Morgunblaðið - 11.02.2015, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 11.02.2015, Blaðsíða 32
32 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 2015 Birdman or (The UnexpectedVirtue of Ignorance) er til-nefnd til níu Óskars-verðlauna og þá m.a. sem besta kvikmyndin og fyrir bestu kvik- myndatöku. Líklegt er að hún hreppi verðlaun í einhverjum flokkanna níu en nær öruggt að Emmanuel Lubezki hljóti þau fyrir kvikmyndatöku, hún er með þeirri allra bestu sem ofanrit- aður hefur séð í háa herrans tíð. Tök- ur eru flestar mjög langar og oftar en ekki mörg atriði að finna í sömu tök- unni, allt saman þaulæft og tímasett með heillandi útkomu. Og stundum veit maður ekki hvort einni töku er splæst saman við aðra með e.k. tölvu- saumaskap eða hvort tökumaðurinn er göldróttur. Myndin hefst á því að sýnt er aftan á mann sem svífur í lausu lofti í lótus- stellingu í búningsherbergi, í nær- buxum einum fata. Myndavélin dvel- ur lengi á honum þannig að áhorf- andinn fer að velta því fyrir sér hvað sé á seyði. Er maðurinn ofurmann- legur eða af öðrum heimi? Nei, þetta er leikarinn Riggan Thomson (Kea- ton) sem skaust upp á stjörnuhimin Hollywood þegar hann fór með hlut- verk ofurmennisins Birdman, Fugla- mannsins en hrapaði til jarðar eftir að hafa leikið í þriðju og síðustu mynd- inni um hetjuna. Ofurkraftana hefur hann ennþá en þeir eru hugarburður. Eða hvað? Inn kemur leikhúsfram- leiðandi og segir Thomson að hann eigi að fara á svið. Í ljós kemur að Thomson hefur samið leikrit upp úr smásögu eftir Raymond Carver sem hann leikur bæði í og leikstýrir. Hann hefur lagt aleiguna undir í von um að endurheimta forna frægð og aðdáun almennings, sýna að hann sé alvöru- leikari með því að leika á Broadway. Babb kemur í bátinn þegar einn leik- aranna slasast og finna þarf stað- gengil með hraði þar sem skammt er í frumsýningu. Thomson dettur í lukkupottinn, einn eftirsóttasti leik- húsleikari New York, Mike Shiner (Norton), er til í slaginn. Reynist hann hinn mesti hrokagikkur og ögr- ar Thomson í sífellu með undarlegum uppátækjum, bæði á æfingum og sýn- Vængbrotinn Fuglamaður Smárabíó, Háskólabíó og Borgarbíó Birdman or (The Unexpected Virtue of Ignorance) bbbbm Leikstjóri: Alejandro González Iñárritu. Aðalleikarar: Michael Keaton, Edward Norton, Emma Stone, Naomi Watts, Zach Galifianakis, Amy Ryan og Andrea Riseborough. Bandaríkin, Frakkland og Kanada. 119 mín. HELGI SNÆR SIGURÐSSON KVIKMYNDIR Stærðfræðingurinn Alan Turing hefur verið kallaður faðir tölvunarfræð- innar. Meðal þess sem hann er frægur fyrir er að hafa ráðið dulmálslykil Þjóðverja í Seinni heimsstyrjöldinni. Morgunblaðið bbbnn Metacritic 72/100 IMDB 7,9/10 Sambíóin Álfabakka 21.00 Sambíóin Egilshöll 20.00, 22.30 Sambíóin Kringlunni 18.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Akureyri 20.00 The Imitation Game 12 Riggan er leikari sem er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem ofurhetjan Birdman. Hann má muna fífil sinn fegurri en landar hlutverki á Broad- way sem gæti komið honum á kortið á ný. Metacritic 88/100 IMDB 8,3/10 Smárabíó 20.00, 22.40, 22.40 Háskólabíó 17.30, 20.00, 22.10 Borgarbíó Akureyri 20.00, 22.10 Birdman 12 Svampur og félagar halda upp á þurrt land eftir að sjóræningi stelur frá Svampi blaðsíðu úr galdrabók til að öðlast mátt til illra verka. IMDB 8,1/10 Laugarásbíó 18.00 Sambíóin Álfabakka 17.50, 17.50, 18.20, 20.00 Sambíóin Egilshöll 17.30, 18.00 Sambíóin Kringlunni 17.50 Sambíóin Akureyri 17.50, 17.50 Smárabíó 15.30, 15.30, 17.45 Svampur Sveinsson: Svampur á þurru landi Jupiter Ascending 12 Jupiter Jones er ung og blá- snauð kona sem sjálf drottn- ing alheimsins ákveður að eigi að taka af lífi þar sem til- vera hennar ógni veldi drottningar. Metacritic 47/100 IMDB 6,3/10 Sambíóin Álfabakka 17.20, 18.20, 20.00, 20.00, 22.40, 22.40 Sambíóin Egilshöll 17.20, 20.00, 22.40 Sambíóin Kringlunni 17.20, 20.00, 22.40 Sambíóin Akureyri 20.00, 22.40 Sambíóin Keflavík 20.00, 22.40 Seventh Son 12 Mörg ár eru liðin frá því að síðasti riddari Fálkaregl- unnar handsamaði nornina illu Móður Malkin. Hann lét hana dúsa í fangelsi í mörg ár en nú er hún flúin úr prís- und sinni og hana þyrstir í hefnd. Metacritic 29/100 IMDB 5,9/10 Laugarásbíó 20.00, 22.10 Smárabíó 20.00, 22.20 Háskólabíó 20.00, 22.20 Borgarbíó Akureyri 18.00, 20.00, 22.10 Mortdecai 12 Listaverkasalinn Charles Mortdecai leitar að stolnu málverki sem tengist týnd- um bankareikningi. IMDB 5,6/10 Laugarásbíó 20.00 Óli Prik Persónuleg heimildarmynd um handboltamanninn Ólaf Stefánsson og tímamót á ferli hans þegar hann snýr heim eftir 17 ár í atvinnu- mennsku erlendis. Smárabíó 17.45 Háskólabíó 17.45, 20.00 Paddington Paddington er ungur björn frá Perú. Hann ákveður að fara til Lundúna en áttar sig fljótlega á því að stórborgar- lífið er ekki eins og hann ímyndaði sér. Morgunblaðið bbbmn Metacritic 76/100 IMDB 7,6/10 Laugarásbíó 18.00 Smárabíó 15.30, 17.45 Háskólabíó 17.30 Wild Card 16 Nick Wild dreymir um að eignast svo mikla peninga að hann geti flutt til Feneyja og haft það náðugt. Hann er hins vegar forfallinn spila- fíkill sem tapar alltaf öllu sem hann er með á sér. IMDB 7,0/10 Sambíóin Álfabakka 17.50, 20.30, 22.40 Sambíóin Egilshöll 20.00, 22.40 Sambíóin Keflavík 20.00, 22.10 Search Party 12 Metacritic 29/100 IMDB 7,9/10 Sambíóin Álfabakka 22.10 The Wedding Ringer 12 IMDB 7,1/10 Smárabíó 20.00 American Sniper 16 Bandarískur sérsveitar- maður rekur feril sinn sem leyniskytta í Írak þar sem hann drap 150 manns. Morgunblaðið bbbmn Metacritic 74/100 IMDB 7,6/10 Sambíóin Álfabakka 20.00, 22.45 Sambíóin Egilshöll 17.20, 20.00, 22.10 Sambíóin Kringlunni 21.00 Sambíóin Akureyri 22.40 Taken 3 16 Metacritic 29/100 IMDB 7,9/10 Smárabíó 22.20 Háskólabíó 22.40 Blackhat 16 Tölvuþrjótinum Nicholas Hathaway er sleppt úr fang- elsi til að ná stórhættulegum hakkara. Metacritic 75/100 IMDB 8,3/10 Laugarásbíó 22.15 Ömurleg brúðkaup Morgunblaðið bbbnn Háskólabíó 17.30, 20.00, 22.20 Borgarbíó 18.00 The Hobbit: The Battle of the Five Armies 12 Morgunblaðið bbbbn IMDB 8,6/10 Laugarásbíó 18.00, 21.00 Smárabíó 16.00 Jimmy’s Hall Bíó Paradís 22.15 A Most Wanted Man Metacritic 73/100 IMDB 7,0/10 Bíó Paradís 22.00 Ida Bíó Paradís 20.00 Mr. Turner 10 Metacritic 94/100 IMDB 7,1/10 Bíó Paradís 18.00, 20.30 Leviathan Bíó Paradís 18.00 Whiplash Bíó Paradís 18.00 Upplýsingar og ábendingar sendist á netfangið bio@mbl.is Kvikmyndir bíóhúsanna er leiðandi framleiðandi LED lýsingar og stýringa og býður heildarlausnir fyrir bílageymslur Leitaðu upplýsinga hjá löggiltum rafverktökum, lýsingarhönnuðum og arkitektum Fáðu fagmann í verkið til að tryggja rétta meðhöndlun, endingu og ábyrgð. Það er þitt öryggi. www.reykjafell.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.