Morgunblaðið - 23.02.2015, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 23.02.2015, Qupperneq 11
Morgunblaðið/Ómar Leikstjórinn Hörðu segist vera veikur fyrir försum en þar er venjulegt fólk sett í mjög óvenjulegar aðstæður. hann er og sá reynir að viðhalda blekkingunni. Þar fyrir utan er upp- setning sviðsins með nokkrum hurðum þannig að fólk er æðandi út og inn,“ segir Hörður um þetta form leiklistar. Óþarfa offarsi segir frá lífi sjö einstaklinga; tveggja lögreglu- manna sem undirbúa gildru á mót- eli til að standa spilltan borgarstjóra að verki. Til liðs við sig fá þeir kven- kyns endurskoðanda en samband hennar og ann- ars lögreglumannsins ein- faldar ekki framvinduna. Við þetta bætist svo óör- uggur öryggisvörður úr Ráðhúsinu, illskiljanlegur og óvenjulegur leigumorð- ingi og elskuleg borgar- stjórafrú. Sýningin gerist í tveimur samliggjandi mótel- herbergjum þar sem lögreglan hef- ur komið sér fyrir öðrum megin og sett upp upptökubúnað hinum meg- in þar sem nýr endurskoðandi borg- arinnar á bókaðan fund með borg- arstjóranum. Innangengt er á milli herbergjanna og eins og vænta má í góðum farsa er mikil umferð um dyrnar átta sem eru á sviðinu. Leikarar í hremmingum Fjöldi manns hefur unnið hörð- um höndum undanfarnar vikur við smíði leikmyndar, gerð búninga, hönnun ljósa, hljóðs og annars. Leikararnir sjö sem taka þátt í sýn- ingunni koma úr öllum áttum. „Þar sem Leikfélag Kópavogs er áhuga- félag eru leikararnir allir í vinnu annars staðar svo það kennir ým- issa grasa. Flestir hafa sótt nám- skeið og menntun hér og þar í leik- list svo þau hafa öll einhverja reynslu. Þá hafa allir nema einn leikaranna til að mynda sótt eitt eða fleiri námskeið í sumarskóla Banda- lags íslenskra leikfélaga,“ segir Hörður. Undirbúningur sýningarinnar hófst fyrir jól og hefur ekki gengið snurðulaust fyrir sig. „Það hefur gengið á ýmsu hjá okkur. Tveir leikaranna lentu í hremmingum og heltust úr lestinni. Einn sleit hásin og annar fékk lungnabólgu fyrir tveimur vikum. Staðgengillinn fyrir þann seinni hefur því aðeins fengið viku til þess að æfa fyrir sýninguna þannig að það er ansi mikið á hann lagt,“ segir Hörður. Þrátt fyrir þessi bakslög er Hörður fullviss um að allt muni ganga upp fyrir kom- andi sýningar en fróðlegt verður að sjá viðbrögð íslenskra áhorfenda við farsanum vinsæla. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2015 Leikfélag Kópavogs var stofnað 5. janúar 1957 þegar 45 áhugamenn komu saman í Kópavogsskóla til þess að stofna leikfélag. Síðan þá hefur leikfélagið vaxið og dafnað. Á und- anförnum árum hefur leikfélagið haft úr ýmsum fjölbreyttum verkefnum að velja en á síðasta ári setti félagið upp rómaða sýningu á Þremur systrum eftir Anton Tsjekhov og var Elsk- huginn eftir Nóbelsskáldið Harold Pinter á fjölunum. Eftir þetta dramatíska tímabil vonast aðstandendur félagsins til þess að kitla hláturtaugar áhorfenda með sýningum líkt og Óþarfa offarsa. Áhugasamir geta nálgast miða á tix.is eða í síma 554- 1985. LEIKFÉLAG KÓPAVOGS Dramatíska tímabil leikfélags- ins víkur fyrir hlátursköstum Gaman Helga Björk Pálsdóttir, Guðmundur L. Þorvaldsson og Héðinn Sveinbjörnsson sem endurskoðandi, lögreglufulltrúi og öryggisfulltrúi. www.volkswagen.is Caddy City er enn einfaldari og hagkvæmari útfærsla af Volkswagen Caddy, sniðin að þörfum þeirra sem vilja traustan vinnufélaga til að létta sér lífið við dagleg störf. City er viðbót í sendibílalínu Volkswagen Caddy. Það er engin tilviljun að Volkswagen Caddy hefur árum saman verið mest seldi atvinnubíllinn á Íslandi. Með tilkomu City er enn auðveldara að bætast í hóp hæstánægðra Volkswagen-eigenda. Caddy City kostar aðeins frá 2.630.000 kr. (2.120.968 kr. án vsk) Caddy með nýju sniði Atvinnubílar Söluaðilar: HEKLA Reykjavík · Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði Vinsælasti atvinnubíllá Íslandi síðastliðin ár!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.