Morgunblaðið - 11.02.2015, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.02.2015, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 2015 Frábært tilboðsver ð, aðeins 10.990.000 kr. 20” álfelgur, loftpúðafjöðrun, lyklalaust aðgengi og ræsing. Rafmagnshleri, Xenon og led ljós, panorama, Nappa leðursæti með hita og kælingu, hiti í stýri, fjarlægðaskynjarar að framan og aftan. Alpine hljómkerfi með 8,4” snertiskjá, 40 GB hörðum disk, Bluetooth fyrir símann og tónlistina í símanum þínum. Bakkmyndavél, 8 gíra, sjálfskiptur, mjög fullkomið fjórhjóladrif með lágu drifi. V6, 3.6, 290 hö með eyðslu aðeins 10,4 í blönduðum akstri og 8,2 í langkeyrslu. Jeep Grand Cherokee Overland 2014 Getum útvegað allargerðir bíla frá USA og Evrópu Bestu lúxus jeppakaupin í dag Þverholt 6 - 270 Mosfellsbæ - Sími 534 4433 - Fax 534 4430 - isband@isband.is - www.isband.is Opið alla virka daga frá kl. 10-18 - laugardaga frá kl. 11-15 Komdu til okkar og skoðaðu 1stk . e f t i r Guja Dögg Hauksdóttir arkitekt er að vinna að bók um æviferilHögnu Sigurðardóttur arkitekts með undirtitilinn efni ogandi í byggingarlist. „Ég sá um sýningu á Kjarvalsstöðum fyrir nokkrum árum um íslensk verk hennar og var hvött til að halda áfram með þá rannsóknarvinnu sem ég lagði í fyrir hana, og nýti það efni sem grunn til að skrifa þessa bók. Ég ákvað að bæta við efni um verk hennar í Frakklandi en aðaláherslan verður á bygg- ingarlistina og fagurfræði hennar. Ég á von á því að ég verði búin að skrifa bókina í haust þannig að hún komi út á næsta ári. Í fram- haldi af þessari miklu rannsóknavinnu þá er ég farin að stefna á doktorinn, hef sent inn nokkrar umsóknir og er að bíða eftir svari. Hjá mér blandast alltaf lífið og starfið saman og ég hef fengist mikið við tengsl byggingarlistar við aðrar listgreinar. Ég hef skrif- að nokkrar pistlasyrpur, meðal annars í Víðsjá á Rás 1 um þessi tengsl og einnig tengsl heimspeki og byggingarlistar, oftast út frá líkamlegri og ljóðrænni skynjun sem undirstöðu. Svo skrifa ég mik- ið í erlend tímarit, sit akkúrat núna að skrifa grein um unga ís- lenska arkitekta í hollenskt tímarit.“ Varstu með einhverja fyrirlestra á safnanótt um síðustu helgi? Nei, ég var á fullu í svoleiðis þegar ég var deildarstjóri byggingalist- ardeildar Listasafns Reykjavíkur áður en sú deild var lögð niður en nú fer ég bara á sýningar til að njóta.“ Guja Dögg á tvo stráka, Sigtrygg og Arnór Kára að nafni, sem eru á kafi í listum – annar í raftónlist en hinn í myndlist. Guja Dögg Hauksdóttir er fimmtug í dag Ekki mikið afmælisbarn Guja Dögg ætlar þó að fara út að borða. Skrifað mikið um byggingarlist Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Akureyri Alexa Dís Egilsdóttir fædd- ist 11. mars 2014. Hún var 2.698 g og var 48 cm löng. Foreldrar hennar eru Viktoría Rut Smáradóttir og Egill Valdimarsson. Nýir borgarar Rifi Kristinn Freyr Daðason fæddist 11. mars 2014 kl. 05.12. Hann vó 4.025 g og var 54 cm langur. Foreldrar hans eru Daði Hjálmarsson og Sigrún Erla Sveinsdóttir. Ó ttar Bragi fæddist á Fæðingarheimilinu í Reykjavík 11.2. 1975. Fyrstu árin hans bjó fjölskyldan í Árgili, sem er nýbýli úr landi Neðri-Dals í Biskupstungum. Þar voru foreldrar hans með sauðfjárbúskap til 1983. Þá lá leiðin í Aratungu í sömu sveit þar sem foreldrarnir voru m.a. hús- verðir í eitt ár. Árið 1984 festu þau kaup á Miklaholti en sú jörð er litlu sunnar en Reykholt og þar hefur Óttar Bragi alið manninn síðan. Óttar Bragi var í Barnaskólanum í Reykholti í Biskupstungnahreppi hinum forna, nú Bláskógabyggð. Þaðan lá leiðin á Selfoss í grunndeild tréiðna í FSU og eftir tvo góða vetur þar stundaði hann nám við Bænda- skólann á Hvanneyri og lauk þaðan búfræðiprófi 1995. Óttar Bragi Þráinsson, bóndi í Miklaholti, Biskupstungum – 40 ára Glæsileg börn Elísabet Eir, Þorsteinn Ægir og sá yngsti, Matthías Emil Lindum. Myndin var tekin um jólin 2012. Bústólpi í Tungunum Miklaholtsparið Óttar Bragi og kona hans, Line Lindum Christiansen. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.