Morgunblaðið - 05.02.2015, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.02.2015, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2015 MÁ BJÓÐA ÞÉR Í SJÓNMÆLINGU? 20% afsláttur af öllum gleraugum. Gildir út febrúar. Hamraborg 10 – Sími: 554 3200 – Opið: Virka daga 9.30-18 Laugardaga 11–14 Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Aftaka hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams á jórdanska flugmanninum Moaz al-Kasasbeh hef- ur verið fordæmd af alþjóðasamfélaginu. Þá hef- ur mikil reiði brotist út í Jórdaníu, einkum í heimabæ flugmannsins. Ban Ki-moon, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði aftök- una „hryllilega“ og bandarísk og bresk stjórn- völd taka í sama streng. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sagði að þessi hrottafengna af- taka myndi styrkja þá ákvörðun alþjóðasam- félagsins að berjast saman gegn skæruliðunum. Í fyrradag átti jórdanski konungurinn, Abdullah II, fund með forsetanum í Hvíta húsinu. Hann batt enda á heimsóknina eftir að jórdönskum flugmannsins. Konan sem um ræðir, Sajida al- Rishawi, hefur verið á dauðadeild í Jórdaníu síð- an árið 2005 fyrir aðild að hryðjuverkaárás sem kostaði 60 lífið í Amman. Hún er nátengd for- sprakka samtakanna og er litið á hana sem mikil- vægt tákn jihadista. Auk hennar var liðsmaður al-Qaeda, Ziyad Karboli, einnig hengdur í dögun í gær. Þau voru bæði Írakar. Jórdanska ríkissjónvarpið sagði að líklega hefði flugmaðurinn verið tekinn af lífi 3. janúar. Það var áður en samtökin buðust til að þyrma lífi hans og frelsa japanska blaðamanninn Kenji Goto í skiptum fyrir al-Rishawi. Samtökin tóku Goto af lífi á sunnudag og sendu japönskum stjórnvöldum myndskeið af því. Forsætisráð- herra Japans, Shinzo Abe, hefur fordæmt aftök- una og hann sýndi Jórdaníu samstöðu. stjórnvöldum barst myndband frá samtökunum sem sýnir flugmanninn brenndan lifandi í búri. „Við hættum ekki þar til þessir öfgamenn og sjúk hug- myndafræði þeirra verður brotin á bak aftur,“ sagði Dav- id Cameron, forsætisráðherra Bretlands. Bretar hafa sent herlið ásamt Bandaríkjamönn- um til að berjast gegn hryðjuverkasamtökunum í Írak. Jórdönsk yfirvöld tóku tvo fanga af lífi í gær eftir að hafa fengið myndbandið í hendur. Annar þeirra er kona sem liðsmenn Ríkis ísl- ams höfðu krafist þess að yrði látin laus í stað Fordæma aftöku flugmannsins  Jórdönsk yfirvöld tóku tvo íraska fanga af lífi í hefndarskyni  Mánuður frá aftöku Sajida al-Rishawi Að minnsta kosti fjórir létu lífið í sprengjuárás rússnesku- mælandi aðskilnaðarsinna á sjúkrahús í Do- netsk í austur- hluta Úkraínu í gær. Átökin hafa stigmagnast undanfarnar vikur og reyna skæruliðarnir að ná yfirráð- um í bænum Debaltseve, norð- austur af Donetsk. Utanríkismálastjóri Evrópusam- bandsins, Federica Mogherini, hef- ur óskað eftir vopnahléi svo íbúar á svæðinu geti komist í burtu. Bandaríkin íhuga að láta úkra- ínsk stjórnvöld fá vopn í hendur. Varnarmálaráðherra Frakklands, Jean-Yves Le Drian, sagði í gær að Frakkland myndi ekki vopna Úkra- ínu. Talið er að yfir fimm þúsund manns hafi látið lífið í átökunum sem hófust í apríl 2014. ÚKRAÍNA Létu sprengjum rigna yfir sjúkrahús Fyrir fjórum mánuðum var Deme- teriya Nabire drepin af krókódíl er hún sótti vatn í stöðuvatn nálægt heimili sínu í Úganda. Dýrið sneri síðar aftur í stöðuvatnið en þá beið eiginmaður Nabire, Mubarak Ba- tambuze, þess og leitaði hefnda. Hann drap krókódílinn eftir langa baráttu við hann. Krókódíllinn vó um 600 kíló. Í maga hans fundust bein en dýralæknar telja ólíklegt að það sé úr konunni því of langt sé um liðið frá því hún hvarf í kjaft dýrsins. Þorpsbúar líta á Batam- buze sem hetju og þykir honum það huggun harmi gegn. audur@mbl.is ÚGANDA Hetja eftir að hafa drepið krókódíl AFP Skólar í Síerra Leóne verða opn- aðir á ný í lok mars. Skólarnir hafa verið lokaðir í sjö mánuði vegna ebólufaraldursins. Hann virðist vera í rénun því færri smitaðir sjúklingar hafa greinst und- anfarnar vikur. Í skólunum verða hitamælar til að mæla nemendur ef grunur leikur á um smit. Margir telja að stjórnvöld ættu að bíða ör- lítið lengur með að opna skólana. AFP greinir frá þessu. SÍERRA LEÓNE Opna skólana á ný eftir sjö mánuði Liðsmenn skæruliðahreyf- ingarinnar Boko Haram skáru óbreytta borgara og hermenn á háls og kveiktu í mosku í borginni Fotokol við landamæri Ka- merún í gær- morgun. Skæruliðarnir létu til skarar skríða daginn eftir að Tsjad sendi herlið til nígerísku borg- arinnar Gamboru. Samkvæmt upp- lýsingum frá her Tsjad létu um 200 liðsmenn hreyfingarinnar lífið í þeirri árás. Sumum þeirra tókst að flýja og gera árás í Fotokol með fyrrgreindum afleiðingum, sam- kvæmt AFP. Í árásinni létu a.m.k. níu hermenn lífið og á þriðja tug særðist. Sameinuðu herliði Nígeríu, Tsjad og Kamerún tókst að hrekja menn Boko Haram á brott úr bænum. Kveiktu í og skáru þorps- búa á háls Sameinuð herlið. Ekki er seinna vænna að undirbúa afhendingu Bafta- verðlaunanna sem verða veitt næstkomandi sunnudag. Athöfnin fer fram í Konunglega óperuhúsinu í London. Þeir sem eru tilnefndir til bresku verðlaunanna fyrir framlag sitt til kvikmynda og sjónvarpsþátta ættu að geta fundið rétt sæti þar sem það er kirfilega merkt með mynd og nafni. Hátíðin fer fram tveimur vikum áður en Óskarinn er veittur. AFP Má bjóða ykkur sæti, herrar mínir og frúr? Að minnsta kosti 25 fórust er flugvél TransAsia Airways með 58 manns um borð brotlenti í á skammt frá höfuðborg Taívans, Taipei, í fyrri- nótt. 17 er enn saknað en vélin er nánast á kafi í ánni. Tekist hefur að bjarga 16 á lífi úr vélinni. Leitarskil- yrði versnuðu þegar leið á daginn, kuldi, lélegt skyggni og hækkandi vatnsyfirborð hamlaði björgunar- aðgerðum. Flugvélin, ATR 72-600, fórst skömmu eftir flugtak á Songshan- flugvellinum í Taipei á leið til Kin- men-eyjanna. Myndskeið sýna að vélin flaug milli bygginga, rakst í brúarhandrið og steyptist ofan í ána. Flestir um borð voru kínverskir ferðamenn, þar á meðal þrjú börn yngri en tíu ára. „Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt, þetta er ólýsanlegt,“ segir Chen sem Reuters ræddi við en hann kom að björgun fólks úr ánni. Mörg hundr- uð hafa farist í flugslysum í Asíu undanfarið ár. Rakst á brú áður en hún lenti í ánni AFP Björgun Mörg hundruð hafa látist í flugslysum í Asíu undanfarið ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.