Morgunblaðið - 10.02.2015, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.02.2015, Blaðsíða 16
BAKSVIÐ Margrét Kr. Sigurðardóttir margret@mbl.is Nær öll fyrirtæki á Íslandi eru lög- um samkvæmt undanþegin lögboð- inni endurskoðun segir Ómar Gunnar Ómarsson löggiltur endur- skoðandi KPMG AB í Svíþjóð. „Það kemur á óvart að Ísland sé með hærri viðmiðunarmörk en hin lönd- in á Norðurlöndunum. Miðað við undanþáguákvæði ESB sem Ísland hefur tekið upp eru einungis 2% ís- lenskra fyrirtækja sem uppfylla kröfur um lögboðna endurskoðun miðað við tölur frá Ríkisskatt- stjóra.“ Viðmiðunarmörkin frá endur- skoðunarskyldu voru hækkuð 2013 frá því sem var 2006. Fyrirtæki þurfa að uppfylla tvö af þremur við- miðum til að falla undir undanþág- una. Fyrirtæki þurfa að vera með 2,7 milljónir evra eða 400 milljónir króna í heildartekjur, 1,4 milljónir evra eða 210 milljónir króna í heild- areignir og viðmiðið í starfsmanna- fjölda er 50 starfsmenn. Viðmiðin fyrir Ísland eru hærri en annars staðar á Norðurlöndunum og sem dæmi þá eru þau fyrir starfsmanna- fjöldann 3 í Svíþjóð, 10 í Noregi og 12 í Danmörku. Fyrirtækin ekki án eftirlits Ómar segir að eftir hrun hafi átt að breyta viðskiptaháttum og auka eftirlit og áreiðanleika en þetta stangist á við þau áform þar sem flest íslensk fyrirtæki falli undir undanþáguákvæðið. „Endurskoðun er eina viðurkennda aðferðin til að auka áreiðanleika. Í Svíþjóð voru menn hikandi við að setja undan- þáguákvæðið enda er það tekið föstum tökum ef skilað er óárit- uðum ársreikningum,“ segir Ómar. Sviðsstjóri endurskoðunarsviðs Deloitte á Íslandi, Þorsteinn Pétur Guðjónsson, telur að viðmiðunar- mörkin gætu verið of há og þá sér- staklega viðmiðið í starfsmanna- fjölda. Hann segir að ársreikningar sem eru endurskoðaðir eigi að tryggja áreiðanleika þeirra fjár- hagsupplýsinga sem þar koma fram. „Það má velta fyrir sér hversu mörg fyrirtæki sem hafa engan rekstur og engar eignir falla undir undanþáguákvæðið,“ segir Þorsteinn. Skúli Eggert Þórðarson ríkis- skattstjóri segir mun fleiri árs- reikninga endurskoðaða þó að það sé ekki lagaleg skylda. „Þetta eru starfsskilyrðin og lögin en það er ekki þannig að 98% fyrirtækja séu án eftirlits því endurskoðendur sem gegna hlutverki skoðunarmanna benda á margt sem betur mætti fara.“ Nýtt frumvarp í smíðum Unnið er að nýju frumvarpi um ársreikninga í atvinnuvega- og ný- sköpunarráðuneytinu í tengslum við innleiðingu á tilskipun ESB. Að sögn Hörpu Theodórsdóttur, sérfræðings í ráðuneytinu, er verið að skoða heildstætt lög um ásreikn- inga nr. 3/2006 með tilliti til tilskip- unar ESB. „Markmiðið er að ein- falda regluverkið og draga úr umsýslukostnaði lítilla og meðal- stórra fyrirtækja. Það er valkvætt hvaða viðmið eru sett og við erum að fylgjast með hvað löndin í kring- um okkar eru að gera.“ Frumvarpið verður lagt fram annaðhvort núna á vorþinginu eða í haust. 98% undanþegin endurskoðun Fyrirtæki Fá íslensk fyrirtæki uppfylla kröfur um lögboðna endurskoðun.  Viðmiðunarmörkin í undanþáguákvæði hærri á Íslandi en annars staðar á Norð- urlöndunum  Nýtt frumvarp um ársreikninga í smíðum í atvinnuvegaráðuneytinu Viðmiðunarmörkin » Heildartekjur 400 milljónir króna. » Heildareignir 210 milljónir króna. » 50 starfsmenn. » Nýtt frumvarp um ársreikn- inga er í endurskoðun. 16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 2015 Sími 511 8090 • www.yndisauki.is Partýbakkinn frá Yndisauka hentar við öll tækifæri Partýbakkinn inniheldur 4 tegundir af spjótum, kjúklingur satay, naut teriyaki, hörpuskel og baconvafinn daðla, tígrisrækja með peppadew. Bakkanum fylgja 2 tegundir af sósum. Veitingar fyrir öll tækifæri, stór og smá, fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Markmið okkar er alltaf það sama, glæsilegar veitingar og ómótstæðilegt bragð. Persónuleg og góð þjónusta. Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Evrópusambandsins þar sem hann mun kalla eftir neyðarláni til þess að mæta þörfum ríkissjóðs Grikk- lands til skamms tíma og gefa rík- isstjórn landsins meira svigrúm til að semja um skuldir þess. Lítill tími er til stefnu fyrir Grikki og hefur Jeroen Dijsselbloem, fjár- málaráðherra Hollands, sem fer fyrir fjármálaráðherrahópi evru- ríkjanna, sagt skýrt að Grikkir verði að ná samkomulagi við lán- ardrottna sína fyrir 16. febrúar til þess að njóta áfram aðstoðar. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, fundaði í gær með fulltrúum Englandsbanka og þriggja ráðuneyta landsins þar sem rætt var um mögulegar ráðstafanir sem gera þyrfti ef Grikkir yfirgæfu evrusvæðið. Fundurinn var haldinn í aðdraganda þess að Cameron mun hitta Alexis Tsipras, forsætisráð- herra Grikklands, á fundi á vett- vangi Evrópuráðsins á fimmtudag- inn kemur. Á miðvikudaginn kemur mun Tsipras eiga fund með fulltrúum Auknar líkur á brotthvarfi Grikkja  Hafa frest til 16. febrúar til að semja AFP Væringar Fjármálaráðherrar Bretlands og Grikklands hafa fundað nú þegar. ● Fyrstu verkefni Matís í nýju Horizon 2020-rannsóknaráætluninni eru að hefjast en Matís er þátttakandi í nýju 2,7 milljóna evra verkefni sem fjár- magnað er af Horizon 2020. Verkefnið sem Matís tekur þátt í nefnist Social Science Aspects of Fisheries for the 21st Century. Matís þátttakandi í 2,7 milljóna evra verkefni ● Í lok síðasta árs námu ríkisábyrgðir íslenska ríkisins 1.212 milljörðum króna og höfðu lækkað úr 1.264 milljörðum frá árinu á undan. Stærstur hluti ábyrgðarinnar er kominn til vegna ábyrgðar á Íbúðalánasjóði eða 881 milljarður. Þá nam ábyrgð ríkisins á skuldbindingum Landsvirkjunar um 302 milljörðum króna í árslok 2014. Ríkisábyrgð lækkar um 52 milljarða milli ára                                     !  "   #" !$% # $%% # #!    &'()* (+(     ,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5 %  !!  $   "# !! ! $% $ #% $%$   "  !  ! !"# !"% $% $! #"$! $%#  #% Í síðustu viku seldi skandinav- íska flugfélagið SAS eitt af lend- ingarleyfum sín- um á Heathrow- flugvelli í London á 60 milljónir bandaríkjadala eða átta milljarða íslenskra króna. Virði lendingar- leyfa Icelandair á Heathrow gæti því verið eitthvað um 16 milljarðar króna en frá þessu var sagt í frétt Túrista. Guðjón Arngrímsson, upp- lýsingafulltrúi Icelandair, sagði í samtali við Túrista að ekki stæði til að selja leyfi flugfélagsins á Heath- row og færa starfsemi Icelandair í London yfir á aðra flugvelli. 16 millj- arða leyfi Icelandair situr á dýrum leyfum.  Lendingarleyfi á Heathrow dýr ● Íslandsbanki hefur gefið út skuldabréf að fjár- hæð 300 milljón sænskar krónur eða 4,7 milljarðar íslenskar krónur. Bréfin eru til fjög- urra ára og bera fljótandi vexti, 310 punkta ofan á þriggja mánaða Stibor. Kaupendur voru fjárfestar frá Svíþjóð, Noregi og meginlandi Evrópu. Útgáfan er gefin út undir Global Medi- um Term Notes (GMTN) útgáfuramma bankans og umsjónaraðili var Pareto Securities AB í Stokkhólmi. Útgáfa í sænskum krón- um fyrir 4,7 milljarða Skuldabréf í sænskum krónum. STUTTAR FRÉTTIR ...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.