Morgunblaðið - 10.02.2015, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.02.2015, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 2015 BAKSVIÐ Brynja Björg Halldórsdóttir brynja@mbl.is Bandarískir ráðherrar sniðganga við- burði á Íslandi og bandarískir embætt- ismenn nýta hvert tækifæri til að mót- mæla hvalveiðum Íslendinga við íslenskra ráðamenn. Þetta kemur fram í minnisblaði til forseta Banda- ríkjanna, dagsettu 23. janúar síðastlið- inn, frá utanríkisherranum John Kerry, innanríkisráðherranum Sally Jewell og viðskiptaráðherranum Penny Pitzker. Þar gera þremenningarnir grein fyrir þeim fortölum og aðgerðum sem gripið hefur verið til gegn Ís- landi frá 1. apríl 2014, þegar Banda- ríkjaforseti sendi ráðherrum Banda- ríkjastjórnar og hlutaðeigandi stofnunum minnisblað, þar sem hann útlistaði aðgerðir sem embættis- mönnum og stofnunum væri ætlað að grípa til vegna hvalveiða Íslend- inga. Forsetinn lagði ekki til að beita við- skiptaþvingunum í minnisblaði sínu frá apríl 2014, heldur diplómatískum þvingunum. Beindi hann því til utan- ríkisráðuneytisins að endurskoða samstarfsverkefni þjóðanna þar sem það ætti við. Þá hvatti hann banda- ríska embættismenn til að meta hvort heimsóknir til Íslands væru viðeig- andi í ljósi hvalveiða Íslendinga og hvatti þá einnig til að koma at- hugasemdum á framfæri við íslensk stjórnvöld vegna veiðanna. Í minnisblaði ráðherranna þriggja frá því í janúar, er greint frá því að enginn ráðherra Bandaríkjanna hafi komið til Íslands frá því í apríl 2014 og ákveðið hafi verið að bjóða ekki Ís- lendingum á alþjóðlegu hafráðstefn- una Our Ocean í júní í fyrra. Þá hafi fulltrúar Bandaríkjanna gert grein fyrir afstöðu sinni við hinn ýmsu tilefni undanfarið ár, hvort sem íslenskir ráðamenn hafi verið við- staddir eða ekki. Mótmæli við hval- veiðum Íslendingum hafi verið bókuð á tveimur fundum í tengslum við Samninginn um alþjóðaverslun með dýr í útrýmingarhættu (CITES) en enginn Íslendingur var viðstaddur þá fundi. Bent er á að fjölmargir banda- rískir embættismenn hafi nýtt tæki- færið í heimsóknum sínum hér á landi eða á alþjóðlegum ráðstefnum til þess að tilkynna íslenskum ráðamönnum um afstöðu sína til hvalveiða. Á þetta við um aðalfund Alþjóðahvalveiði- ráðsins, Artcic Circle-ráðstefnuna og fleiri atburði. Í september 2014 beindu Banda- ríkin skriflegri áskorun til rík- isstjórnar Íslands ásamt ESB- ríkjum, Ástralíu, Brasilíu, Ísrael, Mexíkó og Nýja-Sjálandi um að hætta hvalveiðum. Með hvalkjöt í ferðatösku Í skýrslunni kemur einnig fram að bandaríska utanríkisráðuneytið hafi haft milligöngu um fræðsluferð níu Íslendinga til Bandaríkjanna í apríl 2014. Eins hafi ráðuneytið styrkt ICE Whale-samtökin, sem eru andsnúin hvalveiðum, um 36.500 bandaríkjadali til að fjármagna ferðir Bandaríkja- manna til Íslands í því augnamiði að vinna gegn hvalveiðum og efla aðrar nýtingarleiðir. Loks kemur fram að öflugt teymi vinni gegn smygli á hvalkjöti til Bandaríkjanna. Engin slík rannsókn sé í gangi en vitað sé um þrjú tilvik þar sem ferðamenn gerðu tilraun til að koma með íslenskt hvalkjöt til Bandaríkjanna. Þess má geta að Robert C. Barber, nýr sendiherra Bandaríkjanna, af- henti forseta Íslands trúnaðarbréf sitt 28. janúar sl. og tók þar með formlega til starfa. Þá hafði ekki verið starfandi sendiherra hér frá því Luis E. Arrega lét af embætti í nóvember 2013. Kerry sendir Obama skýrslu um hvali  Enginn bandarískur ráðherra hefur farið í heimsókn til Íslands í tæpt ár Gegn hvalveiðum » Bandaríska innanríkisráðu- neytið gaf fyrir um ári út svo- nefnda staðfestingarkæru á hendur Íslendingum, þar sem það teldi að hvalveiðar í bága við alþjóðlega samninga um al- þjóðaverslun með dýrateg- undir í útrýmingarhættu. » Forseti Bandaríkjanna lagði fyrir bandaríska embættis- menn að grípa til aðgerða gegn hvalveiðunum. AFP Skýrsluskrif Barack Obama og John Kerry ræða hvalveiðar. Brynjar Karl stóð í ströngu í gær þegar hann flutti sex metra langa lego-eftirlíkingu af Titanic- skipinu fræga í Smáralindina þar sem hann mun leggja lokahönd á verkið og sýna það. Flytja þurfti skipið í þremur hlutum og með aðstoð fjölskyldu og flutninga- manna komst skipið heilu og höldnu á áfangastað. „Ég var mjög spenntur en samt hræddur líka,“ sagði Brynjar enda margt sem gat farið úrskeiðis í flutning- unum. „Ég var mjög spenntur en samt hræddur“ Eftirlíking af Titanic flutt í Smáralindina MMeira á mbl.is Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is Meirihluti efnahags- og viðskipta- nefndar telur rétt að taka áfengis- löggjöfina til heildstæðrar endur- skoðunar með hliðsjón af tiltölulega nýrri löggjöf í Svíþjóð. Þetta er með- al þess sem kemur fram í umsögn nefndarinnar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um verslun með áfengi og tóbak, „áfengisfrum- varpið“ svokallaða. „Meirihlutinn telur það ekki vera hlutverk ríkisins að reka verslanir, hvort sem er með áfengi, snyrtivör- ur, lyf eða annað og myndi leggjast alfarið gegn frekari ríkisvæðingu í verslun. Raunin er sú að ríkisverslun hefur verið að leggjast af, á mörgum sviðum. Einkaaðilar selja hina ýmsu hluti á frjálsum markaði, suma mjög varasama eins og tóbak, lyf og vopn,“ segir í umsögn meirihlutans. Að henni standa þau Guðmundur Steingrímsson, Unnur Brá Konráðs- dóttir, Willum Þór Þórsson, Vill- hjálmur Bjarnason, með fyrirvara, og Pétur H. Blöndal. 52 umsagnir borist nefndinni „Nokkur umræða um smásölu- umhverfið á Íslandi skapaðist í nefndinni samhliða umfjöllun um frumvarpið. Þeirra sjónarmiða gætti mjög á meðal álitsgjafa, að ef sala á áfengi yrði gerð frjáls myndi sölu- umhverfið leiða til verri þjónustu við áfengiskaupendur frá því sem nú er. Slík umræða afhjúpar athyglisverða umhyggju fyrir þörfum áfengiskaup- enda, en einnig yfirgripsmikið van- traust margra á samkeppnisum- hverfinu í smásölu hér á landi,“ segir í umsögninni þar sem einnig er lögð áhersla á að frelsi sé ekki andstaða lýðheilsu. Frumvarpið er til meðferðar hjá allsherjar- og menntamálanefnd og hafa nefndinni borist 52 umsagnir um frumvarpið. Minnihluti efnahags- og viðskipta- nefndar skilaði umsögn um frum- varpið fyrir áramót en að umsögn- inni stóðu Frosti Sigurjónsson, formaður nefndarinnar, Steingrímur J. Sigfússon og Líneik Anna Sævars- dóttir. Þar eru leiddar að því líkur að með því að færa áfengissölu frá ÁTVR til einkaaðila myndu þrjár verslunar- keðjur, sem réðu 90% dagvörumark- aðar árið 2010, taka til sín megnið af áfengissölunni, eða 30 milljarða. Eins segir að minnihlutinn telji að ekki verði litið fram hjá því að kostn- aður samfélagsins geti orðið veru- legur ef frumvarpið nær fram að ganga, um 21 milljarður kr. ef reikn- að er með að frumvarpið leiði til 30% aukningar á áfengisneyslu fari salan frá ÁTVR til einkaaðila. Verslun ekki hlutverk ríkisins  Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar vill taka áfengislöggjöfina til endur- skoðunar  Minnihluti segir að þrjár verslunarkeðjur tækju til sín megnið af sölu Morgunblaðið/Heiddi Áfengi Efnahags- og viðskipta- nefnd styður áfengisfrumvarpið. Unnur Brá Konráðs- dóttir, for- maður alls- herjar- og mennta- mála- nefndar Al- þingis, segir nefndina koma aftur saman næstkomandi þriðjudag. Hún veit ekki hvaða áhrif umsögnin hefur á stöðu frumvarpsins inn- an nefndarinnar; hvort það verði til þess að því verði hleypt í aðra umræðu. „Ég vonast til þess að setja þetta á dagskrá fljótlega. Við þurfum að koma þessu frá okk- ur, það er það sem ég vil,“ segir Unnur Brá. Fer á dag- skrá fljótlega VILL KOMA FRUMVARPINU Í AÐRA UMRÆÐU Á ÞINGINU Unnur Brá Konráðsdóttir Níu sóttu um að gerast rekstraraðilar að Thorvald- sensstræti 2, sem áður hýsti Nasa. Nokkrar vik- ur mun taka að fara yfir umsókn- irnar að sögn Elínar Ólafsdóttur, framkvæmdastjóra Dalsness, eign- arhaldsfélags fasteignarinnar. Umsóknarfrestur rann út 24. jan- úar og segir Elín að áhuginn hafi verið svipaður og búist var við en til viðbótar þeim níu sem sóttu form- lega um hafi allmargir sent fyrir- spurnir og komið til að skoða. Elín segir nokkrar umsóknir hafa verið áhugaverðar en bætir við að ekki sé hægt að greina frá því hvers eðlis starfsemin verði í húsinu þar sem valið hefur ekki ennþá farið fram. Hún vonast þó til þess að húsnæðið verði afhent sem fyrst eftir að formlega verður gengið frá leigusamningnum. Níu sóttu um að reka Nasa  Farið yfir umsókn- ir á næstu vikum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.