hvort fólk mætti deila með sér stöðum. Þá svaraði hún að starfið væri svo yfirgripsmikið að fólk í hlutastarfi gagnaðist ekki. Ég varð kjaftstopp.“ Í kjölfarið hélt Strætó opna starfs- mannafundi og var mæting starfs- manna góð að sögn Inga Steins. „Þar er yfirmaður þjónustuversins marg- sinnis spurð hvort ekki sé í boði að fá hlutastarf í nýja þjónustuverinu og hún segir nei, ekki eins og staðan sé núna. Á fundi sem haldinn var síðar var hún spurð hvort staðan hefði breyst og hún svaraði nei. Strætó segir að við höfum ekki sýnt þessu áhuga – sem er alveg rétt, því okkur var sagt að gamla þjónustuverið yrði yfirtekið og það sameinað þjónustuveri Strætó. Þær hugmyndir sem við komum með fengu ekki hljómgrunn, t.d. að þjónustuverið yrði tvískipt. Í sam- einuðu þjónustuveri áttu allir að vera sérfræðingar í öllu. Ég átti að geta svarað fyrir það hvenær Strætó færi til Akureyrar, af hverju fimman hefði keyrt framhjá stoppistöð og svo framvegis. Þetta er ekki starf sem mér hugnaðist. Ég hefði gjarn- an viljað halda áfram að þjónusta fatlaða,“ segir hann. Hefði aldrei raðað svona Nýtt og sameinað þjónustuver var tekið í notkun seint á árinu 2014 og margt nýtt fólk látið sjá um ferða- þjónustuna. Umfangið jókst einnig til muna því Strætó yfirtók akstur í öllum sveitarfélögum höfuðborgar- svæðisins nema Kópavogi. Mikil óánægja hefur verið meðal fatlaðra með upphafskaflann að þessari nýju sameiningu enda hafa þeir oft verið sóttir seint, alls ekki eða skilað á rangan stað og það tekur oft langan tíma að koma þeim á áfangastað. Ingi Steinn er hjólastólsbundinn og notar ferðaþjónustu fatlaðra auk þess að hafa mikla reynslu af því að raða ferðum á bíla. „Ég fer tvisvar í viku á æfingar á Grensás og það hef- ur gengið brösuglega. Bílarnir eru seinir og það er oft fáránlega raðað í þá. Það tekur u.þ.b. 12 mínútur að aka þangað frá heimili mínu í Grafarvogi en ég er oftast hálftíma eða lengur á leiðinni. Ég þarf að sitja í bílnum að Klapp- arstíg því þar er einstaklingur sem er líka að fara í þjálfun á sama tíma. Hins vegar ökum við framhjá manni sem er á sömu leið og ég og annar bíll sækir hann. Oft erum við of sein- ir á æfingar. Í gamla kerfinu röð- uðum við fólki saman í bíla sem var í nágrenni og á sömu leið. Þegar ég er búinn í æfingum hef ég iðulega þurft að þvælast niður í bæ á nokkra staði áður en haldið er í Grafarvog. Þetta ferðalag getur tek- ið meira en klukkustund. Svona hefðum við aldrei raðað í gamla kerfinu,“ segir hann. Vanmátu verkefni ferðaþjónustunnar  Ingi Steinn Gunnarsson hafði 28 ára reynslu úr ferðaþjónustu fatlaðra en var sagt upp um áramót  Gat ekki unnið 100% starf  Segir niðurröðun í bílana sérstaka  Hefur sjálfur lent í seinkunum Morgunblaðið/Árni Sæberg Reynsla Ingi Steinn hafði unnið í þjónustuveri fatlaðra frá 1987 en var fast- ur starfsmaður síðan 1992. Tölva raðar nú í bíla og er mannshöndin horfin. Framsóknarflokkurinn og flug- vallarvinir í Reykjavík óskuðu eftir því á borgarstjórnarfundi á þriðjudag að þjónustusími Strætó yrði gerður gjaldfrjálst grænt númer án tafar. Tillög- unni var vísað til velferðarráðs Reykjavíkurborgar. S. Björn Blöndal, formaður borgarráðs og varaformaður velferðar- ráðs, sagði númerið engu skipta í stóra samhenginu á fundinum. Bergur Þorri Benja- mínsson, varaformaður Sjálfs- bjargar, segir hins vegar nauð- synlegt að gjaldfrjálst númer sé tekið upp. Öryrkjar og fatl- aðir, sem nota ferðaþjónustu fatlaðra, þurfi oft að bíða löngum stundum í símanum og flestir séu með frelsi. „Mér fannst Björn Blöndal gera of lítið úr þessu vandamáli. Þeg- ar þarf að bíða í 20-30 mín- útur í símanum klárast inn- eignin fljótt. Það eru margir, trúlega flestir, með inneign en ekki áskrift. Það er einföld að- gerð að gera númerið gjald- frjálst, það kostar vinnu fyrir símafélögin að snúa þessu við. Eins og ástandið er í dag gefur það augaleið að það verður að gera númerið gjaldfrjálst,“ segir hann. Símaverið tók á móti 710 símtölum síðastliðinn föstu- dag og var meðalbið tvær mín- útur og 22 sekúndur. Þegar blaðamaður prófaði að hringja í ferðaþjónustu fatl- aðra tók sex mínútur og 22 sekúndur að ná inn. Öryrkjar og fatlaðir flestir með frelsi VILJA GRÆNT NÚMER Verðskrá hjá Bifreiðastöðinni Hreyfli hefur verið óbreytt í nær tvö ár eða frá 1. mars 2013. For- maður verðlagsnefndar Hreyfils segir að staðið hafi verið á brems- unni þrátt fyrir að ástæður hafi ver- ið til hækkunar og að sama skapi nægi lækkun á eldsneyti að undan- förnu ekki enn til þess að lækka taxtann. Hafliði Ingiberg Árnason, for- maður verðlagsnefndar Hreyfils, segir að forsvarsmenn Hreyfils, eins og forsvarsmenn fjölda annarra fyr- irtækja, hafi skrifað undir samning þess efnis að hækka ekki verðið fyr- ir þjónustuna á nýliðnu ári og Hreyfill hafi staðið við gerðan samning. Hins vegar hafi hækk- unarþörfin 2014 nálgast 5%. Samningar hafa áhrif Taxtagrunnurinn hjá Hreyfli tek- ur mið af 18 liðum og þar af 12 vísi- tölubundnum. Hafliði segir að fylgst sé með þessum liðum mánaðarlega og miðað við vísitöluna í desember sé enn þörf á hækkun. „Við höfum ekki brugðist við henni og það stendur ekki til í augnablikinu,“ segir hann. Hafliði bætir við að end- urskoðun á töxtum komi vart til framkvæmda fyrr en búið verði að semja á almennum vinnumarkaði. Eldsneyti hefur hríðlækkað und- anfarnar vikur og mánuði. Hafliði segir að frá 1. mars 2013 þar til í desember á liðnu ári hafi eldsneytis- lækkunin verið um 18%, en á sama tíma hafi launavísitala hækkað um 13%. Laun og launatengd gjöld séu stærsti kostnaðarliðurinn í rekstr- inum eða um 46% og eldsneytis- kostnaðurinn sé um 15%. Launaþró- unin eyði út hugsanlegri lækkun á taxta vegna eldsneytislækkunar. „Því miður nær þessi mikla elds- neytislækkun, sem hefur átt sér stað undanfarna tvo mánuði, ekki að skila sér út í verðlagið hjá okkur,“ segir hann og vísar meðal annars til þess að tryggingar hafi hækkað um 9%. steinthor@mbl.is Óbreytt verðskrá hjá Hreyfli í tvö ár  Eldsneyti um 15% af kostnaðinum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.