Morgunblaðið - 11.02.2015, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.02.2015, Blaðsíða 4
SVIÐSLJÓS Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Sífellt er meira þrengt að eigendum almennra verslana við Laugaveginn á kostnað ferðamannaverslana og veitingastaða. Gatan stefnir í að verða Latínuhverfi Reykjavíkur, en ekki verslunargata. Þekktar versl- anir með alþjóðleg vörumerki vilja ekki opna verslanir sínar í slíku um- hverfi. Þetta segir Gunnar Guðjóns- son, kaupmaður í gleraugnaverslun- inni Profil-Optik og formaður Sam- taka kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg. Hjálmar Sveinsson, formaður um- hverfis- og skipulagsráðs Reykjavík- ur, segir leyfilegt hlutfall veit- ingastaða og verslana 50/50 á sumum hlutum götunnar. Hlutfall veitinga- staða hafi verið aukið til að lyfta svæðinu upp. Hann segir litla ástæðu til að hafa áhyggjur af Laugaveg- inum sem aldrei hafi verið jafn líf- legur og nú. Hlutfallið farið að skekkjast „Hér er ekkert hlúð að almennri verslun,“ segir Gunnar og á þar við þær verslanir sem ekki eru miðaðar sérstaklega að erlendum ferðamönn- um. „Afstaða borgaryfirvalda til Laugavegarins byggist á því að hér verði Latínuhverfi en ekki verslunar- hverfi. Samsetning verslunar er orð- in ansi döpur og gatan er einfaldlega orðin of veik, hvað mannlíf varðar. Til að breyta því þurfa allt önnur sjón- armið að heyrast og fá vægi. Þegar staða götu er orðin veik er ekki skynsamlegt að hefta aðgengi að henni tvo og hálfan mánuð á ári, eins og gert hefur verið.“ Þar á Gunnar við það þegar hluta Laugavegarins hefur verið lokað fyr- ir bílaumferð. Það hafi verulega slæm áhrif á þá sem reka verslanir á borð við hans. Komist fólk ekki ná- lægt versluninni fari það einfaldega eitthvað annað. „Það sér það hver sem sjá vill; hlutfallið er farið að skekkjast allverulega. Almenn versl- un er orðin undir og við taka lunda- búðir og veitingastaðir. Ég er ekki með verslun við Laugaveginn vegna þess að ég sé að reyna að ná til túrist- anna. Ég er hérna vegna þess að ég býð upp á sérhæfða þjónustu og vöru og hef gert það í bráðum 43 ár.“ Hjálmar Sveinsson, formaður um- hverfis- og skipulagsráðs borgar- innar, segist ekki hafa yfirsýn yfir hvaða starfsemi hefur komið í þau rými sem hafa losnað á jarðhæðum við Laugaveginn undanfarin ár. Að sögn Hjálmars hefur undanfarin 15 ár verið unnið eftir þróunaráætlun að breskri fyrirmynd, sem miðar að því að verja verslanir. „Það var talið nauðsynlegt á Laugaveginum og Skólavörðustíg. Í þessu felst m.a. til- tekið leyfilegt hlutfall verslana og veitingastaða á jarðhæð. Fyrst var það 70% verslanir og 30% veitinga- staðir á öllum Laugaveginum. Í fyrra var þessu breytt þannig að nú er leyfilegt hlutfall 50/50 frá Barónsstíg að Snorrabraut og um miðjan Skóla- vörðustíginn. Það var talið geta lyft þessu svæði upp.“ Hjálmar nefnir aðra reglu sem far- ið er eftir til að tryggja fjölbreytta starfsemi í miðborginni. Í henni felst að þar skuli ekki vera sama starfsemi á einni húsahlið í meira en 50% hús- næðisins. „Þessi regla á að koma í veg fyrir of mikla einsleitni. Smásölu- verslun er undanskilin henni, en það hefur aldrei reynt á þetta.“ Skemmtilegur og mannmargur Hjálmar segist aðspurður ekki sjá fyrir sér að reynt verði að efla eina tegund verslana fremur en aðrar við Laugaveginn. „Borgin hefur hvorki tæki né tól til að ákveða hverskonar verslanir eiga að vera þar; hvort það eiga að vera túristabúðir eða eitthvað annað. Það er sennilega á lögfræði- lega gráu svæði hvað er ferðamanna- Laugavegur að verða Latínuhverfi?  Eigendur verslana við Laugaveg segja þekktar verslanir ekki vilja vera við götuna  „Lundabúðir og veitingastaðir“ í öll laus pláss  Hlutfall verslana og veitingastaða við götuna sums staðar 50/50 Morgunblaðið/Júlíus Á Laugavegi Í gluggum hússins við Laugaveg 56 eru skilti sem tilkynna opnun nýs veitingastaðar í húsinu. búð og hvað ekki. Verslun þarf að bregðast við breyttum tímum, mörg- um finnst nú ástæða til að fagna þeg- ar mörg hundruð þúsund erlendir ferðamenn koma til landsins.“ Gunnar segir miður hversu lítil áhrif verslunar- og fasteignaeig- endur hafi á þróun Laugavegarins og er uggandi um framtíð hans. „Það er fátt annað að gera en að halda áfram að koma okkar sjónarmiðum á fram- færi,“ segir hann. Hjálmar segir enga ástæðu til að hafa áhyggjur af Laugaveginum. „Mér finnst hann aldrei hafa verið jafn skemmtilegur. Það hefur aldrei verið jafn mikið af fólki þarna eins og nú, það hlýtur að segja eitthvað.“ Gunnar segir það vera tilefni til áhyggna þegar verslanir með vinsæl alþjóðleg vörumerki vilja ekki opna verslanir við Lauga- veginn og leita frekar í verslanamiðstöðvar. „Verslanir sem við sjáum í miðborgum er- lendis, þær er ekki að finna hér,“ segir Gunnar og bætir við að síðasta alþjóðlega vörumerk- ið sem hafi opnað verslun við götuna sé Dressman. „Hún fór, m.a. vegna þess að það er óhag- stæðara að reka verslun við Laugaveginn en í Kringlunni.“ Hjálmar segir litla ástæðu til að hafa áhyggjur þó slíkar versl- anir kjósi að vera annars staðar en á Laugaveginum. Fjölbreytt úrval verslana sé við götuna. Dressman fór á brott VILJA EKKI Á LAUGAVEG 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 2015 Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Undirbúningur fyrir sólarkísilverk- smiðju Silicor Materials á Grund- artanga virðist vera vel á veg kom- inn. Upplýsingafundur var haldinn sl. föstudag með forsvarsmönnum sveitarfélaga og annarra hags- munaaðila á svæðinu þar sem m.a. kom fram að undirritun megin- samninga yrði væntanlega í lok mars eða byrjun apríl nk. Gangi það eftir gætu framkvæmdir hafist strax í sumar eða haust við bygg- ingu á verksmiðjunni. Eftir er að ganga frá staðfest- ingu ívilnanasamnings og beðið er svara frá Seðlabankanum vegna gjaldeyrishafta. Að sögn Davíðs Stefánssonar, ráðgjafa Silicor Mat- erials hér á landi, er verið að klára samninga vegna tækjabúnaðar og framkvæmda við sjálfa bygg- inguna, bæði við innlenda og er- lenda verktaka. Vonast er til að gengið verði frá orkusölusamningi við dótturfélag Orkuveitu Reykja- víkur, Orku náttúrunnar, á næst- unni. Þróunarfélag á svæðinu Skúli Þórðarson, sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar, segir sveitar- félagið langt á veg komið í sínum skipulagsmálum vegna verksmiðju Silicor. Breytingar á aðalskipulag- inu eru frágengnar og deiliskipu- lagstillaga er til meðferðar hjá Skipulagsstofnun. Nokkur sveitarfélög, fyrirtæki og menntastofnanir á Vesturlandi undirbúa stofnun þróunarfélags um uppbyggingu á Grundartanga og nágrenni. Tilefnið er viljayfirlýsing sem undirrituð var í nóvember sl. um stofnun samstarfsvettvangs á Grundartanga. Að því komu Hval- fjarðarsveit, Akranes, Reykjavík, Borgarbyggð, Kjósarhreppur, Skorradalshreppur og Faxaflóa- hafnir. Lýstu þessir aðilar vilja til samstarfs á sviði umhverfismála, mótunar framtíðarsýnar og upplýs- inga um lýðfræði og aðra tölfræði um Grundartangasvæðið. Fram kemur í viljayfirlýsingunni að áhersla verði lögð á að kynna Grundartanga sem staðarvalkost fyrir þá sem telja svæðið heppilegt til atvinnuuppbyggingar. Framkvæmdir gætu farið af stað í sumar  Undirbúningur sólarkísilverksmiðju vel á veg kominn Ljósmynd/Mats Wibe Lund - www.mats.is Grundartangi Sólarkísilverksmiðja Silicor Materials á að koma norðan við álver Norðuráls, í landi Kataness, eða ofan við álverið á myndinni. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis- ráðherra segir íslensk stjórnvöld finna á ýmsan hátt fyrir aðgerðum Bandaríkja- stjórnar gagnvart Íslendingum vegna hvalveiða. Fjallað er um aðgerðirnar í minnisblaði Johns Kerry, utanríkis- ráðherra Banda- ríkjanna, og tveggja annarra ráðherra til Bandaríkjaforseta en þær hafa stað- ið yfir frá 1. apríl 2014. Segir þar að bandarískir ráðherrar sniðgangi við- burði á Íslandi og að bandarískir embættismenn nýti hvert tækifæri til að mótmæla hvalveiðum Íslend- inga við íslenska ráðamenn. Gunnar Bragi segir aðspurður að þessar aðgerðir leyni sér ekki. „Málið er rætt við okkur í hvert sinn sem við eigum fundi með emb- ættismönnum Bandaríkjanna. Það er í takt við fyrirskipanir til þeirra. Við höfum fundið fyrir því að okkur hefur ekki verið boðið á allar ráðstefnur, eða fundi, sem tengjast hvalveiðum, náttúruauðlindum og slíku. Þótt það sé að einhverju leyti að flækjast fyrir okkur eigum við að öðru leyti í mjög jákvæðum samskiptum við Banda- ríkjamenn, einkum í öryggis- og varnarmálum.“ Gunnar Bragi gagnrýnir umfjöllun í skriflegri áskorun Bandaríkja- stjórnar um hvalveiðar Íslendinga í september 2014 sem beint var til ríkisstjórnar Íslands um að hætta hvalveiðum. „Þeir segja, að mig minnir, að ráðgjöf vísindanefndar [Alþjóðahvalveiðiráðsins] hafi verið 46 dýr. Hið rétta er að ráðgjöfin var 46 til 155 dýr. Við höfum komið því á framfæri að þeir taka lægstu töluna í ráðgjöf nefndarinnar, í staðinn fyrir að horfa á þetta svigrúm sem hún gefur,“ segir Gunnar Bragi. Hefði betur sleppt styrknum Spurður hvort aðgerðir Banda- ríkjastjórnar kalli á viðbrögð eða stefnubreytingu af hálfu íslenskra stjórnvalda segir Gunnar Bragi mál- ið „ekki kalla á neina stefnubreyt- ingu“. Hann segir aðspurður að bandaríska utanríkisráðuneytið hefði „betur sleppt því“ að styrkja ICE Whale-samtökin, sem eru andsnúin hvalveiðum, um 36.500 bandaríkja- dali til að fjármagna ferðir Banda- ríkjamanna til Íslands til að vinna gegn hvalveiðum. Össur Skarphéðinsson, forveri Gunnars Braga sem utanríkis- ráðherra, segist aðspurður hafa boð- ið Kerry til Íslands á fundi í Róm í ársbyrjun 2013. Gunnar Bragi ítrek- aði boðið eftir að hann tók við emb- ætti og hefur það ekki verið þegið. Undir þrýstingi vegna hvalveiða  Utanríkisráðherra segir áhrifin skýr Gunnar Bragi Sveinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.