Morgunblaðið - 22.01.2015, Page 10

Morgunblaðið - 22.01.2015, Page 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 2015 Laugavegi 29 • sími 552 4320 • www.brynja.is • brynja@brynja.is Janúartilboð Opið virka daga frá 9 -18 lau f rá 10 -16 15% afsláttur í janúar Hobby Lengd: 1480 mm Breidd: 500 mm Hæð: 820 mm Verð: 32.500 Verð með afslætti: 27.625 Småland Lengd: 980 mm Breidd: 500 mm Hæð: 820 mm Verð: 27.700 Verð með afslætti: 23.545 Morgunblaðið/Kristinn Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Öll námskeiðin okkar eruókeypis því við gerumþetta af hugsjón og njót-um þess virkilega að hjálpa fólki að breyta um lífsstíl því við viljum gera þetta land að betra landi. Það má segja að þetta sé okk- ar tómstundir eða félagsstarf,“ segir Vigdís Linda Jack um heilsu- námskeiðin sem þau hjónin halda. Lífstílsbreytingin sem þau hjónin fóru í er rakin til þess að Adrian Lopez Guarneros greindist með sykursýki fyrir nokkrum árum, svokallaða áunna sykursýki. Hann þjáðist einnig af of háum blóðþrýst- ingi, of háu kólesteróli í blóði og kæfisvefni. Þá var hann rúmlega 130 kg að þyngd. Hann tók níu töfl- ur á dag við þessum kvillum nema kæfisvefninum. Þá hafði hann ekki náð fertugsaldri. Breyttu bæði um lífsstíl Í sameiningu breyttu hjónin um lífsstíl, breyttu mataræðinu yfir í svokallað „total vegetarian“ eða „vegan“ og hreyfðu sig mun meira. Við það að taka þá ákvörðun að breyta um lífsstíl léttist hann um 50 kg alls og losnaði við öll lyf; í sam- ráði við heimilislækninn minnkaði hann lyfjaskammtinn smám saman yfir níu mánaða tímabil þar til öll lyf voru óþörf. Sykursýki heilsufarsvandi „Sykursýkin er eitt af helstu heilsufarsvandamálum framtíðar- innar á Vesturlöndum og virðist vera sem um sjúkdómsfaraldur sé að ræða. Það er hægt að koma í veg fyrir þetta í mörgum tilfellum; bæði að losna undan henni ef maður er kominn með hana og einnig að koma í veg fyrir hana með breyttu matar- æði,“ segir Vigdís og bendir á að all- Halda ókeypis heilsu- námskeið af hugsjón Adrian Lopez Guarneros greindist með sykursýki fyrir nokkrum árum. Hann ákvað að taka heilsuna föstum tökum, breytti um lífsstíl, léttist um 50 kg og losn- aði við öll lyf. Hann og kona hans Vigdís Linda Jack halda ókeypis námskeið þar sem hann miðlar af reynslu sinni og einnig bjóða þau upp á matreiðslunámskeið. Á þessari heimasíðu er ákaflega ein- falt að tileinka sér grunnatriði í jóga- fræðum. Heimasíðan er vel upp sett og fræðandi í senn. Hvort sem jóga- iðkendur eru að kynnast jóga í fyrsta skipti eða vilja bæta við grunnþekk- ingu sína þá á þessi heimasíða eftir að gagnast ákaflega vel. Á síðunni er fullt af myndskeiðum með kennsluefni í jógaæfingum. Fréttir birtast reglulega á heimasíð- unni sem tengjast jóga með einum eða öðrum hætti. Þá er hægt að ger- ast meðlimur á tilteknu spjallsvæði sem hægt er að spyrja um allt mögu- legt sem tengist jógaiðkuninni. Þá eru ógrynni nytsamlegra greina sem hafa birst um jóga og heilsu- samlegan lífsstíl á síðunni. Hönnun vefjarins skemmir ekki fyrir, hún er mjög notendavæn. Óhætt er að mæla með þessari síðu fyrir áhugasama. Vefsíðan www.yoga.com Morgunblaðið/Þorkell Jóga Um að gera að kynna sér æfingar og ekki síst öndun í jógafræðum. Allt um jóga fyrir áhugasama Tónlistarmaðurinn Guðmundur Herbertsson, sem notast við listamannsnafnið Gummi Hebb, heldur tónleika í kvöld á Gamla Gauknum. Með honum á tónleikunum koma einnig fram tónlistar- mennirnir Helgi Valur og Markús. Þeir eru báðir nokkuð reyndir í faginu og má þar nefna að Mark- ús kom nýlega fram í þáttunum Stúdíó A sem sýndir voru í Ríkis- sjónvarpinu. Húsið verður opnað kl. 21 og tónleikarnir hefjast klukkutíma síðar. Aðgangseyrir er 1.000 kr. Endilega ... ... hlýðið á Gumma Hebb Tónlistarmaður Gummi Hebb spilar. Ljósmynd/Pétur Friðgeirsson Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Samhent hjón Adrian Lopez Guarne- ros og Vigdís Linda Jack breyttu um lífsstíl til hins betra fyrir nokkru. Helgina 29. janúar til 1. febrúar verður Yama jóga- helgi við Bifröst og kenn- ari er Kristbjörg Elín Kristmundsdóttir. Dvalið verður í notalegu um- hverfi við jógaástundun, dans, hugleiðslu og slök- un í kyrrð og ró sveitar- innar. Yama er undirstaða allrar jógaástundunar, þ.e. grunnurinn sem allt jóga byggist á. Yama hjálpar okkur að efla og styrkja undirstöðurnar í lífi okkar. Við ástundun yama öðlumst við frelsi frá valdi huga og tilfinn- inga yfir lífi okkar og vit- und. Þetta námskeið eflir alla jógakennara og þá sem eru í raun á sinni andlegu leið. Kennslufyrirkomulagið er: Fyrirlestrar, öndunar- æfingar, hugleiðsla, jóga, slökun, þagnarstundir, umræður, heimaverkefni og ástundun. Gist er á staðnum við Bifröst í fall- egum lúxushúsum; heitur pottur, grænmetisfæði og náttúran allt í kring. Sjá nánar á vefsíðunni: www.kristbjorg.is/ namskeid/joga-yama Yama jóga helgi á Bifröst Kennari Kristbjörg Elín Kristmundsdóttir mun kenna nemendum á Yama jógahelgi á Bifröst. Kyrrð og ró í sveitinni nýtt til slökunar og hugleiðslu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.