Morgunblaðið - 22.01.2015, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.01.2015, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 2015 BAKSVIÐ Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Skoðanakannanir í Grikklandi benda til þess að vinstriflokkurinn Syriza, Bandalag róttækra vinstriflokka, fái mest fylgi í þingkosningum sem fram fara á sunnudaginn kemur en ekki nógu mikið til að fá meirihluta á þinginu. Nokkrir minni flokkar gætu því komist í oddastöðu á þinginu og ráðið úrslitum um hvort næsta ríkis- sjórn standi við skilmála sem Evrópusambandið og Alþjóða- gjald eyris sjóðurinn settu fyrir að- stoð við landið vegna skuldavanda þess. Kosningarnar gætu einnig ráðið úrslitum um hvort Grikkland haldi evrunni. Syriza-flokkurinn er andvígur sparnaðaraðgerðum sem stjórn Grikklands samþykkti árið 2010 til að fá aðstoð ESB og AGS vegna skulda- vandans. Flokkurinn vill að skilmál- um aðstoðarinnar verði breytt. „For- gangsverkefni okkar er að bjarga landinu innan evrusvæðisins, ekki að bjarga evrunni í Grikklandi með því að eyðileggja samfélagið,“ segir leið- togi flokksins, Alexis Tsipras. Hann skírskotar m.a. til þess að skilmálarn- ir hafa stuðlað að auknu atvinnuleysi sem mælist nú um 25% og um þriðj- ungur landsmanna er innan fátæktarmarka. Nýjustu kannanir benda til þess að Syriza fái um þriðjung atkvæða og nokkurra prósentustiga meira fylgi en hægri- og miðflokkurinn Nýtt lýð- ræði, undir forystu Antonis Samaras forsætisráðherra. Samkvæmt nokkr- um þeirra höfðu um 15 til 20% grískra kjósenda ekki gert upp hug sinn og hugsanlegt er því að Nýju lýðræði takist að vinna forskotið upp á loka- sprettinum. Samaras hefur verið sakaður um að beita hræðsluáróðri og draga upp of dökka mynd af því sem gerist ef Syriza myndar stjórn undir forystu Alexis Tsipras, leiðtoga flokksins. Í einni af sjónvarpsauglýsingum Nýs lýðræðis er t.a.m. sagt að samninga- viðræður við erlenda lánardrottna myndu fara út um þúfur og Grikkland kæmist í greiðsluþrot. Afleiðingarnar yrðu þær að aldraðir Grikkir fengju engan ellilífeyri og landið yrði uppi- skroppa með eldsneyti og lyf. Valdaflokkarnir misstu fylgi Kannanirnar benda til þess að allt að átta flokkar fái sæti á þinginu í kosningunum og þrír þeirra voru stofnaðir eftir að fjármálakreppan í landinu hófst. Til að fá þingsæti þurfa flokkarnir að fá a.m.k. 3% atkvæð- anna og sex af flokkunum átta eru með um 2 til 7% fylgi, ef marka má kannanirnar. Fjölgun flokkanna má meðal ann- ars rekja til hruns jafnaðarmanna- flokksins Pasok sem mælist nú aðeins með 5% fylgi en hann var með for- sætisráðherraembættið á árunum 1981 til 1989, 1993 til 2004 og 2009 til 2011. Hann fékk 44% atkvæða í kosn- ingum árið 2009 en fylgi hans minnk- aði í 13% og 12% í tvennum þingkosn- ingum árið 2012. Nýtt lýðræði hefur þó einnig misst fylgi til smáflokkanna, ef marka má kannanirnar, og grískir stjórnmála- skýrendur telja ástæðuna vera þá að margir Grikkir vilji ekki lengur að einhver einn flokkur fái meirihluta á þinginu. „Þetta er þróun sem hófst fyrir nokkru,“ hefur The New York Times eftir Nick Malkoutzis, ritstjóra fréttavefjarins Macropolis.gr. „Fólk hefur smám saman áttað sig á því að mikið fylgi eins flokks, með umboð til að gera hvað sem hann vill, var það sem kom Grikklandi í vandræði. Núna er fólkið því tregt til að tryggja einum flokki meirihluta.“ Einn nýju smáflokkanna, To Pot- ami (Fljótið), var stofnaður í apríl á liðnu ári. Margir telja hann líklegan til að komast í oddastöðu á þinginu eftir kosningarnar og ráða úrslitum um hvort Syriza eða Nýtt lýðræði myndar næstu stjórn. Stofnandi flokksins, Stavros Theodorakis, 51 árs fyrrverandi blaðamaður, segist vera tilbúinn að styðja hvorn flokkinn sem er svo fremi sem hann lofi að berjast gegn spillingu og sjá til þess að Grikkland haldi evrunni. Nasistaflokkur með 5% To Potami hefur lagt áherslu á að hann sé hlynntur evrunni og vilji tryggja stöðugleika en að öðru leyti er stefna flokksins óljós. Theodorakis sagði á kosningafundi á mánudaginn var, sex dögum fyrir kosningarnar, að sérfræðingar á vegum flokksins væru að vinna að tillögum um hvernig taka ætti á skuldavanda landsins. Flokkurinn er með 6 til 7% fylgi, ef marka má síðustu kannanir. Hann fékk 6,6% atkvæðanna í kosningum til Evrópuþingsins í maí. Gullinni dögun, flokki nýnasista sem er mjög í nöp við innflytjendur, er spáð um 5% fylgi í kosningunum. Hann var þriðji stærsti flokkurinn í síðustu kosningum til Evrópuþings- ins þegar hann hlaut 9,4% atkvæð- anna og fékk í fyrsta skipti fulltrúa á Vilja ekki eins flokks meirihluta EPA Næsti forsætisráðherra? Alexis Tsipras, leiðtogi Syriza, Bandalags róttækra vinstriflokka, á fundi í Saloniki.  Smáflokkar reyna að komast í oddastöðu á þingi Grikklands í kosningum sem gætu ráðið úrslitum um hvort landið haldi evrunni  Átta flokkar gætu fengið sæti á þinginu og þrír þeirra eru nýir Hræðsluáróður? Antonis Samaras forsætisráðherra á fundi í Aþenu. Heimild: Metron Analysis (16. jan.) 12 71 12 16 2825 1279 14 147 8 12 19 85 15Sæti 300 Kannanir benda til þess að vinstriflokkurinn Syriza fái mest fylgi Miðflokkur Þingkosningar í Grikklandi Óháðir Grikkir Gullin dögun Nýtt lýðræði Mið-hægriflokkur Nýnasistar Hægrimenn og þjóðernissinnar Vinstri- og miðflokkur Pasok Jafnaðarmenn Syriza Róttækur vinstriflokkur KKE Kommúnistar DIMAR To Potami Sk ipt ing þin gsæ ta efti r kosningarnar ef spár ganga eftir Óháðir Þin gið á síðasta kjörtímabili AFP Gylfaflöt 16-18 •112 Reykjavik • Sími 553 5200 • solo.is Sesta stólar Plastskeljastóll með stálgrind, staflanlegur. Litir: Hvítur, svartur, rauður og glær. Hönnun: Skel: Stefano Sandona fyrir Infinity. Grind: Sturla Már Jónsson, Sólóhúsgögn. Verð kr. 32.000 www.facebook.com/solohusgogn Íslensk hönnun og framleiðsla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.