Morgunblaðið - 11.02.2015, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 11.02.2015, Blaðsíða 15
Í átta vikna ferðalagi blaðamanna Morgunblaðsins um hverfin í Reykjavík og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu er fjallað ummannlíf og menningu, atvinnulíf og opinbera þjónustu, útivist og umhverfi og skóla og skipulag með sérstakri áherslu á það sem einkennir hvern stað. höfum lagt okkur fram við að koma til móts við ungar fjölskyldur, m.a. að vera hér með gott úrval af bleium, barnamat, grænmeti og allri fersk- vöru. Árstíðarhjólið sem leiðbeinir við- skiptavinum hvaða ávextir og græn- meti er best á hverjum tíma,“ segir Kristinn. Markaðurinn er síkvikur „Lífrænt, heilsuvörur og léttur matur er ofarlega á blaði hjá fólki sem komið er yfir fertugt. Um 42% Graf- arvogsbúa eru á aldrinum 35 til 66 ára, en við reiknum með að Krónan í Graf- arholti muni að einhverju marki þjóna fólki í Grafarvogi. Af þessu sem ég nefni um aldurssamsetningu má ráða að það eitt og sér svo og ný neyslu- viðhorf og menning gera dag- vörumarkaðinn síkvikan,“ segir Krist- inn sem kveðst hafa skynjað góð viðbrögð við hinni nýju Krónu- verslun. Tölvupóstar og önnur jákvæð skilaboð viðskiptavina staðfesti það. Krónumenn Svæðisstjórarnir Ólafur Ragnarsson og Ólafur Rúnar Þórhalls- son, til hægri. Fyrir miðju er Kristinn Skúlason rekstrarstjóri. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 2015 Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is Nýjar vörur - mikið úrval Komið og skoðið úrvalið af loftljósum frá Kartell Kartell Easy verð frá kr. 18.700 Kartell Fly kr. 37.300 Kartell Gé verð frá kr. 34.700  Göturnar Kristnibraut, Jónsgeisli og Ólafsgeisli í Grafarholti eru að stórum hluta upphitaðar og sama gildir um nokkrar götur á nýbyggingarsvæð- unum í Úlfarsárdal og við Reynis- vatnsás. „Stórhugur réð í uppbyggingu Grafarholtsins og ákveðið var að nýta affallsvatn frá byggðinni í ríkara mæli en áður var gert, bæði í götur og stíga. Þannig má losna við snjó, hálku og klaka. Kostnaðurinn við þetta lagna- verk er þó verulega umfram kostnað við hefðbundinn snjómokstur,“ segir Ólafur Bjarnason, samgöngustjóri Reykjavíkurborgar. Í Úlfarsárdalnum eru brekkurnar í Urðarbrunni og Úlfarsbraut upphitaðar, svo og stígar og götustubbar í Grafarvogi og víðar. Þá hefur ylur verið settur í jörð við endurnýjun gatna og göngu- og hjólaleiða í miðborginni, svo sem á Skólavörðustíg, Laugavegi, Hverfisgötu og í Kvosinni. sbs@mbl.is Ylur í brekkum og engin hálka Marautt Upphitaðar götur og stígar í Grafarholti. Hér sést Kristnibrautin. Morgunblaðið/Júlíus „Skólinn er góður og sem foreldri er mér það mikið í mun. Í Sæmund- arskóla finnst mér haldið vel utan um krakkana og þá er líka bryddað upp á ýmsum nýjungum sem gefið hafa góða raun. Uppbrot á hefð- bundinni bekkjaskipan hjá yngstu árgöngunum, þemavinna og umb- unarkerfi, eru að mínu mati gott skólastarf,“ segir Ágústa Hrönn Gísladóttir. Þau Ágústa og Hallgrímur Jóns- son, eiginmaður hennar, hafa búið í Grafarholtinu í bráðum ellefu ár og alið þar upp drengina sína þrjá, sem eru í 1., 4. og 9. bekk grunn- skólans góða. Rólegt hverfi er það sem Ágústa nefnir sérstaklega sem kost Graf- arholtsins. „Það truflar mig ekkert þó ég þurfi stundum að sækja þjón- ustu út fyrir hverfið. Og mér finnst engin ástæða til þess að breyta göt- um svo að leiðin inn í hverfið sé greiðari. Sjálfsagt væri slíkt hægt, svo sem með fleiri aðkomuleiðum, en þá myndum við sennilega glata friðsældinni sem að mínu mati er einn helsti kostur þessa svæðis,“ segir Ágústa sem finnst bragur hverfsins ekki hafa breyst ýkja mikið á undanförnum árum. Byggðin sé þó orðin grónari og rað- irnar í samfélaginu þéttari. Fram er íþróttafélag Graf- arholtsins. Starfsemi félagsins er að nokkru komin í Úlfarsárdal þangað sem krakkarnir sækja æf- ingar að nokkru leyti, svo sem yngri flokkarnir. Eldri krakkarnir æfa þó stundum í Safamýri, þangað sem eru rútuferðir úr úthverfinu. „Ferðirnar klikka ekki og við for- eldarnir höfum því fyrir löngu van- ist því að krakkarnir sæki æfingar niður í bæ og við á þessu heimili er- um fyrir löngu orðin Frammarar í merg og bein,“ segir Ágústa. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Móðir Ágústa Hrönn og synirnir Alex Unnar, til vinstri, og Jason Helgi. Grunnskólinn er góður  Friðsæld hverfisins fái að halda sér  Gerð hringtorgs á gatnamótum Vínlands- leiðar og Þúsaldar eru meðal þess sem Graf- hyltingar og Úlfdælingar geta valið í verkefn- inu Betri hverfi. Hægt verður að kjósa á netinu 17. til 24. febrúar Nefndur staður er ein meginæðin inn í hverfið, en gatnamótin þykja hættuleg. Borg- in býðst hins vegar til að bæta úr sé það vilji íbúa. Framkvæmdin myndi kostar um 8 millj- ónir kr, sem er nærri heildarfjárhæðinni sem hverfinu er eyrnamerkt. Önnur verkefni sem velja má eru t.d. lýsing við skóla, gróðursetn- ing, gerð göngustíga inn á Reynisvatns- og Hólmsheiðar, hraðaviðvaranir við skóla og uppsetning æfingatækja og drykkjarbrunna á nokkrum stöðum í hverfinu. sbs@mbl.is Kosið um hættuleg gatnamót Morgunblaðið/Árni Sæberg Holtið Um margt gott er að velja. „Það er mikilvægt að þekkja hverjar þarfir við- skiptavina eru og hvernig þeim megi best mæta,“ seg- ir Gunnar Þór Einarsson, nýráðinn verslunarstjóri Krónunnar í Grafarholti. Hann var starfsmaður og stjórnandi hjá Kaupási á sínum tíma en hefur á und- anförnum árum sinnt markaðsmálum hjá Matfugli. Hefur í því starfi kynnst og átt þátt í að breyta neyslu- menningu landans. Hefur neysla á kjúklingakjöti stór- aukist; fyrir 15-20 árum borðaði hver Íslendingur fimm kíló af kjúklingakjöti á ári en nú 35 kíló. „Skýringarnar á þessu eru margar. Fólk, ekki síst það yngra, vill fituminni vörur eins og kjúklingakjötið sem er auðvelt að matbúa og óteljandi uppskriftir eru til. Og grillaði kjúklingurinn hér selst vel, jafnvel þótt veitingastaður KFC sé hér beint á móti,“ segir Gunnar sem þykir talsverð áskorun felast í því að koma nú að stofnun nýrrar Krónubúðar. „Ég ætla mér að vera sýnilegur hér í búðinni og ná þannig tengslum við fólkið í hverfinu. Við sjáum raun- ar fyrir okkur að fólk víða frá komi hingað, enda erum við staðsett nálægt Vesturlandsveginum, einni helstu æðinni úr borginni og út á land,“ segir verslunarstjór- inn nýi. Verslunarstjórinn sé sýnilegur í búðinni KEMUR ÚR KJÚKLINGUNUM TIL STARFA Í KRÓNUNNI Hverfiskaupmaður Gunnar Þór Einarsson verður á vaktinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.