Morgunblaðið - 23.02.2015, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 23.02.2015, Qupperneq 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2015 Kristín sagði að þegar næsta haust muni Háskóli Íslands hrinda í fram- kvæmd breytingum á námi stærð- fræðikennara í samstarfi Mennta- vísindasviðs og Verkfræði- og náttúruvísindasviðs. Í ræðunni kom fram að unnið væri að því að gera nemendum í öllum greinum fært að styrkja stærðfræðikunnáttu sína. Kristín gerði enn fremur mikil- vægi kennarastarfsins að sérstöku umræðuefni og sagði að verið væri að hrinda í framkvæmd aðgerða- áætlun til að efla kennaranámið í Hátt í 480 kandídatar voru braut- skráðir úr grunn- og framhalds- námi frá Háskóla Íslands á laugar- dag. Kristín Ingólfsdóttir, rektor, sagði við athöfnina að mjög brýnt væri að auka áherslu á stærðfræði- kennslu á öllum stigum íslenska skólakerfisins. Stærðfræði hefði orðið undirstöðugrein á vaxandi fjölda fræðasviða og í atvinnulífi. Því þyrfti að auka áherslu á stærðfræði í kennaranámi og finna nýjar leiðir til að vekja áhuga barna og unglinga á stærðfræði. heild. Getu nemenda hefði hrakað á vissum sviðum á borð við læsi og þekkingu í náttúrufræði og stærð- fræði en á sama tíma hefði ungt fólk öðlast þekkingu á nýjum svið- um á borð við tölvutækni, þar sem foreldrar þeirra og kennarar stæðu þeim jafnvel að baki. Í hópi brautskráðra var fyrsti nemandinn sem útskrifast með BS- gráðu í verklegri eðlisfræði og þá tók fyrsti nemandinn með MA-próf í evrópskum tungumálum, sögu og menningu. aij@mbl.is Aukin áhersla á stærðfræði Morgunblaðið/Kristinn Háskóli Íslands Kristín Ingólfsdóttir og deildarforsetar við brautskráningu.  Áætlun til að efla kennaranám  Afturför á sumum sviðum Á rannsóknar- kvöldi Félag ís- lenskra fræða á miðvikudag, 25. febrúar kl. 20 flytur Vésteinn Ólason erindið: Allt orkar tví- mælis þá gert er – að gefa út eddukvæði. Rannsóknarkvöld verður haldið í Hljóðbergi í Hannesarholti, Grund- arstíg 10, og hefst klukkan 20. Í er- indinu segir Vésteinn stuttlega frá aðdraganda þess að þeir Jónas Kristjánsson gáfu út eddukvæði fyrir Hið íslenzka fornritafélag og ræðir um forsendur útgáfunnar. Vésteinn Ólason er fyrrverandi forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og gegndi áður stöðu prófessors við Háskóla Íslands. Ræðir útgáfu eddukvæða í Hannesarholti Vésteinn Ólason Þjófnaður á umtalsverðu magni af timbri var tilkynntur lögreglunnar á Suðurnesjum nýverið. Um var að ræða 70 til 80 stykki af svoköll- uðum „dokahlerum“, sem staflað hafði verið upp þar til þeir yrðu notaðir. Þegar til átti að taka voru þeir horfnir. Verðmæti þeirra er um 250 þúsund krónur. Þá var tilkynnt um þjófnað á áfengi úr vínbúðinni í Njarðvík. Lögregla hafði fljótlega uppi á við- komandi og greiddi hann það sem honum bar fyrir áfengið. Fimm í fíkniefnaakstri Lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af fimm ökumönnum vegna gruns um fíkniefnaakstur í liðinni viku. Einn ökumannanna var rétt- indalaus og á heimili annars fund- ust sterar og leifar af meintu amfetamíndufti á vigt í eldhúsi. Sýnatökur á lögreglustöð staðfestu neyslu hans á amfetamíni, segir í frétt frá lögreglu. Timbri og áfengi stolið á Suðurnesjum Lukkudýri Smá- þjóðaleikanna 2015 fékk nafnið Blossi á laugar- dag, en ÍSÍ efndi til nafnasam- keppni í janúar um nafn á lukku- dýrinu. Þátt- tökurétt höfðu allir 4.-7. bekkir í grunnskólum landsins og mátti hver bekkur skila einu nafni. Keppninni bárust 140 nöfn og sendu tveir bekkir tillögu með sigurnafninu, Blossa. Það voru 6. bekkur í Vesturbæjarskóla og 5.H.G í Njarðvíkurskóla. Því varð að draga út vinningsskólann og kom upp nafn Njarðvíkurskóla sem er Blossi. Allir nemendur bekkjar- ins fá lítinn Blossa til eignar og skólinn fær tölvubúnað frá Advania að verðmæti 100 þúsund krónur. Blossi til lukku á Smáþjóðaleikum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.