Morgunblaðið - 23.02.2015, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 23.02.2015, Qupperneq 22
22 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2015 Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpi@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla ❚ Árstíðabundinn lager ❚ Lager ❚ Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla ❚ Kæligeymsla ❚ Leiga til skemmri eða lengri tíma Ekki sýnist afleiðingin metin, önnur dýr víst líf sitt munu stytta. Þegar sérhver rjúpa upp er etin út þá deyr vor hinsta rjúpnaskytta. (ALV) Í tveimur und- angengnum greinum hér í Morgunblaðinu hef ég fjallað um rjúpnamergð áður og rjúpna- þurrð nú. Einnig stórundarlega rjúpnaráðgjöf Náttúrufræðistofn- unar í haust og þann nýja afráns- þátt sem ég óttast að rjúpnafræð- ingar annað hvort horfi framhjá eða vilji alls ekki viðurkenna. Að á sama tíma og refastofninn (en að- alfæða refa eru rjúpur) hefur 10-15 faldast, er rjúpnastofninn hruninn langt niður fyrir veiðanleg mörk. Heimska, blóðþorsti og frekja Skotvís, samtök veiðimanna, hafa oft verið óheppin með forvígismenn sína. Við sem tilheyrðum „gamla skólanum“ á rjúpnaslóð urðum fljótlega illa fyrir sportkynslóðinni og vorum uppnefndir magn- veiðimenn og fjöldamorðingjar. Á sama tíma áttu veiðiþjófar, sær- ingaskyttur, yfirgangsmenn og ut- anvegaakstursböðlar öruggt skjól og lögmannsaðstoð vísa hjá Skotv- ís. Einn af stofnendum Skotvís rek- ur ofangreinda háttsemi skil- merkilega í Degi frá 20. des. 2000, en það var Sólmundur Tr. Ein- arsson fiskifræðingur sem nefnir greinina „Villimennska við rjúpna- veiðar“. Nokkru fyrr hafði ég verið að tjá mig svipað í blöðum og út- varpi og til þess að þagga niður í mér, vildi þáverandi formaður Skotvís gera mig að heiðursfélaga, sem ég hafnaði. 2001 vildu Skotv- ísmenn ólmir fá að skjóta lóur og hrossagauka og fannst ég óþolandi í þeim slag og brá varaformaðurinn þá á það ráð að kæra mig til rík- issaksónara fyrir morðhótun við þáverandi umhverfisráðherra. Ekk- ert nema skömmina hafði Skotvís út úr þeim málarekstri. Varla þarf að taka fram að Skotvís hefur bar- ist af hörku gegn allri viðleitni til að rjúpnastofninn rétti úr kútnum, og bullað er árvist um að sölubann dragi stórlega úr veiði. En það er ekki eina óráðshjalið, því í DV 21. nóv. sl. krefst formaður fleiri daga til veiða, óhagstæð tíð hafi spillt fyrir og hann geti ekki láð sínum mönnum þó þeir fari til veiða í heimildarleysi. „Kerfið er ósanngjarnt og óréttlátt“! Ég get vel skilið að Elvari Árna Lund þyki sárt að koma heim „með byssuna í borunni“ en þá ætti hann að snúa reiði sinni að þeim sem í haust heimiluðu veiði í heila 12 daga í nær út- þurrkaðan fuglastofn, samanber fjölmarga áður fram komna vitn- isburði náttúruunnenda, smala og rjúpnaskyttna. Vonandi lætur Skotvís af sinni svartnættisheimsku og gengur til liðs við okkur sem viljum endurheimta, ekki bara veið- anlegan rjúpnastofn, heldur allt eðlilegt fuglalíf, sem vargurinn hef- ur vísast stórspillt eða þurrkað út. Hret eða ekki hret? Um mitt sumar bárust þau gleði- tíðindi frá Ólafi K. Níelsen að varp rjúpna hefði tekist vel og vænta mætti verulegrar stofnuppsveiflu. Svo hröðuðu þúsundir veiðimanna sér upp um fjöll og heiðar, hina leyfðu 12 daga, fundu nánast enga rjúpu eða ummerki þeirra, en því meira af refum og þeirra slóðum. Skotvískjáni á Akureyri sagði samt í hádegisfréttum RÚV að nauðsynlegt væri að fjölga veiði- dögum, stofninn hlyti að þola það. Ólafur K. bað menn í guðanna bæn- um að vera ekki að rugga bátnum. Eðlilega, því nú var orðið bágt til bjargar hjá blessuðum fræðingnum með buxurnar á hælunum og því varð að „rembast eins og rjúpan við staurinn“ að hífa þær upp. Sú viðleitni birtist í Morg- unblaðinu á Þorláksmessu. „Líklegt er að hret sem gerði um mán- aðamótin júní, júlí hafi ráðið miklu um lélega viðkomu rjúpunnar, sum- arið 2014.“ Og hér erum við komin að ástæðu þess að ég ákvað að blanda mér í rjúpnaumræðuna, en svigrúm í Mbl. er takmarkað og því verð ég að bíða með að slá botninn í, þar til í fjórðu og vonandi síðustu grein. Eftir Indriða Aðalsteinsson » Að á sama tíma og refastofninn (en að- alfæða refa eru rjúpur) hefur 10-15 faldast, er rjúpnastofninn hruninn langt niður fyrir veiðan- leg mörk. Indriði Aðalsteinsson Höfundur er bóndi á Skjaldfönn við Djúp. Raunir rjúpunnar – ákall til nýs um- hverfisráðherra Rótarýklúbburinn í heimabyggð er teng- ing við heiminn, allar heimsálfur og flest lönd. Margir þekkja rótarýfélaga og vita að Rótarýklúbburinn vinnur að ýmsum góð- um málum. En tengsl- in við umheiminn byrja heima. Margir Íslendingar hafa notið góðs af styrkjum og má nefna tónlistarstyrkina, sem ýmsir nú þekktir ungir íslenzkir tónlistarmenn hafa hlotið í janúar ár hvert, gjarnan til náms erlendis. Margir þekkja einnig til ungmenna- skipta, en á vegum Rotary Int- ernational gefst unglingum tækifæri til þess að fara til annarra landa og kynnast menningu þeirra um allt að eins árs skeið. Friðarstyrkir Rótarýhreyfing- arinnar til tveggja ára framhalds- náms í friðarfræðum á háskólastigi sem lýkur með meistaragráðu hafa fallið mörgum Íslendingum í skaut og gefið þeim ómetanleg tækifæri. Polio Plus-verkefnið sem stefnir að útrýmingu lömunarveiki er stór- kostlegt afrek, þótt því sé ekki lok- ið. Það er unnið í samvinnu við Al- þjóðaheilbrigðisstofnunina, WHO, og fleiri. Íslenzkir rótarýfélagar hafa lagt sitt af mörkum með fram- lögum í Rótarýsjóðinn, Rotary Fo- undation. Sá góði sjóður sinnir verkefnum heima fyrir og á heims- vísu. En Rótarý opnar gluggann að heiminum með margvíslegum hætti. Undirritaður hefur átt þess kost að heimsækja Rótarýklúbba í mörg- um löndum, auk fjölda landa í Evr- ópu, í Bandaríkjunum, Kanada, Afr- íku, Asíu, Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Slíkar heimsóknir gefa manni margt og veita frábæra innsýn í menningu annarra. Það er alltaf eitthvað nýtt að læra og gaman að hitta fólk af öllum stig- um, stéttum og úr afar fjölbreyttum störfum. Alls staðar er manni vel tekið og skiptir ekki máli þótt maður tali ekki tungumál inn- fæddra líkt og gerðist á Mallorca og í Dakar í Senegal. Alls staðar er vinum að mæta og meira að segja hefur undirrituðum verið boðið að halda erindi í virtum gömlum Rótarýklúbbi í London, í Englandi. Það er nefnt sérstaklega til að blanda ekki saman London í Ont- ario, Kanada, en þar var gaman að heimsækja klúbb við Oxford Street, enda báru götur kunnugleg nöfn og Thames rann þar í gegn. Undirritaður hefur átt þess kost að sækja fimm allsherjarþing, nokkrum sinnum með konu sinni og tvívegis með öðrum íslenzkum rót- arýfélögum. Í annað sinnið sótti rúmlega tugur Rotary International Convention í Kaupmannahöfn og Málmey 2006. Var það einstaklega skemmtilegt og lærdómsríkt og hópurinn goður. Á þessum þingum gefst færi á því að hitta marga víða að úr heiminum og hlýða á fróðleg erindi. Minnisvert og hrífandi var að hlýða á Miu Farrow í Birm- ingham 2009, um málefni barna í ýmiss konar aðstæðum. Viðhorfið til þessarar frægu leikkonu varð allt annað og jákvæðara. Fyrsta þingið árið 1995 sóttum við þrír umdæm- isstjórar, tveir fyrrverandi og einn sitjandi í Nice í Frakklandi. Þar var alheimsforsetinn og Íslandsvinurinn Bill Huntley að kveðja, en hann heimsótti Ísland á 50 ára afmæli Rótarýklúbbs Reykjavíkur, ein- stakur maður og ræðusnillingur, sem hittist nokkrum sinnum fyrir næstu árin. Í stuttu máli verður ekki sagt frá öllum, þótt skemmtilegt hafi verið, en tvennt verður nefnt. Í maí 1995 sóttum við hjónin fyrstu aðlþjóðlegu ráðstefnuna sem haldin var í Vilnius í Litháen, ekki þó heimsþing. Rót- arý var þá að ryðja sér til rúms í fyrrverandi austantjaldsríkjum og afar eftirtektarvert hve mikil gleði var því samfara. Við vorum undir leiðsögn Karstens Leth dansks hershöfðingja, sem síðar heimsótti Ísland sem fulltrúi alþjóðaforseta. Hann var öllum hnútum kunnugur og sýndi okkur margt og þar á með- al það sem varast þurfti. Spurður um það hvort hann teldi að Íslendingurinn ætti halda stutta ræðu, svaraði hann neitandi. Margir Litháar komu að máli við undirrit- aðan og spurðu hvenær íslenzka ræðan kæmi. Fátt varð að sjálf- sögðu um svör, enda dagskráin þéttskipuð. Á öðrum degi kom Kar- sten og spurði hvort ekki yrðu sögð nokkur orð. Það gerði undirritaður og hefur aldrei orðið taka málhvíld svo oft vegna fagnaðarláta. Þau voru að sjálfsögðu ætluð íslenzku þjóðinni. Þessi stund var einstök; að finna velviljann og þakklætið fyrir það að Ísland tók sér það hlutverk að verða fyrsta vestræna ríkið til að viðurkenna sjálfstæði Litháens, enda skoðuðu landamæraverðir ekki íslenzku vegabréfin okkar. Það var nóg að halda þeim á lofti. Við- takandi forseti Rotary International skildi ekkert í því af hverju litháísk- ir rótarýmenn fögnuðu þessum Ís- lendingi svo mjög. Á síðasta ári sótti höfundur Rot- ary International Convention í Sydney í Ástralíu og fór hringinn umhverfis jörðina á 35 dögum. Ferðin var einstök og gaf færi á því að mæta á rótarýfundi í Nelson á Nýja-Sjálandi og í Alice Springs í miðri Ástralíu. Hvort tveggja var einstök upplifun. Á fundinum í Nel- son var Nýsjálendingur sem átt hafði lengi í viðskiptum við frændur mína í Póls á Ísafirði og var alveg gáttaður á því að hitta staðkunn- ugan. Við forseti klúbbsins hittumst svo í Sydney fyrir tilviljun í 3K göngunni, End Polio Now. Tilviljun eða ekki? Varla, marga ástralska vini rak á fjörur mínar frá því tveimur árum fyrr úr vel heppnaðri GSE-ferð enda er maður ávallt meðal rótarývina. Rótarý, umheimurinn, áhrifin og gagnið Eftir Ólaf Helga Kjartansson » Viðtakandi forseti Rotary Internation- al skildi ekkert í því af hverju litháískir rótarý- menn fögnuðu þessum Íslendingi svo mjög. Ólafur Helgi Kjartansson Höfundur er rótarýmaður, fyrrver- andi umdæmisstjóri og áhugamaður um Plio Plus. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| brids@mbl.is Kristján Már Gunnarsson og Gunnlaugur Sævarsson Ís- landmeistar í tvímenningi Kristján Már Gunnarsson og Gunnlaugur Sævarsson sigruðu á Íslandsmótinu í tvímenningi sem fram fór um um þarsíðustu. helgi með 58,1% skor. Helstu andstæð- ingarnir voru Aðalsteinn Jörgensen og Bjarni Einarsson með 57,0% og í 3ja sæti Anton Haraldsson og Júlíus Sig- urjónsson með 54,6% skor. Næstu pör: Helgi Sigurðss. – Haukur Ingason 54,2 Jón Baldursson – Sigurbjörn Haraldss. 53,6 Skúli Skúlason – Rúnar Einarss. 52.8 Bjarki og Garðar byrjuðu best Bjarki Dagsson og Garðar Garð- arsson eru efstir í fjögurra kvölda sveitarokki sem hófst sl. miðviku- dag. Þeir skoruðu 53 impa. Nýkrýndur Íslandsmeistari í tví- menningi, Gunnlaugur Sævarsson, er í öðru sæti ásamt Arnóri Ragn- arssyni með 28. Með sömu skor eru Hafsteinn Ögmundsson og Guðjón Óskarsson en aðrir með minna eins og sagt er stundum. Önnur umferð verður nk. mið- vikudagskvöld á Mánagrund.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.