Morgunblaðið - 10.02.2015, Blaðsíða 19
19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 2015
Beðið eftir grænu ljósi Það er grámóskulegt veður, tekið að myrkva af nótt og ljósin eru rauð en græni karlinn er á leiðinni og senn fer daginn að lengja svo um munar og þá birtir upp í sálinni.
Eggert
Undanfarin ár hef-
ur lítið heyrst í for-
svarsmönnum stjórn-
málaflokka, sem hafa
a.m.k. ekkert á móti
því að fólk geti eign-
ast sína eigin íbúð
hér á landi og fáir
boðið upp á færar
leiðir fyrir marga til
þess. Óumdeilt er að
öruggt og gott hús-
næði er eitt mesta velferðarmál
fólks. Umræðan hefur samt að
verulegu leyti snúist um leigu-
íbúðir og hugsanlega fjármögnun
á þeim, en oft vill gleymast að
þeim fylgja ekki tómir kostir.
Fólk getur oft ekki ráðið þessum
íbúðum eða breytt eins og það
vill; yfirleitt hugsar fólk ekki eins
vel um þær og eigin íbúðir og við-
haldskostnaður er oft hár. Þum-
alfingursregla segir að nauðsyn-
legt sé að verja um 1-1,5% af
verði íbúðar til viðhalds á hverju
ári að meðaltali. Af 30 milljón
króna íbúð eru þetta allt að
450.000 kr á ári, en mikið af þessu
viðhaldi getur fólk annast sjálft í
eigin íbúðum. Einnig þarf leigu-
sali vexti af því fé sem er bundið í
íbúðinni auk rekstrar- og um-
sýslukostnaðar.
Til þessa hefur eignamyndun í
íbúðarhúsnæði verið ein auðveld-
asta leiðin fyrir fólk til að eignast
yfir höfuð eitthvað. Óneitanlega
fylgir því líka mikið frelsi fyrir
fólk að eiga einhverjar eignir í
okkar síbreytilega heimi og ekki
síst ef menn vilja flytja milli staða
eða landa sem nú er orðið æ al-
gengara. Opinberir aðilar, bæði
ríki og sveitarfélög, hafa ýmsar
leiðir til að auðvelda fólki þetta ef
einhver vilji er fyrir hendi. For-
dæmi eru líka mörg í löndunum í
kringum okkur sem þegar er
komin talsverð reynsla á. Í Eng-
landi og Skotlandi stendur t.d. til
boða áhugaverð leið sem heitir
„Help to Buy“ og er aðgengileg
bæði fyrir þá sem eru að kaupa í
fyrsta skipti eða
stækka/minnka við
sig, en einungis ef um
nýtt húsnæði er að
ræða. Kaupandi þarf
einungis að leggja
fram 5% af kaupverði
íbúðar, en ríkið lánar
síðan kaupanda 20%
af íbúðarverðinu, sem
er auk þess vaxta-
laust í 5 ár, með
ákveðum skilyrðum.
Þetta þýðir að kaup-
andi þarf einungis að fjármagna
75% á almennum markaði. Nokkr-
ar aðrar áhugaverðar leiðir eru í
boði fyrir kaupendur íbúða í þess-
um löndum.
Á sama hátt geta sveitarfélög
gert ýmislegt til þess að auðvelda
fólki að koma sér upp þaki yfir
höfuðið. Margoft hefur verið bent
á áhrif lóðaframboðs á íbúðaverð
og önnur bein áhrif sem sveit-
arfélög geta haft á íbúðaverð.
Flest sveitarfélög njóta líka betri
lánskjara en almenningur og geta
því dreift upphafsgjöldum (gatna-
gerðargjaldi, byggingarrétt-
argjaldi, skipulagsgjaldi o.m.fl.) á
mörg ár og lækkað þannig líka
þröskuldinn fyrir þá sem eru að
kaupa eða byggja íbúðir. Alltof oft
vill það gleymast að sveitarfélögin
eru til fyrir fólkið en ekki öfugt.
Margt bendir samt til þess að op-
inberir aðilar geri sér alls ekki
grein fyrir alvöru þessa máls og
hvaða afleiðingar það mun hafa á
núverandi og komandi kynslóðir ef
ekkert er að gert.
Eftir Gest
Ólafsson
» Opinberir aðilar,
bæði ríki og sveit-
arfélög, hafa ýmsar
leiðir til að auðvelda
fólki að eignast íbúðar-
húsnæði ef einhver
vilji er fyrir hendi.
Gestur Ólafsson
Höfundur er arkitekt og skipulags-
fræðingur, FAÍ, FSFFÍ.
Að eignast eigin íbúð
Þessar vikurnar birt-
ast blaðagreinar um
dýrð Hagavatnsvirkj-
unar með ódýrri raf-
orku handa gróð-
urhúsabændum og
stöðvun leirfoks úr
fyrrverandi botni
Hagavatns. Vatnið
lækkaði fyrir 85 árum
við það að vatn braust
úr því í gegnum svo-
nefnt Far við austanvert vatnið. Við
það mynduðust flatar leirur með
hvimleiðu foki sem hefur sótt að
gróðri.
Nú á að leysa þetta mál með því að
reisa miðlunarstíflu sem sökkvir leir-
unum og stöðvar fokið auk þess sem
raforkuvirkjun á að gefa 20 til 30
megavatta afl og langþráða ódýra
raforku handa gróðurhúsabændum á
Suðurlandi. Dýrðarsöngvar um stífl-
ur og miðlunarlón hafa verið sungnir
hér á landi í heila öld og fer sá söngur
vaxandi, svo að mörgum tugum virkj-
ana skiptir. Sjálfur tók ég þátt í slík-
um dýrðarsöng varðandi stíflu í
Sandá, sem kemur úr Hagavatni og
rann í lítið vatn, Sandvatn, en við það
vatn voru leirur með hvimleiðu sand-
foki. Gerð var stífla sem stækkaði
vatnið og sökkti leirunum. Stóð ég að
ófáum fréttum og myndum af þeirri
framkvæmdi og gagnsemi hennar.
En síðustu ár hef ég séð að vatnið er
að fyllast upp af auri þar sem Sandá
rennur í það og að þar er byrjað sand-
fok að nýju á nýmynduðu foksvæði
sem stækkar ár frá ári. Fyrirbærið
nefnist aurkeila í skýrslum um mat á
umhverfisáhrifum jökulfljóta.
Sem dæmi má nefna að ein aurkeil-
an er að fylla upp innri hluta Sult-
artangalóns og minnka miðlunargetu
þess með hverju nýju ári. Sjá má í
mati á umhverfisáhrifum svona virkj-
ana að giskað er á hve langan tíma
það taki að lón þeirra fyllist upp og
miðlunargetan minnki uns hún verð-
ur engin. Um svona framkvæmdir
gildir að það er skammgóður vermir
að pissa í skó sinn og mætti kalla þá
stefnu, sem rekin er með ósjálfbær-
um virkjunum, skó-
migustefnuna. Er hún
einkar vinsæl hér á
landi, til dæmis við
flestar jarðvarmavirkj-
anir, þótt kyrjaður sé sí-
byljusöngur bæði inn-
anlands og utan um
forystu Íslands í sjálf-
bærri þróun og nýtingu
endurnýjanlegrar og
hreinnar orku. Með því
að stækka vötnin sunn-
an Langjökuls stöðvast
leirfok um tíma, en þeg-
ar þau verða orðin full af nýjum auri
munu á endanum myndast enn stærri
leirur en fyrr og þá verður eina ráðið
að reisa enn hærri og lengri stíflur til
að stækka vötnin og sökkva nýju leir-
unum, sem með tímanum verða æ
stærri. Og svona áfram koll af kolli.
Þegar sagt er að þá verðum við
hvort eð er dauð föllum við á einfald-
asta prófi svonefndra „frumstæðra“
indíánaþjóðflokka í Ameríku sem
gerðu þá kröfu að engin nýting eða
framkvæmdir mættu skerða mögu-
leika næstu sjö kynslóða. Þeir töldu
að allar þessar framtíðarkynslóðir
ættu að eiga sama rétt til landsins og
auðlinda þess. Og gamla framsókn-
arkonan hún ömmusystir mín, sem
mótaði mig mikið þegar ég var hjá
henni í sveit á sumrin, kenndi að við
ættum að skila landinu betra til af-
komendanna en við tókum við því og
að það ætti að gilda um allar kyn-
slóðir á meðan land byggðist. Þetta er
í raun krafan um sjálfbæra þróun,
grundvöll Ríósáttmálans, sem við Ís-
lendingar gerðumst aðilar að 1992 en
höfum ekki staðið við nema að litlu
leyti. Í áliti doktors Sigurðar Greips-
sonar um Hagavatnsvirkjun dettur
hann óvart ofan á orðið moldrok um
hið gríðarlega fok, sem byrgði him-
ininn fyrir 25 árum. Þetta fok hefur
ekki síst minnkað síðan þá vegna þess
kraftaverks sem felst í uppgræðslu á
Haukadalsheiði til að hefta jarðvegs-
og gróðureyðingu og einnig á minna
foki við Hagavatn.
Fullyrt var um daginn að Land-
græðslan og Skógræktin „þrýstu á“
Hagavatnsvirkjun. Landgræðslu-
stjóri bar þetta til baka í útvarps-
fréttum og sagði jafnframt að vatns-
miðlun fyrir Hagavatnsvirkjun myndi
valda nýju og miklu foki leirs, sem
sest í vatnið á hverju ári. Landið er
flatt þarna og því myndi jafnvel ör-
fárra metra yfirborðssveifla mynda
víðáttumiklar leirur á vorin með ný-
föllnum fokgjörnum leir.
Ef engin vatnsmiðlun verður leiðir
það til þess að að Hagavatnsvirkjun
verður afllaus á veturna og fram á
sumrin nema menn ætli sér að stofna
til nýrra leirstorma þar í nafni átrún-
aðarins á „virkjanir fyrir orkufrekan
iðnað“, iðnað sem samkvæmt orðanna
hljóðan felur í sér mesta mögulega
orkubruðl á gjafverði handa útlend-
ingum. Og ef Hagavatnsvirkjun skilar
aðeins fullu afli hluta úr ári verður að
útskýra hvernig dauð virkjun hálft ár-
ið getur verið hagkvæm, ekki síst
vegna þess að nú er sagt að orkan frá
henni verði leidd til garðyrkjubænda
á Suðurlandi á stórlækkuðu stór-
iðjuverði og ráðist verði í gerð rán-
dýrra jarðstrengja til að flytja hana!
Nema ætlast sé til þess að garð-
yrkjubændurnir annaðhvort loki
gróðurhúsunum hálft árið eða kaupi
raforkuna hálft árið á því háa verði
sem þeir hafa kvartað yfir. Fyrir 25
árum leiddi vanþekking mín til þess
að ég sá aðeins gull og græna skóga
varðandi gerð stíflu við Sandvatn sem
stækkaði vatnið og ég hélt að myndi
stöðva leirfok þaðan um aldur og ævi.
En nú liggur meiri vitneskja fyrir um
það hve þetta mál er flókið, það flókið
að það er með ólíkindum að menn ætli
sér að setja Hagavatnsvirkjun í nýt-
ingarflokk með látum með þeirri
óvissu og þeim neikvæðu umhverfis-
áhrifum sem hún mun hafa.
Eftir Ómar
Ragnarsson » Sandvatn er að fyll-
ast upp af auri og
Hagavatn mun fyllast
líka. Um stækkun þess-
ara vatna gildir að það
er skammgóður vermir
að pissa í skó sinn.
Ómar Ragnarsson
Höfundur er unnandi náttúru
og sögulegra minja.
Skómigustefna við Hagavatn?