Morgunblaðið - 22.01.2015, Side 13

Morgunblaðið - 22.01.2015, Side 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 2015 H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 4 -2 4 4 6 ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz á Íslandi Þú finnur „Mercedes-Benz Ísland“ á Facebook Vetrarríkið er þitt Mercedes-Benz GLA sportjeppinn nýtur sín ekki síður í hálku og sköflum vetrarríkisins en á auðu og þurru malbiki. Þar kemur 4MATIC aldrifskerfið sterkt inn og skilar þér þangað sem þú ætlar. Mercedes-Benz GLA er búinn öllum nýjasta öryggis- og akstursbúnaði sem Mercedes-Benz hefur kynnt undanfarið auk þess sem öll hönnun bílsins er til fyrirmyndar. Komdu og reynsluaktu GLA-Class og upplifðu íslenskt vetrarríki á nýjan hátt Mercedes-Benz GLA-Class 4MATIC kemur þér þangað sem þú vilt GLA 200 CDI, 4MATIC aldrifsbúnaður, 7 þrepa sjálfskipting, 136 hö., dráttargeta 1.800 kg. Eyðsla frá 4,9 l/100 km í blönduðum akstri. Verð frá 6.420.000 kr. Sölutímabil þorrabjórs hefst í Vínbúðunum á morgun, bónda- daginn, og stendur til loka þorra, en konu- dagur er 22. febrúar. Í fyrra seldust um 42 þúsund lítrar af þorrabjór og er gert ráð fyrir svipaðri sölu í ár að sögn Sigrúnar Óskar Sigurð- ardóttur, aðstoðarforstjóra ÁTVR. Fyrstu söluhelgi þorra- bjórs í fyrra seldust um 23 þús- und lítrar. Fram kemur á heimasíðu Vín- búðanna að í ár verða átta teg- undir þorrabjórs til sölu: Þorra- kaldi, Þorragull, Þorraþræll, Einiberja Bock, Gæðingur, Steðji Hvalur II, Galar nr. 29 og Surtur nr. 30. aij@mbl.is Átta tegund- ir þorrabjórs á boðstólum Sýnishorn af þorrabjór.  42 þúsund lítrar seldust í fyrra Morgunblaðið/ÞÖK Reykjavíkurflugvöllur Neyðar- flugbrautin sést fyrir miðri mynd. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Lokun flugbrautar 06/24, svo- nefndrar neyðarbrautar, á Reykja- víkurflugvelli mun hafa óveruleg áhrif, að mati Isavia. Þetta kemur fram í yfirlýsingu Isavia „vegna framkvæmdar áhættumats vegna fyrirhugaðra breytinga Innanrík- isráðuneytisins á Reykjavík- urflugvelli“. Drög að niðurstöðu áhættumatsins hafa verið send Samgöngustofu til umfjöllunar. Í yfirlýsingunni segir m.a. að inn- anríkisráðherra hafi falið Isavia í desember 2013 að hefja undirbún- ing vegna fyrirhugaðrar lokunar á stystu flugbraut Reykjavíkur- flugvallar að teknu tilliti til flug- öryggislegra þátta. Isavia hefur nú lokið gerð áhættumats í samræmi við verklag sem er samþykkt af Samgöngustofu. Það felur m.a. í sér tillögur um mótvægisaðgerðir. Isavia segir að áhættumatið byggist m.a. á vandaðri greiningu óháðs að- ila á mun ítarlegri og áreiðanlegri gögnum en áður hafi verið stuðst við. Þar er vísað í niðurstöðu grein- ingar verkfræðistofunnar EFLU. „Niðurstaðan er í stuttu máli sú að lokun brautar 06/24 muni hafa óveruleg áhrif.“ EFLA skilaði tveimur ítarlegum skýrslum á liðnu hausti sem byggð- ar eru á frumgögnum úr veðurfars- mælum á flugvellinum. „Niðurstaða greiningarinnar eru þær að not- hæfisstuðull Reykjavíkurflugvallar, út frá viðmiðum Alþjóðaflug- málastofnunarinnar (ICAO), verði 97,0% án flugbrautar 06/24. Við- miðun ICAO er 95%. Sé miðað við nothæfistíma, sem er nákvæmari greining á lendingarskilyrðum út frá vindi, ástandi flugbrauta, skyggni og skýjahæð, verður hlut- fall þess tíma þegar aðstæður til lendinga henta þörfum áætlunar- flugs á flugvél af gerðinni Fokker 50 samtals 98,05% en sjúkraflugs á Beechcraft King Air 200 samtals 98,18% án umræddrar brautar,“ segir m.a. í yfirlýsingunni frá Isavia. Lokun brautar hefði óveruleg áhrif  Drög Isavia að niðurstöðu áhættumats vegna lokunar neyðarbrautar Miðstjórn ASÍ samþykkti í gær mótmæli vegna hækk- unar þjón- ustugjalda og aukins vaxta- munar bank- anna. „Undanfarin misseri hafa skapast forsendur til lækkunar stýrivaxta og í nóvember sl. ákvað peninga- stefnunefnd að lækka stýrivexti um 0,25 prósentustig, úr 6% í 5,75%, en við þá ákvörðun juku bankarnir vaxtamun sinn,“ segir í ályktun miðstjórnar. „Alþýðusambandið og verðlags- eftirlit ASÍ hafa undanfarin miss- eri fengið mikinn fjölda ábendinga um hækkun þjónustugjalda og nýja gjaldstofna bankanna. Í mörgum tilfellum hafa þjón- ustugjöld bankanna hækkað um- fram verðlagsþróun og leggjast þau þungt á einstaklinga með lítið aðgengi að tölvum. Miðstjórn ASÍ hefur áhyggjur af þeirri þróun að fjármálafyrirtæki auki vaxtamun og hækki þjónustugjöld í skjóli fá- keppni og átthagafjötra og skorar á bankana að leyfa viðskiptavinum að njóta ábatans af nýfengnum stöðugleika,“ segir þar enn- fremur. Miðstjórnin segir ennfremur að vakið hafi sérstaka athygli hækk- un á verðtryggðum útlánavöxtum bankanna, en vextir verðtryggðra húsnæðislána með breytilegum vöxtum hafi hækkað um áramótin. Ein af rökum Arion banka hafi verið þau að bankaskattur hafi kallað á hækkun vaxta. Gagnrýna hækkun þjónustugjalda

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.