Morgunblaðið - 05.02.2015, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 05.02.2015, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2015 ✝ Margrét Ás-geirsdóttir fæddist í Reykjavík 27. janúar 1920. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Grund við Hring- braut að kvöldi 26. janúar 2015. Margrét var yngsta dóttir hjónanna Ingunnar Ólafsdóttur hús- móður, f. 10. maí 1881, d. 29. desember 1960, og Ásgeirs G. Gunnlaugssonar kaupmanns, f. 11. nóvember 1879, d. 23. mars 1956. Börn þeirra sem komust upp eru auk Margrétar: Anna, f. 17. ágúst 1907, d. 22. mars 2000, gift Ingólfi Árnasyni, kaupmanni, f. 24. september 1907, d. 23. mars 1995; Gunn- laugur, f. 31. júlí 1909, d. 26. desember 1975, kvæntur Val- 13. ágúst 1978, kona hans er El- inborg Auður Hákonardóttir, f. 12. nóvember 1978, og eru börn þeirra Elfur, f. 26. júlí 2010, og Páll, f. 9. mars 2012. b) Páll Ragnar, f. 19. júní 1980, kona hans er Ragnhildur Kristjáns- dóttir, f. 3. febrúar 1981, og sonur þeirra Baldur, f. 13. októ- ber 2013. Margrét fæddist og ólst upp á Ránargötu 28 og gekk í Miðbæjarskóla en útskrifaðist síðan frá Verslunarskóla Ís- lands 1937 og síðar úr Hús- mæðraskóla Íslands. Hún vann í nokkur ár í miðasölu Gamla bíós en starfaði ekki utan heim- ilis eftir það. Hún stofnaði ásamt Hersteini eiginmanni sín- um Ritverk sf. í maí 1966, en það var fyrsta almannatengsla- fyrirtækið á Íslandi þó svo stór hluti starfseminnar yrði síðar þýðingar. Þá var hún einnig starfsmaður fyrirtækisins ásamt því að sinna heimili og fjölskyldu. Útför Margrétar fer fram frá Seltjarnarneskirkju í dag, 5. febrúar 2015, og hefst athöfnin kl. 13. gerði Andr- ésdóttur, f. 26. október 1919, d. 29. desember 2010; og Ólafur, f. 29. nóv- ember 1910, d. 2. nóvember 1990. Margrét giftist hinn 27. janúar 1945 Hersteini Jens Pálssyni, ritstjóra og þýðanda, f. 31. október 1916, d. 21. febrúar 2005. Börn þeirra eru: 1) Inga, f. 8. janúar 1947, börn hennar eru Anna Margrét Kornelíusdóttir, f. 7. ágúst 1976, sambýlismaður Kolbeinn Páll Erlingsson, f. 1. september 1976, og Sigmundur Korn- elíusson, f. 6. apríl 1983. 2) Páll, f. 22. mars 1951, d. 13. október 2011. Hann var giftur Ástríði Pálsdóttur, f. 2. apríl 1948. Syn- ir þeirra eru: a) Hersteinn, f. Þetta er myndin af mömmu: Hún fæddist og ólst upp í Vest- urbænum, ekta Reykjavíkurmær, gekk um götur hávaxin og grönn, leggjalöng, ljósrauðhærð, háleit, stefnuföst og stolt og án efa gjóuðu margir ungir menn á hana augum. Aðalskemmtistaðurinn á þeim ár- um var Borgin og þar sátu þær vinkonurnar á kvöldin og sötruðu thé russe. Hún elskaði að dansa, en við dáta dansaði hún ekki. Ég sé hana fyrir mér ganga upp Bankstrætið á leið í vinnu í Gamla bíó. Þar hitti hún pabba. Nýkomin úr sundi og búin að laga á sér hár- ið. Alltaf klædd eftir nýjustu tísku. Húsmæðraskólinn var hennar háskóli og hún nýtti þekkinguna þaðan vel. Í undirbúningi hjóna- bandsins saumaði hún í mörg rúm- fatasett, handklæði, dúka, púða og fleira. Mánuðina eftir brúðkaupið voru matarboð tvisvar í viku, allir boðnir sem höfðu gefið þeim brúð- argjafir. Hún var þekkt fyrir glæsileg matar- og kaffiboð og al- veg fram á það síðasta lagði hún upp úr því að dekka borðið fallega. Á heimilinu var mikill gestagangur og jafnvel iðnaðarmenn fóru ekki án þess að fá kaffi og meðlæti og krakkarnir frá bænum sem hjálp- uðu við garðvinnu fengu íspinna. Hún styrkti fjölskylduböndin með glæsilegum og skemmtilegum matarboðum fyrir stórfjölskyld- una þar sem hún var hrókur alls fagnaðar og við minnumst þeirra öll með gleði og þakklæti. Hún var gestgjafi fram í fingurgóma. Hún bjó fjölskyldunni falleg heimili. Íbúðin í Úthlíð, húsið á Vallarbraut og íbúðin í Eiðismýri bera vott um vandaðan smekk hús- móðurinnar. Garðurinn á Vallar- braut 13 var hennar stolt enda með glæsilegri görðum. Líklega hennar helsta áhugamál. Alltaf skyldi borðað úti í garði þegar veður leyfði og gosbrunnurinn var vin- sæll til að busla í eða kæla kampa- vín á hátíðarstundum. Og þegar einhver í fjölskyldunni átti afmæli flaggaði pabbi. Hún lifði fyrir börnin en líka fyr- ir barnabörnin, fjölskyldu og vini. Spjalltímarnir með mömmu þegar ég kom heim úr skólanum voru ómetanlegir. Óbilandi stuðningur við allt sem við systkinin tókum okkur fyrir hendur. Og það hefði ekki hver sem er tekið fjögur barnabörn inn á heimilið 64 ára og annast þau eftir leikskóla og skóla mánuðum og árum saman. Þau búa líka að þessum samverustund- um hjá ömmu og afa um alla fram- tíð. Og gleði hennar var ólýsanleg þegar barnabarnabörnin þrjú fæddust en sorgin líka mikil er hún missti Páll son sinn langt fyrir ald- ur fram. Hún starfaði lengi við vélritun hjá Ritverki sf., fyrirtæki sem þau hjónin stofnuðu 1966. Jafnvel eftir að barnapössun lauk sat hún ófá kvöld langt fram eftir við vélritun eða tölvuskriftir. Hún var virkur aðstoðarmaður í ýmsum verkefn- um sem fyrirtækið tók að sér, við upplýsingaöflun og ráðgjöf. Hún gerði allt af krafti, alúð, vandvirkni og vísindalegri ná- kvæmni. Líka áhugamálin. Hún hefði náð langt í starfi utan heim- ilis, en hún kaus starfsvettvang innan heimilisins og fjölskyldan naut góðs af. Ég mun minnast hennar sem afkastamikillar merk- iskonu sem elskaði að vera hús- móðir, móðir og gestgjafi. Elsku mamma mín, þú ert hetj- an mín. Guð blessi þig. Inga Hersteinsdóttir. Mig langar að minnast tengda- móður minnar Margrétar Ásgeirs- dóttur í örfáum orðum. Ég held að betri tengdamóðir væri vandfund- in. Fyrir hana skipti fjölskyldan öllu máli. Sem dæmi má nefna að í mörg ár fóru barnabörnin fjögur til afa og ömmu á Vallarbrautinni eftir skóla þangað til foreldrarnir komu úr vinnunni. Þar beið þeirra kalt borð með kræsingum og á eftir hjálpaði hún þeim við heimalær- dóminn. Það hefur verið mikil vinna að hafa öll barnabörnin hjá sér alla daga en hún hafði yndi af því og þau líka. Margrét var mikið borgarbarn, alin upp á Ránargötunni og ekki mikið fyrir dýr eins og hunda og ketti. Samt lét hún sig hafa það að hýsa illaþefjandi yrðling, Jensínu, á gestasalerninu um tíma eins og lýst er í bókinni „Agga gagg“ sem Páll sonur hennar skrifaði um dvöl sína í Ófeigsfirði við rannsóknir á heimskautarefum. Páll hafði tekið Jensínu í fóstur og kom með hana í bæinn til að leita henni lækninga við beinkröm en Jensína hresstist og slapp úr garðinum og þá var eina úrræðið að taka hana inn í húsið. Aldrei kvartaði Margrét þótt Jensína ýlfraði og krafsaði all- ar nætur. Hún hugsaði svo vel um yrðlinginn að í mörg ár á eftir voru kótelettubein að koma í ljós úr beð- unum þar sem Jensína hafði grafið þau. Garðurinn á Vallarbrautinni var algjör skrúðgarður og Margrét naut þess að vinna í honum. Ég minnist fjölmargra boða sem hald- in voru hjá gosbrunninum í kvöld- sólinni. Ættinni var smalað saman í veislu og krakkarnir sóttu sér gulrætur úr matjurtagarðinum. Þegar Margrét hafði verið ekkja í sex ár missti hún Pál son sinn úr hjartastoppi, þá nýorðinn sextugan, eftir uppskurð á Land- spítalanum í október 2011. Harm- ur hennar var mikill en hún bar sig vel. Eftir það fór heilsu hennar smáhrakandi. Samt gat hún haldið áfram að bjóða heim eins og henni fannst svo gaman og hún bjó ein þangað til í október sl. Það sem hrjáði hana mjög var dvínandi sjón. Minningin um sómakonu lifir. Ástríður Pálsdóttir. Amma var einhver ósérhlíf- nasta, hógværasta og hjartahlý- jasta kona í lífi okkar bræðranna. Hún var alltaf til staðar fyrir okkur og á skóladögum gátum við hlaupið niður á Vallarbraut í hádegismat. Húsið á Nesinu var fullkominn griðastaður. Garðurinn sem amma hafði svo gaman af að viðhalda var einstakur leikvöllur fyrir barna- börnin og vini okkar sem voru sumir hverjir kannski bara vinir okkar út af kræsingunum sem hún bauð upp á. Lyktin af rósarunnum vekur ennþá minningar frá þess- um tíma og þessum garði. Þarna vorum við öllum stundum þegar við vorum ekki í skólanum og for- eldrar okkar voru í vinnunni. Amma sá um að hlýða okkur yfir heimalærdóminn og setja kalda skeið á kúluna sem hlaust af öllum ærslunum. Hún var alltaf vel að sér í tækninni og þegar tölvur tóku að ryðja sér til rúms fékk ritvélin að víkja fyrir tölvunni. Hún nýtti sér tölvuna meðan sjónin var nógu góð og las bloggin okkar barna- barnanna þegar við svo héldum út í heim í nám. Amma var þannig þátttakandi í okkar lífi sama hvar við vorum staddir í heiminum. Amma var einstaklega barngóð og þegar barnabarnabörnin komu í heiminn ljómaði hún og naut þess að fá þau í heimsókn. Hún sat með þau í fanginu, lék sér við þau og las með þeim bækur og það lifnaði al- gjörlega yfir henni. Hvíldu í friði, elsku amma. Hersteinn og Páll Ragnar Pálssynir. Lítillátur, ljúfur og kátur, leik þér ei úr máta. Varast spjátur, hæðni, hlátur; heimskir menn sig státa. (Hallgrímur Pétursson) Þetta vers úr heilræðavísum Hallgríms Péturssonar lýsir henni ömmu minni Margréti, sem ég er skírð eftir, afskaplega vel. Hún var hógvær kona og ljúf en hún var líka svo margt fleira þótt þetta hafi verið þeir eiginleikar sem mest bar á. Þegar ég sé hana fyrir mér sé ég hávaxna og hnarreista fína konu með dulið bros. Hún var alltaf snyrtilega og vel til fara. Hún var alltaf með varalit – fannst hún ekki vera klædd án hans – og Chanel no. 5-ilmvatn og fór í lagningu hálfsmánaðarlega. En það sem meira máli skiptir er gleðin og hlýjan sem mætti mér og öllum sem hún hitti. Hún tók alltaf vel á móti fólki og naut sín svo í gest- gjafahlutverkinu. Amma og afi voru höfðingjar heim að sækja en það var amma sem stóð fyrir kræsingum og und- irbúningi veislufanga. Borð voru ætíð drekkhlaðin mat, hvort sem það var morgunmatur, hádegis- matur, kaffi eða kvöldmatur. Mat- seldin var eitt af hennar áhugamál- um. Hún gerði allt vel sem hún tók sér fyrir hendur og það átti svo sannarlega við um matseldina. Þar að auki var alltaf nóg til fyrir að minnsta kosti fimm manns í viðbót. Allir voru velkomnir. Á sumrin voru veislurnar færðar út á stétt þar sem anganin af sírenum fyllti loftið. Þar sat fullorðna fólkið og sólaði sig og drakk kaffi á meðan við krakkarnir lékum okkur í garð- inum í kring eða busluðum í gos- brunninum. Amma tók á móti okkur frænd- systkinum eftir skóla í nokkur ár. Á Vallarbrautinni voru ótalmargir staðir til að leika sér á, fela sig og dunda sér. Að vetri til héldum við mikið til inni og teiknuðum en á sumrin nutum við okkar úti í stóra fallega garðinum hennar ömmu, sem hún hugsaði um af svo mikilli natni. Garðurinn var hennar lista- verk. Amma sýndi öllu því sem við barnabörnin tókum okkur fyrir hendur mikinn áhuga. Hún ljómaði eins og sólin þegar við komum og sagði: Hæ elskan mín, ertu komin (n)? Hún fagnaði velgengni okkar og huggaði eftir ósigra. Hún hvatti okkur öll, skyldmenni sín og vini, áfram og hrósaði í hástert á sinn ljúfa hátt. Hin síðari ár lifði hún fyrir lang- ömmubörnin. Hún gladdist mikið yfir fréttum af framförum þeirra og uppátækjum. Hún fékk reglu- lega nýjar myndir af þeim til að hafa uppivið og hafði dálæti á því að skoða þær og sýna. Yfir þessari góðu konu var ætíð reisn. Hún vildi gera vel við alla. Hún var lítillát, ljúf og kát – líkt og í kvæði Hallgríms Péturssonar. Ég er þakklát fyrir að hafa átt Mar- gréti Ásgeirsdóttur að og álít það mikil forréttindi. Um ókomna tíð mun ilmurinn af Chanel no. 5 og sírenum minna mig á hana ljúfu ömmu mína. Anna Margrét Kornelíusdóttir. Margrét Ásgeirsdóttir, móður- systir mín, er látin í hárri elli, södd lífdaga. Hún lést hinn 26. janúar, degi fyrir 95. afmælisdag sinn. Magga frænka var einstök kona, gjafmild, góðhjörtuð, örlát og rausnarleg. Ég leitaði til hennar ótal sinnum um ævina og við deild- um bæði sorg og gleði í gegnum áratugina. Hún reyndist mér sem besta móðir og sonum mínum ígildi heimsins bestu ömmu. Hún var ekki bara rausnarleg á gjafir og gleðistundir heldur og á sjálfa sig. Eigingirni var ekki til í huga henn- ar. Magga var listakokkur og ára- tugum saman bar hún á borð kræsingar fyrir okkur í stórfjöl- skyldunni. Það fylgdi því alltaf gífurleg til- hlökkun að mæta í matarboð hjá Möggu frænku og Hersteini heitn- um. Þar var ekkert til sparað og væntumþykja hennar endurspegl- aðist í lostætinu sem sem hún bauð upp á. Þá var frú Margrét í essinu sínu. Við í næstu kynslóð eldum enn í dag eftir uppskriftunum hennar Möggu frænku og nú er þriðja kynslóðin tekin við svo ömmubörnin og langömmubörnin fá líka að kynnast ljúfmetinu henn- ar. Möggu verður sárt saknað en hún kvaddi þennan heim eins og hún lifði, friðsæl og sátt. Ingunn Anna Ingólfsdóttir. Fæst munum við margt frá fyrstu árum ævinnar en þau minn- ingabrot sem þó eru til í kollinum tengjast oft tilfinningum. Meðal elstu minninga okkar eru nokkur myndbrot af Vallarbraut- inni hjá Möggu og H. Scandic-sím- inn kemur þar fyrir, sem og jurta- garðurinn, litli gosbrunnurinn og jólatréð sem hún útbjó á hverju ári. Þessar minningar eru þó frekar til- finningar en myndbrot. Þetta eru minningar barna sem leið vel, fundu öryggi og takmarkalausa umhyggju. Þessi fáu minningabrot eru þó lýsandi fyrir Margréti ömmusystur okkar, Möggu frænku. Hlýjan sem frá henni staf- aði var henni þó líklega aldrei ljós en allt til síðasta dags fundu þeir sem henni voru nánir fyrir vænt- umþykjunni. Fjölskylduboð um jól eru að sama skapi minnisstæð, ekki síst vegna gestrisninnar og höfðings- skaparins sem einkenndi þau. Þótt fjölskylduboðin flyttust annað á seinni árum tók Magga ekki í mál að við bræður kæmum í heimsókn án þess að hún tæki í það minnsta til einn heitan rétt eða fjallköku, og það á tíræðisaldri. Heimsókn til Möggu frænku var alltaf gleðiefni og þegar við bjuggum erlendis var alltaf á hreinu að farið yrði til Möggu í hvert sinn sem við komum aftur heim. Annað var óhugsandi. Fram á síðasta dag var Magga hún sjálf, hlý og gestrisin. Þannig munum við minnast hennar. Nú er hún sofnuð svefninum langa, svefni sem hún beið eftir og óttaðist ekki. Hún sofnaði friðsamlega í faðmi sinna nánustu. Þannig átti það að vera: umvafin hlýju. Ingólfur Bjarni Sigfússon og Ásgeir Sigfússon. Margrét Ásgeirsdóttir ✝ Ingibjörg Stef-ánsdóttir fædd- ist á Hlíðarenda í Ós- landshlíð 4. maí 1939. Hún lést á Heilbrigðisstofn- uninni á Sauðár- króki 28. janúar 2015. Foreldrar hennar voru Ósk Halldórs- dóttir, f. á Miklabæ í Óslandshlíð 6.6. 1905, d. 20.12. 1989, og Stefán Guðlaugur Sigmundsson, f. á Bjarnastöðum í Unadal, 19.4. 1904, d. 17.5. 1982. Systur Ingi- bjargar eru Birna Elísabet, f. 1936, d. 2012, og Helga Sigur- borg, f. 1942. Uppeldissystkin þeirra eru Guðrún Erla Ásgrímsdóttir, f. 1927, d. 2013, og Valgarð Krist- jánsson, f. 1951. Ingibjörg giftist Kjartani Jónssyni, f. 4.7. 1941, frá Daða- stöðum í Reykjadal, S-Þing. Synir þeirra eru: 1) Jón Einar, f. 31.10. 1968, bóndi á Hlíðarenda í Ós- landshlíð. Sambýliskona hans er Þórhildur Sylvía Magnúsdóttir, f. 18.2. 1971. Börn hennar eru fjög- ur. 2) Halldór Hlíðar, f. 25.10. 1972, sjómaður, giftur Steinunni Huldu Hjálmarsdóttur, f. 22.9. 1974. Börn þeirra eru Hrafnhild- ur Ósk, f. 4.12. 1997, Laufey Harpa, f. 20.5. 2000, Kjartan Hlíðar, f. 13.4. 2005, og Hulda Þórey, f. 10.9. 2007. Ingibjörg gekk í barnaskóla í Hlíðarhúsinu og fór í Kvenna- skólann á Blönduósi 1961. Hún vann ýmis störf bæði á höfuð- borgarsvæðinu og við Hólaskóla áður en hún hóf ásamt eigin- manni sínum búskap 1966 á Hlíð- arenda með blandað bú. Þau hættu búskap 2005 og fluttu á Sauðárkrók. Hún var einn af stofnendum átthagafélagsins Geisla í Óslandshlíð. Útför Ingibjargar fer fram frá Sauðárkrókskirkju í dag, 5. febr- úar 2015, kl. 14. Jarðsett verður í Viðvíkurkirkjugarði. Elsku mamma, mig langar að skrifa nokkur orð um þig. Nú hef- ur þú fengið hvíldina eftir all- langa baráttu við þann illvíga sjúkdóm, Alzheimer. Þegar maður hugsar til baka eru það bústörfin sem koma fyrst upp í hugann. Þú varst svo mikill bóndi, sinntir öllum dýrunum eins vel og hægt var en kindurnar voru þitt uppáhald og sumar allt að því ofdekraðar. Þú þekktir þær allar með nafni af löngu færi eins og allir góðir bændur gera. Þær voru ófáar ferðirnar sem ég fór niður í Nes til að líta eftir þeim með þér. Þú hafðir alla tíð mikinn áhuga á ræktun og tókst þátt í trjáplöntun víða um Skagafjörð. Varst ein af stofnendum Átthaga- félagsins Geisla og plöntuðuð þið mikið fyrstu árin og er lundurinn orðinn flottur við Hlíðarhúsið, þinn gamla skóla. Á ári trésins 1980 gróðursettir þú nokkrar trjáplöntur heima á Hlíðarenda og er gaman að fylgjast með þeim vaxa. Ekki var nú slæmt þegar þið pabbi settuð upp gróðurhúsið í garðinum, þá var hægt að laum- ast og ná sér í safarík jarðarber. Þegar ég var með vinum mín- um eftir skóla og við vorum búnir að vera úti að leika okkur í snjón- um varst þú oft búin að hita handa okkur kakó þegar við komum inn kaldir og blautir. Á veturna var ætíð setið og spilað rommý og ól- sen, og ekki léstu spilavistina á Hlíðarhúsinu fram hjá þér fara, nýttir hvert tækifæri og spilaðir við barnabörnin meðan þú hafðir heilsu til. Alltaf áttirðu eitthvað gott til að lauma að þeim þegar þau komu í heimsókn og þá var ís- inn vinsæll. Það var gott að koma í sveitina eftir að ég fór stunda sjóinn, komast í rólegra umhverfi og hreinsa hugann eftir langa úti- veru. Þið pabbi fluttuð á Sauðár- krók eftir að þið hættuð að búa og áttuð þar góð ár saman en fyrir þremur árum varstu alfarið kom- in inn á sjúkrahús og þar dvaldir þú þar til yfir lauk. Minning um góða móður lifir. Hvíldu í friði. Halldór Hlíðar Kjartansson. Elsku amma okkar. Við kveðj- um þig með söknuð í hjarta en eft- ir sitja allar góðu minningarnar sem við eigum um þig. Alltaf var jafngaman að koma í Hlíðarenda og við fórum að gefa kindunum og kíktum á kýrnar í fjósinu. Þegar við fengum að gista í sveitinni var ekki farið að sofa fyrr en búið var að fara með fallegu bænirnar sem þú kenndir okkur og eftir morg- unmjaltirnar var borðaður hafra- grautur, súrt slátur og ekki mátti nú gleyma lýsinu sem var nú mis- vinsælt. Það var svo gaman að vera lítill og eiga ömmu og afa sem alltaf áttu ís í frystikistunni því það gladdi svo mikið. Það reyndist okkur erfitt þegar þú varst komin inn á sjúkrahús og sjúkdómurinn fór að segja til sín. Nú hefur þú fengið hvíldina og biðjum við góðan guð að geyma þig. Amma kær, ert horfin okkur hér, en hlýjar bjartar minningar streyma um hjörtu þau er heitast unnu þér, og hafa mest að þakka, muna og geyma. Þú varst amma yndisleg og góð, og allt hið besta gafst þú hverju sinni, þinn trausti faðmur okkur opinn stóð, og ungar sálir vafðir elsku þinni. Þú gættir okkar, glöð við undum hjá, þær góðu stundir blessun, amma kæra. Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá í hljóðri sorg og ástarþakkir færa. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Þín barnabörn. Hrafnhildur Ósk, Laufey Harpa, Kjartan Hlíðar og Hulda Þórey. Ingibjörg Stefánsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.