Morgunblaðið - 05.02.2015, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 05.02.2015, Blaðsíða 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2015 sínar þó ætíð skína í gegn í verkum sínum. „Ég held að það beri allir með sér hverjir þeir eru. Ég er stoltur af því að vera Kúbverji og það skín í gegn. Mér finnst líka stórskemmtilegt að geta teflt fram þessari efnisskrá þar sem verkin á henni eru mörg hver mjög stór hluti af mér. Ég er marg- þættur tónlistarmaður; ég er Kúb- verji sem lærði í Vín, Moskvu og París. Ég hef þannig alla gömlu tón- listarskólana í mér en á sama tíma er ég með skóla kúbversku götu- tónlistarinnar í mér,“ segir hann. Býr yfir nautinu innra með sér „Það er þó synd að fá ekki fleiri tækifæri til þess að deila þekkingu minni með nemendum hvers lands fyrir sig. Ég veit ekki af hverju því hefur aldrei verið komið í kring. Það sem er hvað mikilvægast fyrir tón- listarmann er að deila þekkingu sinni með öðrum tónlistarmönnum og hlýða á aðra. Ég óska þess stund- um að vera boðið til að dvelja um hríð á einhverjum stað svo ég geti unnið með nemendum og deilt reynslu minni,“ segir píanóleikarinn. „Ég hef mikið yndi af því að koma aftur til Reykjavíkur. Ég átti einkar fallega tengingu við áhorfendur síð- ast þegar ég spilaði hér og varð ást- fanginn af landinu og fólkinu. Að þessu sinni verður heimsóknin þó ef- laust eilítið kaldari, ég er ekki vanur svona kulda. Sundlaugin í húsinu mínu á Flórída er til dæmis tuttugu og átta gráðu heit,“ segir hann. „Og það án þess að hún sé hituð upp,“ bætir hann við og hlær. Hljómurinn í rödd píanóleikarans er þó fljótur að breytast þegar komið er að kveðjustund. „Ég er ekki góður með orð. Sam- ræður eru ekki mín sterkasta hlið, hvað þá á ensku. Ég kýs fremur að tjá mig í gegnum tónlist mína. Mér finnst öllu þægilegra að segja sögu mína með tónlistinni eins og ég hyggst gera á laugardaginn. Ég mun færa áheyrendum mínum reynslu mína og ást með ósk um að fá að hitta þá aftur. Það vill nefnilega svo til að tónlistin er ekki bara hljómfall og tónar. Tónlistin er lífið sjálft og flutningur minn er það sem ég er. Þegar ég spila til að mynda spænsku tónlistina þá er það vegna þess að ég bý yfir nautinu innra með mér,“ seg- ir Prats ákveðinn að lokum. Ljósmynd/Jan Willem Kaldenbach Píanó „Ég hef þannig alla gömlu tónlistarskólana í mér en á sama tíma er ég með skóla kúbversku götutónlistarinnar í mér,“ segir Jorge Luis Prats. Íslenskar stuttmyndir verða á dag- skrá íslensku menningarhátíð- arinnar Air d’Islande sem haldin er í París þessa dagana. Stuttmyndirnar verða sýndar í dag á Cinematheque Francaise, en í tilkynningu segir að kvikmyndastofnunin sé ein sú elsta og þekktasta í heimi en hún var stofnuð árið 1936. Tvær eftir Hlyn Pálmason Myndirnar sem um ræðir voru sýndar á RIFF 2014 og kepptu um verðlaunin besta íslenska stutt- myndin sem féllu Hlyni Pálmasyni í skaut fyrir stuttmyndina Málarann. Aðrar myndir sem sýndar verða í dag eru Sjö bátar eftir Hlyn, Ártún eftir Guðmund Arnar Guðmundsson og Hjónabandssæla eftir Jörund Ragnarsson. Þess má geta að listrænir stjórn- endur Shalala, Erna Ómarsdóttir og Valdimar Jóhannsson, komu einnig fram á hátíðinni en þau fluttu verkið Wonderings on Boarderline Musi- cals í Pompidou-safninu í París á dögunum. Hátíðinni, sem hófst 23. janúar, lýkur síðan 8. febrúar. davidmar@mbl.is Stuttmyndir Hjónabandssæla eftir Jörund Ragnarsson er meðal þeirra mynda sem sýndar verða á Cinematheque Francaise í París í dag. Íslenskar stutt- myndir í París Óperan Peter Grimes eftir enska tón- skáldið Benjamin Britten verður frumflutt á Íslandi þann 22. maí næstkomandi á 29. Listahátíð í Reykjavík. „Um er ræða umfangs- mikla tónleikauppfærslu í Eldborg sem er samstarfsverkefni Sinfón- íuhljómsveitar Íslands, Íslensku óp- erunnar, Hörpu og Listahátíðar í Reykjavík. Tvær erlendar stór- stjörnur úr heimi óperunnar syngja aðalhlutverkin, Stuart Skelton í titil- hlutverkinu og Susan Gritton í hlut- verki Ellen Orford,“ segir m.a. í til- kynningu. Þar kemur fram að Ólafur Kjartan Sigurðarson fari með hlut- verk Balstrode, en hljómsveitarstjóri verður Daníel Bjarnason. Meðal ann- arra söngvara uppfærslunnar eru Hanna Dóra Sturludóttir, Hallveig Rúnarsdóttir, Snorri Wium, Viðar Gunnarsson, Garðar Thór Cortes og Oddur Arnþór Jónsson. „Peter Grimes er talin til helstu verka óperubókmenntanna. Óperan var samin árið 1945 og er byggð á samnefndu harmljóði Georgs Crabbe frá upphafi 19. aldar, þar sem segir frá ógæfu skipstjórans Peter Grimes. Tónlistin er lagræn og aðgengileg, ýmist gamansöm eða hádramatísk eins og efnið býður upp á.“ Miðasala fer fram á harpa.is og listahatid.is. Óperan Peter Grimes í fyrsta sinn á Íslandi Stuart Skelton Susan Gritton Osmo Vänskä, aðalgestastjórn- adi Sinfóníu- hljómsveitar Ís- lands, stjórnar sinfóníum nr. 3 eftir Jean Sibel- ius og Anton Bruckner á tón- leikum hljóm- sveitarinnar í Eldborgarsal Hörpu í kvöld. „Vänskä hlaut Grammy- verðlaunin 2014 ásamt Minnesota- hljómsveitinni fyrir hljómdisk með 1. og 4. sinfóníu Sibeliusar og nú gefst aðdáendum hans tækifæri til að hlýða á túlkun hans á 3. sinfóní- unni í meðförum Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands. Vänskä hefur einn- ig fengið mikið lof fyrir túlkun sína á sinfóníum Bruckners,“ segir m.a. í tilkynningu frá hljómsveitinni. Osmo Vänskä stjórnar Sibelius Osmo Vänskä 48 RAMMA STÆRSTA OPNUNAR- HELGI ALLRA TÍMA Á ÍSLANDI! E.F.I -MBL 2 VIKUR Á TOPPNUM! BRÁÐSKEMMTILEG GAMANMYND www.laugarasbio.isSími: 553-2075 SÝNINGARTÍMA MÁ NÁLGAST Á LAUGARASBIO.IS OG MIDI.IS - bara lúxus www.smyrilline.is Stangarhyl 1 · 110 Reykjavík Sími: 570-8600 · info@smyril-line.is Fjarðargötu 8 · 710 Seyðisfjörður Sími: 472-1111 · austfar@smyril-line.is Hópferð með Fúsa á Brekku 7. árið í röð 16. - 21. september Færeyjaferð með Fúsa á Brekku og Svenna frá Hafursá. Skoðunar- ferðir, skemmtun, gisting í 4 nætur á Hótel Færeyjum. Hálft fæði og íslensk fararstjórn. Verð á mann í tveggja manna herbergi . . . kr. 145.900 Miðað við 2 saman. Verð á mann í eins manns herbergi. . . . kr. 164.900 Bókaðusnemma! Uppseltöll árin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.