Morgunblaðið - 11.02.2015, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.02.2015, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 2015 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Ídag eru 70 frálokum Jalta-ráðstefn- unnar á Krímskag- anum, þar sem leiðtogar banda- manna, þeir Win- ston Churchill, Franklin Roosevelt og Jósef Stalín hitt- ust og ræddu framtíðarskipan Evrópu. „Við hefðum vart get- að fundið verri stað,“ sagði Churchill síðar meir um fund- inn, en vitað er að ferðalagið til Krím reyndi mjög á bæði Churchill og Roosevelt, sem var þá þegar helsjúkur og lést tveimur mánuðum síðar. Það má velta því fyrir sér hvort niðurstaða ráðstefnunnar hefði orðið önnur ef hún hefði verið haldin á öðrum stað, en Stalín var þarna á heimavelli, og nýtti sér hann. Segja má að grundvöllur kalda stríðsins hafi verið lagð- ur af leiðtogunum þremur á ráðstefnunni, hvort sem þeir gerðu sér grein fyrir því eða ekki. Þar var til að mynda sam- ið um hernámssvæðin sem Þýskalandi yrði skipt í, sem og framtíðarlegu austurlanda- mæra bæði Póllands og Þýska- lands. Þá var auk þess samið um að Rússar kæmu inn í stríðið gegn Japönum eftir að búið væri að sigra Þjóðverja. Það sem skipti þó kannski mestu máli um framhaldið var loforðið um að haldnar yrðu frjálsar kosningar í Póllandi þar sem allir flokkar mættu bjóða sig fram, en ekki bara leppar Sovétstjórnarinnar. Fljótlega varð þó ljóst að Stal- ín hafði ekki hug á að standa við sinn hluta sam- komulagsins, og 44 ár þurftu að líða áður en slíkar kosningar gátu farið fram. Hann komst upp með það, því að vesturveldin þurftu aðstoð hans til þess að binda enda á styrjöldina og að stríðinu loknu var ekki áhugi á að efna aftur til ófriðar þó að samkomulagið hefði ekki hald- ið. Á tímum kalda stríðsins varð Jalta því að táknmynd fyrir hin „stóru svik“ Vest- urveldanna við ríki Austur- Evrópu, en Bretar og Frakkar fóru í stríðið til þess að tryggja landamæri og frelsi Pólverja. Þegar niðurstaða seinni heimsstyrjaldar varð sú að hvorugt var tryggt, varð Jalta jafnframt til áminningar um hversu mikið væri að marka orð Stalíns og yfirvalda í Moskvu. Arfleifð ráðstefnunnar sveif yfir vötnum alþjóðastjórnmála í nærri því hálfa öld á eftir og enn eimir eftir af henni nú þeg- ar Krímskaginn þar sem ráð- stefnan fór fram er orðinn að bitbeini á milli austurs og vest- urs. Þegar öllu er á botninn hvolft snúast alþjóðastjórnmál um traust. Þegar það brestur, líkt og gerðist í kjölfar ráð- stefnunnar fyrir 70 árum, get- ur reynst erfitt að byggja það upp á ný. Eins og sjá má af fréttum um þessar mundir er tortryggnin enn traustinu yf- irsterkari. Krímskaginn hefur áður reynst örlaga- valdur í samskiptum austurs og vesturs} Arfleifðin frá Jalta Stjórnarand-staðan ýtir undir opinberar deilur fjár- málaráðherrans og skattrannsókn- arstjórans. Það er ekkert að því að hún grípi sín færi fái hún þau. Á netinu leggja mannorðsræningjar af stað þegar kallið kemur. Þeir sem hafa frjálsastar hendur ganga lengst í því, eins og stundum áður. En valdamenn í efstu tröpp- um embættisstigans hafa auð- veldað slíkum leikinn, langt umfram þörf. Hvers vegna geta þessir tveir aðilar ekki komið fram sameiginlega og þurrkað út þann meiningamun sem virðist vera á milli þeirra og hvers vegna hefur þetta mál dregist á langinn? Fjármálaráðherra tekur fram að ekki sé hægt að af- henda sölumönnum upplýsinga um hugsanleg skattsvik ferða- töskur fullar af seðlum. Það er rétt hjá honum. En þar með virðist gefið til kynna að um slíkt form á endurgjaldi hafi verið beðið. Er það svo? Flutti skatt- rannsóknarstjóri þess háttar boð og mælti hann með aðferð- inni? Var þetta krafa upplýs- andans? Nýlega voru birtar upplýs- ingar um nokkra viðskipta- menn eins stærsta banka ver- aldar, HSBC. Þar voru tveir kóngar nefndir til sögu. Kóng- arnir eru, eins og forseti okkar var til skamms tíma, und- anþegnir skattskyldu. Birting- arréttlætingin grunur um skattaundanskot nær ekki til þeirra. Ókrýndir smákóngar úr alþýðustétt gætu einnig verið alsaklausir á slíkum list- um. Er til of mikils mælst að biðja fjármálaráðuneyti og skattrannsóknarstjóra að kynna sitt mál hið snarasta þannig að engu skeiki? Í hvaða reglugerð stendur að gera beri einföld mál flókin sé þess kostur?} Gámar fullir af gaufi Í umræðum um þá voðalegu vá sem okkar hákristna bleiknefjasamfélagi stafar af múslímum er algengt að menn taki því illa þegar bent er á að þeir séu að tjá rasískar skoðanir. Þá er gjarnan gripið til þess að orðið rasismi eigi bara alls ekki við, enda sé ekki verið að amast við kynþætti, heldur trúarbrögðum. Svo vill þó til að orðið rasismi er alþjóðlega viðurkennt orð yfir það þegar fólki er mis- munað vegna kynferðis, trúarbragða, skoð- ana, þjóðernisuppruna, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti, eða svo er það notað á vegum Sameinuðu þjóðanna. Það vill líka svo til að varla er til ónákvæm- ara og vitleysislegra orð en kynþáttur, enda á það enga líffræðilega eða menningarlega stoð – fyrirbærið kynþáttur var búið til af rasistum síns tíma og notað þá, og fram á okkar daga, til að hampa fólki með tiltekinn húðlit eða af tiltekinni trú eða þjóð- erni á kostnað annarra. Þetta sjáum við með því að skoða hvernig kynþættir verða ýmist til eða hverfa eftir því sem hentar umræðu og valdabaráttu hvers tíma; stundum er fólk með svona lit af öðrum kynþætti og stundum ekki – nú eru allir sem ekki eru jafn fallega bleikir og ég óvinir mínir, en svo allt í einu eru bara þeir vondir sem eru svartir en það er í lagi að vera brúnn. Í þeirri merkilegu (og umdeildu) bók How the Irish Became White eftir sagnfræðinginn Noel Ignatiev lýsir hann því þegar bláfátækir írskir innflytjendur náðu að hífa sig upp mannvirðingastigann vestan hafs á kostnað þeldökkra; þeir urðu „hvítir“ og komust því í náðina. Dæmi sem er nær okkur í tíma er manntal sem haldið var í Brasilíu um miðjan áttunda áratuginn. Í því var reitur þar sem rita átti húðlit í stað þess að haka við fyrirfram ákveðið gildi. Niðurstaðan varð 136 mismun- andi húðlitir sem má þá væntanlega telja 136 mismunandi kynþætti eða hvað? Ef við færum okkur fram á þetta ár þá fer nú fram forvitnileg umræða um sjónvarps- stjörnuna Kim Kardashian. Hún er af armensku bergi brotin, föðurafi hennar og -amma voru armensk, og ber það með sér, dökk á brún og brá. Í kjölfar þess að hún gekk að eiga rapparann Kanye West á síð- asta ári tóku aðdáendur West að velta því fyrir sér af hverju það væri aldrei nefnt að hún væri þel- dökk, enda sannaði hún hve þeldökkar konur væru glæsilegar. Af ofangreindu er vonandi ljóst hversu bjánalegt það er að tala um kynþætti og hve ámátlegur sá kattar- þvottur er þegar þeir sem ekki vilja leyfa trúflokki að búa á Íslandi eða reisa sér tilbeiðsluhús vegna trúar hans segjast ekki vera rasistar. Þurfi frekari vitnanna við þá skaltu, kæri lesandi, höggva eftir því hvernig slíkir for- pokaðir rugludallar tala um múslíma eins og þeir séu af öðrum kynþætti, jafnvel þeir sem aldir eru upp í Vestur- bænum eða hafa búið hér á landi kynslóð eftir kynslóð. arnim@mbl.is Árni Matthíasson Pistill Ég er ekki rasisti, en … STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Ferðamenn með skemmti-ferðaskipum eru að gefatöluvert af sér ekki síðuren aðrir ferðamenn,“ seg- ir Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxa- flóahafna. Nýjar niðurstöður könn- unar auk upplýsinga Cruise Iceland leiða í ljós að komur skemmti- ferðaskipa til Íslands skapa 238 störf og alls ríflega 6 milljarða króna í tekjur. Það var Hafnarsamband Íslands sem lét gera könnunina í samstarfi við Cruise Iceland á árunum 2013 og 2014 um áhrifin af komum skemmti- ferðaskipa á efnahagslíf landsins. Breska fyrirtækið GP Wild (Int- ernational) and Business Research & Economic Advisors framkvæmdi könnunina meðal farþega og áhafna í skipum sem höfðu viðdvöl á Ísafirði og Akureyri á árinu 2013 og skipum sem komu til Reykjavíkur 2014. Kaupa fyrir 12.318 kr. að með- altali í hverri viðkomuhöfn Ein af meginniðurstöðum hennar er sú að hver farþegi verslar fyrir 78,96 evrur eða jafnvirði 12.318 kr. að meðaltali í hverri viðkomuhöfn skipanna á Íslandi. Að meðaltali verslar hver einstaklingur í áhöfn, sem fær landgönguleyfi, fyrir 10,85 evrur (1.693 kr.). 96% farþega í skemmtiferðaskip- unum fóru í land á hinum ýmsu við- komustöðum hér, sem samsvarar 227.044 farþegum og niðurstöð- urnar benda til að 44.400 ein- staklingar úr áhöfn skipanna hafi farið í land og verslað hér á landi. „Hin beinu efnahagslegu áhrif af komum gesta með skemmti- ferðaskipum mælast því 18.391.232 evrur sem eru 2,86 [milljarðar kr.]. Þegar óbein efnahagsleg áhrif af komum farþega og áhafna eru reiknuð til viðbótar við beinu áhrifin er ávinningur hagkerfisins rúmir 5,33 [milljarðar kr.],“ segir í könn- uninni. Í henni var mælt hvaða áhrif neysla farþega og áhafna skipanna hefur hér á landi en þá eru ótaldar tekjur af t.a.m. hafnargjöldum, kaupum á vistum, tollagjöldum, sköttum o.fl.. Skv. upplýsingum Cruise Iceland voru tekjur hafna af komum skemmtiferðaskipa árið 2013 um 432 milljónir kr. Tekjur rík- isins af vitagjaldi og tollskoð- unargjaldi voru um 152 milljónir 2013 og umsýslugjöld og sorphirða eru áætluð 50 millj. kr. Heildar- áhrifin eða tekjurnar af komum skemmtiferðaskipanna eru því sam- tals rúmlega 6 milljarðar eins og áð- ur segir. „Ég hef verið þeirrar skoðunar að þetta sé akur sem megi rækta bet- ur,“ segir Gísli spurður hvort vænta megi meiri tekna af komum skemmtiferðaskipanna. „Það snýr kannski meira að þeim sem taka á móti gestunum að líta til þess hvern- ig mætti skerpa á þeim möguleikum sem við erum að bjóða þessu fólki upp á,“ segir hann. Svigrúm sé ótví- rætt fyrir hendi til að veita skip- unum þjónustu í auknum mæli, t.d. með því að selja kost um borð. Á seinustu árum koma skipin líka til fleiri hafna á landinu en áður var og þróunin hefur verið sú að skipin stoppa aðeins lengur og standa vonir til þess að fleiri skip verði í viðkomu- höfn í yfir tvær nætur að sögn Gísla. Í könnuninni voru farþegar spurð- ir um upplifun þeirra hér og gáfu þeir Íslendingum háa einkum fyrir vingjarnlegt viðmót. Einnig fengu starfsmenn sem koma að því að veita farþegunum þjónustu góða einkunn en að mati gestanna er verðlag á Ís- landi fremur hátt. Sex milljarða tekjur af skemmtiferðaskipum Morgunblaðið/Ómar Í Sundahöfn Talið er að til verði 238 bein og óbein heilsársstörf vegna komu skemmtiferðaskipa og reiknuð heildarlaun þeirra séu um 1,4 milljarðar kr. Aðeins fimm vikur eru í komu fyrsta skemmtiferðaskipsins til landsins en Azores leggst að Miðbakkanum í Reykjavík 18. mars. Þrjú skip til viðbótar leggja leið sína hingað upp úr 20. mars. Er einsdæmi að svo mörg skemmtiferðaskip komi á þessum árstíma en þau sigla með farþegana til að skoða sól- myrkvann sem verður 20. mars. Hafa þau því verið kölluð „sól- myrkvaskipin“ manna á meðal. Það stefnir í metfjölda í kom- um skemmtiferðaskipa til landsins á þessu ári. Er von á 103 skipum samkvæmt tölum Faxaflóahafna. „Þetta hefur ver- ið nokkuð stöðugur og öruggur vöxtur síðustu ár, bæði í skipa- komum og fjölda farþega,“ seg- ir Gísli Gíslason hafnarstjóri. Auk fleiri risaskipa koma einnig fleiri smærri skip. „Við munum í auknum mæli koma smærri skipunum fyrir í gömlu höfn- inni,“ segir Gísli. Fjögur „sól- myrkvaskip“ FIMM VIKUR Í FYRSTA SKIPIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.