Morgunblaðið - 23.02.2015, Page 29

Morgunblaðið - 23.02.2015, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2015 Tilboð/Útboð Þann 16. febrúar 2015 var fyrir mistök birt auglýsing um breytingu á skilmálum í deiliskipulagi Hlíðarenda en samþykki liggur ekki fyrir frá borgarráði né borgarstjórn Reykjavíkurborgar. Birting auglýsingar er því hér með dregin til baka. Reykjavík 23. febrúar 2015 Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur Reykjavíkurborg Umhverfis- og skipulagssvið Auglýsing varðandi Hlíðarenda Borgartúni 12-14, 105 Reykjavík, sími: 411 1111, www.reykjavik.is Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, leikfimi kl. 10. Eftir hádegi félagsvist, tölvufærni, útskurður og frjáls tími í myndlist kl. 13. Boðinn Myndlist kl. 10, félagsvist kl. 13.30. Dalbraut 18-20 Myndlist og postulín kl. 9, brids kl. 13. Dalbraut 27 Handavinnustofa kl. 8, upplestur á annarri hæð kl. 14. Furugerði 1 Hádegismatur kl. 11.30, framhaldssaga kl. 14, Ragn- hildur Richter les. Helgistund annan hvern mánudag kl. 13. Garðabær Vatnsleikfimi í Sjálandi kl. 7.30, 8.15, 12.20 og 15, stóla- leikfimi í Sjálandi kl. 9.10, kvennaleikfimi í Sjálandi kl. 10 og í Ásgarði kl. 11. Aðalfundur Félags eldri borgara kl. 14 í Jónshúsi. Gerðuberg Handavinnustofa kl. 9-16. Útskurður með leiðbeinanda kl. 9-16. Línudans kl. 13-14. Kóræfing kl. 14.30-16.30. Gjábakki Handavinnuleiðbeinandi við til hádegis, botsía kl. 9.10, gler- og postulínsmálun kl. 9.30, lomber kl. 13, kanasta kl. 13.30, kóræfing kl. 16.30, skapandi skrif kl. 20. Gullsmári 13 Postulínshópur og tréskurður kl. 9, ganga kl. 10, handa- vinna og brids kl. 13. Félagsvist kl. 20. Leshópurinn í Gullsmára. Hraunbær 105 Handavinna kl. 9, bænastund kl. 9.30, jóga kl. 10.10, kaffi kl. 14.30. Hraunsel Þrekæfingar Haukahúsi kl. 9.10. Dansleikfimi kl. 9. Ganga Haukahúsi kl. 10. Gaflarakórinn kl. 11. Gler kl. 13. Bútasaumur Hjalla- braut kl. 13. Félagsvist kl. 13.30. Hvassaleiti 56-58 Opið kl. 8-16, molasopi til kl. 10.30 og blöðin liggja frammi, vinnustofa frá kl. 8, jóga kl. 8.30, 9.30, 10.30 og 11.30, leikfimi kl. 9.45, hádegisverður kl. 11.30, baðþjónusta fyrir hádegi. Frjáls spilamennska kl. 13, tölvukennsla kl. 13.30 hjá Ragnheiði Ýr, kaffi kl. 14.30, fótaaðgerðir. Hæðargarður 31 Við hringborðið kl. 8.50, glerskurður kl. 9, leikskólabörn koma að hitta Jón afa kl. 9.30, leikfimi á RÚV kl. 9.45, ganga kl. 10, myndlistarnámskeið kl. 13, handavinnuhornið kl. 13, félagsvist kl. 13.15, enskukennsla kl. 15,Tai Chi kl. 17. Nánar í síma 411- 2790. Íþróttafélagið Glóð Ringó kl. 13.30 í Smáranum. Upplýsingar í síma 564-1490 og á www.glod.is Korpúlfar Korpúlfaganga kl. 10 frá Borgum eða inni í Egilshöll. Leik- fimi í Hlöðunni með Nils kl. 11, tréskurður kl. 13 á Korpúlfsstöðum og félagsvist í Borgum kl. 13.30. Langahlíð 3 Upplestur kl. 10.10, leikfimi kl. 11, opin handverksstofa með leiðbeinanda kl. 13, spiluð vist kl. 13, botsía kl. 13.30. Kaffi kl. 14.30, söng- og samverustund kl. 15. Lækjargata 14a Prjónakvöld kl. 19. Gestur okkar að þessu sinni verður Davíð SchevingThorsteinsson. Súpa, kaffi og sætmeti. Norðurbrún 1 Kaffi kl. 8.30, leikfimi kl. 9.45, ganga kl. 10, bókmenntahópur kl. 11, tréútskurður kl. 13-16, djákni kl. 14-15. Seltjarnarnes Gler Valhúsaskóla kl. 9 og 13. Leir Skólabraut kl. 9. Billjard Selinu kl. 10. Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Jóga Skólabraut kl. 11. Handavinna Skólabraut kl. 13. Vatnsleikfimi í sundlaug kl. 18.30. Sléttuvegur 11-13 Dagblöð og kaffi kl. 8.30. Hádegisverður kl. 11.30. Njála með Bjarna kl. 13.30. Kaffi kl. 14.30. Stangarhylur 4, FEB Reykjavík Zumba Gold námskeið kl. 10.30, kennariTanya. Spjaldtölvur námskeið kl. 13, leiðbeinandi Björn Ágúst. Danskennsla námskeið kl. 17, kennari Lizý Steinsdóttir. Vesturgata 7 Setustofa, kaffi kl. 9. Almenn handavinna án leiðbeinanda kl. 9. Hádegisverður kl. 11.30. Kaffiveitingar kl. 14.30. Laus pláss í ensku fyrir framhald, leiðbeinandi Peter Vosicky. Skráning og nánari upplýsingar í síma 535-2740. Vitatorg Leirmótun og postulínsmálun kl. 9, upplestur, framhalds- saga kl. 12.30, Handavinnustofan opin, frjáls spil, stóladans og bók- band kl. 13. Hárgreiðslu- og fótaaðgerðarstofur opnar alla daga. Félagslíf Landsst. 6015022319 IX Raðauglýsingar Smáauglýsingar 569 1100 www.mb Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Óska eftir Staðgreiðum gull, demanta og úr Hringar, hálsmen, armbönd, Rolex, Cartier, Patek Philippe o.fl. Hringdu núna og fáðu tilboð þér að kostnaðarlausu! www.kaupumgull.is Opið alla daga 11–18. Kringlan – 3. hæð (Hagkaupsmegin) Upplýsingar í síma 661 7000. Ýmislegt                 !"  #"  $% !         Bílaþjónusta GÆÐABÓN Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Ökukennsla Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD - árg. 2012. Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 6960042, bilaskoli.is Hreingerningar ER-hreint Tökum að okkur heimilisþrif, flutn- ingsþrif, iðnaðarþrif, fyrirtækjaþrif og húsfélög. Góð og fagleg vinnubrögð, sanngjarnt verð. Hafðu samband strax í dag: sími 788-5888. Teg. 922 Mjúkir og þægilegir dömu- inniskór úr leðri, skinnfóðraðir. Stærðir: 36 - 42. Verð: 12.900.- Teg. 407 Mjúkir og þægilegir dömu- inniskór úr leðri, skinnfóðraðir. Stærðir: 37 - 42. Verð: 12.900.- Teg. 2205 Mjúkir og þægilegir dömu-inniskór úr leðri, skinnfóðraðir. Stærðir: 36 - 41. Verð: 13.550.- Teg. 6926 Mjúkir og þægilegir dömu-inniskór úr leðri, skinnfóðraðir. Stærðir: 36 – 42. Verð: 14.685.- Komdu og líttu á úrvalið hjá okkur! Sími 551 2070. Opið mán.-fös. 10–18, laugardaga 10–14. Góð þjónusta – fagleg ráðgjöf. Sendum um allt land www.mistyskor.is Erum einnig á Facebook. vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (Vald. Briem) Guðrún var sannur vinur sem frá fyrstu kynnum hefur reynst heil og sönn. Okkar vinskapur hefur staðið óslitinn frá því að hittum hana og Gísla mann henn- ar fyrir rúmum 40 árum. Þá fór sonur okkar Sturla að gefa dóttur þeirra Eyrúnu undir fótinn og síð- an hafa þau stigið saman sín skref. Guðrún var glæsileg kona en ekki bara að ytri fegurð heldur geislaði frá henni gleðin og hlýj- an. Hún var örlát á allan hátt, sama hvort það var að opna heimili sitt fyrir Hafsteini syni okkar er hann var við nám í Menntaskólanum á Ísafirði þar sem þau hjónin Gísli og Guðrún bjuggu eða með öllum þeim fjölda gjafa sem hún gaf kirkjum, stofnunum og einstaklingum þessa lands. Gjafirnar voru vef- listaverk sem Guðrún hannaði og óf af slíkum myndarskap að róm- að var. Verk hennar bera lista- manninum Guðrúnu Vigfús- dóttur fagurt vitni og munu gera um ókomin ár. Hún var mikil og góð tengda- móðir Sturlu sonar okkar og fyrir það verðum við ætíð þakklát. Við erum lánsöm að hafa kynnst Guð- rúnu, hennar manngæsku, hlýju og vinarþeli. Brynhildur og Guðmundur. Allar minningar mínar um Guðrúnu Vigfúsdóttur, mömmu Eyrúnar vinkonu minnar, eru góðar minningar. Ég fékk ætíð hlýjar viðtökur þegar ég kom heim með Eyrúnu sem unglingur. Heimilið á Ísafirði var fallegt. Tónlist og myndlist skipuðu háan sess þar. Dugnaður Guðrúnar var aðdá- unarverður. Hún kenndi vefnað í Húsmæðraskólanum. Hann var við hliðina á Sundhöllinni þar sem Gísli maður hennar réði ríkjum. Af mikilli áræðni stofnaði Guðrún vefstofu í húsnæði í miðbænum. Þar hafði hún margar konur í vinnu við að vefa alls kyns efni. Ég kom með Eyrúnu á vefstofuna og dáðist í huganum að því hve skipulegt og fínt allt var þar. Þetta var engin kompa heldur stórt og mikið pláss. Konurnar ófu efni í kjóla, töskur, hálsbindi, púða og margt annað sem Guðrún hannaði. Reglulega hélt Guðrún sýningar á Ísafirði á kjólunum sem saumaðir voru úr efnunum sem ofin voru á vefstofunni. Mér er til efs að þannig sýningar og svona atvinnustarfsemi hafi verið í mörgum byggðarlögum á Íslandi á þessum tíma. Þegar árin færðust yfir flutti Guðrún frá Ísafirði og í Kópavog- inn til að vera í nánd við Eyrúnu og hennar fjölskyldu. Þó var hún ekki af baki dottin heldur kom hún út stórri bók sem gerði ferli hennar sem vefara, fatahönnuði og atvinnurekanda góð skil. Virki- lega fín bók sem heimild um frá- bært lífsstarf. Þá hélt hún sýn- ingu á helstu verkum sínum sem gaman var að sjá í Listasafni Kópavogs. Ég sendi Eyrúnu, Sturlu og börnunum samúðarkveðjur. Svala Sigurleifsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.