Morgunblaðið - 10.02.2015, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.02.2015, Blaðsíða 11
Ljósmynd/Malín Brand Loftköst Gunnar Karl í ökumannssætinu og Elsa Kristín Sigurðardóttir aðstoðarökumaður á flugi á Evo 5 í Suðurnesjaralli í júní 2014. sem hann ætlar sér að taka þátt í áður en hann kemur til Íslands til að keppa á Íslandsmótinu. „Ég hef verið í Hull og unnið á verkstæði hjá Ólafi Baldurssyni bif- vélavirkja. Ég er honum innan handa en er meira í því sem þarf ekki margra ára reynslu í, eins og til dæmis að sópa gólfin,“ segir Gunnar Karl. Bíllinn sem Gunnar Karl keppir á ere er Mitsubishi Lancer Evolution X, sami bíll og rallkapp- inn Daníel Sigurðsson keppti á í Bretlandi á sínum tíma en Graham Quick smíðaði hann. Bíllinn hefur skipt um eigendur og er óðum að taka á sig mynd eftir að hafa staðið óhreyfður í nokkurn tíma. Gunnar Karl hefur keppt á Evo 5 og Evo 6 fram að þessu en nú er það „tían“ sem er að sögn kunnugra býsna góð. „Hún er lögleg í allar keppnir úti og er FIA-skráð. Aðalmálið í þessum bíl er togið en það eru 700 newton-metrar í tog.“ Síðan Gunnar Karl kom út hafa þeir félagar á verkstæðinu skoðað túrbínuna í bílnum og geng- ið úr skugga um að allt sé eins og það á að vera auk þess sem ýmsum smærri hlutum hefur verið skipt út. Nýjar hlífar eru komnar undir bíl- inn, nýjar merkingar og svo fram- vegis. Bíllinn er svo gott sem klár í slaginn og Gunnar Karl er klár. Ef eitthvað er hefur áhugi hans á rall- inu magnast og var hann nú mikill fyrir. Í fyrrasumar var Gunnar Karl með erlendan aðstoðarökumann hluta sumars og hefur því dálitla reynslu af að hlýða á leiðbeiningar á ensku við aksturinn og segist hann kunna því vel. Bretinn George Gwynn verður aðstoðaröku- maður hans í keppninni um næstu helgi í Wyedean Forest Rally í Wa- les. „Gwynn er mjög vanur og hef- ur keppt með pabba mínum hér í Bretlandi,“ segir Gunnar Karl. Alls eru 180 bílar skráðir til keppni um næstu helgi og eru það töluvert fleiri en í keppni hér á landi. Fyrir vikið geta ökumaður og aðstoðar- ökumaður, eðli málsins samkvæmt, ekki ekið eftir leiðunum daginn fyr- ir keppni og gert leiðarnótur held- ur fengu keppendur mynddisk með leiðarlýsingunni á sunnudaginn. „Ég er búinn að vera að skoða þetta sjálfur heima og verð alla vega ekki bílveikur á meðan! Ég verð oftast bílveikur þegar ég er að fara fram og til baka fyrir keppni heima. Núna get ég bara horft á þetta og spilað þetta hratt þannig að þetta er bara flott,“ segir Gunn- ar Karl sem er slakur fyrir keppni eins og hann er iðulega. Bannað að klessa á tré Í keppninni um helgina verður lengsta keppnisleiðin um 10 mílur. „Það er svona eins og hálft Djúpa- vatnið. Alls eru þetta átta leiðir og ég er orðinn spenntur fyrir að keyra.“ Þar sem rallið fer fram í Wyedean Forest má vissulega bú- ast við óhefðbundnu landslagi fyrir Íslendinginn því tré eru nú sjaldn- ast að þvælast fyrir okkur í rallinu hér á landi. „Þannig að aðalmálið er að lenda ekki á tré eins og pabbi gerði í Bretlandi um árið. Það er númer eitt, tvö og þrjú. “ segir rallök- umaðurinn Gunnar Karl Jóhann- esson um rallið sem fram fer í Wa- les um næstu helgi. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 2015 Keppt hefur verið í ralli í Forest of Dean í Gloucesterskíri síðan árið 1975. Í ár eru því fjörutíu ár síðan rall fór þar fyrst fram. Á síðunni www.wyedeanrally.com er hægt að fræðast töluvert um staðsetn- inguna og söguna. Meðal annars segir frá ungum eldhugum sem komu keppninni á og stofnuðu klúbb. Keppnin í skóginum er alla jafna sú fyrsta á hinu breska ralldagatali hvers árs og þrátt fyrir válynd veður og ýmis óvænt atvik í náttúrunni hefur aldrei þurft að aflýsa rallinu. Brotin tré, hnéhæðarhátt snjólag og hiti undir frostmarki hafa ekki náð að koma í veg fyrir að keppt sé í Forest of Dean. Eins og Gunnar Karl Jó- hannsson nefnir einmitt þá er skóglendið dálítið ófyrirsjáanlegt á þess- um árstíma og fleira að varast en trén. Það getur myndast töluverður aur og svell verið í brekkunum þannig að áskoranirnar eru margar. Rallið í velska skóginum FOREST OF DEAN Í 40 ÁR Opið virka daga 10.00 - 18.15 laugardaga 10.00 - 15.00 | Gnoðarvogi 44, 104 Reykjavík | sími: 588 8686 akkar ök kjur Glæný línuýsa Hrogn og lifur Súr hvalur og hákarl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.