Morgunblaðið - 22.01.2015, Page 41

Morgunblaðið - 22.01.2015, Page 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 2015 Heyrðu umskiptin Fáðu heyrnartæki til reynslu Það er næstum því sama hvernig heyrnarskerðingu þú ert með og hvernig lifi þú lifir, því ReSound heyrnartækin eru vel til þess fallin að hjálpa þér við að skilja talmál, hafa framúrskarandi hljómgæði og snjalla þráðlausa tengingu. FYRSTU SNJALL- HEYRNARTÆKIN Apple, Apple merkið, iPhone, iPad og iPod touch eru vörumerki Apple Inc, skráð í BNA og öðrum löndum. App Store er þjónustumerki Apple Inc. Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími 534 9600 · heyrn.is 48 RAMMA STÆRSTA OPNUNARHELGI ALLRA TÍMA Á ÍSLANDI! E.F.I -MBL VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG! www.laugarasbio.isSími: 553-2075 SÝNINGARTÍMA MÁ NÁLGAST Á LAUGARASBIO.IS OG MIDI.IS - bara lúxus Tíska & förðun PÖNTUN AUGLÝSINGA, fyrir kl. 16 mánudaginn 9. febrúar NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir, sími: 569 1105, kata@mbl.is gefur út glæsilegt sérblað um Tísku og förðun föstudaginn 13. febrúar 2015 „Ég viðurkenni það fúslega að mér finnst mjög gaman að fá verðlaun. Mér finnst fínt að geta sýnt strákun- um mínum að ég get líka fengið bik- ar eins og þeir,“ segir Elísabet Kristín Jökulsdóttir, sem í gær hlaut Fjöruverðlaunin 2015 í flokki fag- urbókmennta fyrir ljóðabókina Ást- in ein taugahrúga. Enginn dans við Ufsaklett. Í flokki barna- og ung- lingabókmennta hlaut Bryndís Björgvinsdóttir verðlaunin fyrir Hafnfirðingabrandarann og í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis var verðlaunuð bókin Ofbeldi á heimili – Með augum barna í ritstjórn Guð- rúnar Kristinsdóttur. „Ég lít á þessi verðlaun sem upp- haf að einhverju nýju. En þessi verð- laun eru ekki bara mikilvæg fyrir mig persónulega heldur hafa líka já- kvæð áhrif á umræðuna um ofbeldi,“ segir Elísabet og fagnar í því sam- bandi að borgarstjóri Reykjavíkur og lögreglustjóri höfuðborgarsvæð- isins hafi nýverið undirritað sam- starfssamning um átak gegn ofbeldi. „Mér finnst gott í upphafi árs að byrja á því að verðlauna bók sem fjallar um leit konu að dyrum út úr ofbeldissambandi,“ segir Elísabet. Það vakti athygli þegar tilkynnt var um úthlutun listamannalauna fyrir skemmstu að Elísabet bar ekk- ert úr býtum. „Ég varð vissulega reið í örfáa daga, en hef nú lagt þetta að baki enda veit ég ekkert hvaða forsendur lágu að baki ákvörðun út- hlutunarnefndarinnar. Núna er ég bara að leita annarra leiða til að halda áfram að skrifa,“ segir El- ísabet og tekur fram að Fjöruverð- launin veiti sér góða hvatningu. „Ég ætlaði ekki að þora að gefa út þessa bók og hugleiddi að stoppa prentvélarnar eftir að ég var búin að senda frá mér handritið. Ég bjóst aldrei við þeim góðu viðtökum sem bókin hefur fengið og það skrifast á mína eigin fordóma, því ég var búin að dæma sjálfa mig fyrir að hafa far- ið inn í ofbeldissamband,“ segir El- ísabet sem trúir því að hún hafi verið leidd áfram og að bókin hafi átt að koma út á þessum tímapunkti. „Sem lesandi sjálf veit ég að bæk- ur geta verið mjög áhrifaríkar. Allar bækur safnast saman og verða að stóru fljóti sem dunar inni í manni, en það eru ekki nema örfáar bækur sem virkja mann til framkvæmda,“ segir Elísabet og rifjar upp að ný- verið hafi komið til sín kona að kaupa af henni bókina. „Og áður en hún fór hringdi hún í Kvenna- athvarfið.“ silja@mbl.is Morgunblaðið/Þórður Gleðistund Elísabet Kristín Jökulsdóttir, Guðrún Kristinsdóttir og Bryndís Björgvinsdóttir í Höfða í gær. Borgarstjóri Reykjavíkur bókmenntaborgar UNESCO, Dagur B. Eggertsson, er verndari Fjöruverðlaunanna. „Ég get líka fengið bikar“  Fjöruverðlaunin veitt í 9. sinn í gær Enginn hlýtur Ljóðstaf Jóns úr Vör í ár og er það í annað sinn í fjórtán ára sögu ljóða- samkeppninnar sem dómnefnd ákveður að ekkert innsendra ljóða hljóti fyrstu verð- laun. Þetta kom fram við setningu hátíð- arinnar Dagar ljóðsins sem settir voru í Salnum í gær og standa yfir í Kópavogi fram yfir helgi. Í dómnefnd Ljóðstafs Jóns úr Vör sitja Gunnþórunn Guðmundsdóttir, prófessor í almennri bókmenntafræði sem jafnframt er formaður, og Sindri Freysson, skáld og rit- höfundur. Alls bárust um 180 ljóð í keppn- ina í ár, en í rökstuðningi dómnefndar segir m.a.: „Dómnefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu eftir mikla yfirlegu að meðal innsendra ljóða í ár, sem voru mun færri en á liðnum árum, væri ekki að finna ljóð að gæðum sambærilegt þeim sem hafa áður unnið þessa keppni. Dómnefndin leggur því til við Kópavogsbæ að Ljóðstafur Jóns úr Vör verði ekki veittur í ár, í stað þess leggist verðlaunaféð í ár við verðlaun næsta árs og megi því búast við öflugri þátttöku þá,“ segir í tilkynningu, en verðlaunaféð í ár nam 500 þúsund krónum. Enginn hlýtur Ljóðstaf Jóns úr Vör í ár Skáldið Jón úr Vör. Morgunblaðið/Ól. K. Mag. Úlfur Eldjárn kemur fram í Mengi í kvöld kl. 21. Þar not- ast hann við takmarkað úr- val hljóðfæra og tölvu til að semja eða spinna tónlist á staðnum. Annað kvöld kl. 21 leikur hljómsveitin Skuggamyndir frá Býsans eða Byzantine Silhouette, tónlist sem á rætur að rekja til Búlgaríu, Grikklands, Makedóníu og Tyrk- lands. Á laugardagskvöldið kl. 21 kemur Hekla Magnúsdóttir fram í Mengi í fyrsta skipti. Samkvæmt upplýsingum frá tónleikahöld- urum er tónlist hennar blanda af theremíni og söng. Skuggamyndir frá Býsans og Hekla Úlfur Eldjárn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.