Morgunblaðið - 04.02.2015, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 04.02.2015, Blaðsíða 19
Í átta vikna ferðalagi blaðamanna Morgunblaðsins um hverfin í Reykjavík og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu er fjallað ummannlíf og menningu, atvinnulíf og opinbera þjónustu, útivist og umhverfi og skóla og skipulag með sérstakri áherslu á það sem einkennir hvern stað.S á,“ segir hann en Stólpar hafa einnig staðið í framkvæmdum í Reykjavík. „Ekki er langt síðan við lukum endurgerð á Sætúni 10, þar sem Heim- ilistæki voru áður til húsa en hýsir nú höfuðstöðvar Advania. Við lítum þann- ig í raun á okkur sem byggingar- og þróunarfélag.“ Hafa tröllatrú á nýja húsinu Gísli hefur sterka tengingu við Seltjarnarnes en hann og viðskipta- félagi hans búa báðir á Nesinu. „Svo skemmtilega vill til að við ætlum ein- mitt báðir að flytja í nýja húsið við Hrólfsskálamel. Enda höfum við tröllatrú á þessu húsi.“ Aðspurður segir Gísli að húsið sé miðað við þarfir þeirra sem vilja losna við viðhald en njóta einbýlis samt sem áður. „Við hönnun hússins settum við okkur í spor þeirra sem vilja losna við þær skuldbindingar sem fylgja stórum einbýlishúsum. Þeir vilja þá heldur búa þar sem minna þarf að hafa fyrir hlutunum en hafa á sama tíma þau gæði sem felast í einbýli,“ segir Gísli og bætir við að auðvelt verði fyrir íbúa að nálgast þjónustu og verslun. „Heilsugæslan, líkamsræktin og sundlaugin eru í göngufæri auk þess sem matvöruverslun og vínbúð eru hinum megin við götuna.“ Verður íbúðabyggð í gömlu Bygggörðunum? Á Seltjarnarnesi er gömul og rótgróin byggð og ekki er mikið um svæði til byggingar meira húsnæðis. Gísli segir að framtíðin gæti þó borið annað í skauti sér. „Iðnaðarsvæðið í Bygggörðunum mun líklega fara undir íbúðabyggð þó það gerist ekki endi- lega á næstunni,“ segir Gísli en bætir við að Stólpar standi einnig að bygg- ingu íbúðarhúsnæðis við Skerjabraut. „Þær íbúðir eru hins vegar sniðn- ar í annað mót því þar leggjum við áherslu á minni íbúðir með fleiri her- bergjum, einkum fyrir ungar barna- fjölskyldur,“ segir Gísli. Og ekki vant- ar eftirspurnina. „Nei, þar er allt uppselt.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Risið Húsið er nánast tilbúið og aðeins lokafrágangur eftir að sögn Gísla. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR 2015 Ármúla 24 • S: 585 2800Opið virka daga 10 -18, laugardaga 11- 16. – www.rafkaup.is baðljósa Mikið úrval  Gróttuviti, táknmynd Seltjarnarness, er áberandi hvar hann stendur á ystu tá nessins. Núverandi viti var reistur 1947 og er 23 metra hár sívalningur sem sést víða að, en fyrir utan er stöð- ug umferð til dæmis flutningaskipa, sem sigla inn og út úr Reykjavíkurhöfn. Hver viti landsins hefur sitt einkenn- andi ljósmerki, en hugsunin með því er að sjófarendur viti alltaf birtu vitanna samkvæmt því hvar þeir eru nákvæm- lega staddir þegar og ef til dæmis staðsetningartæki bila, veðurskilyrði eru erfið og svo framvegis. Þetta hefur komið sér vel, því skipstjórar þekkja að frá Gróttuvita slær ljósmerki sem berst út yfir Flóann á 20 sekúndna fresti. Má í raun segja að vitarnir á annesjum landsins tali saman; því ekki er langt í beinni sjólínu frá Gróttu að Garðskaga, en frá vitanum þar koma tvö hvít og skær leiftur sem vara í fimm sekúndur, koma inn með reglulegu millibili og sjást fimmtán mílur á haf út. Skært ljós á 20 sekúndna fresti Vitinn Mikilvægt leiðarljós sjófar- enda sem koma til og frá Reykjavík. Morgunblaðið/Árni Sæberg Á Seltjarnarnesi er starfandi elsta og stærsta stjörnuskoðunarfélag landsins. Í samtali við Morgun- blaðið segir Sævar Helgi Bragason, formaður félagsins, að þrátt fyrir nafnið sé félagið opið öllum sem áhuga hafa á stjörnufræði. „Stundum hefur komið til tals að breyta nafninu í Stjörnuskoðunar- félag Íslands en það hefur aldrei hlotið almennilegt brautargengi meðal félagsmanna. Við höldum okkur því við nafnið en það má vel vera að það breytist í framtíðinni,“ segir Sævar. Sólmyrkvinn sem verður þann 20. mars næstkomandi er nú í al- gleymingi meðal félagsmanna. „Við erum mjög spennt fyrir myrkvanum enda hefur meginþorri félagsmanna ekki séð neitt þessu líkt áður. Einhverjir muna þó enn eftir myrkvanum árið 1954.“ Næsti almyrkvi sem Íslendingar fá að njóta verður 12. ágúst árið 2026. Aðspurður hvort félagsmenn séu byrjaðir að undirbúa sig segir Sævar að óbeinn undirbúningur sé hafinn. „En að sjálfsögðu horfum við langt fram í tímann. Það þýðir ekkert annað þegar stjörnufræði er annars vegar.“ sh@mbl.is Morgunblaðið/Golli Sjónaukinn Félagið er opið öllum þeim sem áhuga hafa á stjörnufræði. Allir spenntir fyrir sólmyrkvanum  Stærsta stjörnu- skoðunarfélag Íslands á Nesinu Morgunblaðið/Árni Sæberg Spenna „Að sjálfsögðu horfum við langt fram í tímann,“ segir Sævar.  Seltjarnarnesbær hefur opnað fyrir ókeypis rafrænan aðgang að texta Seltirningabókar, sögu sveitarfé- lagsins sem Heimir heitinn Þorleifs- son sagnfræðingur samdi og gefin var út 1991. Í bókarformi er hún löngu uppseld. Aðgangur að hinni rafrænu útgáfu er á vef bæjarfélagsins. Sel- tirningabók skiptist í sex kafla. Fjallar 1. kaflinn um hreppsfélagið og þróun þess, 2. kafli um jarðir og ábú- endur á Framnesi, 3. kafli um útgerð Seltirninga, 4. kafli um Mýrarhúsa- skóla, 5. kafli um Framfarafélag Sel- tirninga og annað félagsstarf og 6. kafli um kirkjuna í Nesi. Rafræn Seltirningabók ókeypis Sagnfræðingur Heimir heitinn Þorleifsson ritaði Seltirningabók. Í bók Ólafs Lárussonar, Byggð og saga, giskar Ólafur á að Hrólfsskáli hafi í fyrstu verið verbúð eða veiði- skáli frá Lambastöðum og hafi sá heitið Hrólfur sem skálann reisti. Samkvæmt Seltirningabók er Hrólfsskála fyrst getið í Jarðabók, sem talin er vera frá 1584, en þá hafði konungur skipti á þriðjungi úr Reykjavík fyrir jarðirnar Lamba- staði og Hrólfsskála. Árið 1703 er hún talin hálfbýli og konungsjörð. Þaðan var sagt heim- ræði árið um kring og lending góð. Gengu skip ábúandans til fiskjar „eftir hentugleikum“ að sögn Jarðabókarinnar. Ofan við veginn að Hrólfsskála, þar sem kölluðust Hrólfsskálamelar, reisti Ólafur Guðmundsson útgerðarmaður fiskverkunarhús og gerði þar reiti til fiskverkunar árið 1930. Fiskverkunaraðstaða Ólafs var notuð fram til síðari heimsstyrjaldar, þegar útgerðarfélagið Ísbjörninn settist að á þessu svæði. Hús Ísbjarnarins var svo rifið árið 2004 en þá var það heldur farið að láta á sjá. Heimræði og lending góð FISKAÐ OG VERKAÐ Á SAMA STAÐ Í RÚM 400 ÁR Gamla Ísbjarnarhúsið á Hrólfsskálamel.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.