Morgunblaðið - 11.02.2015, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.02.2015, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 2015 Hátt uppi Maður virðir fyrir sér mannlífið í miðborginni, glaður í bragði. Golli Hið opinbera gegnir veigamiklu hlutverki í vestrænum ríkjum. Umfang þess hefur vaxið mikið víðast hvar og Ísland er þar engin undantekning. Upp að vissu marki má rekja þetta til breytinga á samfélagsgerð sem al- menn sátt ríkir um. Þannig skýra upp- bygging mennta- og heilbrigðiskerf- isins og félagslegar tilfærslur hluta af útgjaldaaukningu undanfarinna áratuga. En auk þessara verkefna hefur hið opinbera tekið að sér önn- ur umdeildari hlutverk og umfang þess samhliða vaxið umfram það sem æskilegt getur talist. Nú er svo komið að blikur eru á lofti hvað varðar sjálfbærni núver- andi fyrirkomulags. Þrátt fyrir að- haldsaðgerðir síðustu ára eru mikl- ar áskoranir enn framundan í opin- berum fjármálum. Skattahækkanir og samdráttur í opinberri fjárfest- ingu útskýra stærstan hluta þess rekstrarbata sem hefur átt sér stað frá hruni og ekki hefur verið ráðist í endurskoðun á umfangi og hlut- verki hins opinbera. Skuldastaða hins opinbera er enn slæm, vaxta- byrði mikil og framundan eru breytingar í aldurssamsetningu þjóðarinnar sem enn munu auka á útgjaldaþrýstinginn. Lausnir krefjast breytinga Með þetta í huga er mikilvægara en nokkru sinni að auka hagkvæmni í opinberum rekstri. Til þess eru tvær leiðir færar: forgangsröðun verkefna og aukin framleiðni. En til að hægt sé að feta þær leiðir þarf í mörgum tilfellum að ráðast í kerf- isbreytingar. Þrátt fyrir að bæði rök og vilji sé til staðar fyrir breytingum hefur inn- leiðing þeirra reynst erfið. Almennt viðhorf gagnvart breytingum er neikvætt, enda fela þær í sér óvissu og fyrirhöfn. Í þeim til- fellum þar sem sér- tækir hagsmunir eru miklir standa hags- munaaðilar gjarnan í vegi fyrir breytingum þrátt fyrir að þær séu í þágu heild- arhagsmuna. Til að vinna á þessu þarf að skapa betri samstöðu um breytingar hér- lendis og efla getu stjórnmálanna og annarra til að takast á við þær áskoranir sem þeim fylgja. Færa þarf umræðuna í málefnalegri og uppbyggilegri farveg og draga hagsmunaaðila að borðinu. Slík nálgun er til þess fallin að auka sátt um þær breytingar sem skila fram- tíðarávinningi, jafnvel þótt þær hafi neikvæð áhrif á afmarkaðan hóp til skemmri tíma. Viðskiptaráð hefur lagt lóð sín á vogarskálarnar til að unnt verði að skapa slíka samstöðu. Ráðið tók virkan þátt í úttekt McKinsey & Company á íslenska hagkerfinu ár- ið 2012, tillögum verkefnisstjórnar Samráðsvettvangs um aukna hag- sæld árið 2013 og fjallar stöðugt um sóknarfæri breytinga í málefna- starfi sínu. Viðskiptaþing er hryggjarstykki málefnastarfs Viðskiptaráðs og viðfangsefni þess í ár er opinberi geirinn. Þar verður meðal annars fjallað um áskoranir við innleiðingu breytinga og leiðir til að skapa aukna samstöðu um umbætur í opinberum rekstri. Það er von okkar að með málefnalegri umræðu um þessi atriði megi breyta viðhorfum margra og greiða fyrir innleiðingu kerfisbreytinga sem bæta lífskjör til lengri tíma lit- ið. Sameinumst um breytingar Það er auðvelt að koma sér sam- an um markmið. Allir geta verið sammála um að hér eigi lífskjör að vera með því besta sem gerist í heiminum, að þau eigi ekki að vera á kostnað komandi kynslóða og að allir eigi að hafa tækifæri til að láta að sér kveða í samfélaginu. Það er aftur á móti erfiðara að koma sér saman um að innleiða þær breyt- ingar sem eru vel til þess fallnar að ná þessum markmiðum. Það er skýr afstaða Viðskiptaráðs að grundvöllur bættra lífskjara fel- ist í bættri samkeppnishæfni og þar með aðstæðum til aukinnar verð- mætasköpunar. Heilbrigt og kraft- mikið atvinnulíf, sjálfbær rekstur hins opinbera, efnahagslegur stöð- ugleiki, hagfellt regluverk og gott skattkerfi eru leiðin að því marki. Til þess að lífskjör á Íslandi geti verið í fremstu röð á nýjan leik þarf því að ríkja einhugur á meðal stjórnvalda, atvinnulífs og íbúa landsins um að byggja hér upp kjör- aðstæður til verðmætasköpunar. Takist vel til í þeim efnum er til mikils að vinna. Eftir Hreggvið Jónsson » Skuldastaða hins op- inbera er enn slæm, vaxtabyrði mikil og framundan eru breyt- ingar í aldurssamsetn- ingu þjóðarinnar. Hreggviður Jónsson Höfundur er formaður Viðskiptaráðs Íslands. Rekstur hins opinbera á krossgötum Þeir kenna sig við víðsýni og frjálslyndi. Þeir segjast al- þjóðasinnar og tals- menn frjálsra við- skipta. Þeir vilja fá viðurkenningu sem umburðarlyndir og umbótasinnaðir stjórn- málamenn. Þeir eru nútímanorrænir jafn- aðarmenn. Þeir eru sannfærðir um nauðsyn þess og samkvæmt kröfum nú- tímans, að öllu sé pakkað inn í fal- legar umbúðir orðaskrúðs og -flaums: „Samfylkingin er eini flokkurinn sem byggir á svo sterkum rótum að geta með trúverðugum hætti ofið saman kvenfrelsi, verkalýðsbaráttu, velferðarsjónarmið, græn gildi, þjóðfrelsi, alþjóðahyggju og at- hafnafrelsi í óslítanlegan streng,“ skrifaði Árni Páll Árnason á heima- síðu sína 28. janúar 2013. Þá sóttist hann eftir og náði kjöri sem formað- ur Samfylkingarinnar. Árni Páll fullyrti að með þessari blöndu væri auðvelt „að veita svör við erfiðustu álitamálum okkar tíma,“ – hvorki meira né minna. Kaldhæðnari mað- ur en sá er heldur hér um penna, gæti fært rök fyrir því að einu svör- in sem formaður Samfylkingarinnar hefði fundið væru vel falin á göng- um hins mikla skrifstofubákns Evr- ópusambandsins. Í kosningunum 2013 voru innan við 13% kjósenda á því að svörin væri að finna í orða- hrærigraut sem borinn var á borð í nafni Samfylkingarinnar. Umbúðastjórnmál Þótt formaður Samfylkingarinnar sé upptekinn af um- búðum – safni fallegra orða og frasa – hefur það ekki komið í veg fyrir pólitíska tækifær- ismennsku. Oft er nauðsynlegt að breyta umbúðunum ekki síst þegar þær virðast ekki heilla almenning. Í stjórnarandstöðu er því leyfilegt að gagn- rýna ríkisstjórn fyrir að leggja ekki á auð- legðarskatt, jafnvel þótt viðkomandi hafi sem stjórn- arliði fyrri ríkisstjórnar tekið þátt í að ákveða með lögum, að slíkur skattur skyldi falla niður. Henti- stefnumaðurinn gagnrýnir án hiks eða hiksta ríkisstjórn fyrir að fylgja lögum sem hann tók sjálfur þátt í að setja. Tækifærismennska er óaðskilj- anlegur hluti af umbúðastjórn- málum. Formaður Samfylking- arinnar vildi ólmur efna til þjóðaratkvæðagreiðslu sumarið 2013 um veiðigjöld. Hann var sann- færður um að samþykkt yrði að taka „hraustlegt gjald“ af útgerð- inni, hvað svo sem það þýddi. En sami stjórnmálamaður taldi fráleitt að bera það undir íslenska skatt- greiðendur hvort þeir vildu taka að sér að greiða skuldir einkabanka. Tvisvar var reynt að koma í veg fyr- ir þjóðaratkvæðagreiðslu um Ice- save. Þeir skuldabakkar hefðu orðið „hraustlegir“ svo ekki sé meira sagt. Með sama hætti lögðust allir þingmenn Samfylkingarinnar, þar á meðal Árni Páll Árnason, gegn því að leitað yrði eftir heimild hjá þjóð- inni fyrir aðildarumsókn að Evrópu- sambandinu árið 2009. Þá sýndu all- ar skoðanakannanir að góður meiri- hluti Íslendinga væri andvígur aðild. Þess vegna var komið í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu líkt og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, lagði til. And- staða við þjóðaratkvæðagreiðslu um Evrópusambandið árið 2009 hefur hins vegar ekki komið í veg fyrir að í stjórnarandstöðu krefjist samfylk- ingar kosninga um hvort slíta eigi viðræðum, sem hafnar voru án þess að almenningur hefði nokkuð um þær að segja og sigldu í pólitískt strand árið 2011. Hentistefnan er í hróplegu ósam- ræmi við stefnuyfirlýsingu sem samþykkt var á stofnfundi Samfylk- ingarinnar í maí 2000 en þar sagði meðal annars: „Við viljum víðtækt lýðræði. Fulltrúar almennings taki ákvarð- anir um sameiginleg málefni fyrir opnum tjöldum. Sem flestar ákvarð- anir verði teknar beint af þeim hóp- um fólks sem þær varða. Ein- staklingar, samtök á vinnumarkaði og frjáls félagasamtök hafi sem mestan sjálfsákvörðunarrétt.“ Staðfesta og samkvæmni verða fórnarlömb stjórnmála sem snúast um umbúðir en ekki hugsjónir. Gæta verður sanngirni Auðvitað er það ekki fyllilega sanngjarnt að halda því fram að stjórnmálabarátta samfylkinga mið- ist eingöngu við umbúðir, frasa og orðmælgi. Til þess er of grunnt á gamla allaballanum – sósíalistanum sem tortryggir einkarekstur, setur traust sitt á ríkið og hefur meiri áhuga á að stækka sneið hins op- inbera af þjóðarkökunni en að baka stærri köku. Gamli allaballinn brýst því stund- um í gegnum umbúðir víðsýni og frjálslyndis. Árni Páll var trúr upp- runa sínum í Æskulýðsfylkingu Al- þýðubandalagsins, þegar hann ávarpaði ársþing ASÍ árið 2009. Þá var hann félagsmálaráðherra og ræddi um „óforskammaða kapítal- ista“ og „ginningarfífl stóriðju og útgerðarauðvalds“. Gamlir sósíal- istar hefðu talið sig fullsæmda af slíkri ræðu líkt og þeir hljóta að hrósa öðrum þingmanni Samfylk- ingarinnar. Þegar haft er í huga að pólitískar rætur Guðbjarts Hannessonar, þingmanns Samfylkingarinnar, liggja einnig í Alþýðubandalaginu, eiga hugmyndir hans um frelsi og ríkisrekstur ekki að koma á óvart. „Þetta mál er engan veginn tilbúið og þetta er mál sem bannar rík- isrekstur,“ svaraði Guðbjartur blaðamanni Viðskiptablaðsins þegar leitað var eftir áliti hans á áfeng- isfrumvarpi Vilhjálms Árnasonar og fleiri. Með samþykkt frumvarpsins verður áfengisverslun ríkisins lögð niður og einkaaðilar fá leyfi til að bjóða áfengi til kaups líkt og aðrar löglegar vörur í smásöluverslun. Guðbjartur bætti við: „Það er nefnilega það að þegar menn eru að tala um aukið frelsi þá er það gert þegar er verið að banna ríkisrekstur.“ Í anda gamals allaballa heldur Guðbjartur því fram að varla sé hægt að tala um aukið frelsi þegar lagt sé til bann á aðkomu ríkisins að smásölunni á sama tíma. Það er að- eins stigsmunur en ekki eðlismunur á sjónarmiðum Guðbjarts Hann- essonar og forystumanns meðal ungliða Vinstri grænna sem lagði til „að á Íslandi sé aðeins starfrækt ein matvöruverslun og hún sé á vegum ríkisins“ og þar með verði engin samkeppni, „bara skýrar reglur og lýðræðisleg stjórnun“. Vinstri grænir líkt og samfylk- ingar sækja í brunn Alþýðubanda- lagsins þótt margir hinna síð- arnefndu vilji fremur láta kenna sig við Alþýðuflokkinn. Báðir gömlu flokkarnir sameinuðust árið 1985 í eindreginni andstöðu við að afnema einkarétt ríkisins á útvarps- og sjónvarpsrekstri. Það er skiljanlegt að þá sögu vilji menn ekki rifja upp a.m.k. ekki ótilneyddir. En eðlilega var tækifærið gripið í „norrænu vel- ferðarstjórninni“ til að koma bönd- um á fjölmiðla með því að setja á fót sérstaka eftirlitsstofnun. Þegar Árni Páll barðist fyrir for- mennsku í Samfylkingunni í sam- keppni við Guðbjart Hannesson, sagðist hann vilja „auka vald fólks yfir eigin lífi“. Hér verður látið liggja á milli hluta hvernig Árna Páli hefur tekist til sem formanni í þeim efnum. Einn prófsteinninn verður þegar áfengisfrumvarpið kemur til lokaafgreiðslu á Alþingi. Því miður virðist sem ekki sé eins djúpt á allaballanum og margir von- uðust til. Nútímajafnaðarmenn hafa sniðið víðsýni, frjálslyndi, umburðarlyndi og athafnafrelsi þröngan stakk. Á margan hátt var gamli allaballinn geðþekkari. Maður vissi oftast hvað- an sá gamli var að koma, hvert hann var að fara og fyrir hvað hann stóð. Eftir Óla Björn Kárason »Nútímajafnaðar- menn hafa sniðið víðsýni, frjálslyndi, um- burðarlyndi og athafna- frelsi þröngan stakk. Á margan hátt var gamli allaballinn geðþekkari. Óli Björn Kárason Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokks. Það er grunnt á gamla allaballanum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.