Morgunblaðið - 11.02.2015, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.02.2015, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 2015 ✝ Valborg Helga-dóttir fæddist á Geirólfsstöðum í Skriðdal 21. nóv- ember 1924. Hún lést eftir skammvinn veikindi á kvenna- deild Landspítalans 26. janúar 2015. Hún var dóttir hjónanna Helga Finnssonar, f. 1887, d. 1979, frá Geirólfs- stöðum og Jónínu Benedikts- dóttur, f. 1890, d. 1964, frá Þor- valdsstöðum í Skriðdal. Valborg var elst þriggja systkina en þau eru Þórir Finnur Helgason, f. 1926, kvæntur Vigdísi Björns- dóttur, f. 1933, og Guðrún Bene- dikta Helgadóttir, f. 1932, gift Hreini Kristinssyni, f. 1932, d. 2005. sem henni bar skylda til. Valborg starfaði í 30 ár sem sjálfboðaliði fyrir Rauða kross Íslands þar sem hún meðal annars vann í sölubúð á Landspítalanum og í Rauða- krossbúðinni á Laugavegi. Val- borg hafði mikinn áhuga á ís- lenskri náttúru og sögu. Hún sótti námskeið í fornbókmenntum og ferðaðist um söguslóðir innan- lands sem utan. Hún var lestr- arhestur og las allt sem hún komst í tæri við. Valborg var mik- il hannyrðakona sem prjónaði listavel og hafa öll börn í ættinni fengið að njóta góðs af. Hún tók virkan þátt í margskonar fé- lagsstörfum, meðal annars í Fé- lagi kennara á eftirlaunum og Átthagasamtökum Héraðs- manna. Eitt af hennar áhuga- málum var að gera upp gamla læknabústaðinn á Hjaltastöðum í Hjaltastaðaþinghá í samvinnu við hóp af brottfluttum Héraðsbúum og þangað fór hún flest sumur frá 1984. Útför Valborgar fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 11. febrúar 2015, og hefst athöfnin kl. 13. Fósturdóttir Val- borgar er Kolbrún Helga Hauksdóttir, f. 1952. Sonur henn- ar er Haukur Gylfa- son, f. 1979, kvænt- ur Margréti Maríu- dóttur Olsen, f. 1980, og dætur þeirra eru Bríet Alda, f. 2010, og Stella Valborg, f. 2012. Valborg útskrifaðist sem kenn- ari árið 1944, tvítug að aldri. Fór hún þá að kenna úti á landi, meðal annars á Fáskrúðsfirði og Ólafs- firði. Árið 1949 flutti hún til Reykjavíkur og byrjaði að kenna í Austurbæjarskóla og var þar í um 50 ár. Hún var farsæll kennari sem bar hag nemenda sinna fyrir brjósti og gerði oft umfram það Með hjörtun full af sorg er huggun í orðunum: … en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Minning Valborgar mun lifa með komandi kynslóðum. Iðjusemi hennar, atorka og kraftur var slík- ur að í barnslegri trú vonaði maður að hún myndi fylgja okkur lengur. Það er ekki til eitthvert eitt orð sem lýsir Valborgu nægilega vel. Fyrir mörgum var hún sem amma, öðrum sem frænka. Fyrir heilu kynslóðunum kennari en fyrir flestum var hún bara Bogga. Hún var pönnukökumeistari með teflon- fingur. Gestgjafi sem svaf í þvotta- húsinu þegar húsið var fullt af gest- um. Veislustjóri sem settist ekki niður fyrr en hver einasti gestur hefði fengið meira en nóg. Hand- verkskona sem fjöldaframleiddi prjónavörur. Barngóð svo að öll börn hændust að henni hvort sem það voru ættingjar, nemendur eða börnin í stigaganginum. Boggu fannst fátt skemmti- legra en að gleðja börn og sem barn var alltaf gott að koma til hennar. Hún sagði sögur, las bæk- ur, tíndi fram gamla muni og merkilega hluti, fór í leikhús og bíó. Það var sama hver bónin var, hún lagði allt á sig til þess að gleðja. Þótt hún þyrfti að keyra landshornanna á milli til þess að bjóða upp á heimabakaða kransa- köku í barnaafmæli eða prjóna fjólubláa peysu með gulum tölum á mettíma. Á unglingsárum gat maður leitað til hennar og var hún trúnaðarvinur sem hlustaði en dæmdi aldrei. Á fullorðinsárum hafði maður sig allan við að nema þann fróðleik sem hún hafði að geyma, hvort sem það var um líð- andi stund eða liðna tíma. Það var ekki fyrir tilviljun að dætur okkar voru nefndar þeim nöfnum sem þær bera. Þær fá vonandi í vöggugjöf eitthvað af þeim eiginleikum sem nöfnur þeirra voru gæddar. Að þær verði sjálfstæðir kvenskörungar sem eru óhræddar við að feta nýjar slóðir og láta gott af sér leiða. Betri fyrirmynd er vandfundin. Hennar verður alltaf minnst. Hvort sem það verða pönnukök- urnar sem verða bakaðar henni til heiðurs í afmælisveislum, eða þeg- ar við sjáum til þess að fuglarnir stórir sem smáir fái í gogginn. Nafn hennar hljómar áfram með nýrri kynslóð. Handverk hennar mun fylgja okkur sem eftir eru og ylja kropp sem hjartarætur. Við kveðjum hana í dag en hún mun um ókomna tíð lifa í minn- ingu okkar. Haukur Gylfason og Margrét M. Olsen. Í dag er til grafar borin hún Bogga frænka föðursystir mín. Allt frá því ég var smásnáði var Bogga ein af uppáhaldsfrænkum mínum, ásamt þeim töntum Tobbu og Tótu. Mínar fyrstu minningar um Boggu eru frá því að hún, ásamt þeim systrum, var að kenna mér, sjö ára snáðanum, brids á spilakvöldum í fjölskyld- unni. Á mínum uppvaxtarárum var mikill samgangur í fjölskyld- unni sem myndaði þau tengsl sem héldust óslitið til æviloka. Eftir því sem árin liðu varð það hlutverk Boggu að vera samnefnari fyrir stórfjölskylduna. Þetta hlutverk rækti hún með miklum sóma alla tíð. Eitt af ánægjulegustu verk- efnum sem ég tók þátt í með Boggu var þegar við frændsystk- inin stóðum fyrir eina ættar- mótinu sem haldið hefur verið í föðurfjölskyldu minni. Að upplifa það að fara með þeim systkinum ásamt Jóni Einarssyni uppeldis- bróður þeirra um æskustöðvarn- ar. Koma að Geirólfsstöðum og í Þorvaldsstaði með þeim var alveg ógleymanlegt. Í lífinu skapast allt- af hefðir og venjur, í mínu tilfelli var það partur af föstum hefðum í mínu lífi að veiða jólarjúpurnar fyrir Boggu. Önnur mikilvæg hefð sem Bogga skapaði í fjölskyldunni var hið árlega hangikjötsboð á Þorláksmessu. Það var ánægju- legt að hittast hjá henni, en þetta var í raun eini vettvangurinn þar sem við systkinabörnin hittumst. Eitt af áhugamálum Boggu var uppbygging og viðhald gamla læknisbústaðarins á Hjaltastað. Á ferðum mínum á hreindýraslóðir í Borgarfirði og Loðmundarfirði naut ég í nokkur skipti gestrisni Boggu þegar hún dvaldi á Hjalta- stað. Það var sérstaklega ánægju- legt að heimsækja hana á þessum stað sem henni var mjög kær seinni árin. Bogga náði einnig vel til næstu kynslóðar, til dæmis hafa dætur mínar lært af henni ýmiskonar prjónaskap o.fl. Þetta var einstak- ur hæfileiki sem Bogga hafði og hefur án efa veitt henni mikla ánægju í lífinu. Ég var svo hepp- inn að fá að aðstoða Boggu ásamt fleiri ættingjum við að halda upp á 90 ára afmælið hennar í nóvember síðastliðnum. Það er gaman að hafa fengið þetta tækifæri og gera Boggu kleift að halda upp á af- mælið með reisn eins og henni var einni lagið. Megi hún hvíla í friði. Helgi Þórisson. Bogga hefur ávallt verið stór partur af lífi okkar. Við eigum erf- itt með að skilgreina hana einung- is sem frænku því að fyrir okkur er hún svo miklu meira en það. Hún hefur alla tíð spilað stórt hlutverk í uppeldi okkar og sýnt í verki einlægan áhuga á því sem við höfum tekið okkur fyrir hend- ur. Hún heimsótti okkur þegar við bjuggum í Danmörku, passaði okkur, mætti í allar afmælisveisl- ur og aðra stórviðburði. Þorláks- messuboð Boggu var órjúfanlegur hluti jólanna og við höfum nánast undantekningarlaust fagnað upp- hafi ársins með henni. Auk þess tók hún þátt í bókauppeldi okkar með bókagjöfum og -lánum. Nán- ast hvaða minning sem er inni- heldur Boggu og áframhaldandi viðburðir verða ekki samir án hennar. Bogga elskaði að vera gestgjafi. Meira að segja í níræðisafmæli hennar, þar sem hennar einasta hlutverk var að vera miðpunktur athyglinnar, tók hún við gest- gjafahlutverkinu. Afleiðingarnar urðu þær að ekki var hægt að skála almennilega í nafni hennar því hún var svo upptekin við að sinna gestunum. Eftir lifir minning af einstakri konu, sem botnaði allar setningar sínar með brosi og einstökum hlátri. Við kveðjum eina öflugustu, kröftugustu og brosmildustu konu sem við höfum kynnst. Konu sem er fyrirmynd okkar allra og setti hagsmuni annarra ávallt ofar sín- um. Við kveðjum hlýjasta faðmlag sem um getur og allan fróðleikinn og sögurnar sem stundum fylgdu faðmlaginu. Við munum hlýja okk- ur við allar minningarnar um ókomin ár. Hlynur, Daníel og Sólveig. Nú er blessuð Valborg okkar látin 90 ára að aldri. Á slíkum stundum er gott að láta hugann reika og minnast góðra stunda bæði heima og heiman. Í svo mörgu var hún liðtæk. Til dæmis hjálpaði hún okkur við að nagl- hreinsa og ýmislegt annað þegar við vorum að byggja húsið okkar á Fífuhvammsveginum og síðan við að mála með mér því Þórir var í smíðavinnunni. Þegar Bogga varð níræð í nóv- ember síðastliðnum héldu barna- börn systkina hennar henni skemmtilega afmælisveislu í Gull- Valborg Helgadóttir Ástkær móðir mín, systir okkar, mágkona og frænka, INGA MARÍA INGÓLFSDÓTTIR, Dalsgerði 4d, Akureyri, lést á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Hlíð föstudaginn 30. janúar. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 13. febrúar kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Heimahlynningu á Akureyri. . Hörður Ingi Stefánsson, Bragi Ingólfsson, Sveinn Ingólfsson, Ingibjörg Jóhannesdóttir, Anna Ingólfsdóttir, Guðm. Ómar Guðmundsson, systkinabörn og fjölskyldur. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar GYÐU JÓHANNSDÓTTUR Guðnýjar frá Siglufirði, síðast til heimilis á Brúnavegi 19, Reykjavík. . Valtýr Sigurðsson, Sigríður Hjaltested, Jóhann Ág. Sigurðsson, Linn Getz, börn, barnabörn og fjölskyldur. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ERLA GÍSLADÓTTIR sjúkraliði frá Patreksfirði, Hólabergi 84, Reykjavík, verður jarðsungin frá Háteigskirkju laugardaginn 14. febrúar kl. 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið. . Lovísa Birgisdóttir, Hanna Ingibjörg Birgisdóttir, Guðmundur Jónasson, Pétur Birgisson, María Aðalbjarnardóttir, Gísli Kristján Birgisson, Elín Eva Lúðvíksdóttir, Ágústa Hera Birgisdóttir, Hlynur Freyr Birgisson, Stefanía Arnardóttir. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÁSGEIR ÓLAFSSON garðyrkjufræðingur, Þorláksgeisla 5, Reykjavík, lést föstudaginn 6. febrúar. Útför hans fer fram frá Guðríðarkirkju í Grafarholti föstudaginn 13. febrúar kl. 15. . Svanhvít Ásta Jósefsdóttir, Ebba Ó. Ásgeirsdóttir, Guðni Guðjónsson, Ólafur B. Ásgeirsson, Åsa Elisabeth Emelie Ljungberg Heiðar Þór Ásgeirsson, Ásgeir Elvar, Íris Ósk, Elva Karen, Arnar Bjarki, Heiðdís Erla, Bjarni Haukur, Elsie, Páll Kristinn, Anton Óskar og Aron Einar. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug, vegna andláts og útfarar okkar ástkæra sonar, föður, tengdaföður og afa, ÓLAFS EINARSSONAR skipstjóra, Gesthúsum. . Einar Ólafsson, Sigrún Ásta Guðlaugsdóttir, Sigrún Ósk Ólafsdóttir, Pétur Daníelsson, Einar Ólafsson, Auður Ösp Kristbjörnsdóttir, Bjarki Ólafsson, Aldís Sunna Ólafsdóttir, Bjarni Bjarkason og barnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ODDNÝ E. THORSTEINSSON, áður til heimilis að Eiðistorgi 7, Seltjarnarnesi, sem lést miðvikudaginn 4. febrúar, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 17. febrúar kl. 15. . Pétur G. Thorsteinsson, Birna Hreiðarsdóttir, Björgólfur Thorsteinsson, Elsa Guðmundsdóttir, Eiríkur Thorsteinsson, Valborg Þ. Snævarr, barnabörn og barnabarnabörn. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GESTUR JÓNSSON, fyrrum bóndi í Skaftholti í Gnúpverjahreppi, er látinn. Útförin fer fram frá Skálholtskirkju föstudaginn 13. febrúar kl. 14. Jarðsett verður að Stóra-Núpi. . Gestur Jón Gestsson, Kristín Grétarsdóttir, Soffía Rósa Gestsdóttir, Birgir Þór Borgþórsson, Halldóra Á. Heiden Gestsdóttir, Steingrímur Ingvarsson, Kristjana Heyden Gestsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Bróðir okkar og frændi, AGNAR VILHJÁLMSSON frá Hrollaugsstöðum á Langanesi, síðast til heimilis á dvalarheimilinu Nausti á Þórshöfn, lést þriðjudaginn 3. febrúar á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík. Útför hans fer fram frá Þórshafnarkirkju laugardaginn 14. febrúar kl. 14. . Aðstandendur. Elskulegur sonur minn og bróðir, STEFÁN EINAR BÖÐVARSSON bóndi og sveitarstjórnarmaður, Mýrum 2, Húnaþingi vestra, verður jarðsunginn frá Melstaðarkirkju laugardaginn 14. febrúar kl. 14. . Ása Guðlaug Stefánsdóttir og Böðvar Sigvaldi Böðvarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.