Morgunblaðið - 11.02.2015, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.02.2015, Blaðsíða 20
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 2015 Það er kýrskýrt, án nokkurs vafa, að öllum Íslendingum þykir vænt um landið sitt. Það er staðreynd að ást þeirra á gæðum, afrakstri og nýtingu landsins hefur gert Íslendinga, kerl- ingar og karla, já erf- ingja Evu (líka þá sem flúið hafa land vegna lé- legra atvinnuskilyrða) sem næst lífseigasta allra manna að meðaltali, eins og um er getið í öll- um mark á takandi ritum heimsins og þá líka Mogganum mínum. Umræðan um virkjanir raforku, nýtingu og flutning sem slík er nú- orðið ósköp venjuleg íslensk þrætu- bók, ekki um efnisatriði, heldur listina að þræta sem hófst fyrir al- vöru eftir blaðagrein Laxness „Um hernaði mansins gegn landinu“ seinnipart síðustu aldar, en hefur ekkert með sanna náttúruvernd að gera, heldur getuna til að strá efa- semdum um þá sem ástunda og elska land sitt, en vilja þess vegna að nýtingarval auðlindanna sé í höfði og höndum þeirra sem þjóðin hefur kostað til mennta til að velja rétta tilurð og nýtingu orkunnar við sem lægst kostnaðarverð. Skilgreiningin á því hvað er nátt- úruvernd hlýtur einnig að byggjast á verndun mannsins sem heldur lífi með nýtingu á auðlindum og getur því aldrei gert manninn að áhorf- anda. Maðurinn er hluti náttúrunn- ar og verður þess vegna að tryggja hagkvæma nýtingu auðlinda til að sinna sínum þörfum og afkomenda sinna. Átök átakahópa um stöðu mannsins í náttúrunni sýna því verulegan menningarmun, ekki byggðan á rökrænni hugsun. Við mennirnir erum með marga djöfla í drætti hvort sem við erum hreinlíf eða ekki og erum þannig enn sett undir stóra dóminn í fyrstu Móse- bók, þar sem við, fjölskyldan frá Eden, vorum dæmd til að þurfa að strita í sveita okkar andlits í náttúrunni og með erfiði af henni að nærast alla okkar erfiðu lífdaga. Auðvitað er þar staðan enn í dag, eins og alltaf síðan, „barátta um brauðið“. Kiljan Laxness sagði víst einhvers staðar að skáldin skrifuðu ekkert bet- ur þótt þau væru svöng, eða eitthvað svoleiðis. Hann skil- greindi þrætuíþrótt- ina sem mjög skemmtilega iðju og mikla andans íþrótt. Það er þess vegna opinber staðreynd að öðru hvoru vakna af blundi akademískir sóðar og aðrir merkismenn (þar á meðal konur, því menn eru líka konur), einhvers konar Don Kík- ótar sem telja sig þess umkomna að svífa á okkur hin, með sverð sín munduð og með þá fullyrðingu á vörum, að við hin séum níðingar hins lífræna umhverfis landsins gæða, og með þá fullyrðingu á flöggum sínum, að þeir séu svaka- lega gáfaðir og einir handhafar rétthugsunar um skynsamlegustu „ekki“-nýtingu náttúrugæða lands- ins. Verk heimsprófaðra verkfræð- inga, doktorsprófaðra og höfunda nýtingaráætlana aflvirkjana til orkuvinnslu og markaðssetningar, eru gerð tortryggileg af slíku of- forsi í verðlaunaritgerðum ný- bókmennta að nálgast meiðyrði á störf orkunýtingarfyrirtækjanna og sá grunur hefur vaknað öllu venju- legu fólki, að ekki sé hægt að verð- launa dægurbókaskrif sem innihaldi ekki að minnsta kosti eina gáfulega setningu um sóðaskap orkufyr- irtækja okkar allra landsmanna. Afleiðing er þá þegar stóraukinn raforkukostnaður. Þessi þrætubók er að verða alltof dýr fyrir nauð- synlegan markað íslenskra verð- launabókmennta og venjulega Ís- lendinga, því verður brátt að prenta hana í útlenskum prent- smiðjum með hjálp aðkeyptra at- vinnulausra prentara frá Íslandi fyrir „neytendamarkaðinn“ á Ís- landi. Jæja, „þetta ætti ekki að vera verkefni okkar á grjóthólmanum“, eins og kokkurinn minn þá orðaði dásemdina framundan, þegar báran varð sterkari við að sigla upp á landgrunnið og pottarnir fóru af stað. Slyngjubrettin þurfa að vera á sínum stað þegar brimbárur vagga þjóðarskútunni, það er klárt. Það á svo sannarlega við um landgrunnið. Þar hafa verið á ferð vísindamenn sem sett hafa slyngjubrettin á við- kvæma staði, opnað eða lokað eftir ástandi þeirra gæða sem sóst var eftir. Um þá nýtingu fer fram hóf- söm samræða og pólitíkin hefur hingað til farið að ráðum vís- indanna, sem snúast um að stunda ekki rányrkju. Rannsókn mannfræðinga þarf að liggja fyrir á því hvers vegna sumir segjast vera náttúruverndarmenn á Íslandi og eigi með því köllun að vera, fyrst og síðast, gegn nýtingu endurnýjanlegrar orku. Ekki er það rányrkja! Skyldi það vera vegna þess að hún færir þjóðinni grundvallarauðæfi? Skyldi það vera vegna þess að orkuiðnaðurinn er verðugur andstæðingur og hag- kvæmt er að hafa við hann þrætu- bók? Þangað er hægt að sækja aur í meiri og meiri rannsóknir á lífríki landsins með óbilgjörnum kröfum, látalátum og brigslum. Ég held það sé nærri sanni. Samkvænt fjár- lögum kostar það ríkissjóð marga milljarða króna á ári að halda úti alls konar náttúrueftirliti með okk- ur sem erum illa innrætt og óheið- arleg gagnvart náttúru landsins. Ég þekki engan rafvæðingar- eða línumann, sem lagt hafa fram líf og heilsu til að rafvæða bæi og byggð- ir þessa lands, sem farið hefur með hernaði um landið, enda margir listamenn til líkama og sálar. Alla- vega og sannarlega jafningjar þeirra sem þerruðu tár af hvarmi hjá ljúflingnum á Bessastöðum við afhendingu bókmenntaverðlauna. Sem var svo væmin að mér varð óglatt. „Hvort skræfa hann er eða skálkur“ – ætti orkuiðnaðurinn að spyrja Eftir Erling Garðar Jónasson »Um þá nýtingu fer fram hófsöm sam- ræða og pólitíkin hefur hingað til farið að ráðum vísindanna, sem snúast um að stunda ekki rán- yrkju. Erling Garðar Jónasson Höfundur er fv. rafvæðingarmaður. Árið var 1897, júl- ímánuður, lífið á Íslandi gekk þennan mánuð eins og það hafði gengið um aldir, en í augsýn voru þó breyttir tímar. Í þessum júlímánuði braut útgerðarmaður frá Seltjarnarnesi blað í sögu þjóðarinnar. Út- gerðarmaðurinn var að festa kaup á fiskiskipi frá Hull. Skipið var tvímastra kútter, 85 smálestir að stærð, smíðað árið 1885 í Englandi. Skipið kostaði 325 sterlingspund. Við komuna til Íslands fékk skipið nafnið Guðrún Blöndahl. Í september 1898 komu til nýir eig- endur og var skipinu þá gefið nafnið Sigurfari. Kútter Sigurfari var happaskip og þótti gott sjóskip og aflaðist æv- inlega vel á hann. Hann var seldur til Færeyja árið 1919. Stórt skref var stigið á Íslandi með tilkomu skútualdar og kútteranna sem tóku við af árabátunum. Akranes átti hug- sjónamann árið 1972 sem var annt um minj- ar og menningu fyrri tíma: Þetta var sókn- arprestur Akurnes- inga, sr. Jón M. Guðjónsson. Sr. Jón hafði hug á að fá til Íslands skip sem höfðu valdið straumhvörfum á Íslandi á 19. öld. Fyrir atorku sr. Jóns og öfl- ugan liðsstyrk Kiwanisklubbsins Þyr- ils á Akranesi og velunnara, voru fest kaup á kútter frá Færeyjum. Kútter Sigurfari var aftur kominn til Íslands eftir 55 ára fjarveru. Hann var dreg- inn frá Færeyjum og honum lagt við bryggju á Akranesi í júlímánuði 1974. Þá var 91 ár frá því hann var byggð- ur. Árið 1976 var Sigurfara komið fyrir á undurstöðum við Byggðasafn- ið að Görðum á Akranesi, þar sem hann átti að varðveitast og vera um langa tíð, til minnis um sögulegt tíma- bil þegar íslenskir sjómenn gátu yf- irgefið árabáta og farið um borð í öfl- ug og traust skip. Þetta skip sem stolt sigldi um ís- lenskan sæ og færði Íslendingum björg í bú, bíður nú örlaga sinna við Byggðasafnið að Görðum á Akranesi. Sigurfari átti sinn þátt í þeirra tíma byltingu, sem varð með auknum afla- brögðum, aukinni hagsæld, og öryggi sjómanna. Nú liggur fyrir að hugsjón sr. Jóns M. Guðjónssonar er að verða að engu, nema skjótt verði brugðið við. Kútter Sigurfari sem átti að verða til minningar um mikið um- breytingatímabil, er nú að grotna nið- ur vegna vankunnáttu og þekking- arleysis. Kútter Sigurfari hefði átt að varðveitast í húsi, eða hafður á floti eins og frændur okkar Færeyingar gera til varðveislu sinna gömlu skipa. Er enn hægt að varðveita hugsjón sr. Jóns M. Guðjónssonar? Stundum er sagt að vilji sé allt sem þarf. Gæti það enn átt við um varðveislu Sig- urfara? Það eru íslenskar stór- útgerðir sem gætu haft fjármagn og kraft til að varðveita það framtak hugsjónamanna sem lifðu skútuöld- ina, og þeirra sem keyptu Sigurfara til Íslands árið 1897. Þeirra sem lögðu hornstein að því sem íslensk fiski- skipaútgerð er í dag. Stórútgerðir, takið höndum saman og bjargið merkum minjagrip um sögu fiskiskipaútgerðar á Íslandi. Þá sigldi fleyið stolt, Kútter Sigurfari Eftir Eðvarð Lárus Árnason »Kútter Sigurfari var happaskip og þótti gott sjóskip og aflaðist ævinlega vel á hann. Eðvarð Árnason Höfundur er fv. lögreglumaður og áhugamaður um báta og skip. Ekkert bensín, takk. Þann 20. febrúar kemst einn heppinn áskrifandi Morgunblaðsins í samband við Volkswagen e-Golf. w w w .versdagsins.is Hann veitir kraft hinum þreytta og þróttlausum eykur hann mátt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.