Morgunblaðið - 22.01.2015, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 22.01.2015, Qupperneq 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 2015 Guðmundur Hrafnkelsson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður íhandbolta, fylgist með íslenska landsliðinu á HM í Katar.„Þeir hafa farið rólega af stað en hefur verið vaxandi hjá þeim. Frábær leikur á móti Frökkum sem skilaði okkur stigi og við eigum mikla möguleika á góðu sæti í riðlinum.“ Guðmundur hefur leikið flesta landsleiki fyrir Íslands hönd eða 406 landsleiki. Hann er markvarðarþjálfari hjá HK og þjálfar frá fimmta flokki og upp úr bæði í karla- og kvennaflokki. „Ég hef einnig verið að vinna fyrir HSÍ en þar erum við með æfingar á tveggja vikna fresti fyrir efnilega ung- linga. Það eru ýmist opnar æfingar eða við veljum krakka á æfingar. Svo fylgist ég með börnunum í handboltanum. Bæði Sigurjón sonur minn sem er 17 ára og og Margrét 11 ára æfa með HK og það er fullt starf að fylgjast með því.“ Að auki á Guðmundur soninn Arnar, f. 1991, en hann er búsettur í Þýskalandi. Kona Guðmundar er Valdís Arnarsdóttir en hún er kennaranemi og lýkur því námi í vor. Guðmundur er deildarstjóri í smíðadeildinni í Fjölsmiðjunni sem er vinnusetur fyrir ungt fólk, 16–24 ára. Þar gefst fólki tækifæri til að þjálfa sig fyrir almennan vinnumarkað eða áframhaldandi nám. „Við erum með rúmlega 50 krakka hjá okkur í vinnu núna og svo erum við 10 hérna sem erum eldri.“ Afmælisdagurinn verður rólegur hjá Guðmundi og að sjálfsögðu verður horft á leikinn Ísland – Tékkland sem hefst klukkan 18. Guðmundur Hrafnkelsson er 50 ára í dag Morgunblaðið/Þorkell Kveðjuleikurinn Guðmundur Hrafnkelsson eftir síðasta leik sinn fyrir íslenska landsliðið sem var gegn Svíum 6. júní 2005. Með flesta leiki fyrir Íslands hönd Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Reykjavík Elín Sjöfn Vignir fæddist 25. febrúar 2014 kl. 19.26. Hún vó 4.410 g og var 53 cm löng. Foreldrar hennar eru Ragnar Vignir og Sigrún Brynjólfsdóttir. Nýir borgarar Reykjavík Emma Björk fæddist 9. október 2013. Foreldrar hennar eru Davíð Waage og Carolina Castillo. R agna Ósk fæddist á Ak- ureyri 22.1. 1955 og ólst upp á Þrúðvangi: „Þar vorum við með hesta, kindur og hæn- ur. Ég annaðist því skepnurnar og var í heyskap. Um þetta leyti var verið að byggja upp Brekkuna og því krakkaskari á svæðinu. Ég var því sveitabarn í þéttbýli. Auk þess fékk ég að skoða landið af hestbaki en pabbi fór í fjölda hestaferða og ég var aðeins níu ára þegar ég fór með honum og fleirum austur á Seyðisfjörð á hestum.“ Ragna var í Hreiðarsskóla hjá Jennu Jensdóttur og Hreiðari Stef- ánssyni, Barnaskóla Íslands og út- skrifaðist úr Gagnfræðaskólanum. „Ég byrjaði ung að passa börn, vann svo í Hafnarbúðinni, hjá Nesti, bar út blaðið Íslending og sá um inn- heimtu með skólanum. Síðar var ég aðstoðarstúlka á tannlæknastofu og vann í sjoppum á kvöldin.“ Ragna flutti með eiginmanni og dóttur til Danmerkur árið 1980 er hann hóf tæknifræðinám í Odense. Ragna Ósk Ragnarsdóttir, skrifstofustjóri hjá Toyota – 60 ára Í Móseldalnum Sumarið 2005 hjólaði Ragna, ásamt eiginmanni sínum, systur sinni og mági, um Móseldalinn í Þýska- landi í átta daga samfleytt. Hér hvíla þau lúin bein. Frá vinstri: Sigríður, Frosti, afmælisbarnið og Jóhann Gunnar. Hjólreiðakona hjá Toyota Barnabörn Gunnar Tómas, Baldur Kári, Kristín Eva, Agla Rut og Njála Rún. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is sem gleður Rennibekkir, standborvélar, bandsagir, hjólsagir, bandslípivélar, beygjuvélar, röravalsar, legupressur, fjölklippur, sandblásturstæki og margt fleira. Sýningarvélar á staðnum og rekstrarvörur að auki - fyrir fagfólk í léttum iðnaði og lítil verkstæði IÐNVÉLAR ehf. | Smiðjuvegi 44-46 | 200 Kópavogur | Sími 414 2700 | idnvelar@idnvelar.is | idnvelar.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.