Morgunblaðið - 11.02.2015, Blaðsíða 11
Ljósmynd/Jón Már Gunnarsson
Svíþjóð Heimildarmyndin teygir anga sína alla leið til Svíþjóðar en þar eru dæmi um að hofin séu notuð í meðferðum.
hópi fólks því eins og Gunný útskýrir
eru þau ekki hugsuð fyrir einhverja
útvalda. „Tólf spora fólk, fólk sem er
andlega leitandi, sækir mikið í þetta.
Ástæðan fyrir því getur verið sú að í
svitahofinu er enginn valdapýramídi.
Þú getur tekið þinn guð með inn í
tjaldið eða hvað svo sem þitt andlega
er. Það er svo mikið frjálsræði þarna
og þú ræður alveg hvernig þú vinnur
þitt andlega líf þarna inni,“ segir
Gunný. Eins og fram kemur í ramm-
anum hér til hliðar eru ástæðurnar
margar fyrir því að fólk sækir í svita-
hof. Þeir sem þau stunda hér á landi
tengja það margir andlegri upp-
ljómun, íhugun og hreinsun.
Reynst vel í meðferðum
Í heimildarmynd Gunnýjar og
Jóns Más er fjallað um svitahofin frá
ólíkum sjónarhornum og er meðal
annars farið til Svíþjóðar og rætt þar
við ýmsa sem ástundun hofanna
tengjast. „Í Svíþjóð rekur vinur
minn meðferðarstað og hann notar
svitahofið í því prógrammi,“ segir
Gunný og er bæði rætt við meðferð-
araðila og ráðgjafa sem eitt sinn var
þar sjálfur í meðferð. „Sá sem heldur
utan um meðferðarstarfið talar um
hvað þetta hjálpi fólki mikið í með-
ferðinni. Það hjálpar fólki að róa
hugann, fær það til að einbeita sér og
finna fókus. Svo er þetta líka svolítið
ævintýri því þetta er gaman. Hann
heldur því fram að þetta sé mjög
gagnleg aðferð sem virkar fyrir fíkla.
Kannski ekki alla en það nær mjög
mörgum,“ segir Gunný sem segist
gjarnan myndu vilja sjá þessa viðbót
við meðferðarstarfið hér á landi. „Í
myndinni sýnum við frá athöfn í
svitahofi í Svíþjóð. Þetta er nokkuð
löng athöfn þó að fólk sé bara tvo
tíma inni í svitahofinu því það er at-
höfn bæði fyrir og eftir. Í myndinni
sýnum við hvernig þetta gengur fyr-
ir sig,“ segir Gunný Ísis Magnús-
dóttir um heimildarmyndina Svita-
hof.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 2015
Á þessum árstíma þegar kuldinn níst-
ir og myrkrið leggst upp að sálinni er
alveg lífsnauðsynlegt fyrir okkur
Frónbúa að taka upp á sem flestu
bráðskemmtilegu svo við leggjumst
ekki alveg í kör. Þorrablótin sem nú
hrannast upp hafa bjargað lífi margra
frá eymd og volæði, enda fátt betra
en graðga í sig orkuríkan þorramat í
frosthörkunum svo ekki sé talað um
að snúast á dansgólfinu og syngja
saman í fjöldasöng.
Auðvitað finnst ekki öllum það
sama skemmtilegt og þess vegna er
gott að hafa augun opin fyrir því sem
hverjum hentar. Ótal margt er í boði
ef fólk leitar eftir því og eitt af því
sem margir hafa fundið sig í er hinn
sjóðheiti tangódans. Og nú er aldeilis
lag að rifja upp taktana því Tango
Club Reykjavik stendur fyrir helgar-
námskeiði í Iðnó um næstu helgi, 13.-
14. febrúar með þeim Bryndísi Hall-
dórsdóttur og Hany Hadaya. Einnig
verður svokallað síðdegismilonga á
laugardeginum.
Á föstudeginum kl. 20 verður op-
inn tími, öll „level“: musicality; mjúkt
eða snöggt, hægt eða hratt.
Á laugardeginum kl. 13-14.30 verð-
ur framhald fyrir miðstig í dýna-
mískum snúningum í valsi.
Á laugardeginum kl. 14.30-15 verð-
ur framhald fyrir miðstig í soltadas
(change of embarace).
Síðdegismilonga verður á laugar-
deginum kl. 16-18, en þá koma gestir
og dansa.
Skráning á www.tango.is.
Enginn tangódansari ætti að missa
af þeim Bryndísi og Hany sem hafa
getið sér gott orð í tangódansinum
og búa núna í Kaupmannahöfn þar
sem þau kenna dans.
Endilega …
Morgunblaðið/Golli
Bryndís og Hanya Þau eru snillingar með áratugareynslu í tangódansinum.
… dragið fram tangóskóna
í vetrarmyrkri og drunga
Þeir sem misstu af að sjá söngleikinn
um hana Björt í sumarhúsi þegar
hann var sýndur á Myrkum músík-
dögum geta nú glaðst, því aukasýn-
ing verður í Tjarnarbíói nk. laugar-
dag, 14. febrúar, kl. 15, vegna mikillar
eftirspurnar.
Þetta er nýr íslenskur söngleikur
fyrir börn á öllum aldri eftir Elínu
Gunnlaugsdóttur og Þórarin Eldjárn.
Textinn byggist á ljóðum úr bókinni
„Gælur, fælur og þvælur“.
Sagan segir frá barni í pössun hjá
afa sínum og ömmu í sumarbústað
en þar er lítið við að vera og barninu
leiðist. Í bústaðnum eru engin nú-
tímatæki eins og tölvur og snjall-
símar og afinn og amman ráða lítt við
barnið sem gerist æ óþægara. Draug-
ur kemur við sögu og verkið er ærsla-
kennt og er tónlistin í anda þess.
Björt í sumarhúsi er fjölskyldusýning
sem á ríkt erindi við íslensk börn í
samtímanum.
Einvalalið sér um leik og söng, Una
Ragnarsdóttir leikur og syngur Björt,
Vala Guðnadóttir er í hlutverki ömm-
unnar, Jón Svavar Jósefsson fer með
hlutverk afans og Bragi Bergþórsson
leikur hlaupagikk.
Miðasala er á heimasíðu Tjarnar-
bíós: www.tjarnarbio.is.
Vegna fjölda áskorana
Ljósmynd/Alda villiljós
Björt með ömmu og afa Mikil ærsl eru í söngleiknum um óþekku stelpuna.
Aukasýning á Björt í
Sumarhúsi á laugardaginn
Talið er að elstu svitahofin
séu frá 5. öld f. Kr. og hafa
vísbendingar fundist um þau í
ýmsum menningarkimum
heimsins. Ástæðurnar að baki
svitahofunum eru þó marg-
víslegar, allt frá hreinsunum
til þakkarfórna. Frumbyggjar
N-Ameríku hafa byggt svita-
hofin sín í nokkrum útgáfum.
Þau geta verið eins og ind-
íánatjald í laginu, kringlótt
eða egglaga. Einnig geta þau
verið niðurgrafin með timb-
urplönkum ofan á. Steinar,
gjarnan granít, halda hitanum
inni í hofinu en þeir eru hit-
aðir á bálkesti fyrir utan.
Meðalhitinn inni í hofinu er í
kringum 40°C en vilji fólk
heitara hof er vatni hellt á
steinana til að framkalla gufu.
Hvernig
virkar
svitahof?
ÆVAFORNT FYRIRBÆRI
Aðalfundur Marel hf. 2015
Dagskrá:
• Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt grein 4.13 í samþykktum félagsins.
• Breyting á samþykktum félagsins:
Grein 4.13 varðandi upplýsingar sem birta skal fyrir hluthafafundi
og tímafresti þar að lútandi, í samræmi við grein 88. d. laga um hlutafélög
nr. 2/1995.
• Önnur mál, löglega borin fram.
Fundarstörf munu fara fram á ensku.
Sérstaklega er bent á að þeir sem hyggjast gefa kost á sér til setu í stjórn skulu
tilkynna það skriflega til stjórnar félagsins að minnsta kosti fimm sólarhringum fyrir
upphaf aðalfundar, þ.e. fyrir kl. 16:00 föstudaginn 27. febrúar.
Til þess að tillögur frá hluthöfum sem leggja á fyrir á fundinum verði teknar þar
til umræðu verður að skila þeim til stjórnar félagsins eigi síðar en tíu dögum fyrir
fundinn, þ.e. fyrir kl. 16:00 laugardaginn 22. febrúar.
Á aðalfundarvef félagsins, www.marel.com/agm er að finna allar frekari upplýsingar
í tengslum við aðalfundinn, þ.m.t. frekari upplýsingar um rétt hluthafa til að fá mál
sett á dagskrá hluthafafundar og leggja fram ályktunartillögur fyrir fundinn, drög
að dagskrá fundarins, tillögur stjórnar félagsins, ársreikning félagsins fyrir árið 2014,
upplýsingar um heildarfjölda hluta og atkvæðafjölda í félaginu m.v. 10. febrúar 2015,
umboðsform auk upplýsinga um skjöl sem lögð verða fyrir fundinn.
Endanleg dagskrá fundarins og tillögur verða gerðar aðgengilegar hluthöfum sjö
dögum fyrir fundinn á framangreindum aðalfundarvef félagsins sem og á skrifstofu
félagsins að Austurhrauni 9, 210 Garðabæ.
Umboðsmenn hluthafa skulu framvísa skriflegum umboðum við inngang.
Atkvæðaseðlar og önnur gögn verða aðgengileg á fundarstað frá kl. 15:30.
Stjórn Marel hf.
Aðalfundur Marel hf. verður haldinn í höfuðstöðvum félagsins að
Austurhrauni 9, 210 Garðabæ, miðvikudaginn 4. mars nk., kl. 16:00.