Morgunblaðið - 11.02.2015, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 11.02.2015, Blaðsíða 27
Úr sauðfjárbúskap í nautgripi Að loknu búfræðiprófi fór Óttar Bragi að búa: „Já, ég hef verið bóndi frá 1995, fyrstu árin sauðfjárbóndi með mest um 300 ær, en árið 2000 byggðum við nýtt fjós, ég og for- eldrar mínir, og þá hættum við með sauðféð og snerum okkur alfarið að nautgripunum. Nú erum við með yf- ir 120 mjólkandi kýr og yfir 200 geldneyti. Búið hefur verið byggt upp og ræktað nánast frá grunni frá 1984. Samhliða þessu var ég verktaki í girðingarvinnu víða um land, mest fyrir landbúnaðarráðuneytið í svo- kölluðum varnarlínum. Verktökunni hætti ég svo skömmu eftir aldamót.“ Á unglingsárunum starfaði Óttar Bragi á sumrin hjá afa sínum og ömmu í Neðri-Dal: „Þau voru með girðingarverktöku á sumrin. Afi var úti með unglingana í girðingum og amma sá um matinn, sannkallaðan veislumat. Hún eldaði oft í fjallaskúr sem var dreginn landshorna á milli á dráttarvél. Þegar ég var ekki í girðingum hjá afa reyndi maður að hjálpa til heima, sækja kýrnar, gefa kálfum og þess háttar. Hjá skólabörnum voru sumr- in mun lengri á þessum árum. Skóla var slitið fyrir sauðburð og ekki sett- ur aftur fyrr en eftir göngur og rétt- ir. Það voru viðmiðin þá og þótti bara sjálfsagt mál þegar börn og unglingar þurftu að létta undir með þeim fullorðnu. Í nokkur sumur þvældist ég svo nokkuð um Suðurland og dæmdi á hestamannamótum.“ Óttar Bragi var formaður Bún- aðarfélags Biskupstungna, síðar Bláskógabyggðar, um árabil, sat í stjórn og var formaður Gullkorns, félags sem nokkrir áhugasamir kornræktendur stofnuðu til að halda utan um rekstur og kaup á tækja- búnaði til kornskurðar, þ.á m. korn- þreskivél. Gullkorn er nú runnið saman við Búnaðarfélag Bláskóga- byggðar. Nú situr Óttar Bragi svo í sveitarstjórn Bláskógabyggðar. Fjölskylda Börn Óttars Braga og fyrrv. sam- býliskonu hans, Brynju Birgis- dóttur, eru Þorsteinn Ægir Óttars- son, f. 9.8. 1995, nemi, og Elísabet Eir Óttarsdóttir, f. 12.4. 2000. Kona Óttars Braga er Line Lind- um Christiansen, fædd og uppalin í Kaupmannahöfn en starfar nú við Geysi í Haukadal. Sonur Óttars Braga og Line er Matthías Emil Lindum Óttarsson, f. 17.11. 2002. Systur Óttars Braga eru Elsa Fjóla, f. 1973, launafulltrúi Blá- skógabyggðar en dóttir hennar er Embla Líf Trepte, f. 1999, og Elva Björg Þráinsdóttir, f. 1979, hefur sinnt skrifstofustörfum og starfar nú við ferðaþjónustu en maður hennar er Ívar Örn Gylfason, f. 1971, atvinnubílstjóri, og eiga þau saman þrjú börn, Daníel Aron Bjarndal Ívarsson, f. 2006, Önnu Karen Bjarndal Ívarsdóttur, f. 2009, og Róbert Þór Bjarndal Ívarsson, f. 2010. Foreldrar Óttars Braga eru Anna Soffía Björnsdóttir, f. 1953, bóndi í Miklaholti, og Þráinn Bjarndal Jóns- son, f. 1950, bóndi í Miklaholti og frjótæknir frá Neðri-Dal. Mættur í Tungnarétt Óttar Bragi. ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 2015 Sveinbjörn fæddist í Syðra-Holti í Svarfaðardal 11.2.1896. Foreldrar hans voru Jón Þórðarson, bóndi og smiður, og Sigríður María Jónsdóttir er fluttu að Þóroddsstöðum í Ólafsfirði er Sveinbjörn var barn. Eiginkona Sveinbjörns var Guð- rún Steinunn garðyrkjukona, dóttir Björns Jónssonar hreppstjóra á Veðramótum í Skagafirði. Sveinbjörn fékk snemma áhuga á smíðum og hugvitssamlegum fram- kvæmdum. Hann stundaði nám við tækniskóla í Osló og í steinsteypu- og byggingafræði í Drammen. Heim kominn frá námi gerðist hann umsvifamikill byggingameist- ari á Akureyri, teiknaði og reisti m.a. Kaupfélagshús KEA, stofnaði verksmiðjuna Iðju á Akureyri, sem framleiddi amboð til heyskapar, var byggingameistari á Akureyri 1920- 35, einn stofnenda Ofnasmiðjunnar hf. í Reykjavík og framkvæmda- stjóri hennar frá stofnun 1936, einn af stofnendum RAFHA í Hafnarfirði og sat þar í stjórn frá upphafi og var ritstjóri Tímarits iðnaðarmanna 1939-52. Þá sat hann í nefndum og stjórnum fjölda fyrirtækja. Sveinbjörn kom að margvíslegum framkvæmdum norðanlands er lutu að nýtingu heita vatnsins, tók þátt í gerð hitaveitu, í hafnargerð og raf- og vatnsveitumálum á Ólafsfirði og vegagerð fyrir Múlann, vann að æv- intýralegum tilraunum til að nýta vikur til einangrunar húsa, m.a. með Jóni Loftssyni, og gerði m.a. tilraun til að byggja gripahús úr íslenskum leir. Hann kom á fót teppaverk- smiðjunni Vefaranum í Mosfells- sveit, ásamt syni sínum, hóf steinull- arvinnslu og var einn helsti hvata- maður að stofnun Stálfélagsins. Þá gerði hann út skip til Jan Mayen til að nýta þar rekavið. Þegar hugmynd fæddist að hraunhitaveitu í Heimaey eftir gosið 1973 lét hann smíða spíral til að leiða kalt vatn niður í hraunið og fá það upp aftur heitt. Arið 1996 kom út ævisaga Svein- bjarnar, Byggingameistari í stein og stál, eftir Friðrik G. Olgeirsson, Halldór Reynisson og Magnús Guðmundsson. Sveinbjörn lést 26. 1982. Merkir Íslendingar Sveinbjörn Jónsson 95 ára Ingibjörg Guðjónsdóttir 90 ára Halldór Sigurðsson Jóhanna Gíslína Vigfúsdóttir Ragnar Þorleifsson 85 ára Hulda Haraldsdóttir 80 ára Óskar Benedikt Benediktsson Rannveig Gunnarsdóttir Tómas Grétar Ólason 75 ára Auður Sveinsdóttir Gerður Greta Gunnarsdóttir Guðbjartur I. Gunnarsson Gústaf Berg Pálmason Kári Jónasson María Jóhanna Njálsdóttir Níels Ingólfsson Ólöf Finnbogadóttir Stefán B. Hjaltested 70 ára Árni Traustason Ásta Ágústsdóttir Bragi Líndal Ólafsson Gréta Kristín Ingólfsdóttir Hjörtur E Kjerulf Ólafur G. Gústafsson Reynir Svansson Rósamunda Þórðardóttir 60 ára Emil Theódór Guðmundsson Friðgeir Vilhjálmsson Margrét Ingibjörg Jónsdóttir Margrét M. Steingrímsdóttir Oddný Fjóla Lárusdóttir Sjöfn B. Eysteinsdóttir Þóra Soffía Bjarnadóttir 50 ára Aron Bjarnason Bjarni Richter Erna Jónsdóttir Guðlaugur Agnar Ágústsson Helga Gunnarsdóttir Hjördís Guðmundsdóttir Linda Sólveig Birgisdóttir Ólafur Jóhann Harðarson Ólafur Kristinn Guðmundsson Ómar Rafn Halldórsson Sigurlaug Hrönn Agnarsdóttir Valgerður Helga Ingadóttir 40 ára Axel Kjartan Baldursson Ármann Hákon Gunn- arsson Maria Lourdes Dealca Gomez 30 ára Borja Gomez Gordo Bylgja Lind Pétursdóttir Dalia Ruzgailaité Jóhann Alfreð Kristinsson Justyna Katarzyna Patoka Karlotta Sif Ólafsdóttir María Kristín Haralds- dóttir Phutsadi Phiobaikham Sturlaugur A. Gunnarsson Viktoría Sigrún Böðvarsdóttir Til hamingju með daginn 30 ára Ólafur ólst upp í Reykjavík, er þar búsettur og er vélamaður hjá Þórs- verki í Vaðlaheiðar- göngum. Maki: Gréta Sif Sverris- dóttir, f. 1986, leikskóla- starfsmaður. Börn: Rakel Ósk, f. 2008, og Stefán Kári, f. 2010. Foreldrar: Ólafur S. Krist- mundsson, f. 1955, fram- kvæmdastjóri, og Elísabet Guðmundsdóttir, f. 1957, húsfreyja. Ólafur Atli Ólafsson 40 ára Hafsteinn ólst upp á Seltjarnarnesi, býr í Reykjavík og starfar hjá Advania. Maki: Bryndís Grét- arsdóttir, f. 1973, flug- freyja. Dætur: Hanna Guðný, f. 2004, og Hafdís, f. 2007. Foreldrar: Hanna Guðrún Guðmundsdóttir, f. 1952, stuðningsfulltrúi, og Guð- mundur Hafsteinsson, f. 1952, skipaeftirlitsmaður hjá HB-Granda. Hafsteinn Guðmundsson 30 ára Emil ólst upp í Reykjavík, býr þar, lauk prófum sem grafískur hönnuður frá Central Saint Martins í London og starfar hjá Saga Film. Maki: Freydís Guðný Hjálmarsdóttir, f. 1984, að ljúka MSc-prófum í nær- ingarfræði. Dóttir: Móeiður, f. 2013. Foreldrar: Ásgrímur Guð- mundsson, f. 1951, og Svava Jakobsdóttir, f. 1949. Emil Ásgrímsson Úr frændgarði Óttars Braga Þráinssonar Óttar Bragi Þráinsson Jónína Salvör Helgadóttir Backman húsfr. í Rvík Ernst Fridolf Backman verkam. í Rvík Elsa Viola Backman hjúkrunark. í Rvík Björn Emil Björnsson skipasmiður í Reykjavík Anna Soffía Björnsdóttir b. í Miklaholti Sigurlaug Guðjónsdóttir frá Hallfreðarstöðum, húsfr. í Rvík Björn Björnsson málari í Rvík, dóttursonur Niels Peters EmilsWeywadts á Teigshorni Halldór Sigurður Backman húsasmíðameistari í Rvík Edda Heiðrún Backman leikari og listakona Ármann Kr. Einarsson kennari og barnabókahöfundur Karolína Árnadóttir húsfr. á Böðmóðsstöðum Guðmundur Njálsson b. á Böðmóðstöðum Aðalheiður Guðmundsdóttir húsfr. í Neðri-Dal Jón Þ Einarsson b. í Neðri-Dal Þráinn Bjarndal Jónsson b. í Miklaholti Kristjana Kristjánsdóttir húsfr. í Neðri-Dal Einar Grímsson b. í Neðri-Dal, af Bolholtsætt og ætt Fjalla-Eyvindar www.thor.is ÞÓR HF - UMBOÐSAÐILI EPSON Á ÍSLANDI Í MEIRA EN 30 ÁRTÖLVUDEILD - ÁRMÚLA 11 - SÍMI 568 1581 13.00 0 EPSO N Exp ressio n Home XP-32 2 ,- EPSON EXPRESSION HOME XP-322 Einfaldur og þægilegur þráðlaus heimilisprentari 79.00 0Skjávar par fr á ,- EPSON Skjávarpar í miklu úrvali EPSONWORKFORCEWF5620 Frábær þráðlaus bleksprautuprentari sem skannar, ljósritar & faxar. Léttari, nettari og umhverifsvænni en laser prentarar. Allt að 50% lægri rekstarkostnaður. WORKFORCEWF-100W Einn minnsti A4 prentari heims í dag! Gengur fyrir rafhlöðu og er þráðlaus.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.