Morgunblaðið - 10.02.2015, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.02.2015, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 2015 Katrín Jakobsdóttir, formaðurVG, fetaði í fótspor forystu- manna sem létu til sín taka í bókinni 1984 þegar hún um helgina reyndi að endurskilgreina frelsið. Stóri bróðir sagði frelsið ánauð en Katrín gekk að vísu ekki svo langt en hafnaði því á hinn bóginn að frelsið væri í „einkaeign Sjálfstæðisflokksins,“ eins og hún sagði það hafa verið.    Áhugi fólks á aðhafa frelsi til ákvarðana um eigið líf breytist ekki þó að skáldsögur eða for- menn stjórnmála- flokka leiki sér að því að endurskilgreina hugtakið.    Og í þessu sambandi má minna áþað sem Vefþjóðviljinn rifjaði upp um helgina, að vinstri flokk- arnir voru á sínum tíma í heilu lagi á móti frelsi fólks til að reka út- varps- og sjónvarpsstöðvar.    Alþýðuflokkurinn, Alþýðu-bandalagið og Samtök um kvennalista, forverar VG og Sam- fylkingar, voru á móti því að af- nema einkarétt Ríkisútvarpsins.    Enginn þingmanna þeirra studdifrelsi í útvarpi eða sjónvarpi.    Og á þingi þegar þeir reyndu aðstöðva þetta frelsismál var til að mynda forveri Katrínar, Stein- grímur J., ásamt Jóhönnu Sigurð- ardóttur sem einnig brást frelsinu.    Það er skiljanlegt að þeir semeiga slíka sögu vilji endur- skilgreina pólitísk hugtök, en sá málflutningur er ekki að sama skapi heiðarlegur. Katrín Jakobsdóttir Frelsið kemur illa við forystu VG STAKSTEINAR Steingrímur J. Sigfússon Veður víða um heim 9.2., kl. 18.00 Reykjavík 0 snjókoma Bolungarvík 2 skýjað Akureyri 2 alskýjað Nuuk -15 léttskýjað Þórshöfn 8 skýjað Ósló 5 heiðskírt Kaupmannahöfn 6 heiðskírt Stokkhólmur 3 heiðskírt Helsinki 0 skýjað Lúxemborg 2 skýjað Brussel 5 skýjað Dublin 3 alskýjað Glasgow 8 alskýjað London 8 heiðskírt París 2 alskýjað Amsterdam 6 súld Hamborg 6 súld Berlín 6 skýjað Vín 0 snjókoma Moskva -5 snjókoma Algarve 15 léttskýjað Madríd 10 léttskýjað Barcelona 11 heiðskírt Mallorca 12 léttskýjað Róm 7 léttskýjað Aþena 5 skúrir Winnipeg -16 alskýjað Montreal -15 snjókoma New York -2 slydda Chicago -2 snjókoma Orlando 20 alskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 10. febrúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 9:41 17:45 ÍSAFJÖRÐUR 9:58 17:37 SIGLUFJÖRÐUR 9:41 17:20 DJÚPIVOGUR 9:13 17:11 Ryðfrí samtengi Smiðjuvegi 66 • Kópavogi • 580 5800 • www.landvelar.isFuruvöllum 3 • Akureyri • 461 2288 Varanleg tengi fyrir flestar gerðir af pípum og rörum. Auðveld samsetning og alvöru þétting. Ökumaður, sem lögreglan á Suð- urnesjum stöðv- aði um helgina, vegna gruns um fíkniefnaakstur, reyndist hafa neytt amfeta- míns, kannabis- efna og metam- fetamíns, að því er sýnatökur á lögreglustöð staðfestu. Þá voru öku- réttindi hans útrunnin. Tveir ökumenn til viðbótar urðu uppvísir að ölvunarakstri og reynd- ist annar þeirra hafa neytt fíkniefna að auki. Áður hafði lögregla hand- tekið ökumann bifreiðar og tvo far- þega vegna gruns um fíkniefnaakst- ur og vörslur fíkniefna. Ökumaðurinn viðurkenndi neyslu og annar farþeganna var með kannabispoka í brók, að því er segir í frétt lögreglunnar á Suðurnesjum. Hann framvísaði pokanum á vett- vangi og um það bil 20 grömmum til viðbótar á lögreglustöð. Loks var einn ökumaður til viðbótar stöðv- aður vegna gruns um fíkniefnaakst- ur. Sá grunur reyndist á rökum reistur. Tekinn með kannabis- poka í brók  Fíkniefna- og ölvunarakstur Alls voru útlán Borgarbókasafnsins 853.128 á árinu 2014. Er það nokkru minna en árið 2013 þegar 916.577 út- lán áttu sér stað. „Útlán á bókasöfn- um hafa alltaf verið sveiflukennd án þess að við höfum skýringar á því hvers vegna,“ segir Kolbrún Hauks- dóttir, skrifstofustjóri hjá Borgar- bókasafninu, og bætir við að útlán virðist þó fara minnkandi hjá mörg- um söfnum á landinu. Bókakostur safnsins er fjöl- breyttur auk annars efnis sem borg- arbúar geta sótt með litlum tilkostn- aði. Meginhlutverk safnsins er að jafna aðgengi að menningu og þekk- ingu. Áhersla er lögð á gott aðgengi borgarbúa á öllum aldri að þjónustu, fræðslu og viðburðum á sviði menn- ingar og lista. Meiri skilvísi Ekki gengur öllum þó jafnvel að skila bókunum, sem fengnar hafa verið að láni, á tilsettum tíma en árið 2014 voru sektir að upphæð 18.501.480 kr. greiddar til bóka- safnsins vegna vanskila. Skilvísi manna hefur þó batnað milli ára því árið 2013 voru sektirnar að upphæð 21.645.446 kr. Borgarbókasafnið rekur sex söfn í borginni, bókabílinn Höfðingja og sögubílinn Æringja. Bókasöfnin eru mismunandi að stærð en Aðalsafnið í Grófinni er stærst og þangað koma flestir. Útlán Borgarbókasafns drógust saman  Útlánin í fyrra alls 853.128  Sektir minnkuðu um rúmlega þrjár milljónir Morgunblaðið/Styrmir Kári Borgarbókasafn Reykjavíkur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.