Morgunblaðið - 23.02.2015, Page 25

Morgunblaðið - 23.02.2015, Page 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2015 Ástkær sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, PÁLL HREINN PÁLSSON frá Þingeyri, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja mánudaginn 16. febrúar. Útförin verður gerð frá Grindavíkurkirkju föstudaginn 27. febrúar kl. 14. . Soffía Stefánsdóttir, Margrét Pálsdóttir, Ársæll Másson, Páll Jóhann Pálsson, Guðmunda Kristjánsdóttir, Pétur Hafsteinn Pálsson, Ágústa Óskarsdóttir, Kristín Elísabet Pálsdóttir, Ágúst Þór Ingólfsson, Svanhvít Daðey Pálsdóttir, Albert Sigurjónsson, Sólný Ingibjörg Pálsdóttir, Sveinn Ari Guðjónsson, afabörn og langafabörn. ✝ Erla LýðssonHjaltadóttir fæddist 8. janúar 1930 í Reykjavík. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Eir laugardaginn 14. febrúar 2015. Foreldrar Erlu voru Hjalti Lýðs- son frá Hjallanesi í Landsveit, kaup- maður og forstjóri, f. 2.4. 1900, d. 16.7. 1976, og Elvira Pauline Lýðsson frá Fre- drikstad í Noregi, húsfreyja í Reykjavík, f. 26.6. 1906, d. 25.10. 2005. Systkini Erlu eru: Viktor, f. 22.8. 1928, d. 26.11. 2008, og Unnur, f. 14.9. 1935 Erla giftist Þorvarði Þor- varðarsyni forstjóra hinn 8.7. 1950. Hann fæddist í Hafnar- firði 24.7. 1927 og lést 29.12. 2013. Foreldrar Þorvarðar voru: Þorvarður Þorvarðarson verkstjóri, f. 31.10. 1893, d. 1.7. 1963, og Geirþrúður Þórðar- dóttir, húsfreyja í Hafnarfirði, f. 31.1. 1893, d. 10.2. 1967. Börn Erlu og Þorvarðar eru: Arna Kristín, f. 27.10. 2003. Stjúpsonur Arnar er Ólafur Davíð, f. 13.11. 1984. Sextán ára gömul fór Erla til náms í Noregi. Var hún lengst af í Fredrikstad í nálægð við Louise ömmu sína. Í Fredriks- tad stundaði Erla nám í versl- unarrekstri. Að því loknu lagði hún stund á nám við Hurdal Verk í Hurdal og síðan við lýðháskólann í Haugetun í Rolvsøy. Erla bar ætíð sterkar taugar til Noregs, ferðaðist oft þangað, og hér heima leitaði hugur hennar oft til Noregs og skyldmenna hennar þar. Erla og Þorvarður fluttu árið 1963 ásamt sonum sínum í Brekkugerði 19 í Reykjavík sem var heimili þeirra til febr- úar 2012. Húsið í Brekkugerði var fyrsta hús Högnu Sigurð- ardóttur arkitekts sem byggt var hér á landi. Árið 1970 keyptu Erla og Þorvarður jörðina Hellu á Fellsströnd í Dalasýslu og stunduðu þar frístundabúskap, sem var þeirra helsta áhuga- mál, og voru þar með hesta og kindur á meðan heilsan leyfði. Hella var þeirra unaðsreitur og dvöldu þau þar alltaf þegar tími gafst til. Útför Erlu fer fram frá Grensáskirkju í dag, 23. febr- úar 2015, og hefst athöfnin kl. 15. 1) Hjalti Elvar, matreiðslumeistari f. 21.11. 1950, maki Erna Ólína Eyjólfs- dóttir, hárgreiðslu- meistari, f. 28.12. 1951. Börn þeirra: a) Eyjólfur Örn, bifreiðastjóri, f. 18.11. 1972, maki Jennifer Hjaltason kennari, f. 25.3. 1974. Börn þeirra: Davíð Alexander, f. 5.6. 2005, Michael Samuel, f. 14.11. 2008. b) Elvar Þór flugstjóri, f. 5.8. 1975, í sambúð með Rakel Oddsdóttur félagsráðgjafa, f. 12.4. 1978. Sonur þeirra er Hjalti Theodór, f. 18.3. 2009. Stjúpdætur Elvars eru: Sara Dögg, f. 25.3. 2002, og Thelma Rut, f. 8.9. 2004. c) Erla Björk geislafræðingur, f. 2.12. 1981, í sambúð með Bjarka Ívarssyni lækni, f. 16.5. 1983. Dóttir þeirra óskírð, f. 29.12. 2014. 2) Örn Þorvarður stjórnmálafræð- ingur, f. 3.6. 1962, maki Karitas Kristín Ólafsdóttir sjúkraliði, f. 24.8. 1965. Börn þeirra: a) María Lovísa, f. 26.12. 1997, b) Komið er að kveðjustund. Á slíkri stund er margs að minn- ast. Allar góðu stundirnar okkar saman hér heima og erlendis. Sem móðir gaf hún af sér mikla hlýju. Hún var mér allt sem mér finnst að góð móðir eigi að vera. Mamma hafði mikinn áhuga á listum, sér í lagi myndlist og höggmyndalist og bar æsku- heimilið í Brekkugerði keim af því. Hún þekkti marga lista- menn og fannst gaman að ræða verk þeirra. Mamma var líka mjög hrifin af tónlist og þá sér í lagi íslenskri, norskri og kántrí- tónlist. Þegar hún spilaði lögin voru tækin oft sett í botn og hún sat þá dreymin og lifði sig inn í lögin sem hún heyrði. Pabbi hafði oft orð á að þetta væri nú helst til mikill hávaði. Alla tíð bar mamma sterkar taugar til Noregs. Ung fór hún í nám til Noregs og var þar í ná- vist Louise ömmu sinnar í Fre- drikstad. Kynni mömmu af norskum ættingjum styrktust og eignaðist hún marga vini á skólaárum sínum í Noregi. Ég fór margar ferðir með mömmu og pabba til Noregs og eftir því sem ég varð eldri varð ég þess áskynja hve sterkar taugar hennar voru til landsins. Helst vildi hún ekkert fara nema til Noregs og vera sem lengst í Fredrikstad, fæðingarbæ mömmu sinnar. Margar sögur sagði hún mér frá námsárum sínum í Noregi, sá tími hefur verið skemmtilegur og margt verið brallað þar. Mamma var mjög ánægð þegar eldri dóttir mín var skírð María Lovísa en þar var komin ný tenging við Louise ömmu hennar í Fredriks- tad og hef ég lagt áherslu á að viðhalda þeim tengslum við Nor- eg sem ég ólst upp við. Árið 1970 keyptu mamma og pabbi jörðina Hellu á Fells- strönd. Það var unaðsreitur þeirra og dvöldu þau þar eins mikið og þau gátu. Á meðan þeim entist heilsa til voru þau með búskap á Hellu, voru þar bæði með hesta og kindur. Mamma elskaði dýr og þau hændust að henni. Það er eins og þau hafi skynjað hrifningu hennar á þeim. Frá níu ára aldri og fram á unglingsár var ég oft einn með mömmu á Hellu þar sem pabbi þurfti að fara til Reykjavíkur til að sinna starfi sínu sem forstjóri Stjörnubíós. Það sást greinilega að mamma var mikil búkona í sér og gekk í öll tilfallandi störf. Hún lét það ekki aftra sér þótt pabbi væri ekki til staðar ef þurfti að gera eitthvað og hann var t.d. ekkert ánægður þegar hann frétti að hún hafði klifrað upp á hlöðuþak á meðan hann var í Reykjavík af því að hún þurfti að ljúka við að mála mæninn. Mamma var alltaf hrifin af sterkum litum og það kom vel í ljós á Hellu þegar íbúðarhúsið var málað rautt með bláu þaki. Hún var ekki sátt við hvítt hús með rauðu þaki eins og það hafði verið áður. Ég er feginn því að hafa verið hjá henni við andlátið og geta þannig kvatt hana hinstu kveðju á meðan hún var enn á meðal okkar. Það er stund sem ég mun geyma í hjarta mínu meðan ég lifi. Það er trú mín að nú hafi mamma og pabbi sameinast á ný og gleðst ég yfir því þótt vissu- lega sé söknuðurinn við fráfall hennar mikill. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Örn. Núna er komið að því að kveðja elsku ömmu. Við söknum hennar mikið og munum alltaf geyma minningu hennar í hjarta okkar. Við söknum heimsókn- anna í Brekkugerði þar sem hún átti alltaf eitthvert góðgæti handa okkur. Það var líka gam- an að heimsækja ömmu í sveit- ina og skoða dýrin með henni. Hún elskaði dýr. Amma átti nokkra hunda um ævina. Sá hundur sem við þekktum best var Mollý. Mollý, sem var svo blíð og góð, var eins og barn ömmu og afa og gaf þeim svo margt. Það var til marks um ást ömmu og afa á dýrum að eitt það erfiðasta fyrir þau þegar þau fluttu úr Brekkugerði var að geta ekki haft Mollý lengur hjá sér, en þá tókum við hana í fóst- ur þangað til hún varð veik og dó. Fyrsti hundurinn sem amma eignaðist sem barn hét líka Mollý og var svartur og hvítur Border Collie alveg eins og Mollý var. Þá sagði amma að hún væri komin hringinn þar sem fyrsti og síðasti hundur hennar hétu báðir Mollý, voru báðir af sömu tegund og eins á litinn. Oft er það eitthvað sérstakt sem situr eftir í minningunni. Hjá okkur er það að amma hafði alltaf miklar áhyggjur af því að okkur hefði verið kalt ef við vor- um úti að leika og komum inn úr kuldanum. Þá lagði hún lófa okkar á milli lófa sinna og nudd- aði hlýju í þá. Þetta fannst okkur alltaf svo gott og notalegt. Ömmu fannst mjög gaman í Noregi og talaði oft um það að hún vildi fara með okkur þang- að. Því miður varð aldrei neitt úr því. En við höfum farið mörg- um sinnum til Noregs og ætlum að gera það sem við getum til að viðhalda tengslum ömmu við Noreg. Við erum vissar um að afi, Mollý og öll hin dýrin hennar hafi tekið á móti ömmu þegar hún dó og þá hafa örugglega orðið miklir fagnaðarfundir. Við viljum kveðja ömmu með erindi úr lagi sem langafi okkar söng með henni fyrir svefninn þegar hún var barn. Erla, góða Erla! eg á að vagga þér. Svíf þú inn í svefninn í söng frá vörum mér. Kvæðið mitt er kveldljóð, því kveldsett löngu er. (Stefán frá Hvítadal.) María Lovísa og Arna Kristín. Mér þykir það svo sárt að komast ekki til Íslands og kveðja elskulega ömmu mína í dag, en er þakklát fyrir að hafa náð að hitta hana og knúsa í nóvember. Ég sit hér og rifja upp marg- ar góðar minningar um ömmu Erlu. Allar góðu stundirnar sem við áttum í Brekkugerðinu í æv- intýrahúsinu þeirra afa. Og hvað ég elskaði að komast með þeim í sveitina þegar ég var yngri. Það er mér svo minnisstætt hvað þú, elsku amma, elskaðir dýrin mikið, og er það nokkuð sem við eigum sameiginlegt. Ég gleymi því ekki þegar Fluga gamla ákvað að kíkja inn til okk- ar í kaffi og í staðinn fyrir að reka hana beint út þá fékk hún brauðbita, klapp og svo var henni fylgt út. Og ef það gleymdist að loka hliðinu inn í garðinn þá voru heimalningarnir (stórir og smáir) fastir gestir. Fannst þér alltaf jafn yndislegt og sjálfsagt að fá þessa fer- fætlinga í heimsókn. Dýrin í sveitinni þekktu þig, og var það alltaf jafnspennandi að fara út á tún með þér að gefa kindunum og hestunum nammi, þú þurftir bara rétt að hóa, þá komu þau öll hlaupandi. Þú varst sko engin hefðbund- in amma, þú hafðir þinn eigin stíl og skoðanir sem gerði þig svo eftirminnilega og einstaka, elsku amma mín. Ég hlakka mikið til að eyða tíma í sveitinni með börnunum mínum í framtíð- inni og segja þeim frá einstakri og yndislegri ömmu. Þú varst okkur amma svo undur góð og eftirlétst okkur dýran sjóð, með bænum og blessun þinni. Í barnsins hjarta var sæði sáð, er síðan blómgast af Drottins náð, sá ávöxtur geymist inni. Við allt viljum þakka amma mín, indælu og blíðu faðmlög þín, þú vafðir oss vina armi. Hjá vanga þínum var frið að fá þá féllu tárin af votri brá, við brostum hjá þínum barmi. Við kveðjum þig elsku amma mín, í upphæðum blessuð sólin skín, þar englar þér vaka yfir. Með kærleika ert þú kvödd í dag, því komið er undir sólarlag, en minninga ljós þitt lifir. Leiddu svo ömmu góði guð í gleðinnar sælu lífsfögnuð, við minningu munum geyma. Sofðu svo amma sætt og rótt, við segjum af hjarta góða nótt. Það harma þig allir heima. (Halldór Jónsson frá Gili) Elsku amma mín, ég mun sakna þín, blessuð sé minning þín. Erla B. Hjaltadóttir. Erla Lýðsson Hjaltadóttir Fallinn er nú fyr- ir aldur fram maður sem heldur en hitt puntaði sitt sam- félag. Skoðana- og stefnufastur, ófeiminn að brýna sinn busa ef til ágreinings kom og var þá fastur fyrir. Hins vegar ekkert fyrir það að koma sér í for- svar eða ábyrgðarstöður á opin- berum vettvangi umfram það sem beint tilheyrði starfi hans eða stétt. Alla sækir aldur heim. Ég varð á sínum tíma sextugur og hélt upp á það og réð Gylfa Helgason sem veislustjóra. Hins vegar varð framkvæmdin þannig, að svo mál- glaður varð ég og sjálfhverfur við veisluupphefðina, að ég gleymdi að kynna veislustjórann minn og hann tók aldrei til máls. Ég áttaði mig á þessum mistökum að fagn- aði að þeim loknum og bað hann afsökunar. Þá fræddi hann mig á því, að í hugskoti hans hefði verið ræða til reiðu, hvar hann sagði frá upphafskynnum okkar á Staðar- Gylfi Helgason ✝ Gylfi Helgasonfæddist 30. október 1942. Hann lést 6. febrúar 2015. Útför hans fór fram 23. febr- úar 2015. felli. Hún er óflutt enn. Fjórum árum seinna varð Gylfi sextugur sjálfur og hélt upp á það. Hann bað mig að vera til reiðu ef einhverrar stjórnunar þyrfti við. Á það reyndi ekki. Hins vegar kom hann á fram- færi einhverjum brotum úr ræðunni góðu sem aldrei var flutt. Gylfi Helgason var grúskari, fróður vel og lesinn. Víða heima í sögu. Dáði góðar frásagnir, jafnt í bundnu sem óbundnu máli. Fimmtudagskvöldið 5. febrúar nýliðinn var haldin kvöldvaka á dvalarheimilinu Barmahlíð á Reykhólum, eldri borgurum safn- að þar fleirum en á heimilinu búa. Flutt voru ljóð, bæði sungin og lesin. Gylfi var þátttakandi í flutningi og greip til nokkurra sinna dálætisljóða eftir kunna höfunda. Það var sannarlega ánægjustund að dagslokum. Morguninn eftir í bítið sótti hann heim gesturinn sem við öll búumst við. Kæra Hanna mín! Marga átti ég ánægjustundina á ykkar heim- ili. Það er sannarlega högg að missa förunaut sinn svo fyrir- varalaust. Guð blessi þig, börn ykkar og afkomendur um alla framtíð. mbl.is/minning Jóhannes Geir Gíslason. Gylfi Helgason var maður sem flutti alltaf með sér ferskan blæ. Hann var viðræðugóður, glaður í bragði og gerði gjarnan að gamni sínu í góðra vina hópi. Ekki síst gerði hann einnig grín að sjálfum sér. Eftir að hann hætti í fastri vinnu sem skipstjóri á Karlseynni keypti hann húsnæði Kaupfélags- ins í Króksfjarðarnesi, sem þá var hætt verslunarrekstri. Hann ætl- aði sér að skapa með því tækifæri til að koma þar í gang einhverri starfsemi. Meðal annars bauð hann okkur í Félagi eldri borgara í Dölum og Reykhólasveit að halda þar okkar samkomur s.s. opið hús, sem við gerðum oft og tíðum. Á þeim samkomum var hann jafnan tilbúinn að koma með einhvern fróðleik og miðla honum með upplestri eða frásögnum. Hann var góður sögumaður og upplesari og naut sín við það. Hann sagðist sjálfur vera grúsk- ari og hafa gaman af gömlum fróðleik. Hann var góður félagi í okkar hópi og hans er sárt saknað þar. Ég hitti hann síðast á þorra- blótinu á Reykhólum nú í janúar og við áttum gott spjall saman eins og alltaf þegar við hittumst. Síst grunaði mig að það væri í síð- asta sinn. Vissulega hugsum við eldri borgarar stundum að það sé gott fyrir okkur að fá að fara með þessum hætti, enginn aðdrag- andi, ekki löng lega á sjúkrahúsi eða dvöl á hjúkrunarheimili. Fá að fara í fullu fjöri. En það er erf- itt fyrir aðstandendur þegar fólki er kippt burt svo snögglega og ekki aldrinum fyrir að fara, miðað við það sem hægt er að reikna með, þegar lífaldur er alltaf að lengjast. Ég þakka Gylfa Helgasyni fyr- ir góða viðkynningu og fyrir þátt- töku hans í félagsstarfi okkar eldri borgara. Það skarð sem myndast við fráfall hans hér í sveitarfélaginu verður vandfyllt. Ég votta Hönnu eiginkonu hans, börnum þeirra, tengdabörnum og barnabörnum innilega samúð. Guð blessi góðan dreng. Jóna Valgerður Kristjánsdóttir. Föstudagurinn 9. febrúar rann upp, eins og hver annar dagur, með sína taktföstu vestanátt. Klukkan níu var eins og hellt væri yfir okkur kaldri vatnsgusu, hann Gylfi Helgason er dáinn, svo snöggt og allsendis óvænt. Það sem eftir lifði dags fór í að trúa því að þetta væri raunveruleiki. Gylfi kom hingað til Reykhóla árið 1974, til starfa að undirbún- ingi og byggingu Þörungaverk- smiðjunnar og vann hér alla tíð þar til hann lét af störfum vegna aldurs. Gylfi gekk einn vetur í Stýrimannaskólann til að afla sér réttinda á flutningaskipið Karl- sey. Þar var hann fyrst stýrimað- ur og síðar skipstjóri samfellt frá 1985 til 2009. Gylfi var vinamargur og hafði einstakt lag á að nálgast menn og málleysingja, dýravinur og ein- staklega natinn við börnin sín og barnabörnin. Hann var líka hrók- ur alls fagnaðar í fjölmenni og hafði einstaklega gott orðfæri til að skemmta fólki. Gylfi var fé- lagshyggjumaður með mikla rétt- lætiskennd. Í Stýrimannaskólan- um eignaðist hann vini á öllum aldri. Hann var þar einn fárra sem komnir voru á miðjan aldur. Þá bjuggu nemar á heimavist og um helgar fóru menn gjarnan eitthvað út á lífið. Ein sagan af Gylfa sem lýsir honum vel er að eitt sinn höfðu menn sammælst um að hittast á ákveðnum skemmtistað. Þegar Gylfi kom á staðinn, eitthvað seinn fyrir, stóð þar yfir þræta við dyravörð um inngöngu drengja úr skólanum sem höfðu ekki aldur til að vera þar inni. Gylfi snaraðist fram fyr- ir röðina og mælti með þunga „Hér ræður meðalaldur og hér fara allir inn í fylgd með fullorðn- um.“ Málið afgreitt og engin eft- irmál. Gylfi var mikill tónlistarunn- andi og hafði dálæti á óperum og aríusöngvum. Hann átti það til að hefja upp raust sína og syngja með þegar vel stóð á. Eitt sinn var hann staddur á kaffistofu Þörungaverksmiðjunnar og í út- varpinu var Guðrún Á. Símonar að syngja Kattadúettinn. Gylfi hækkaði í útvarpinu og sagði svo: Strákar, haldið þið að það væri ekki æðislegt að hafa svona stór- söngvara sem færi á milli húsa og vekti menn á morgnana með þessari eðalrödd? Það var stutt í grínið hjá Gylfa og hann sá tækifæri í öllum hlut- um. Nú er komið að þáttaskilum hjá okkur sem eftir sitjum. Við eigum samt góðu minninguna til að gleðja okkur með, minningu um mann sem setti svip sinn á og vinnuhendur í starf sem spannaði rúmlega þrjátíu og fimm árin. Elsku Hanna, Halla, Helgi og Una, tengdabörn og barnabörn, það er höggvið stórt skarð í ykkar fjölskyldu, skarð sem enginn get- ur fyllt. Við starfsmenn Þörunga- verksmiðjunnar vottum ykkur okkar dýpstu samúð við andlát og útför hans Gylfa. Við munum halda í heiðri minningu um góðan og skemmtilegan dreng sem gladdi okkur með nærveru og glettni á sinni starfsævi. Fyrir hönd starfsfólks Þör- ungaverksmiðjunnar á Reykhól- um, Þorgeir Samúelsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.