Morgunblaðið - 22.01.2015, Page 27

Morgunblaðið - 22.01.2015, Page 27
Litagleðin var dásamleg og spannaði alla þá liti sem ein- kenndu Bobbu. Svört föt voru sko ekki í tísku hjá henni, en það var sá litur sem sat í sálinni hjá mér þann daginn og nú dagana á eftir. Það er alltaf erfitt að kveðja en ég mun halda í minn- ingarnar um elsku ömmu Bobbu. Partíið var búið hérna á jörðinni hjá henni en ég efast ekki um að hún hefur verið fljót að skella sér í eitt hinum megin. Enginn neit- ar svona stuðbolta, eins og Bobba var, um inngöngu. Við sem eftir sitjum í þessu partíi á jörðinni höldum minningu henn- ar á lofti. Elsku Siggi, Anna, Óli Björg- vin, Sigga og börn. Ég votta ykk- ur öllum mína dýpstu samúð og veit að góðar minningar um Bobbu munu lýsa ykkur fram á veginn. Þóra Guðrún Jónsdóttir. Líf hvers og eins skiptist í mörg tímabil og öll erum við í mismunandi hlutverkum um æv- ina. Fyrir tæpum tólf árum hófst nýtt og spennandi tímabil í lífi okkar þegar fyrsta barnabarið fæddist. Um leið urðum við þeirrar gæfu aðnjótandi að máta okkur í ný hlutverk, afa- og ömmuhlutverkin. Þá kom Bobba líka fram á sjónarsviðið í sam- svarandi hlutverki. Ekki höfum við séð marga standa sig betur í þessu hlutverki en hana. Synirn- ir og fjölskyldur þeirra voru hennar líf og yndi og hún gerði allt sem í hennar valdi stóð til að hlúa að þeim og styðja. Það sópaði af henni Bobbu. Minningar um samverustundir með henni eru bjartar. Þær ein- kennast af því hversu drífandi, hláturmild, umhyggjusöm og gefandi hún var. Í öllum afmæl- isboðum og öðrum veislum var hún hrókur alls fagnaðar, talaði við alla og það var svo ótrúlega gaman að hlæja með henni Bobbu. Áður en við varð litið var hún orðin eins og hvítur storm- sveipur að aðstoða, hvort heldur var að hella upp á kaffi, þurrka upp af gólfi, taka saman leirtau eða annað sem hún sá að þurfti að gera. Það var líka sérlega gaman að fylgjast með Bobbu í öðru hlut- verki þar sem hún var ekki síður á heimavelli en í ömmuhlutverk- inu en það var í vinnunni. Það er auðvelt að sjá hana fyrir sér við kynningarborðið að uppfræða fólk um hinar aðskiljanlegu snyrtivörur og krem: Það er ekki komið að tómum kofunum hjá henni enda reynslan orðin löng í snyrtivörubransanum. Hress og uppörvandi útskýrir hún málin og áhuginn á að finna réttu vör- una fyrir hvern og einn leynir sér ekki. Augljóst er líka að henni leiðist ekki þegar vel selst. Við erum þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast ömmu Bobbu og njóta greiðasemi hennar og góðra stunda saman. Við kveðj- um hana með miklum söknuði og finnst skilnaðarstundin hafa runnið upp allt of fljótt. Hugur okkar er hjá sonum hennar og fjölskyldum þeirra, foreldrum, systrum og öðrum ástvinum. Fyrst og fremst hugsum við þó til barnabarnanna hennar sem hún dáði svo mjög og hafa misst ömmu sem bar hag þeirra fyrir brjósti umfram allt annað. Guð blessi þau öll. Jón og Ingveldur. Þrjár stelputátur hoppandi í boltaleik í portinu við Laugaveg 76. Sú yngsta, tveimur árum yngri en hinar, gefur ekkert eft- ir, – heldur ótrauð áfram og stendur fullkomlega fyrir sínu, þrátt fyrir að hinar eldri væru stjórnsamari og e.t.v. fljótari að grípa boltann. Þetta var Bobba frænka mín – þessi minning lýsir henni vel – gafst ekki upp, þraut- seig, hélt sínu striki. Bobba, eins og hún alltaf var kölluð, var hluti af þessum stóra og litríka afkomendahópi ömmu Guðrúnar og afa Þórarins á Laugavegi 76, hún var einn hlekkur í þessari fjölbreyttu keðju. Keðju sem óhjákvæmilega tekur stöðugum breytingum, hlekkir bætast við og aðrir hverfa. Næstelst í fimm systra hópi getur stundum verið snúið og krefjandi, en Bobbu var það gef- ið að taka öllu með ró og yfirveg- un. Þegar erfiðleikar steðjuðu að í fjölskyldunni og á móti blés var Bobba stoð og stytta, hjálpsöm, alltaf tilbúin að rétta hjálpar- hönd og gladdist líka með sínu fólki. Fyrir mér er Bobba frænka dásamleg kona sem lét lítið yfir sér, vann vinnuna sína af mikilli elju, samviskusemi og kostgæfni og var alltaf tilbúin að hjálpa og gera greiða, þrátt fyrir að heils- an væri stundum að stríða henni. Hér áður fyrr dáðist ég að ákafa og dugnaði Bobbu við að styðja við strákana sína í KR-lið- inu og sló hún þar ekki slöku við. Þegar þeir síðan uxu úr grasi, stofnuðu fjölskyldur og barna- börnin komu var varla hægt að finna stoltari og ánægðari konu, hún var hreykin af strákunum sínum! Það eru ófáar konurnar sem hún hefur glatt með sínu bjarta brosi og sannfæringu þegar hún var að kynna og selja snyrtivörur út um allt land. Á ótrúlegustu stöðum hitti ég hana. „Hæ skvís“ var kallað og þegar ég leit við var Bobba þar brosandi og eldhress – „heyrðu held þú þurfir eitthvað að hressa við andlitið á þér – hérna færðu smá prufu“,. og svo hlógum við báðar! Skammdegismyrkrið varð enn dýpra þegar fréttist að hún glímdi við erfið veikindi sem þrátt fyrir hækkandi sól báru hana ofurliði. Þegar ástvinur kveður verð- um við að sætta okkur við það náttúrulögmál að það sem lifir mun deyja, en minningar eigum við og berum þær áfram. Fjöl- skyldan, ættingjar og vinir eru ríkari eftir að hafa fengið að njóta samvista við Bobbu. Sonum hennar og þeirra fjöl- skyldum, systrunum og ekki síst foreldrum hennar, Þóru og Didda votta ég alla mína samúð. Auður Sveinsdóttir Það er með mikilli sorg og söknuði í hjarta að við skrifum þér kveðju, elsku Bobba. Við gleymum ekki hvað við vorum spennt að fara að vinna með þér. Þú varst goðsögn í snyrtivörubransanum, allir vissu hver Bobba var og enginn var eins og Bobba. Vinnusamari og ósérhlífnari manneskju er varla hægt að finna. Það var mikill heiður að fá að vinna með þér og þú kenndir okkur svo margt. Þú þekktir hverja einustu verslun hringinn í kringum land- ið og meira til. Það leið ekki sá morgunn að þú komst ekki til vinnu skæl- brosandi, komst svífandi inn og það var ekki annað hægt en að vera kátur með þér. „Elsku stelpan mín“, varstu vön að kalla hverja og eina af okkur „hvað get ég gert fyrir þig, stelpan mín?“ Nú hljóma þessi orð í eyrum okkar og við vitum að þú ert hjá okkur. Við metum það svo mikils að fá að hafa verið með þér í Kaup- mannahöfn í ágúst sl. og erum þakklát fyrir að eiga allar þessar skemmtilegu minningar með þér, búðarrápið, hlátursköstin og danssporin sem tekin voru með stæl, algjörlega ógleymanlegar stundir. Þín verður sárt saknað og þú verður ávallt í huga okkar. Hvíl í friði, elsku Bobba. Fyrir hönd samstarfsfélaga þinna hjá Artica, Eva og Guðlaugur (Gulli). MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 2015 ✝ Guðni BirgirSvavarsson fæddist í Reykja- vík 3. janúar 1960. Hann lést á Grens- ásdeild Landspít- alans 12. janúar 2015. Guðni var sonur hjónanna Sigríðar Andrésdóttur, f. 26. september 1936, og Svavars Guðna Guðnasonar, f. 25. ágúst 1930, og eru þau bæði látin. Systkini Guðna voru 1) Andrés Svavarsson, látinn, kvæntur Þóru Stephensen, eignuðust þau þrjú börn, 2) Guðni, f. 27 október 1980, d. 30. mars 2014, hann var kvæntur Brynhildi Guðmunds- dóttur og börn þeirra eru a) Karen Dögg, f. 2005, b) Alex- ander Guðni, f. 2006, c) Elvar Breki, f. 2008. 2) Elín Hrund, f. 19. mars 1984, gift Stefáni Helga Einarssyni og börn þeirra eru a) Mikael Máni, f. 2005, b) Kristian Helgi, f. 2006, c) Selma Björt, f. 2002, d) Bjartmar Elí, f. 2007. 3) María Björk, f. 22. apríl 1987. Guðni lauk sveinsprófi frá Iðnskólanum í Reykjavík í bif- vélavirkjun 1983 og fékk meistararéttindi tveimur árum síðar. Hann starfaði hjá Brim- borg, áður Veltir, frá 1982- 2012 þegar hann lét af störf- um vegna veikinda. Útför Guðna fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 22. janúar 2015, kl. 13. Kristín Svava Svavarsdóttir, lát- in, gift Viðari Gíslasyni, látinn, eignuðust þau einn son, 3) Rann- veig Svavarsdóttir og á hún eina dóttur. Guðni kvæntist 11. júlí 1981 Krist- ínu Guðrúnu Ólafsdóttur, f. 19. júlí 1961, dóttir hjónanna Arn- dísar Guðmundsdóttur, f. 17. júní 1924, og Ólafs Bjarnason- ar, f 14. maí 1923, og eru þau bæði látin. Guðni og Kristín eignuðust þrjú börn: 1) Svavar Við skrifum okkar sorgir á sand en sigra lífsins á bjargið ristum. Heilagt er okkar hjónaband og hamingja er á grænum kvistum. Við trúum bæði á lífsins land, Þar ljómar sól yfir nýjum kvistum (Guðrún Jóhannsdóttir) Með þessum orðum kveð ég þig, elsku Guðni minn. Takk fyrir allt sem við áttum saman. Megi allir góðir vættir vaka yfir þér og leiða. Þín eiginkona Kristín. Angrið sækir okkur tíðum heim sem erum fávís börn í þessum heim, við skynjum fátt, en skilja viljum þó að skaparinn oss eilíft líf til bjó, að upprisan er öllum sálum vís og endurfundir vina í paradís. (Guðrún Jóhannsdóttir) Hjartað er tómt… Elsku besti pabbi minn er farinn frá okkur. Það er erfitt að sætta sig við veruleikann og lífið er sárt. Ég á ekkert nema fallegar og góðar minningar um hann pabba minn, hetjuna mína. Ég er svo þakklát fyrir hann og líf- ið sem hann gaf mér. Síðustu fjögur ár hafa verið honum erf- ið og svo margt tekið frá hon- um. Það var sárt að þurfa að horfa upp á hann í öllum hans veikindum en líka svo gott að geta staðið með honum í gegn- um þetta allt. Ég trúi því að þjáningum hans sé lokið og að það séu miklir fagnaðarfundir hjá elsku fólkinu okkar. Elsku pabbi minn, ég elska þig og sakna þín. Megi góður guð leiða þig inn í eilífðina og gefa þér frið. Þín dóttir, Elín Hrund. Ó pabbi minn, hve undursamleg ást þín var. Ó pabbi minn, þú ávallt tókst mitt svar. Aldrei var neinn, svo ástúðlegur eins og þú. Ó pabbi minn, þú ætíð skildir allt. Liðin er tíð, er leiddir þú mig lítið barn. Brosandi blítt, þú breyttir sorg í gleði. Ó pabbi minn, ég dáði þína léttu lund. Leikandi kátt, þú lékst þér á þinn hátt. Ó pabbi minn, hve undursamleg ást þín var. Æskunnar ómar ylja mér í dag. (Þorsteinn Sveinsson) Elsku besti pabbi minn, nú komið er að kveðjustund. Eftir sitja dýrmætar minningar sem ég mun geyma uns við hittumst á ný. Ég sakna þín sárt og elska þig til tunglsins og aftur tilbaka. Takk fyrir allt, elsku pabbi. Þín, María Björk. Svo er því farið: Sá er eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnarnir honum yfir. (Hannes Pétursson.) Ég kynntist Guðna mági mínum fyrir réttum 38 árum síðan. Hann var 17 ára og ég 19, nýorðin kærastan hans Adda, stóra bróður hans. Fjöl- skyldan bjó þá í Hraunbænum og það var gott að koma inn í þennan hlýja og skemmtilega hóp sem samanstóð af foreldr- unum Sísí og Svavari og börn- um þeirra fjórum. Til að byrja með virkaði Guðni fremur hlé- drægur og lét ekki mikið fyrir sér fara. Við nánari kynni kom í ljós ljúfur persónuleiki hans, kímnigáfa og traust. Þeir bræð- ur voru um margt líkir í sér og í samskiptum þeirra var ekki alltaf þörf fyrir mörg orð. Syst- urnar Stína og Veiga voru meira í þeirri deild. Guðni var handlaginn og natinn við það sem hann tók sér fyrir hendur. Hann rasaði ekki um ráð fram en gaf sér tíma til að hugsa og velta hlutunum fyrir sér. Hann lærði bifvélavirkjun og þar kom lagnin og natnin sér vel. Mér er minnisstætt þegar við vorum eitt sinn saman á ferðalagi og bíllinn okkar Adda bilaði ein- hvers staðar í Skagafirðinum. Eftir skamma stund var Guðni búinn að finna bilunina og spurði hvort ég væri nokkuð með nál og tvinna meðferðis. Jú, það vildi svo vel til og Guðni lagaði stíflaðan blönd- unginn með þessum áhöldum. Ekkert fum eða fát heldur gengið örugglega og rólega til verks og málið leyst. Guðni í hnotskurn. Guðni og Krissa eiginkona hans kynntust ung. Með sam- heldni og dugnaði komu þau sér upp fallegu heimili. Þau eignuðust þrjú börn og barna- börnin eru orðin fimm. Fyrir nokkrum árum varð mikil breyting á lífi þeirra allra þeg- ar ættarsjúkdómurinn, arfgeng heilablæðing, fór að gera vart við sig. Þeir feðgar Guðni og Svavar Guðni veiktust báðir. Sjúkdómurinn skerti lífsgæði Guðna svo um munaði og á síð- asta ári varð fjölskyldan fyrir því þunga höggi að missa Svav- ar Guðna. Þessum erfiðleikum tók Guðni af ótrúlegu æðruleysi og yfirvegun. Hann mætti hverju áfallinu á fætur öðru dyggilega studdur af Krissu og dætrum þeirra Elínu og Maríu. Fjölskyldan tók þá meðvituðu ákvörðun að láta hverjum degi nægja sína þjáningu og njóta allra þeirra góðu stunda sem buðust. Þannig hafa þau skapað dýrmætan sjóð góðra minninga sem lifa. Elsku Krissa, María, Elín, Stefán og barnabörnin öll, guð geymi ykkur og gefi ykkur styrk. Ég kveð Guðna með söknuði og þakklæti fyrir vin- áttuna og samfylgdina. Ferð þín er hafin. Fjarlægjast heimatún. Nú fylgir þú vötnum sem falla til nýrra staða. Og sjónhringar nýir sindra þér fyrir augum. (Hannes Pétursson.) Þóra Stephensen. Í dag kveð ég kæran æsku- vin, trúan og traustan vin sem gerði kraftaverk í því að halda gömlu bíldruslunum mínum gangandi þegar við hjónin vor- um að kaupa okkar fyrstu íbúð og heimilisbuddan tóm. Þá var gott að eiga vin sem var bif- vélavirki og alltaf fús til að hjálpa án þess að rukka krónu fyrir. Guðni var alltaf til staðar fyrir vini sína, það skipti engu máli hvað þurfti að gera hverju sinni, alltaf var hægt að hóa í Guðna, líklega var orðið nei ekki til í hans orðaforða. Guðni og Krissa konan hans voru hrókar alls fagnaðar, þó svo að Guðni væri ekki málgef- inn þá var hann ljúfur og skemmtilegur og sérlega vel að sér í allri tónlist sem við gátum hlustað tímunum sama á. Vina- hópurinn fór saman í ógleym- anlegar útilegur og sumarbú- staðarferðir, og okkur félögunum þótti alltaf gaman að kíkja í veiði. Síðustu árin hafa verið fjöl- skyldunni sérlega erfið eftir að ættarsjúkdómurinn arfgeng heilablæðing skall á þeim af fullum þunga, en Sigríður móð- ir Guðna og Andrés afi Guðna höfðu áður látist af þessum sjúkdómi. Andrés eldri bróðir Guðna veiktist árið 2007 og lést árið 2013. Kristín systir þeirra fékk sína fyrstu blæðingu árið 2010 hún lést árið 2012. Sonur henn- ar hann Andrés var aðeins 26 ára er hann lést eftir fjögurra ára baráttu við heilablæðingar í byrjun þessa árs og skilur hann eftir sig unga dóttur. Guðni og Krissa misstu son sinn Svavar af þessum hörmulega sjúkdómi í mars á síðasta ári, hann var aðeins 33 ára er hann lést frá þremur ungum börnum sínum eftir þriggja ára baráttu og Guðni veiktist sjálfur af þess- um sjúkdómi fyrir fjórum árum og háði drengilega baráttu við síendurteknar heilablæðingar þar til yfir lauk þann 12 janúar. Æðruleysi og dugnaður ein- kennir Krissu eiginkonu Guðna sem hefur staðið eins og klett- ur fyrir alla fjölskylduna í þess- ari erfiðu baráttu. Öll bindum við vonir um að þróun lækningar við þessum séríslenska sjúkdómi fari að ganga hraðar fyrir sig og minn- um þess vegna á styrktarsjóð Heilaverndar sem safnar fé til rannsókna fyrir þennan sjúk- dóm. Guð blessi minningu Guðna og gefi fjölskyldu hans styrk og huggun í sorginni. Kjartan og Guðrún. Fallinn er frá æskuvinur sem við félagarnir viljum minnast með nokkrum orðum. Það hafa verið mikil og sterk tengsl á milli okkar félaganna í gegnum árin og erfitt að sætta sig við það þegar einn yfirgefur hóp- inn alltof snemma. Við fé- lagarnir áttum frábærar stund- ir með Guðna við veiðar í Laxá í Kjós þar sem hann naut sín vel. Ótrúleg seigla og þolinmæði skilaði honum oft góðum afla á meðan við hinir komum heim með öngulinn í rassinum. Fyrir nokkrum árum stofn- uðum við félagarnir plötuklúbb og hittumst einu sinni í mánuði og spiluðum þá eingöngu vín- ylplötur og ræddum um hljóm- sveitir og tónlist. Oft voru rifj- aðar upp góðar minningar frá gömlu góðu dögunum og var þá oft glatt á hjalla. Guðni var mikill tónlistarunnandi og mætti alltaf á vínylplötukvöld, sama hversu veikur hann var orðinn, því að þetta voru hon- um dýrmætar stundir eins og okkur hinum og kom það fyrir að við mættum með steríógræj- urnar upp á Grensásdeild svo að hann missti ekki af fundi. Blessuð sé minning þín, elsku kallinn okkar, við eigum eftir að sakna þín mikið. Félagarnir og nördarnir í vínylplötuklúbbunum Sigurþór, Guðjón, Helgi, Sigurður, Þröstur og Kjartan. Þá er hann fallinn frá langt fyrir aldur fram, vinurinn okk- ar kæri, Guðni Birgir Svavars- son. Við urðum þeirrar gæfu að- njótandi að kynnast Guðna árið 1978 í gegnum vini hans úr Ár- bænum og fundum við strax að þar fór ljúfur drengur, stór og sterkur, rólegur, traustur og svolítið þrjóskur. Það tókust með okkur sterk vinabönd sem ekkert hefur get- að haggað annað en andlát þess mæta mans. Guðni hefur reynst okkur traustur og góður vinur alla tíð ásamt henni Krissu og það hef- ur verið okkur mjög dýrmætt að fá að vera þeim samferða í gegnum tíðina því vinátta þeirra er verðmætari gulli. Nú syrgjum við fallinn vin og biðjum algóðan Guð um styrk og stuðning til handa Krissu og fjölskyldu. Þröstur og Hrafnhildur. Guðni Birgir Svavarsson ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, BJARGHILDUR SIGURÐARDÓTTIR áður til heimilis í Kelduskógum 1, Egilsstöðum, sem andaðist á Hrafnistu í Reykjavík þriðjudaginn 13. janúar verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 28. janúar kl. 13.00. Gerður, Sigurður, Björn, Bergljót, Ingibjörg og Guðný Arabörn og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.