Morgunblaðið - 23.02.2015, Síða 20

Morgunblaðið - 23.02.2015, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2015 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ UppljóstranirEdwardsSnowden sumarið 2013 um að leyniþjón- ustustofnanirnar GCHQ í Bretlandi og NSA í Bandaríkjunum hefðu stundað stórfelldar símahleranir skóku heiminn og leiddu til mikils álitshnekkis fyrir þessar for- ystuþjóðir hins vestræna heims, ekki síst þegar í ljós kom að það voru ekki einungis mis- indismenn sem höfðu þurft að þola hleranir, heldur höfðu sím- arnir hjá leiðtogum vinaþjóða eins og Angelu Merkel Þýska- landskanslara einnig verið teknir með. Stjórnvöld í Washington voru sein að bregðast við upp- ljóstrunum og báru því við að hleranirnar hefðu í flestum til- fellum verið nauðsynlegar til þess að koma í veg fyrir hryðju- verk. Þegar sú útskýring dugði ekki til að sefa reiði banda- mannanna, lofuðu Bandaríkja- menn eftir dúk og disk að betur yrði haldið um þennan þátt upplýsingasöfnunarinnar og að bönd yrðu sett á heimildir NSA til þess að hlera. Þær ásakanir sem birtust á dögunum um að NSA og GCHQ hefðu brotist inn í skrár hol- lenska fyrirtækisins Gemalto og stolið þaðan lyklum að millj- ónum símkorta eru því graf- alvarlegar. Fyrir það fyrsta, þá er enn og aftur brotið á banda- manni Breta og Bandaríkja- manna og stofnaðila í Atlants- hafsbandalaginu, reynist ásakanirnar réttar, sér í lagi þar sem stofnanirnar hefðu getað staðið að upplýsingaöflun sinni í samvinnu við leyniþjónustu Hollands. Málið ýfir því upp á ný sár innan bandalagsins, þar sem njósnað er um vinaþjóðir. Í öðru lagi virðist sem um stórfellt brot á alþjóðalögum sé að ræða, sem mun líklega hafa skaðleg áhrif á utanríkisstefnu Bandaríkjanna gagnvart mörg- um þjóðum. Það rýrir óneit- anlega stöðu Bandaríkjanna sem helsta málsvara hins vest- ræna heims fyrir frelsi, mann- réttindi og lýðræði, þegar þau áskilja sér svo rétt til þess að stunda hleranir á öllum sem ekki eru bandarískir þegnar og standa að stórfenglegri upplýs- ingasöfnun í nafni þjóðarör- yggis. Upphaflegu gögnin frá Snowden opnuðu á umræðu um það hvar mörkin á milli lýð- frelsis og öryggis gætu legið í upplýsingasamfélagi. Ekki verður deilt um það, að hler- anirnar hafa að vissu leyti stuðlað að auknu öryggi gagn- vart hryðjuverkum. En er öllu fórnandi fyrir öryggið? Reynist hinar nýju ásakanir vera réttar hafa leyniþjónusturnar hlaupið framúr sér í gagnaöflun og gengið lengra en nauðsynlegt ætti að vera í öryggisskyni. Með hverri slíkri uppljóstrun er gengið á það traust sem hægt er að bera til forysturíkja Vesturlanda. Nýjar ásakanir gagn- vart leyniþjónustu- starfsemi } Skjöldurinn óhreinkast enn Myndin semblasti við var óþægilega kunn- ugleg. Forsætis- ráðherra ESB- ríkis kominn heim af leiðtogafundi veifandi sigri með ósannfærandi hætti. Í þetta sinn sá nýbakaði gríski, Alexis Tsipras. Hann hafði farið þang- að hnarreistur, svífandi á vængjum ótrúlegs kosninga- sigurs. Fyrir kosningarnar, en ekki síður í sigurvímunni eftir þær, hafði hann heitið löndum sínum því, að Grikkir myndu ekki lengur láta reka sig auð- mjúka í gegnum svipugöngin. Sigurkápan sem hann brá heimkominn yfir axlirnar var þar til að hylja svipusárin. Hann kom nær tómhentur heim. Þú færð 4 mánuði til að ná áttum. Ekki 6 eins og þú biður um. Og innan þriggja sól- arhringa áttu að sýna okkur áætlun um það hvernig Grikkland muni standa við allar sínar skuld- bindingar! Hann fær ekki tíma til að ráðgast við þing eða þjóð. Komirðu ekki innan frests með útkomu sem er okkur að skapi ónýtist 4 mánaða fresturinn. Við látum þér eftir að reikna út hve marga daga grískir bankar draga andann eftir það. Svartssýnisspár sem heyrð- ust eftir kosningarnar í Grikk- landi virðast vera að rætast. Brusselvaldið telur að síst af öllu megi Tsipras líta út sem sigurvegari í málinu. Þá yrði hætt við að lýðræðistilburðir Gríkkja breiddust út til burðugri landa evrunnar. Það væri hættulegri faraldur en flestir aðrir og því yrði þegar í stað að bólusetja veiklaðar evruþjóðir gegn honum. Senn munu sigur- hróp grískra kjós- enda breytast í reiðiöskur og svo í uppgjafarstunur} Bólusetning hafin E r þetta virkilega rétt forgangs- röðun?“ Þetta er röksemd sem heyrist einatt þegar einhver talar fyrir auknu frjálslyndi í viðskiptum með áfengi. Andstæðingar áfengisfrumvarps- ins hafa til dæmis ekki hikað við að beita þess- um rökum, í stað þess að ræða málið efnislega, og gefa þeir um leið í skyn – með vandlæting- arsvip – að þingmennirnir sem lögðu frum- varpið fram þurfi að hugsa sinn gang. Ekki bætti úr skák þegar í ljós kom að smjör- greiddur stuttbuxnastrákur, alinn upp í must- eri nýfrjálshyggjunnar, sjálfri Valhöll, væri að- alflutningsmaður frumvarpsins. Hvernig vogar hann sér að leggja málið fram á meðan heimilin brenna? Veit hann ekki að hér varð hrun? spyrja virkir í athugasemdum. Staðreyndin er samt sem áður sú að ef aldrei hefði mátt ræða annað en það sem menn töldu „mikilvægast“ á hverri stundu, þá væru hvorki frjálsar útvarps- né sjón- varpssendingar hér á landi, sjónvarpið væri enn í svart- hvítu, mjólk seld í sérstökum mjólkurbúðum ríkisins og bjórinn bannaður. Öll þessi mál, og mun fleiri til, þóttu á sínum tíma „léttvæg“ í samanburði við önnur „mikilvæg- ari“ mál. Þegar umræður um afnám bjórbannsins stóðu hvað hæst fyrir um það bil 26 árum kom hver afturhaldssegg- urinn á fætur öðrum upp í pontu á Alþingi og hrópaði há- stöfum að málið væri hreint ekki efst á forgangslistanum. Mörg brýnni mál þyldu enga bið. Þegar litið er til baka má hins vegar fullyrða að fáar lagabreytingar frá þessum tíma eru eins eftirminnilegar. Afnám bjórbannsins hafði mikil og góð áhrif á íslenskt samfélag og bjórmenninguna og ég efast stór- lega um að nokkur maður vilji breyta fyrir- komulaginu aftur í fyrra horf. Áfengisfrumvarpið er ekki brýnasta málið sem liggur fyrir Alþingi þessa stundina. Alls ekki. Ég er aftur á móti fullviss um að eftir nokkur ár, þegar við rifjum málið upp, verði litið á það sem stórmerka og minnisstæða breytingu á áfengislöggjöf Íslendinga. Það er enn fremur þrálátur misskilningur að Alþingi geti í raun aðeins gert eitt í einu. Að ekki sé til dæmis hægt að grípa til aðgerða til að bæta ástandið á leigumarkaðinum vegna þess að áfengisfrumvarpið þvælist fyrir, eins og stundum mætti halda af umræðunni. Sem betur fer búum við við fjölhæft stjórnkerfi sem ræður við margt í einu og afgreiðir Alþingi alla jafna fjölmörg frum- vörp á hverju þingi, sem varða bæði „léttvæg“ og „mikil- væg“ mál. Frjálslynt fólk, hvar sem það stendur á hinu pólitíska litrófi, ætti að fylkja sér um frumvarpið, enda snýst það í grunninn um frelsi einstaklingsins til að ráða málum sín- um sjálfur án óþarfa afskipta misviturra stjórnmála- manna. Það skýtur því skökku við að sumir stjórnmála- flokkar, sem stimpla sig að jafnaði sem nútímalega og frjálslynda, skuli standa vörð um ríkiseinokunarveldið ÁTVR og leggjast gegn þessu framfaramáli. Það kallast hræsni í minni orðabók. kij@mbl.is Kristinn Ingi Jónsson Pistill „Er þetta rétt forgangsröðun?“ STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Norskir sjómenn og útgerð-armenn hafa síðustumisseri talið að meirakynni að vera af norsk- íslenskri síld í sjónum en fiskifræð- ingar hafa talið. Gamalkunnugt stef, sem árlega heyrist hér á landi, ef ekki um síld þá einhverja aðra fisktegund. Hugsanlega hafa þeir sem starfa í greininni að einhverju leyti rétt fyrir sér því fyrstu fregnir frá Noregi um ástand hrygningarstofnsins eru já- kvæðar. Endanlegar niðurstöður eru væntanlegar um mánaðamótin. Fyrir rúmri viku lauk í Noregi leiðangri til að rannsaka ástand, stærð og útbreiðslu hrygningarstofns norsk-íslensku síldarinnar, en stofn- inn hefur minnkað mikið á síðustu ár- um. Beðið er eftir sterkum árgöngum og í þessum efnum eru miklir hags- munir í húfi fyrir þjóðirnar við Norð- austur-Atlantshaf. Þrýst á fiskifræðinga Leiðangurinn var öflugur því farið var á þremur skipum sem út- gerðin kostaði eftir að hafa þrýst mjög á að leiðangur sem þessi yrði tekinn upp að nýju, en síðast var hann farinn árið 2005. Áður var eitt skip notað í leiðangra sem þennan. Leiðangursstjóri var Aril Slotte, yfirmaður uppsjávardeildar við norsku hafrannsóknastofnunina, og í lok leiðangursins lýsti hann mikilli ánægju með hversu vel hefði gengið. Yfirferðin hefði gengið vel við góðar aðstæður og tekist hefði að komast yfir allt útbreiðslusvæðið og hvað varðaði tækni og fræði hefði allt gengið upp. Slotte hefur ekki sagt margt um magnið sem mælt var, en þó hafði Fiskaren eftir honum að útlitið væri jákvætt. „Við sáum meira af síld en við áttum von á miðað við niðursveifl- una sem hefur verið í stofninum og veiðiheimildum. Hversu jákvætt þetta er kemur í ljós þegar endan- legar niðurstöður liggja fyrir,“ sagði Slotte. Fiskifræðingar á Hafrannsókna- stofnun hafa óskað eftir niðurstöðum um leiðangurinn og segir Guðmundur J. Óskarsson að væntanlega verði gögn frá honum meðal þeirra sem lögð verða fyrir fund Alþjóðahafrann- sóknaráðsins í ágúst þar sem stærð stofnsins verður metin og unnið að ráðgjöf um veiðar fyrir árið 2016. „Niðurstöður þessa leiðangurs á hrygningartíma frá 1994-2005 eru enn notaðar í stofnmatinu þótt þær hafi mjög lítið vægi, en honum var hætt af því að hann þótti ekki gefa áreiðanlega mynd af stærð stofnsins. Leiðangur sem farin hefur verið í fjölda ára í maí þótti betur fallinn til þess. Niðurstöður þessa leiðangurs nú verða líklega notaðar í stofnmat- inu í haust sem einn punktur í viðbót í tímaseríu slíkra mælinga, en inn í þá seríu er komin níu ára eyða,“ segir Guðmundur. Í frétt frá Hafrannsóknastofnun að loknum fundi ráðgjafarnefndar Al- þjóðahafrannsóknaráðsins í október sl. kom fram að stofninn er undir var- úðarmörkum og fyrirsjáanlegt að afli og hrygningarstofn muni halda áfram að minnka á næstu árum. Vonarglæta í norsk- um síldarleiðangri? Norsk-íslensk vorgotssíld Stærð hrygningarstofns í milljónum tonna árin 1950–2014 Milljón tonn 1950 1960 1970 1980 1990 2000 2014 14 12 10 8 6 4 2 0 14 12 10 8 6 4 2 0 Heimild: hafro.is Guðmundur segir að mikla niðursveiflu í síldarstofn- inum megi rekja til lélegrar nýliðunar ár eftir ár allt frá árinu 2004. Á þessu tímabili virðist árgangurinn frá 2011 skástur. Hann kemur væntanlega inn í veiðina í ár, en síldin verður yfirleitt kynþroska við fjögurra ára aldur. Áreiðanlegt mat á stærð árganga fæst að öllu jöfnu ekki fyrr en þeir fara að koma fram í veið- inni, þannig að áreiðanlegra mats á stærð 2011- árgangsins má vænta í ár. Þessir litlu árgangar standa ekki undir mikilli veiði og þeir árgangar sem núna bera uppi veiðina eru að mestu orðnir mjög gamlir. „Rannsóknir undanfarin ár á hvaða þættir stjórni nýliðun í stofninum hafa ekki skilað afdráttarlausum niðurstöðum þrátt fyrir að margar tilgátur hafi verið settar fram og prófaðar. Má þar nefna tengsl nýliðunar við margvíslega umhverfisþætti og afrán á síldarungviði af völdum makríls og Barentshafsþorsks. Líklegast er um að ræða flókið samspil ólíkra þátta og verður rannsóknum á þessu sviði haldið áfram til að reyna að skilja það samspil,“ segir Guðmundur. Flókið samspil ólíkra þátta LÉLEG NÝLIÐUN Í STOFNINUM ÁR EFTIR ÁR Guðmundur J. Óskarsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.