Morgunblaðið - 22.01.2015, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 22.01.2015, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 2015 ✝ Björg Sigurð-ardóttir fæddist í Reykja- vík 7. desember 1949. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 14. janúar 2015. Foreldrar hennar eru Sig- urður Sigurðsson, f. 1924, og Þóra Þórarinsdóttir, f. 1929. Systur Bjargar eru Hrefna, f. 1948, Kristveig, f. 1956, Guðrún Þóra, f. 1960, og Soffía Alice, f. 1963. Björg gift- Björgvin Jónsson, f. 1976, maki hans er Sigríður Sóley Guðna- dóttir. Börn þeirra eru Hildur Björg, f. 2004, og Guðný, f. 2007. Sonur Sigríðar Sóleyjar er Bergsteinn Ásgeirsson, f. 2001. Björg er fædd og uppalin á Laugavegi 76 í Reykjavík. Hún flutti í Álftamýri árið 1964 og bjó þar uns hún flutti í eigin húsnæði. Björg lauk gagnfræðiprófi frá Lindargötuskóla, starfaði nánast alla sína starfsævi við sölu á snyrtivörum en fyrstu skrefin tók hún ung í verslun móður sinnar. Útför Bjargar fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, 22. janúar 2015, klukkan 13. ist Jóni Má Ólasyni 30. desember 1971, þau skildu árið 1996. Foreldrar Jóns Más voru Óli Björgvin Jónsson f. 1918, d. 2005 og Guðný Guð- bergsdóttir, f. 1922, d. 1990. Börn Bjarg- ar og Jóns Más eru: Sigurður Örn Jóns- son, f. 1973, maki hans er Anna Jóns- dóttir. Sonur Sigurðar Arnar er Bragi Þór, f. 1995. Börn Sig- urðar og Önnu eru Katrín, f. 2003, og Jón Arnar, f. 2007. Óli Ég held að mamma hafi verið minnsti risi í heimi. Ekkert verk- efni var of stórt fyrir hana þar sem hún leysti þau flest með sín- um hætti. Þetta var háttur sem þóknaðist ekki öllum og var ég í þeim hópi. Mamma var nefnilega ekkert mikið fyrir að biðja um aðstoð. Má segja að einkunnar- orð hennar hafi verið „Ég get sjálf“ og það sagði hún oft og iðu- lega við okkur þegar við buðum fram hjálp okkar enda gekk hún stundum undir nafninu „Bobbus Maximus“. Til marks um dugnað hennar og styrk gengum við fjölskyldan með henni upp Esjuna og upp Úlfarsfell í byrjun ágúst á síð- asta ári. Einungis var vika á milli þessara ferða en lét hún það ekki stöðva sig. Í þetta skipti fór hún þó ekki alla leið upp að steini á Esjunni en það hafði hún þó gert svo oft áður þegar þolið var aðeins meira. En upp á toppinn á Úlfarsfellinu fór hún og fékk ekki einu sinni harð- sperrur að hennar sögn. Ég hef sjaldan séð hana eins stolta og á þeirri stundu þegar hún stóð á toppnum og hafði sigrað heim- inn eins og hún orðaði það svo skemmtilega sjálf á því augna- bliki, og ekki skemmir fyrir því í dag að eiga mynd af þessu sama augnabliki. Við mamma fórum saman ótal ferðir upp á spítala vegna veik- inda hennar. Flestar voru þetta erfiðar ferðir en þær heimsóknir voru stríð og hún kom alltaf heim. Síðasta spítalaheimsóknin var þó sú erfiðasta, en um sjálfa orrustuna var að ræða. Aðeins fyrir nokkrum dögum spurði hún mig hvort partíinu hennar væri lokið. Ég játti því en sagði henni að nú væri nýtt partí að hefjast. Ég veit að þú munt fylgjast með okkur öllum eins og þú varst vön. Elsku mamma mín, vonandi ertu hætt að finna til og orðin frísk. Sigurður Örn. Bobba tengdamóðir mín var ekki alltaf allra. Ég fékk aðeins að kynnast því þegar við Siggi hennar fórum að hittast, strax af undarlega mikilli alvöru að henn- ar mati. Hún hafði verið í útlönd- um þegar þetta byrjaði allt sam- an og þegar hún kom heim vorum við búin að ákveða að byrja að búa saman. Þetta var aðeins of mikið fyrir hana þó svo að það hafi kannski ekki verið svo ólíkt hennar eigin stíl. Auð- vitað var hún bara að vernda ungann sinn sem var þó löngu floginn úr hreiðrinu. Það var hennar háttur að vernda alltaf sína. Fljótlega tókst á milli okkar góður vinskapur og hann styrkt- ist með árunum. Kannski styrkt- ist hann mest þegar Bobba var svo dásamleg að leyfa okkur fjöl- skyldunni að búa hjá sér um stuttan tíma. Sá tími var dýr- mætur og mér þótti vænt um hvað hún sá á eftir okkur þegar við fórum enda sýndi það mér að við vorum ekki ofsaleg byrði á henni. Ég dáðist að því hvað hún leyfði okkur að halda okkar reglu á sínu heimili og hafði mikla þol- inmæði. Jólin eftir þessa dvöl okkar hafði hún á orði að Kerta- sníkir hefði gleymt að setja í skó- inn hennar eins og jólin sem við vorum hjá henni. Það þótti okkur að sjálfsögðu undarlegt. Þrátt fyrir undirliggjandi veikindi allan þann tíma sem ég þekkti Bobbu gaf hún aldrei eftir í vinnu enda naut hún þess að vinna. Þrátt fyrir oft langa vinnudaga átti hún það til að baka köku áður en hún fór í vinn- una, skúra gólfin eða henda í las- anja fyrir foreldra sína til að færa þeim. Að vinnudegi loknum kom hún við hjá okkur, fór í göngutúr, sund eða hvað það var sem kallaði á hana þann daginn. Hún var alltaf fyrst á svæðið ef eitthvað bjátaði á, kom færandi hendi með eitthvað gott í gogg- inn handa veikum. Hún mundi eftir öllum tyllidögum og á af- mælisdögum voru stírurnar varla komnar úr augunum þegar hún var búin að hringja. Það leyndist alveg magnaður kraftur í henni Bobbu. Síðustu vikur eru búnar að vera erfiðar og erfiðastar voru þeir fyrir elsku Bobbu. Rétt um viku áður en Bobba kvaddi þenn- an heim hringdi hún í mig til að vita hvernig ég hefði það, en ég hafði þá legið í leiðinlegri pest. Elsku Bobba hugsaði alltaf um aðra fremur en sig sjálfa. Í öllu óréttlætinu að hafa þurft að kveðja hana allt of snemma gleðst ég yfir því að hún hafi fengið hvíldina. Eins og Kata mín fann upp hjá sjálfri sér ein- ungis þriggja ára gömul að amma Silla byggi við Englagötu þá veit ég að amma Bobba flytur í þessa sömu götu, í fallegt lítið hús með litlum garði. Það var draumurinn, að eiga lítið hús með litlum garði þegar hún yrði gömul. Hún hafði enn ekki fundið þetta hús, hún þurfti greinilega að leita annað og ekki eldri en hún var. Takk, Bobba mín, fyrir að hafa leyft mér að vera hrein- skilin við þig, takk fyrir vinátt- una, hugulsemina, hjálpsemina og væntumþykjuna sem þú sýnd- ir í orði og verki. Ég held áfram að ala upp strákinn þinn, en ein- ungis tveimur dögum áður en við kvöddumst sástu þörf á því að tala yfir honum. Söknuðurinn er sár en minning þín lifir. Anna. Nú er höggvið stórt skarð í systrahópinn, Bobba okkar er farin og við hinar fjórar reynum að meðtaka þá staðreynd. Á fal- legum degi í byrjun árs lést hún eftir stutta en erfiða sjúkdóms- legu. Minningarnar velta af stað, ljúfar æskuminningar frá því við vorum litlar stelpur á Laugaveg- inum þar sem við ólumst upp í húsinu sem afi byggði. Hann var stórtækur og byggði hús með fimm íbúðum, vildi líklega tryggja húsnæði fyrir börnin sín tólf enda bjuggu þar tímabundið mörg þeirra með sínar fjölskyld- ur. Við Bobba, sem vorum elstar systra, höfðum því marga góða vini og leikfélaga í frændsystkina hópnum á Laugaveginum. Leik- svæði okkar var garðurinn með gróðurhúsinu hennar ömmu, portið og sundið þar sem farið var í boltaleiki og feluleiki. Mamma opnaði snyrtivöru- verslun þegar Bobba var sex ára og sama ár bættist í hópinn syst- ir, Kiddý. Fjórum árum seinna kom Gunna og Soffía fæddist 1963. Við vorum mjög spenntar að eignast litlar systur, vorum sennilega eins og litlar mömmur aðallega þegar Soffía fæddist, enda þá orðnar táningar. Við höfðum líka gaman af því að fá að hjálpa til í búðinni hjá mömmu og vorum ungar farnar að af- greiða snyrtivörur. Bobba hafði greinilega fengið kaupmanns- genið, þarna var lögð línan að ævistarfi hennar, að selja snyrti- vörur. Hún var ung orðin hægri hönd mömmu í búðinni, hún kunni allt um krem og varaliti áður en hún fór sjálf að nota það, hafði mikla þjónustulund, mamma gat tekið sér loksins sumarfrí og treysti henni fyrir rekstrinum. Minningar um sumrin í sveitinni hjá ömmu og afa í Fljótshlíðinni, sumarbúðir í Vindáshlíð, sumardvöl á ensku- skóla í Englandi, allar þessar minningar eru mér ljúfar núna á þessari stundu þegar ég hugsa til Bobbu. Bobba stofnaði fjölskyldu með Jóni Má Ólasyni og mesta ham- ingjan í lífi hennar var þegar hún eignaðist syni sína, Sigga og Óla. Lífið hennar snerist um velferð þeirra og hamingju, hún tók ákafan þátt í áhugamáli þeirra, fótboltanum, og þau Jón töldu ekki eftir sér að keyra þá úr Breiðholtinu á KR-völlinn þar sem þeir æfðu og kepptu. Á ár- unum sem við Kalli bjuggum í Svíþjóð með dætur okkar komu þau í heimsóknir og þá var ým- islegt gert skemmtilegt með barnahópnum, farið á ströndina, í dýragarð eða yfir sundið í Tí- volí. Bobba var ótrúlega góð manneskja með fallega sál, ósér- hlífin, örlát og greiðagóð, við- kvæm en samt sterk, hún vildi öllum vel og breiddi út faðminn til að hugga og styrkja. Aðrir en hún sjálf voru ætíð í fyrirrúmi og þegar við sem elskuðum hana bentum henni á að hugsa stund- um um sjálfa sig trallaði hún bara eða fór að tala um eitthvað annað. Á erfiðum stundum í lífi mínu var Bobba alltaf komin til að hugga og styrkja, alltaf til taks. Bobba og Jón skildu en náðu samt að verða góðir vinir. Í starfi sínu kynntist hún mörgum, hún var félagslynd og alltaf glöð og fólki fannst gott að umgangast hana. Hún var frábær sölumað- ur, mikill vinnuþjarkur, hennar góðu stundir voru að fara hring- inn í söluferðir, kynnast landinu sínu og nýju fólki. Við kveðjum Bobbu með mikla sorg í hjarta, hún skilur eftir aldraða foreldra, frábæra syni, tengdadætur og barnabörn sem henni þótti óhemjuvænt um. „Gullið mitt“ voru hennar orð við þá sem henni þótti vænt um. Því kveð ég þig, elsku mín Bobba, með þessum orðum: Bless gullið mitt, takk fyrir allt og guð blessi þig. Þín systir Hrefna. Amma Bobba var ofsalega dugleg kona og vildi allt fyrir okkur gera. Hún sagði að hún gæfi okkur allan heiminn ef hún gæti. Hún vildi litla hjálp og stundum þurftum við að hjálpa mömmu og pabba að segja henni að hlýða. Það þótti henni fyndið en fussaði þó og sveiaði yfir því. Okkur fannst gott að fara til ömmu og hafa það notalegt, enda voru helgar án þess að fara í mat til ömmu fátíðar. Oft byrjaði heimsóknin á því að fara í bað hjá ömmu og koma sér í náttfötin. Það þótti okkur mikið sport á ákveðnum aldri. Þegar hvert okkar var á handóða tímabilinu sem lítil börn gekk amma um á eftir og okkur og sagði: „Amma á.“ Eins og góðum börnum sæm- ir vorum við fljót að læra og vor- um oftar en ekki á undan henni að segja hver ætti. Amma bjó alltaf til góða matinn sinn handa okkur. Í eftirrétt fengum við pönnukökur eða ís, yfirleitt bara hvort tveggja. Það skipti ömmu svo miklu máli að allir borðuðu vel af matnum og þess vegna breytti hún réttunum ekki mikið vegna þess að ef prófað var eitt- hvað nýtt settum við upp fýlu- svip. Stór hluti af heimsóknunum var að hjúfra sig í sófana, horfa á þætti á Stöð 2, lesa slúðrið eða leysa þrautir og krossgátur. Daginn sem amma dó ákváðum við að hafa ömmu Bobbu kvöld reglulega. Ömmu Bobbu kvöldin verða auðvitað hennar matur og pönnsur í eft- irrétt. Nú þegar erum við búin að halda eitt slíkt kvöld sem var ljúft og gott og ekki var verra að afi var með okkur líka. Amma var alveg á því að hún hefði kennt okkur allt sem við gátum í fimleikum og fótbolta, al- veg eins og hún kenndi pabba og Óla allt sem þeir gátu í fótbolta og handbolta. Við vissum reynd- ar að það var kannski ekki alveg rétt en hún var alltaf okkar helsti stuðningsmaður og kom oftar en ekki að horfa á okkur stunda okkar íþróttir hvort sem um var að ræða sýningu eða keppni. Núna er amma Bobba komin til ömmu Sillu, flutt inn í hús númer 49 við Englagötu. Elsku amma okkar, vonandi líður þér miklu betur og þú getur vakað yfir okkur áfram eins og þú hefur alltaf gert. Bragi Þór, Katrín og Jón Arnar. Mér finnst eins og ég hafi þekkt hana Bobbu mágkonu mína alla ævi. Samt eru ekki nema rúm fjögur ár síðan við hittumst í fyrsta sinn á Kirkju- garðsstíg heima hjá Hrefnu, systur Bobbu, á fyrstu dögum okkar sambands. Hún var sú fyrsta í fjölskyldunni sem ég hitti fyrir utan Karen og Hönnu, dæt- ur Hrefnu. Það tók hins vegar ekki langan tíma að kynnast Bobbu því að hún gekk rakleiðis til mín og sagðist einfaldlega ætla að knúsa mig. Þar með var ég formlega kominn inn í fjöl- skylduna í þessu hlutverki. Við vorum reyndar fyrir löngu tengd fjölskylduböndum þar sem lang- ömmur okkar voru systur, þær Lilja Metta Kristín, langamma mín, og Níelsína Abigael, langamma Hrefnu og Bobbu. Hvað skyldi mannanafnanefnd segja við þessum flottu nöfnum? Það voru reyndar fleiri sam- eiginlegir snertifletir hjá okkur Bobbu fyrir þennan tíma. Hún var gift gömlum félaga mínum úr fótboltanum í KR upp alla flokka, Jóni B. Ólasyni, eða Nonna eins og hann var kallaður. Sigurður Örn, sonur þeirra, var síðan mjög flottur leikmaður og lykil- maður í meistaraflokki KR í fót- bolta sem ég fylgdist með þótt ég væri ekki lengur í stjórn knatt- spyrnudeildarinnar. Ég komst síðan að því að við Bobba höfðum verið þjáningarsystkin þegar við vorum í því hlutverki að þvo bún- inga leikmanna meistaraflokks KR í fótbolta eftir hvern einasta leik! Ég veit ekki um ykkur en þetta er ekki verkefni sem maður sækist sérstaklega eftir. Sam- nefnari okkar fyrr og síðar er því klár: Við höfum alltaf verið og verðum sjálfsagt alltaf KR-ing- ar. Þegar ég horfi yfir þessi ár sem ég þekkti Bobbu og velti fyr- ir mér hvernig henni sé best lýst þá eru svo mörg orð sem koma upp í hugann að þau rúmast varla í stuttri minningargrein. Það fyrsta sem mér dettur í hug er að hún var hrókur alls fagn- aðar. Hún var líka alltaf fyrsta manneskja til að taka til hend- inni, hjálpa og aðstoða, hvar sem þörf var á. Þetta kom kannski hvað best í ljós í fjölskylduboð- unum. Þar stóð hún í eldhúsinu með svuntuna og hrærði í pott- unum á milli þess sem hún knús- aði alla og sinnti foreldrunum. Hún var líka hrein og bein og mjög jákvæð manneskja. Aldrei heyrði ég hana segja styggð- aryrði um aðra. Hún sá alltaf já- kvæðu hliðarnar á öllu og öllum, sem mér fannst á köflum aðdá- unarvert miðað við þá sem áttu í hlut. Það var líka yndislegt að upplifa samband hennar og strákanna hennar, Sigga og Óla, og barna þeirra og tengdadætra. Hún var líka alltaf tilbúin að sjá spaugilegu hliðarnar á öllu, meira að segja þegar hún var komin fársjúk upp á spítala rétt fyrir jólin. Ef ég ætti að draga eiginleika Bobbu saman í eina setningu myndi ég nota orðin yndisleg, hjartahlý, fórnfús, hjálpsöm og skemmtileg mann- eskja. Elsku bræður, Siggi og Óli, og fjölskyldur ykkar, elsku tengda- foreldrar, Þóra og Siggi, og elsku systur, Hrefna mín, Kiddý, Gunna og Soffía. Mínar innileg- ustu samúðarkveðjur til ykkar allra. Bobbu verður sárt saknað. Þegar þessar erfiðu kveðju- stundir eru að baki mun minn- ingin um yndislega persónu lifa og verða sorginni yfirsterkari. Bolli Þór Bollason Erfitt er að kveðja ömmu Bobbu. Á mínu heimili var hún alltaf kölluð amma Bobba þrátt fyrir að vera hvorki amma mín, mannsins míns né barna okkar. En það skiptir ekki máli, hún kom fram við börnin mín eins og góðar ömmur gera. Hún var al- veg sammála þegar mamman var ekki sanngjörn og af henni staf- aði bæði hlýja og gleði. Í eitt skiptið fékk hún Helga Fannar, sem var þá um þriggja ára, í heimsókn sem fylgifisk með Sigga og fjölskyldu. Það er reglulega minnst á þessa pössun. Helga Fannari fannst rosalega góður matur og skemmtilegt. Miðað við sögur þótti Bobbu ekki minna gaman þar sem Helgi Fannar borðaði svo mikið að það þurfti að stoppa hann af. Það er enn óvíst hvort þeirra skemmti sér betur, Helgi Fannar eða amma Bobba. Þar sem ég vinn á LSH kíkti ég reglulega til Bobbu eftir að hún lagðist inn. Dugnaðurinn skein alltaf í gegn. Hún skyldi ná að ganga út ganginn og ekkert svindl. Reglurnar voru þannig að það þurfti að klukka hurðina, eins og þegar maður var í leikj- unum í gamla daga. Systir mín hringdi í mig að morgni 14. janúar og sagði mér að staðan væri ekki góð. Ég leit upp, ljósin dönsuðu á himninum. Björg Sigurðardóttir ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, FRÍÐA PÉTURSDÓTTIR, Sólbergi, Bolungarvík, lést á Sjúkraskýlinu Bolungarvík þriðjudaginn 13. janúar. Útförin fer fram frá Hólskirkju laugardaginn 24. janúar kl. 11.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Hólskirkju, reikn. 1176-18-660264, kt. 630169-5269. Björg Guðmundsdóttir, Bjarni Ingólfsson, Elísabet Guðmundsdóttir, Björgvin Bjarnason, Ása Guðmundsdóttir, Jón Guðni Guðmundsson, Guðríður Guðmundsdóttir, Ragna Guðmundsdóttir, Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Ingibjörg Guðmundsdóttir, Magnús Birgisson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, fósturmóðir, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, ELÍN SIGURÐARDÓTTIR, Dalbraut 27, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Eir föstudaginn 16. janúar. Útför hennar fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 23. janúar kl. 11.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Blindrafélagið. Sóldís Björnsdóttir, Svavar Tjörfason, Sigurður Björnsson, Halldóra Guðmundsdóttir, Björn Björnsson, Heiðrún Jóhannsdóttir, Rúnar Ágústsson, Ingibjörg Karlsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, GUNNAR SUMARLIÐASON, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli mánudaginn 19. janúar. Útför verður auglýst síðar. Brynhildur Jónsdóttir, Guðný Jóna Gunnarsdóttir, Hulda Maggý Gunnarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.