Morgunblaðið - 05.02.2015, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 05.02.2015, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2015 Indíana Auðunsdóttir rekur veitingastaðinn Slippinn íVestmannaeyjum og er einn af eigendum hans, en staðurinnvar opnaður árið 2012. „Við bróðir minn, Gísli Matthías, ásamt foreldrum okkar, Katrínu Gísladóttur og sjómanninum Auðuni Arnari Stefnissyni, eigum staðinn en ekta matur og stemning hefur verið sameiginleg ástríða okkar lengi. Gísli var svo nýútskrifaður úr matreiðslu á þessum tíma og við náðum að næla okkur í drauma- húsnæðið okkar svo úr varð að við stofnuðum þennan stað. Okkur fannst líka vanta stað af þessari tegund á Suðurlandinu og við höf- um fengið virkilega góðar móttökur enda höfum við mikla sérstöðu, en sem betur fer hefur matarmenningin á landsbyggðinni þroskast mikið til hins betra á síðustu árum.“ Indíana er fædd og uppalin í Vestmannaeyjum en flutti þaðan 16 ára. Indíana á ítalskan kærasta, Nico Feragnoli að nafni, en hann er grafískur hönnuður og rekur gallerí í Hollandi. Indíana er lærður myndlistarmaður og leggur núna stund á smíðar. „Ég vildi bæta við mig húsgagnasmíði en ég hef unnið mörg störf tengd smíði og standsetningu undanfarin ár. Ég reyni að nýta mér það sem ég hef lært í listinni í smíðarnar og aðstoðaði m.a. við að standsetja veit- ingastaðina Dill og Hverfisgötu 12 og auðvitað Slippinn. Þar sem Slippurinn er aðeins opinn yfir sumarið fannst mér upplagt að nýta veturinn í iðnnám.“ Í tilefni dagsins ætlar Indíana að fara út að borða á veitinga- staðnum Mat & drykk en bróðir hennar var að opna þann stað í gamla Alliance-húsinu. „Ég er algjörlega fordekruð með alla þessa góðu kokka í kringum mig alltaf, en litli bróðir er auðvitað í uppá- haldi.“ Indíana Auðunsdóttir er 35 ára í dag Á Slippnum Indíana ásamt móður sinni og bróður á veitingastaðnum. Rekur veitingastað og lærir smíðar Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. J ónas fæddist í Reykjavík 5.2. 1940 og ólst þar upp, fyrst á Ásvallagötunni til átta ára aldurs og síðan í Hlíðunum. Hann var í Melaskóla, Austurbæjarskóla og Gagnfræðaskóla Austurbæjar, lauk stúdentsprófi frá MR 1959 og BA- prófi í sagnfræði frá HÍ 1966. Jónas var blaðamaður og frétta- stjóri á Tímanum 1961-64, frétta- stjóri Vísis 1964-66, ritstjóri Vísis 1966-75, ritstjóri Dagblaðsins 1975- 81, ritstjóri DV 1981-2001, ritstjóri Fréttablaðsins 2002, útgáfustjóri Eiðfaxa ehf. 2003-2005, leiðarahöf- undur DV 2003-2005, ritstjóri DV 2005-2006, stundakennari í blaða- mennsku við símennt HR 2006-2008 og hefur verið eftirlaunamaður og bloggari frá 2008. Jónas var formaður Blaðamanna- félags Íslands, Íslandsnefndar Int- ernational Press Institute, Rotary- klúbbs Seltjarnarness, skólanefndar Seltjarnarness, fræðsluráðs Reykja- nesumdæmis, Blaðaprents hf., M- klúbbsins, fræðslunefndar Fáks og ferðanefndar Fáks. Jónas er höfundur bókanna Líf í borg, 1973; Kóngsins Kaupmanna- höfn, 1981, 2. útg. 1989; Heims- borgin London, 1983, 2. útg. 1988; Ævintýralega Amsterdam, 1984, 2. útg. 1992; París, heimsins höfuð- prýði, 1985; New York, nafli al- heimsins, 1988; Heiðajarlar, 1989; Ættfeður, 1990; Madrid og menn- ingarborgir Spánar, 1991; Heiðurs- hross, 1991; Aldna og unga Róm, 1992; Merakóngar, 1992; Hagahrók- ar, 1993; Heiðamæður I, 1994; Jónas Kristjánsson, fyrrv. ritstjóri DV – 75 ára Lagt á hestinn Jónas hefur skrifað fjölda bóka um hestamennsku, hrossarækt og reiðleiðir um landið þvers og kruss. Nú frjálsari og óháðari Ekkert breyst Jónas og Kristín. Myndin var tekin er hann varð sextugur. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Reykjavík Óskar Atli fæddist 10. febrúar 2014. Hann vó 3.628 g og var 52 cm langur. Foreldrar hans eru Tómas Árnason og Freyja Óskarsdóttir. Nýr borgari Sýningarsalur í Skipholti 35 • Seljabót 7, Grindavík • www.pgv.is • Sími 510 9700 Veldu viðhaldsfrítt PVC gluggar og hurðir - íslensk framleiðsla fyrir íslenskt veðurfar Nýjung - viðhaldsfrítt þakkantsefni PVC gluggar og hurðir PGV Framtíðarform er stöðugt að leita að nýjung- um sem gætu hentað erfiðum veðurskilyrðum hér á landi. Viðhaldsfría þakkantsefnið hefur hlotið frábærar viðtökur og greinilegt að mikil þörf eru á slíkri nýjung. Barnalæsing - Mikil einangrun CE vottuð framleiðsla - Sérsmíði eftir málum Glerjað að innan - Áratuga ending - Næturöndun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.