Morgunblaðið - 10.02.2015, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.02.2015, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 2015 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Lyfjaval.is • sími 577 1160 Bílaapótek Hæðasmára Mjódd Álftamýri 20% afsláttur af öllum pakkni ngum Afslátturinn gildir í febrúar. Lyfjaauglýsing Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Óskað hefur verið eftir því að sveitarstjórn Skútustaðahrepps beiti sér fyrir því að jörðin Hofsstaðir í Mývatnssveit verði aðeins seld þeim sem hyggst nýta jörðina til landbúnaðar, með vísan til ákvæða í gildandi aðalskipulagi. Jörðin komst í eigu ríkisins sl. haust eftir að ábúendur höfðu fallið frá, tveir rosknir bræður, en þeir áttu enga nána ættingja og höfðu ekki gert ráðstafanir um eignarhaldið í erfðaskrá. Í fundargerð Skútustaðahrepps eru bréfrit- ara, Þór Kárasyni frá Garði í Mývatnssveit, færðar þakkir fyrir erindið og bent á að sams- konar sjónarmiðum hafi í ársbyrjun verið komið á framfæri bréflega við forsætis- og fjármála- ráðherra, auk þingmanna kjördæmisins. Þar kom m.a. fram sú skoðun sveitarstjórnar að mik- ilvægt væri að Hofsstaðir yrðu áfram nýttir í þágu atvinnu- og menningarlífs í Mývatnssveit. Við ákvörðun um framtíðareignarhald jarðar- innar yrði sérstaklega horft til mikilvægis henn- ar. Ríkisvaldið ætti sem eigandi að tryggja að svo yrði um ókomna framtíð. Jón Óskar Pétursson, sveitarstjóri Skútu- staðahrepps, segir engin viðbrögð frá stjórn- völdum komin enn við þessu bréfi hreppsins, ut- an þess að einn þingmaður hefði svarað: „Móttekið, takk.“ Jón Óskar segist vita um einn aðila sem vilji leigja jörðina og hans áform samrýmist hug- myndum sveitarstjórnar um nýtingu Hofsstaða. Hofsstaðir verði nýttir í landbúnaði  Ríkið eignaðist Hofsstaði í Mývatnssveit og vill selja  Sveitarstjórnin vill að ríkið tryggi að jörðin verði nýtt í þágu atvinnu- og menningarlífs  Ekkert svar komið enn frá stjórnvöldum Morgunblaðið/Birkir Fanndal Hofsstaðir Ýmis hlunnindi fylgja jörðinni, m.a. laxveiði, og reynt var að finna heitt vatn. Hofsstaðir í Mývatnssveit eiga sér langa sögu og kenningar verið uppi um búsetu þarna frá landnámi. Miklar fornleifarann- sóknir hafa farið fram á jörð- inni, allt frá árinu 1908. Er m.a. talið að þarna hafi verið vík- ingaaldarbær, kirkja og kirkju- garður. Mikil laxveiðihlunnindi fylgja jörðinni og fyrir nokkrum árum var borað eftir heitu vatni. Þær boranir skiluðu ekki miklu í það skiptið. Uppgröftur frá 1908 BÚSETA FRÁ VÍKINGAÖLD Álft kúrir í kuldanum við Bakkatjörn á Seltjarn- arnesi og goggurinn er að mestu falinn undir væng. Hitastig var við frostmark og norðangarr- inn blés. Þegar mest er má sjá yfir 20 álftir á tjörninni og hugsanlega eru þær allar tengdar Svandísi sem lengi hefur ráðið þar ríkjum. Kúrt í kulda og næðingi Morgunblaðið/Ómar Með gogg undir væng á Bakkatjörn á Seltjarnarnesi Lítil veiði var hjá loðnuskipunum norðan við land í gær vegna brælu. Skipin voru að leita, meðal annars austan við Grímsey, en fundu lítið. Þó sáust einhverjir flekkir á Skaga- grunni og stefndi allur flotinn þang- að í gærkvöldi. „Þetta voru rykflekk- ir sem sáust. Það er erfitt að sjá það nákvæmlega í þessari brælu en það stefna flestir þangað,“ sagði Bjarki Kristjánsson, skipstjóri á Júpíter ÞH 363. Hann sagði að útlit væri fyrir skárra veður í dag og vonaðist til að geta kastað á loðnuna eftir hádegið. Svo væri útlit fyrir blíðu á morgun og því von til þess að hægt verði að stunda veiðar þann dag, áður en aft- ur fer að hvessa. Ágæt veiði var í fyrradag og í gær voru mörg skip á leið til löndunar á Austfjarðahöfnum og jafnvel suður fyrir land. Fram kom á vef Síldarvinnslunnar í gær að Polar Amaroq væri að landa í fiskimjölsverksmiðjuna á Seyðis- firði og Vilhelm Þorsteinsson vænt- anlegur. Með þessum förmum verða komin þar á land á vertíðinni rúm- lega 14 þúsund tonn. Ber Gunnar Sverrisson, rekstrarstjóri fiski- mjölsverksmiðja Síldarvinnslunnar og verksmiðjustjóri á Seyðisfirði, þetta saman við síðasta ár en þá var engri loðnu landað á Seyðisfirði. Loðnuvinnsla á Seyðisfirði hefur verið nokkurn veginn samfelld frá því hún hófst. Sömu sögu er að segja um fiskimjölsverksmiðjuna í Nes- kaupstað en þrír norskir bátar lönd- uðu þar um helgina. helgi@mbl.is Flotinn stefnir á „ryk- flekki“ á Skagagrunni Morgunblaðið/Golli Leit Loðnuskipin eru í sífelldum elt- ingarleik við loðnu um öll mið.  Veður tefur loðnu- skipin frá veiðum Tjón Ísafjarðarbæjar eftir óveðrið og flóðin sem gengu yfir sveitarfé- lagið í fyrradag gæti hlaupið á tug- um milljóna króna, að sögn Gísla Halldórs Halldórssonar, bæjar- stjóra á Ísafirði. „Verið er að afla upplýsinga um tjónið og hvaða lær- dóm draga megi af þessu öllu,“ segir Gísli en nú þegar er ljóst að sundlaugin á Suðureyri, gervigras- völlurinn og engi hjá snjóflóða- garði á Ísafirði hafa orðið fyrir sjá- anlegu tjóni vegna vatns og vinda. „Við munum leita eftir heildaraðstoð hjá Viðlagatrygg- ingu,“ segir Gísli um þann kostnað sem hlýst af tjóninu og hvernig til standi að greiða hann. Gísli telur víst að hamfarir sunnudagsins á Ísafirði uppfylli skilyrði Viðlaga- tryggingar. Í lögum um Viðlaga- tryggingu Íslands er kveðið á um að stofnunin skuli vátryggja gegn beinu tjóni af völdum eldgosa, jarð- skjálfta, skriðufalla, snjóflóða og vatnsflóða. „Menn hafa aldrei séð annað eins,“ segir hann að lokum. laufey@mbl.is Tjón gæti hlaupið á tug- um milljóna  Munu leita til Viðlagatryggingar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.