Morgunblaðið - 22.01.2015, Síða 11
ir geta bætt líðan sína með breyttu
mataræði, einnig þeir sem ekki eru
með áunna sykursýki.
Vigdís bendir á að fjölda dauðs-
falla megi rekja til sykursýki sem
oft sé hægt að koma í veg fyrir. Þá
bendir hún á að ofþyngd barna sé
vaxandi vandamál hér á landi sem
fleiri þurfi að vera meðvitaðir um.
Vinna saman og fræða
Vigdís segir að leiðin til að
sporna við þessu sé að allir ein-
staklingar í samfélaginu þurfi að
vinna saman, fræða, leiðbeina og
deila reynslunni hvert með öðru.
Námskeiðin miða að því að
hjálpa fólki að bæta lífsstíl sinn. Þau
eru ókeypis til að gefa fleirum færi á
að fræðast um heilbrigðari lífshætti
því fjárhagur getur oft komið í veg
fyrir getuna til að skrá sig á dýrt
námskeið.
Námskeiðin eru tvenns konar,
annars vegar í fyrirlestraformi þar
sem Adrian greinir frá sinni reynslu
og hins vegar matreiðslunámskeið
þar sem fólk fær að sjá hvernig mat-
urinn er matreiddur. Í lok hvers
námskeiðs er boðið upp á matar-
smakk og fá námskeiðsgestir upp-
skriftina með sér heim.
Vigdís segir vægast sagt mjög
gefandi að halda námskeiðin, „þau
hjálpa okkur að halda okkur við og
vera þær manneskjur sem við ætl-
um okkur að vera.“ Kostnaðurinn er
ekki ýkja mikill, stundum jafnvel
um sjö til 12 þúsund krónur sem
hafi kostað hana að halda mat-
reiðslunámskeið fyrir tuttugu
manns. „Heilsufæði er ekki eins
dýrt og margir halda,“ segir Vigdís.
Hún bendir á að miklu muni um að
þau þurfi ekki að greiða fyrir hús-
næði undir námskeiðið en Aðvent-
kirkjan hafi alltaf stutt við þeirra
starf.
Námskeiðin eru alltaf vel sótt
og mikill áhugi er á þeim. Á bilinu
60 til 80 manns hafa komið og hlýtt
á Adrian á námskeiðunum.
Vigdís segir marga hafa komið
á máli við þau hjónin eftir nám-
skeiðið og greint frá betri líðan á
breyttu mataæði, jafnvel þá sem
ekki hafi haft trú á því í fyrstu.
Mataræði Hjónin halda matreiðslunámskeið þar sem eldað er úr hollustu.
Getty Images/iStockphoto
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 2015
Dagar ljóðsins í Kópavogi standa nú
yfir og fram til 25. janúar. Á þeim
tíma mega vegfarendur eiga von á
því að rekast á ljóð á hinum ólíkleg-
ustu stöðum, til dæmis í sundi, í
strætó, á vefsíðum, við verslunar-
kjarna á Nýbýlavegi eða í Smáralind.
Ljóð fást gefins í Bókasafni Kópa-
vogs og í öðrum menningarstofn-
unum bæjarins og víða um bæ verð-
ur pop up ljóðalestur. Markmið Daga
ljóðsins í Kópavogi er að vekja áhuga
á ljóðalestri og efla ljóðlistina með
því að dreifa ljóðum um bæinn.
Miðpunktur Daga ljóðsins verður í
Bókasafni Kópavogs. Á annarri hæð
safnsins við Hamraborgina verður
hægt að nálgast með aðgengilegum
hætti ljóðabækur, gamlar og nýjar, til
útláns. Höfundur vikunnar á safninu
er Gerður Kristný skáld en hún hlaut
Ljóðstaf Jóns úr Vör, í ljóða-
samkeppni Kópavogsbæjar, árið
2010.
Dagar ljóðsins í Kópavogi
Jón úr Vör á gafli Mynd af Jóni úr Vör er að finna á húsgafli í Hamrabrekku,
hún er eftir listamanninn Guido van Helten og leit dagsins ljós sl. sumar.
Ljóð sjáanleg í sundi og strætó
Mataræðið sem þau hjónin tileinkuðu sér nefnist: „Total
vegetarian“ eða „vegan“ sem Vigdís kýs að kalla
plöntufæði. Í þessu mataræði eru m.a.:
baunir
hnetur
fræ
korn
grænmeti
ávextir
Allt sem tengist plöntum.
Það sem tekið er út úr mataræðinu er fínunninn sykur,
óæskilegar olíur, einföld kolvetni eins og hvítt hveit, hvít hrís-
grjón og staðinn notuð t.d. brún hrísgjón, gróft malað hveiti o.fl.
„Þetta voru átök,“ segir Vigdís, spurð hvernig það hafi gengið að
breyta um mataræði í fyrstu. Hún segir að þau hafi byrjað á nýju mat-
aræði um vor, þá hafi þau haft tíma yfir sumarið til að elda og prófa sig
áfram í matseldinni. „Þegar maður hefur fundið nokkra rétti sem manni
þykja góðir þá er þetta ekkert mál að koma þeim inn í rútínuna.“
Töluverð átök í fyrstu
að breyta um mataræði
PLÖNTUFÆÐI
Tveir fyrirlesarar ræða í dag um land-
nám Íslands á 19. og 20. öld í fyrir-
lestraröð Miðaldastofu Háskóla Ís-
lands kl. 16.30 í stofu 101 í Odda.
Þetta eru þau Sveinbjörn Rafnsson,
prófessor emeritus í sagnfræði og
Marion Lerner, menningar- og þýð-
ingafræðingur og lektor við Háskóla
Íslands.
Sveinbjörn ræðir um áhrif Land-
námu á 19. og 20. öld en þá urðu
fornsögurnar, þar sem Landnámavar
lögð til grundvallar, mikilvægur afl-
vaki í þjóðernissinnaðri sjálfstæðis-
baráttu Íslendinga. Marion Lerner
ræðir um landnámsminnið í tengslum
við stofnun ferðafélaga á 20. öld þar
sem oft var talað um„landnám“, og
„nýtt landnám“ eða um „landnám inn
á við“.
Í fyrirlestraröðinni fjalla innlendir
og erlendir fræðimenn um landnámið
frá mörgum hliðum og frá sjónarhóli
ólíkra fræðigreina, svo sem forn-
leifafræði, sagnfræði, bókmennta-
fræði, málfræði, nafnfræði, menning-
arfræði, þjóðfræði, minnisfræði og
dýravistfræði.
Fyrirlestraröð Miðaldastofu Háskóla Íslands
Morgunblaðið/Ómar
Handrit Fróðlegir fyrirlestrar eru á dagskrá um landnám Íslands.
Landnám Íslands á 19. og 20. öld
Peysur - túnikur - bolir
buxur - kjólar - skart - treflar
Verið velkomin
Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170
30–70%
AFSLÁTTUR
Námskeiðið hefst miðvikudaginn
28. janúar, kl. 20 Hægt er að skrá
sig í síma 867-1640 eða á net-
fanginu vigdislinda@hotmail.com.
Einnig eru allir velkomnir í face-
book-hópinn „Heilsunámskeið“
þar sem allar upplýsingar eru til
staðar um námskeiðin.
Fjarðarkaup
Gildir 22. - 24. jan verð nú áður mælie. verð
Lambainnralæri úr kjötborði ............................. 2.398 3.598 2.398 kr. kg
Svínakótilettur úr kjötborði ............................... 1.298 1.598 1.298 kr. kg
Nauta-entrecote úr kjötborði ............................ 3.298 4.158 3.298 kr. kg
Hamborgarar 2stk m/brauði ............................ 604 672 604 kr. pk.
KF lambalæri sérverkað frosið........................... 1.279 1.498 1.279 kr. kg
Fjallalambs hangiframpartur bitar ..................... 998 1.349 998 kr. kg
Dr.Oetker pizza salami ..................................... 598 612 598 kr. stk.
Pepsi/pepsi max 2 ltr x 4 ................................. 698 798 175 kr. stk.
Túlipanar 10 stk í búnti .................................... 1.348 0 1.348 kr. pk.
Helgartilboðin
Morgunblaðið/Árni Sæberg