Morgunblaðið - 22.01.2015, Page 32

Morgunblaðið - 22.01.2015, Page 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 2015 Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 6600230 og 5611122. Málarar Viðhalds- og málningarvinna Getum bætt við okkur inni- og útiverkefnum. Vönduð vinnubrögð góð umgengni. Tilboð/ tímavinna. Lítið Mál ehf. Sigurður GSM: 896 5758, malid@internet.is. Ýmislegt Jessenius Faculty of Medi- cine (JFM CU) í Martin í Slóvakíu mun halda inntökupróf í Reykjavík16 apríl og 24 júni 2015 Kennt er á ensku. Um 6 ára viðurkennt nám er að ræða. Fjöldi íslendinga stundar nám í læknis- fræði við skólann Heimasíða skólans er www.jfmed.uniba.sk Uppl. í s. 544-4333 og fs. 820- 1071 kaldasel@islandia.is TILBOÐ - STAKAR STÆRÐIR Teg. Bella bh kr. 4.500,- og buxur kr. 1.500,- Laugavegi 178, sími 551 3366. Opið mán.-fös. 10–18, laugardaga 10–14 Þú mætir – við mælum og aðstoðum. www.misty.is – vertu vinur TILBOÐ Mjúkir og þægilegir dömuskór úr leðri. Stakar stærðir. TILBOÐSVERÐ: 3.500.- TILBOÐ Vandaðir dömukuldaskór úr mjúku leðri, fóðraðir og með góðan sóla. Stakar stærðir. TILBOÐSVERÐ: 5.500.- Komdu og líttu á úrvalið hjá okkur! Sími 551 2070. Bílar Hópbílar Bjóðum hópferðabíla frá 8-67 farþega. Guðmundur Tyrfingsson ehf gt@gtbus.is www.gtbus.is S. 568-1410 / 482-1210 Hópferðabílar til leigu með eða án bílstjóra Bílaþjónusta GÆÐABÓN Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Hjólbarðar Matador heilsárs- og vetrardekk til sölu Framleidd af Continental Matador Rubber í Slóvakíu. Frábær dekk á góðu verði. Kaldasel ehf. dekkjaverkstæði Dalvegi 16b, 201 Kópavogur. S. 544-4333. Ökukennsla Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD - árg. 2012. Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 6960042, bilaskoli.is Smáauglýsingar Öldurót Hljómsveitin Öldurót (tríó). Nú er tímabært að panta góða danshljómsveit fyrir árshátíð/þorrablót og almenna dansleiki.Hafið samband við: albert.ingason@gmail.com og gitarinn@gitarinn.is                     Hljóðfæri Skemmtanir Til sölu Mercedes Benz E 200 Avantgarde Ekinn aðeins 85.000 þúsund km. Smurbók. Hefur fengið fullkomið viðhald og í topp standi. Verð: 2.850.000. Upplýsingar í síma 6989898. GRÍPTU TÆKIFÆRIÐ! MOGGINN Í IPADINN WWW.MBL.IS/MOGGINN/IPAD Fyrir tveimur áratugum tengdist FÍB við umbjóð- endur sína og um- heiminn um internetið um sér- staka heimasíðu FÍB. Þetta var nýjung á þessum tíma og þau voru ekki mörg félagasamtökin eða fyrirtækin sem höfðu þá komið sér upp virkri heimasíðu þar sem nálgast mátti upplýs- ingar og fréttir sem voru upp- færðar reglulega. Það var ung- ur tölvunarfræðingur, Hjörtur Grétarsson, sem átti frumkvæð- ið að netvæðingu FÍB í upphafi en fljótlega þurfti hann að hverfa til annarra verkefna og þá tók yngri bróðir hans við keflinu og smíðaði allan þann hugbúnað sem til þurfti. Hann fylgdi síðan vefnum eftir upp frá því og sá til þess að hann gat vaxið og dafnað. Jón Ásbjörn Grétarsson ✝ Jón ÁsbjörnGrétarsson fæddist 5. janúar 1965. Hann lést 17. desember 2014. Útför Jóns fór fram 5. janúar 2015. Þennan mann; Jón Á. Grétarsson netagerðarmeist- ara, kveður starfs- fólk FÍB nú með söknuði eftir tveggja áratuga farsælt og ljúft samstarf. Jón hafði alla tíð vakandi auga með FÍB- vefnum. Hann hélt stöðugt áfram að þróa hann, halda honum við og endurbæta hann jafnt og þétt í takt við auknar kröfur og breyttar þarfir. En jafnframt því sem vefurinn stækkaði og efldist tókst Jóni að gera hann einfaldari og léttari í allri notk- un og svörun þrátt fyrir stöð- ugan vöxt og stöðugt vaxandi mikilvægi hans í starfsemi fé- lagsins. Jón var einstaklega ljúfur og greiðvikinn samstarfsmaður auk þess að vera yfirburðamað- ur í net- og tölvutækni. Aldrei verður hjá því komist að vanda- mál bæði stór og smá komi upp í rekstri flókinna netkerfa og orsakir þeirra geta verið af ýmsum toga. Þegar slíkt gerðist var alltaf hægt að ná í Jón, jafnvel þótt hann væri nú ekki beinlínis heimavið alltaf. Minnisstætt er þegar gerð hafði verið tölvuárás á FÍB-vef- inn fyrir nokkrum árum og hann illa skemmdur, að hringt var í Jón. Hann svaraði í farsímann sinn og var staddur um borð í togara úti á Kyrrahafinu, nokk- ur hundruð sjómílur vestur af Santiago í Síle að þróa nýtt troll. En hann kvaðst vera í þokkalegu netsambandi og myndi líta á þetta. Og það gerði Jón – eins og alltaf – og innan stundar var FÍB-vefurinn kom- inn í lag. Jón Á. Grétarsson var netagerðarmeistari og aðalstarf hans var að hanna og þróa veið- arfæri fyrir fiskiskip. Sú „neta- gerð“ sem hann vann fyrir FÍB var hins vegar á öðru úthafi – á internetinu. En auk þess að vera afbragðs netagerðarmeist- ari í þessum tvenna skilningi bjó Jón líka að traustri og góðri tónlistarmenntun og lék listavel á ýmis hljóðfæri eins og fiðlu og píanó. Hann bjó þannig yfir miklum og fjölþættum hæfileik- um og var auk þess einstakt ljúfmenni, sem við minnumst með hlýju og virðingu. Fjöl- skyldu hans og ástvinum send- um við dýpstu samúðarkveðjur. Fyrir hönd starfsfólks FÍB, Stefán Ásgrímsson. Ég var eins og heimalningur í Ysta-Bæli þegar ég var krakki og ég held að mér hafi fundist sjálfsagt að ég fengi að vera þar eins og ég vildi. Ég var ávallt velkomin og það má segja að Ysta-Bæli hafi verið mitt annað heimili. Það rumdi gjarnan vinalega í Sveinbirni þegar ég kom þangað og hann kom iðulega með einhver glettin skot um óþægðina í okkur frænkum en við Helga Sif tók- um upp á misgáfulegum leikjum sem féllu ekki alltaf í góðan jarðveg hjá Sveinbirni og Eygló. Við reyndum þá að bæta fyrir það í einhvern tíma áður en við fundum upp á einhverju nýju. Þær voru notalegar kvöld- stundirnar þegar Sveinbjörn las fyrir okkur Helgu Sif eða Eygló sagði okkur sögur sem hún skáldaði jafnóðum. Þetta eru Sveinbjörn Ingimundarson ✝ SveinbjörnIngimundarson fæddist 1. sept- ember 1926. Hann andaðist 30. desem- ber 2014. Útför Sveinbjörns fór fram 9. janúar 2015. einar af uppáhalds- æskuminningum mínum og ég drakk í mig bæði sögurn- ar og notalegan málróminn. Þegar við Helga Sif vorum komnar á unglingsaldur feng- um við meiri ábyrgð við heimilis- og bústörfin. Eitt sinn sáum við um matinn og vildum prófa eitthvað nýtt. Helga Sif hafði lesið ein- hvers staðar um súpu með eggj- um í og við elduðum eina slíka sem heppnaðist vægast sagt illa. Við settum hrá egg út í heita súpuna og hrærðum vel í, Eygló var ekki heima en aumingja Sveinbjörn glotti og reyndi sitt besta við að borða ólystuga súp- una. Sveinbjörn var fróður maður, hann las mjög mikið og á heim- ilinu var dágott bókasafn. Ég hef stundum verið talin vera með nokkuð gamaldags orða- forða og hef alltaf haft gaman af að spá í merkingu og uppruna gamalla orða og orðatiltækja. Ég fjallaði nú nýlega um veru mína í Ysta-Bæli í námsritgerð í Háskóla Íslands. Ritgerðin var um orðaforða barna með lestr- arerfiðleika og mikilvægi þess að þau ælust upp við ríkulegt málumhverfi, og á ég þeim Sveinbirni og Eygló mikið að þakka fyrir þann orðaforða sem ég bý yfir í dag. Amma og Sveinbjörn voru svo dásamleg saman enda afar góðir vinir alla tíð. Eitt sinn þegar ég fór með ömmu að heimsækja Sveinbjörn á Hrafn- istu, þá tók hún gamlar myndir með í albúmi til að sýna honum, myndir frá því þau voru ung og af þeim og fjölskyldunni. Það var ótrúlega skemmtilegt að fylgjast með þeim flissandi eins og smákrakkar og stríðandi hvort öðru. Þetta er ein af þeim stundum sem ég sé eftir að hafa ekki verið með myndavél því þetta var svo fullkomið mynd- efni þar sem þau sátu og skemmtu sér yfir myndunum og á veggnum fyrir aftan þau hékk málverk af Ysta-Bæli. Ég hef nýtt mér margt, í upp- eldi minna eigin barna og í vinnu sem leikskólakennari, af því sem þau Sveinbjörn og Eygló kenndu mér. Og ekki síst þegar kemur að bókmenntum og vísum, þannig hefur veran í Ysta-Bæli að mörgu leyti mótað mig og gert að þeirri manneskju sem ég er í dag. Guð gefi börnunum í Ysta- Bæli og fjölskyldum þeirra styrk í sorginni. Kristbjörg Ingimundar- dóttir. Hún Lína, mág- kona mín, skipaði sérstakan sess í huga mér og minn- ar fjölskyldu. Það var því mikið áfall þegar séð varð hvert stefndi með hennar veikindi. Og nú þegar komið er að kveðjustund er gott að geta litið til baka og rifjað upp dýr- Sigurlína Ingadóttir ✝ Sigurlína Inga-dóttir fæddist 29. október 1947. Hún lést 20. desem- ber 2014. Útför Sigurlínu fór fram 29. desember 2014. mætar minningar. Við minnumst heimsóknanna í Hlíðargerðið til Línu og Garðars, sem voru sérstak- lega tíðar meðan faðir hennar lifði, en hann átti hjá þeim sitt heimili eftir að hann varð einn og naut þar einstakrar um- hyggju. Við minnumst indælu stund- anna í Klettakotinu þegar allir voru þar samankomnir, börn og fullorðnir. Þá var margt spjall- að og brallað. Og svona má lengi rifja upp góðar minning- ar. Lína fylgdist vel með stór- fjölskyldunni og ekki síst unga fólkinu, hvernig því gekk í vinnu, skóla og í lífsbaráttunni yfirleitt, og spurði tíðinda fram undir það síðasta. Lína var lánsöm í sínu lífi, átti góðan mann og góðar dæt- ur og síðan komu tengdasyn- irnir og barnabörnin og alla annaðist hún af hógværð og al- úð. Garðar annaðist Línu í veik- indum hennar af einstakri ást og umhyggju, og hann mun standa vaktina áfram og annast sína fjölskyldu með sömu um- hyggjunni. Guð veri með hon- um, dætrunum og þeirra fjöl- skyldum og gefi þeim styrk á þessum erfiðu stundum. Guðrún Eiríksdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.