Morgunblaðið - 10.02.2015, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.02.2015, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 2015 Í grein, „Hvatning til dáða“, sem Jón Steinar Gunnlaugsson skrifaði og birtist í Morg- unblaðinu 20. janúar sl. hvetur hann þingmenn til dáða til að veita meira fjármagn til sér- staks saksóknara og þótti leitt að saksóknari gæti ekki klárað þessi svokölluð hrunmál vegna skorts á fjár- magni. Taldi hann að fjármunum sem eytt hefði verið við ýmsar rannsókn- arnefndir hefði betur verið varið til sérstaks saksóknara úr því að menn fóru þá óvenjulegu leið að stofna emb- ættið í stað þess að styrkja innviði þeirra stofnana sem eiga að halda uppi rannsóknum og refsivörslu í landinu. Nú liggur fyrir að fyrrverandi for- stjóri hér í bæ hafði verið með stöðu grunaðs manns í á sjötta ár eða þar til mál hans var fellt niður nú rétt fyrir jól. Til þess að réttlæta rannsókn- artímann og fjármagnið sem var varið í rannsóknina þá var málið kallað gríð- arlega flókið. Hefði það tekið skemmri tíma með meira fjármagni? Nú fer að draga til tíðinda í svokölluðu Al- Thani-máli. Það snýst um ein hlutabréfa- viðskipti og lánveit- ingar tengdar Al-Thani, samtals sjö millifærslur sem allar voru innan sama banka og í sömu vikunni. Þrátt fyrir það hversu einfalt þetta mál lítur út fyrir leikmann eins og mig þá upplýsti sérstakur saksóknari í Hæstarétti að embættið hafi aflað undir rekstri málsins 20 milljóna rafrænna pósta! Til þess að setja þetta í samhengi þá bjó ég til dæmi þar sem ég geri ráð fyrir að sérstakur saksóknari hafi tekið rafræna pósta frá 50 vitnum og sakborningum yfir allrúmt tímabil, eða frá janúar 2008 til og með desem- ber 2008, þó að umrædd viðskipti hafi aðeins gerst á einni viku. Þetta þýðir 400 þúsund rafræna pósta á mann. Verandi af kynslóðinni sem færði bókhald í kladda og sendi sendibréf með frímerki í pósti þá er ég þeirrar lukku aðnjótandi að eiga átta börn og barnabörn og veit þar af leiðandi að kynslóðirnar sem á eftir mér koma eru ansi öflugar í notkun tölvutækn- innar. Ef ég reyni að heimfæra þetta við einhvern raunveruleika þá þýðir það engu að síður að hver og einn hafi að jafnaði sent eða fengið rafrænan póst á 23 sekúndna fresti alla vinnudaga ársins og til einföldunar þá reikna ég með 10 tíma vinnudegi og hvorki mat- artíma né sumarfríi. Úr þessum póstum og öðrum gögnum urðu síðan til 12 þúsund blaðsíður af málsskjölum, kölluð voru fyrir 50 vitni, þrátt fyrir að viðfangs- efnið sé það sama og það var fyrir rúmlega sex árum þegar það var fyrst tekið til rannsóknar. Var um umboðssvik að ræða þrátt fyrir að meintur tjónþoli vilji standa við við- skiptin og átti í fyrsta skipti að til- kynna öðruvísi um viðskipti en áður hafði tíðkast? Þrátt fyrir þessa gríðarlegu rann- sókn og gögn sem embættið hefur aflað þá varð ég þess vitni í Hæsta- rétti í síðustu viku að saksóknari, Björn Þorvaldsson, sem rannsakað hefur málið síðan 2009, gat ekki svar- að einu spurningu alls tveggja daga réttarhaldsins frá forseta Hæsta- réttar; hvort hann væri sammála því sem fram kæmi víðsvegar í gögnum málsins að eina áhætta tiltekins láns væri að Deutsche Bank AG eða Kaupþing banki hf. færi á hausinn. Svar Björns eftir 20 milljónir raf- rænna pósta og margra ára rannsókn var: „Það hefði verið betra að fá þessa spurningu í gær.“ Einn tilgangurinn með stofnun embættis sérstaks saksóknara var að sefa reiði borgaranna eins og fram kemur í ræðu dómsmálaráðherra sem birt er með athugasemdum í frumvarpi til laganna. Þá er eðlilegt að maður spyrji sig hvort búið sé að sefa reiðina eða þurfum við fleiri ár og milljarða til þess? Hvernig sam- rýmist það réttarríkinu að rannsaka mál og saksækja menn með reiðina sem grundvöll? Ég tel það útilokað undir slíkum kringumstæðum að aukið fjármagn muni gera nokkuð annað en illt verra. Höfum við gengið til góðs - götuna fram eftir veg? Eftir Guðmund Guðbjarnason »Nú fer að draga til tíðinda í svokölluðu Al-Thani-máli. Það snýst um ein hlutabréfa- viðskipti og lánveitingar tengdar Al-Thani, sjö millifærslur. Guðmundur Guðbjarnason Höfundur er faðir sakbornings. Það fer í taugarnar á mér að sjá alltaf talað um lappir en ekki fæt- ur. Ég ólst upp við það að dýr hefðu lappir en fólk fætur. Sem dæmi úr handboltalýsingu um daginn þá var sagt: „Hann er kvikur á löppunum í sóknarfær- unum.“ Og í einu fréttablaðanna var rætt um fjölfatlaða stúlku sem fótbrotnaði og verður að vera heima vegna þess að engin auka- aðstoð fæst. En „hún virðist ekki kippa sér mikið upp við ástandið og situr skælbrosandi með löppina upp í loft“ o.s.frv. Í Hraðfréttum er mikið um blótsyrði og ljótt orð- bragð, það mætti betur fara því ég reikna með að börn horfi á þátt- inn. Enda oft „leikskólabrandarar“ þar á ferð. Í þættinum „Öldin hennar“ kom fram að árið 1943 var talað um sokkabuxur. Saumarnir þurftu að vera beinir. En var eitthvað um sokkabuxur á því ári? Nöldurskjóða. Lappir eða fætur? Fætur Dýr hafa lappir en fólk fætur. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| brids@mbl.is Íslandsmótið í tvímenningi fer fram helgina 14.-15. febrúar nk. Mót- ið hefst kl. 10 báða dagana og verður spilað í Síðumúlanum. Hægt er að skrá sig á bridge@bridge.is og í síma 587 9360. Núverandi Íslandsmeistar- ar í tvímenningi eru Gunnar B. Helgason og Magnús E. Magnússon. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Ármúla 24 • S: 585 2800Opið virka daga 10 -18, laugardaga 11- 16. – www.rafkaup.is baðljósa Mikið úrval VERKFÆRI MEISTARANS Síðumúla 11 - 108 Reykjavík Sími 568-6899Netfang: vfs@vfs.is Netsíða: www.vfs.is WWW.MBL.IS/MOGGINN/IPAD GRÍPTU TÆKIFÆRIÐ!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.