Morgunblaðið - 05.02.2015, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 05.02.2015, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2015 Himingnæfir turnar Tignarlega turna Dómkirkjunnar og Austurstrætis 16, húss Reykjavíkurapóteks, ber hér við Esjuna. Árni Sæberg Á borg- arstjórnarfundi 3. febrúar sl. ræddi borg- arstjórn um þjónustukönnun Capacent sem sýnir að borg- arbúar eru óánægðastir allra íbúa þeirra 19 sveitarfélaga sem borin eru saman. Capa- cent hefur framkvæmt þessa könnun í allmörg ár þannig að samanburður er töluverður en því miður hefur Reykjavík- urborg komið illa út úr þessari könnun alltof oft og alltof lengi. Reykjavíkurborg lendir í þessari nýjustu könnun í neðsta sæti þegar spurt er um þjónustu sveitarfélaga í heild sinni. Borgin var í neðsta sæti af sveitarfélögunum þegar spurt var út í þjónustu við barnafjölskyldur, þjónustu grunnskóla, þjónustu leik- skóla, þjónustu við eldri borg- ara og þjónustu við fatlað fólk. Garðabær og Seltjarnarnes voru hins vegar oftast í efstu sætum. Umræðan í borgarstjórn af hálfu meirihlutans var tölu- verð varnarumræða þar sem leitast var annars vegar við að sýna fram á að þrátt fyrir allt væru fleiri íbúar ánægðir en óánægðir. Hins vegar að full- yrða að í könnuninni væri ver- ið að bera saman epli og app- elsínur. Sem er ekki rétt því sömu spurningar eru lagðar fyrir íbúa 19 sveitarfélaga og svo er niðurstaðan borin sam- an, þar kemur borgin verst út. Jú, en það er nú vetur! Við borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fórum yf- ir könnunina og lögðum áherslu á að finna þyrfti leiðir til að gera betur. Jafnframt minnt- um við á kosn- ingabaráttuna þar sem Sjálf- stæðisflokkurinn talaði um að bæta þyrfti þjónustuna við borgarbúa á fjölmörgum svið- um. Í ræðu minni tók ég nokkur dæmi um hvernig flokkarnir sem skipa meirihlutann hafa nálg- ast gagnrýni okkar á þjónustu borgarinnar bæði í kosninga- baráttunni og eftir kosningar: „Ferðaþjónusta fatlaðs fólks. Jú, við erum ekki að standa okkur en það varð útboð. Snjó- mokstur, jú, jú, hann er vissu- lega ekki nógu góður en það er nú vetur. Grassláttur, meira hvað þið eruð alltaf áhugasöm um heyskap þarna í Sjálfstæð- isflokknum. Jú, hann er vissu- lega ekki nógu góður en það er sumar.“ Þegar viðhorfið er með þessum hætti ættu Reykvík- ingar ekki að vera hissa á því þó þjónustukannanir ár eftir ár sýni að íbúar borgarinnar séu óánægðir með þjónustu borgarinnar á fjölmörgum sviðum. Það þarf að vera vilji til þess hjá meirihluta borg- arstjórnar að bregðast við og gera betur. Svör borgarstjóra um að Reykvíkingar séu ein- faldlega kröfuharðari en íbúar annarra sveitarfélaga segja okkur kannski að það þurfi bara að skipta um íbúa. Eftir Halldór Halldórsson » Snjómokstur, jú, jú, hann er vissulega ekki nógu góður en það er nú vetur. Halldór Halldórsson Höfundur er oddviti Sjálfstæð- isflokksins í Reykjavík. Vond niðurstaða fyrir íbúa Reykjavíkur Frá blautu barns- beini hafa Íslendingar verið aldir upp við það að eiga landið; að nátt- úran sé arfleifð okkar, auðæfi sem ekki verði af okkur tekin. Þangað getum við leitað til að hlaða batteríin, njóta friðar og fegurðar sem við eigum sjálf. Með fumvarpi um náttúrupassa er annað uppi á ten- ingnum. Samkvæmt því verða Ís- lendingar réttlausir til umgengni við náttúruperlur landsins nema gjald komi fyrir. Ekki nægir þá lengur að vera skattgreiðandi til þess að telj- ast Íslendingur og eiga umgengn- isrétt við landið. Sú breyting snertir bæði sjálfs- mynd okkar og menningarvitund, eins og verið sé að rjúfa heilög vé eða slíta silfurþráð í þjóðarvitund- inni. Þá munu söngvar okkar og þjóðkvæði skipta litum, fölna og visna. Til dæmis ljóðlínurnar sem svo margir elska eftir Guðmund Böðvarsson: Glitrar grund og vangur, glóir sund og drangur. Litli ferðalangur láttu vakna nú þína tryggð og trú. Lind í lautu streymir, lyng á heiði dreymir. Þetta land átt þú. Ljóðið Fylgd speglar viðhorf velflestra Ís- lendinga til landsins, og ætti að vera vís- bending um það hvaða augum almenningur lítur hugmyndina um náttúrupassann. En eru ráðamenn að hlusta? Þeir borgi sem nýta „Þeir borgi sem njóta“ sagði iðn- aðarráðherra í framsöguræðu sinni með frumvarpi um náttúrupassa. Sú afstaða er andstæð réttmætiskröf- unni um að þeir borgi sem nýta: Að þeir sem hafa tekjur af nýtingu náttúrunnar, hvort sem er í formi orkunýtingar og virkjana, fiskveiða og útgerðar, eða ferðaþjónustu, standi straum af þeirri uppbyggingu sem þarf að ráðast í til þess að verja auðlindirnar og tryggja að þær verði áfram við lýði. Ferðaþjónustan er sú atvinnu- grein í landinu sem hefur vaxið einna mest undanförnum árum. Hún er nú þegar orðin undirstöðuat- vinnugrein og veltir milljörðum króna. Ferðaþjónustan á auðvitað sjálf að standa straum af uppbygg- ingu ferðamannastaða, ekki síst þau fyrirtæki sem hafa beinar tekjur af því að gera út á náttúruperlur og græða á þeim. Að þeir borgi sem nýta er mun eðlilegri krafa heldur en að þeir borgi sem af aðskiljanlegum ástæð- um njóta landsins. Síðarnefndi hóp- urinn er ekki hvað síst almennir Ís- lendingar sem greiða sína skatta til samfélagsins og eiga landið nú þeg- ar. Er það virkilega hjartans mál fyrir þá ríkisstjórn sem nú situr að slíta silfurþráðinn í þjóðarvitundinni – seilast í vasa almennings og fé- mjólka manneskjur en ekki mátt- arstólpa? Auðlindasjóður Ýmsar tekjuleiðir eru færar til þess að fjármagna uppbyggingu ferðamannastaða. Ég hef þegar drepið á eina þeirra – auðlindasjóð- inn – hugmynd sem lítinn hljóm- grunn hefur fengið hjá núverandi ríkisstjórn og er merkilega lítið rædd í samfélaginu. Hér á Íslandi eigum við engan auðlindasjóð. Afrakstur auðlinda og meðferð þeirra tekna sem af auð- lindum spretta er því ekki á neinum einum stað, og engin samræmd stefnumótun er fyrir hendi varðandi auðlindanýtingu. Grunnhugmyndin um auðlinda- sjóð felur í sér að auðlindir landsins séu allar lýstar þjóðareign og að nýt- ing þeirra sé ýmist alfrjáls (líkt og ferðaþjónustan er nú) eða leigð út eftir opnum leiðum og leikreglum á grundvelli útboða (í stað þess að vera úthlutað til afmarkaðs hóps eins og er t.d. í sjávarútveginum). Þeir sem nýta auðlindirnar greiði sanngjarnt gjald til samfélagsins. Þetta auðlindagjald renni í sér- stakan auðlindasjóð sem hefði það verkefni að byggja upp innviði við- komandi atvinnugreina, til dæmis ferðamannastaði, en einnig mætti hugsa sér samgöngu- og fjar- skiptabætur, rannsóknir tengdar ákveðnum atvinnugreinum o.s.frv. Vert er að minna á skýrslu auð- lindastefnunefndar frá árinu 2012 þar sem áhersla var lögð á „sam- félagslega vídd“ og „sjálfbæra þró- un“ við nýtingu auðlinda. Nefndin hvatti til jöfnuðar og lýðræðislegra yfirráða auðlinda sem og að gætt yrði að rétti komandi kynslóða. Með stofnun auðlindasjóðs og samræmdri auðlindastefnu væru at- vinnuvegir landsins kallaðir til sam- félagslegrar ábyrgðar á nýtingu þjóðarauðlindanna. Sú hugsun hefur því miður ekki ráðið för við ákvarð- anir og tillöguflutning sem lýtur að auðlindanýtingu enn sem komið er. Er það miður, því nú stöndum við í þeim vandræðalegu sporum að taka afstöðu til þess hvort Íslendingar skuli greiða fyrir að ganga um landið sitt. Stofnun auðlindasjóðs er mun skynsamlegri leið en að seilast í vasa almennings. Öflugar atvinnugreinar ættu að standa skil á nýtingu þjóð- arauðlindanna sem nú um stundir afla fáum aðilum gróða, jafnvel ofsa- gróða. Erum við þá að ræða um auð- lindir sem almenningur á Íslandi hefur frá blautu barnsbeini verið al- inn upp við að séu hans eigin. Mundu mömmu ljúfur, mundu pabba stúfur að þetta er landið þitt. Verði náttúrupassinn að veruleika mun þetta viðkvæði fá annarlegan, holan tón. Þá verður líka deginum ljósara að sú ríkisstjórn sem nú situr vill frekar mjólka manneskjur en máttarstólpa – vill frekar seilast í vasa almennings en að láta þá borga sem græða mest. Eftir Ólínu Þorvarðardóttur » Þeir eiga að borga sem nýta og græða. Ferðaþjónustan er und- irstöðuatvinnugrein og getur vel greitt auð- lindagjald fyrir að nýta náttúruperlur. Ólína Þorvarðardóttir Höfundur er þjóðfræðingur og varaþingmaður. Hverjir eiga að borga? Auðlindagjald eða náttúrupassi?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.