Morgunblaðið - 04.03.2015, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 2015
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Íslandsbanki innheimtir 16 þúsund
krónur á ári í þjónustugjöld fyrir 200
þúsund kr. bankaábyrgð í leiguvið-
skiptum. Leigutaki og íbúi í Reykja-
nesbæ reiddi fram umrædda ábyrgð
og af því greiðir hann fjögur þúsund
krónur ársfjórðungslega til Íslands-
banka sem hefur milligöngu í við-
skiptum hans og leigusalans.
Greitt óháð kröfu
Í svari frá Íslandsbanka við fyr-
irspurn um útreikinga sem liggja að
baki gjaldtöku segir að útgáfa
bankaábyrgðar útheimti vinnu fyrir
bankann og sú vinna verður meiri ef
fram kemur krafa í ábyrgðina frá
leigusala. Þóknunin er greidd óháð
því hvort krafan er gerð á leigutaka,
sem annaðhvort getur verið sett
fram vegna vangoldinna greiðslna
eða skemmda á íbúð leigusala.
„Þegar ég fór út á leigumarkaðinn
var mér gert að setja fram banka-
ábyrgð eins og eðlilegt er. Hún var
sett inn á bankabók hjá Íslands-
banka. Síðan kemur í ljós að ég
greiði 4 þúsund krónur ársfjórð-
ungslega,“ segir Olgeir Andrésson,
leigjandi og íbúi í Reykjanesbæ.
Í tölvupósti frá Íslandsbanka
kemur einnig fram að bankinn inn-
heimtir 4.000 kr. í afgreiðslugjald.
Að auki er þóknunin 0,6-2,2% af
fyrstu 180 dögum ábyrgðartíma.
Eftir það er þóknunin 0,05-0,88%
fyrir hverja 90 daga. Þó er tekið
fram að þóknunin sé að lágmarki
4000 kr. fyrir hvert tímabil. Þókn-
unin er breytanleg eftir áhættu-
flokkum og tryggingum. Námsmenn
greiða 8 þúsund krónur á ári.
„Samningurinn er endurnýjaður á
hverju ári við bankann að kröfu
leigufélagsins. Bankinn ljósritar
þetta blað einu sinni á ári og ég
skrifa undir og borga sömu upp-
hæð,“ segir Olgeir.
Ótrúlega hátt gjald
Hann bendir þó á að á móti fái
hann 2 þúsund kr. í vexti árlega. „Ég
sé ekkert athugavert við það að taka
pappírsgjald fyrir vinnuna einu sinni
á ári, en 16 þúsund kr. er ótrúlega
hátt,“ segir Olgeir.
Landsbankinn og Arionbanki taka
einnig gjald fyrir sambærilega þjón-
ustu. Arionbanki innheimtir 20 þús-
und krónur árlega. Landsbankinn
innheimtir 8 þúsund kr. umsýslu-
gjald og 1% í vexti á ári. Ekkert lág-
marksgjald er tiltekið.
Leigutaki borgar Íslandsbanka fjögur þúsund krónur ársfjórðungslega fyrir 200
þúsund króna bankaábyrgð Finnst dýrt að greiða svo mikið af eigin peningum
16 þúsund krónur í þóknun
Morgunblaðið/Ómar
Íslandsbanki Leigutaki greiðir 16
þúsund krónur í bankaábyrgð.
Í tölvupósti frá Íslandsbanka
kemur fram að litið sé á banka-
ábyrgð eins og hvert annað útlán
og greiðsla viðskiptavina inn á
handveðsettan reikning er trygg-
ing fyrir ábyrgðinni sem þeir fá
svo vexti af. Bankinn er ávallt
skuldbundinn til að greiða leigu-
sala ef viðskiptavinurinn (leigj-
andinn) stendur ekki í skilum
eða ef hann veldur tjóni á eign-
inni.
Bankinn þjónar með þessu
móti hlutverki milligönguaðila
sem geymir tryggingarfé leigj-
andans meðan á leigutíma
stendur. Leigjandinn þarf því
ekki að treysta á leigusala til að
geyma tryggingarféð. Með þessu
móti getur leigjandinn gengið að
tryggingarfénu vísu hjá bank-
anum að leigutíma loknum nema
ef tjón verður á eigninni.
Geymir
tryggingafé
BANKAÁBYRGÐ
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
„Ef það kemur ekki vestanganga er hæpið
að loðnan náist og því gætu milljarðar farið
forgörðum,“ segir Sigurgeir Brynjar Krist-
geirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvar-
innar í Vestmannaeyjum. Hann bendir á að
lítið hafi veiðst síðustu daga þó svo að ræst
hafi úr gærdeginum. Meginflekkurinn var
fyrir helgi kominn fyrir Reykjanes, en eftir
eina bræluna fannst lítið af honum. Lítið
veiðiveður er í kortunum á næstunni og stíf-
ar sunnanáttir sem torvelda veiðar.
Sigurgeir bindur vonir við að vestanganga
skili sér suður með Vestfjörðum og rifjar
upp að þegar loðnan fór að veiðast á hefð-
bundnum slóðum fyrir Suðausturlandi hafi
talsvert verið af loðnu út af Húnaflóa.
„Það eru miklir hagsmunir í húfi fyrir ein-
staklinga, fyrirtæki og þjóðarbúið í heild.
Oft hefur loðnan dreift sér í vondum veðrum
eða hrygnt í bræluköflum og síðan horfið. Þá
skiptir ekki máli hvort loðnan kemur að
sunnan eða vestan. Enn getur þetta þó
bjargast og ekki má gleyma því að veður-
spár eru bara veðurspár,“ segir Sigurgeir.
Hann gagnrýnir hversu lítill kraftur og út-
hald hafi verið í mælingum á magni og út-
breiðslu loðnunnar og eitt skip dugi ekki í
slík verkefni.
Vesenast vegna 10-20
milljóna kostnaðar
Í haust hafi lítið fundist af loðnu og lítill
upphafskvóti verið gefinn út sem aftur hafi
leitt til þess að menn hafi haldið að sér hönd-
um í upphafi vertíðar. Þegar loðnan hafi síðan
fundist eftir áramót hafi vísbendingar um að
kvóti yrði aukinn verið alltof varfærnar.
Skilaboðin hafi ekki verið nægjanlega skýr
um að endanlegt aflamark yrði verulega
hærra. Fyrir vikið hafi margir ekki nýtt sér
dýrmæta daga til veiða fyrir norðan land í
janúar.
„Það dugar ekki að vera að vesenast með
hvort senda eigi út rannsóknaskip til að
skoða, mæla og rannsaka loðnuna vegna
kostnaðar upp á 10-20 milljónir. Menn voru
með þessu að taka áhættu um að 5-10 millj-
arða verðmæti gætu orðið eftir í sjónum
engum til gagns,“ segir Sigurgeir.
Ljósmynd/Börkur Kjartansson
Kap VE Veðrið hefur verið erfitt til loðnuveiða undanfarið og útlitið er ekki gott á næstu dögum. Myndin talar sínu máli um aðstæðurnar á miðunum.
Milljarðar gætu farið í súginn
Framkvæmdastjóri VSV í Eyjum hefði viljað sjá meiri kraft í rannsóknum
Telur hæpið að náist að veiða leyfilegan loðnuafla komi ekki vestanganga
Loðnuflotinn var út af Þjórsárósum í gær
og höfðu flest skipin fengið ágætis afla.
Síðdegis voru þar um 15 skip og einhver
voru búin að fylla sig og voru á leið til
löndunar. Jón Atli Gunnarsson, skipstjóri
á Ísleifi VE, sagði að mörg skip hefðu
fengið 3-400 tonn í kasti. Þeir á Ísleifi
voru að ljúka við að fylla og stefnan hafði
verið tekin á Eyjar.
„Það mætti vera skarpari veiði og loðn-
an hér virðist ekki vera á stóru svæði.
Hrognaþroskinn er orðinn nánast 100%
þannig að það er farið að styttast í hrygn-
ingu. Strax á morgun spáir brælu í ein-
hverja fjóra daga þannig að maður veit
ekki hvað verður,“ sagði Jón Atli í gær.
Farið að styttast
í hrygningu
GÓÐ VEIÐI VIÐ ÓSA ÞJÓRSÁR
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Niðurstöður leiðangurs norsku hafrannsókna-
stofnunarinnar benda til þess að stærð hrygn-
ingarstofns norsk-íslensku síldarinnar sé nú um
6,2 milljónir tonna.
Vísitölur úr leiðangrin-
um, sem farinn var í
síðasta mánuði, eru
mun hærri en Alþjóða-
hafrannsóknaráðið
(ICES) hefur miðað
við. Er aflahámark fyr-
ir þetta ár var ákveðið
var miðað við að hrygn-
ingarstofninn í ár væri
um 3,5 milljónir tonna
og hefur hann minnkað
með hverju ári frá 2009.
Ekki hefur verið farið í sambærilegan leið-
angur á hrygningarstöðvarnar frá Möre norður
á Fuglöy-banka frá 2008. Þá var hrygning-
arstofninn metinn 7,2 milljónir tonna. Frá 2008
til 2015 hefur ICES helmingað sínar tölur um
stærð hrygningarstofnsins.
Niðursveiflan minni en talið var
Hafrannsóknastofnun Noregs er varkár í
frétt um niðurstöðurnar, sem birt var í gær. Þar
segir þó að niðursveifla í stofninum sé líklega
minni en í þeim tölum sem ICES miði við.
Norskir útgerðarmenn hafa í nokkurn tíma
þrýst á að farið yrði í öflugan leiðangur á hrygn-
ingarslóðir síldarinnar. Þeir hafa haldið því
fram að meira væri af síld, en fiskifræðingar
hafa talið og virðast hafa haft talsvert til síns
máls samkvæmt niðurstöðunum. Þeir segja nú
að trúlega hafi ekki tekist að mæla alla síldina.
Norska leiðangrinum á hrygningarstöðvarnar
var hætt á sínum tíma af því að hann þótti ekki
gefa áreiðanlega mynd af stærð stofnsins, að því
er fram kom í Morgunblaðinu nýlega.
Vísitölur úr leiðangrinum verða væntanlega
einn þátturinn í útreikningum á stærð norsk-
íslenska síldarstofnsins síðar á árinu, en nið-
urstöðurnar hafa ekki nú þegar áhrif á ákvörð-
un um veiðar eða stofnstærðarútreikninga.
Minnsti afli í 20 ár
Samningur var í gildi um skiptingu leyfilegs
hámarksafla í norsk-íslenskri síld. Skv. honum
fá Norðmenn 61%, Íslendingar 14,51%, Rússar
12,82%, Evrópusambandið 6,51% og Fær-
eyingar 5,16%, en þeir hafa sagt sig frá samn-
ingnum og veitt meira undanfarin ár.
Til íslenskra skipa hefur verið úthlutað 37.308
tonna aflamarki í norsk-íslenskri síld á þessu
ári. Árið 2009 veiddu íslensk skip yfir 260 þús-
und tonn. Síðan hefur síldaraflinn minnkað með
hverju árinu og var í fyrra tæp 60 þúsund tonn.
Er það minnsti afli íslenskra skipa úr þessum
síldarstofni frá 1994.
Mun stærri
hrygningar-
stofn síldar
Jákvæðar niðurstöð-
ur úr norskum leiðangri
Þórshöfn Nýveidd
síld á færibandinu.