Morgunblaðið - 04.03.2015, Side 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 2015
Fæst í apótekum, heilsubúðum,
Hagkaup Spönginni og Fjarðarkaupum.
Er á Facebook
Kvíði, álag eða
orkuleysi?
Burnirótin hefur reynst mér mjög vel við þunglyndi og kvíða. Ég er mun
hressari á morgnana og hef meira úthald og orku allan daginn og mæli
hiklaust með henni. Eftir að ég fór að nota 24 stunda kremið hurfu þurrk-
blettir í andliti alveg og ég er ekki eins viðkvæm fyrir kulda og áður.
Það gengur mjög vel inn í húðina og mér finnst það frábært í alla staði.
– Sigþrúður Jónasdóttir
www.annarosa.is
Burnirótin er talin góð gegn
orkuleysi, kvíða, þunglyndi
og streitu ásamt því að efla
úthald og einbeitingu.
24 stunda kremið þykir einstaklega
rakagefandi og nærandi fyrir þurra
og þroskaða húð. Inniheldur andoxu-
narefni og náttúrulega sólarvörn.
„Við komum vegna þess að við
skömmumst okkar fyrir landið
okkar, þjóðina okkar, fyrir það að
láta slíkt gerast,“ sagði Dmítrí Af-
anajev, einn af þúsundum Rússa
sem komu saman í Moskvu í gær
til að votta minningu Boris Nemt-
sovs virðingu sína. „Þetta er Pútín
að kenna. En okkur líka.“
„Þetta er áfall. Það var kerfið
sem drap hann,“ sagði annar
Rússi, Vladímír Shlamin. „Við er-
um á móti kerfi sem drepur mikla
menn.“
Vinir Nemtsovs segja að hann
hafi verið að vinna að skýrslu sem
hann hafi sagt sanna þátttöku
rússneska hersins í átökunum í
austurhéruðum Úkraínu. Þeir telja
að hann hafi verið myrtur vegna
skýrslunnar.
Flemming Splidsboel, lektor við
Kaupmannahafnarháskóla og sér-
fræðingur í rússneskum stjórn-
málum, telur að morðið á Nemtsov
á föstudag hafi lítil áhrif á stöðu
andstæðinga Vladimírs Pútíns for-
seta. „Stjórnarandstaðan í Rúss-
landi er mjög veik,“ hefur
fréttavefur danska ríkis-
útvarpsins eftir
Splidsboel. „Dauði
Nemtsovs hefur mjög
lítil áhrif. Það kemur
svolítil alda en svo
færist allt í venju-
legt horf.“
Fylgiskannanir
fyrir morðið bentu
til þess að um 86%
Rússa styddu Pútín for-
seta.
„Við skömmumst okkar fyrir landið okkar“
MORÐIÐ Á NEMTSOV TALIÐ HAFA LÍTIL ÁHRIF Á STÖÐU STJÓRNARANDSTÖÐUNNAR Í RÚSSLANDI
BAKSVIÐ
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Í rúman áratug eftir að Vladimír
Pútín varð forseti Rússlands árið
2000 lýsti hann andstæðingum sín-
um sem spilltum eiginhagsmuna-
seggjum eða fávitum en núna eru
þeir fordæmdir sem föðurlandssvik-
arar og óvinir Rússlands.
Þegar Krímskagi var innlimaður í
Rússland í mars í fyrra flutti Pútín
ræðu á þinginu í Moskvu og sagði að
landinu stafaði hætta af „sundurleit-
um hópum föðurlandssvikara“ sem
væru staðráðnir í því að ala á hættu-
legu sundurlyndi meðal Rússa.
Hann lýsti þessum hópum sem
„fimmtu herdeildinni“ og skírskotaði
til hugtaks sem notað hefur verið um
menn sem ganga á laun til liðs við
óvini föðurlands síns og vinna gegn
hagsmunum þess, meðal annars með
njósnum.
Stuðningsmenn Pútíns í ríkisfjöl-
miðlunum gripu þessi orð á lofti og
tóku að birta greinar og „heimildar-
myndir“ um hættuna sem Rússlandi
stafaði af „fimmtu herdeildinni“, eða
„landráðaliðinu“. Frjálslyndum
stjórnmálamönnum á borð við Borís
Nemtsov var lýst sem föðurlands-
svikurum og hættulegum skósvein-
um vestrænna heimsvaldasinna.
„Óvinir á meðal okkar“
Blaðamaðurinn Yoshua Yaffa,
fréttaritari í Moskvu, lýsir áróðrin-
um í grein á vef The New Yorker:
„Um tíma hékk risastórt veggspjald
í stærstu bókaverslun Moskvu með
mynd af Nemtsov, ásamt fleiri
mönnum. „Fimmta herdeildin: það
eru óvinir á meðal okkar,“ sagði á
veggspjaldinu. Gífuryrtasti og sið-
spilltasti þáttastjórnandi í rússnesku
sjónvarpi, Dmítrí Kíseljov, sem var-
aði eitt sinn við því að Rússar gætu
breytt Bandaríkjunum í „geislavirka
ösku“, hafði unun af því að nafn-
greina og smána þá sem eru í
„fimmtu herdeildinni“ svonefndu.
„Pútín lögleiddi þetta hugtak í póli-
tísku umræðunni í Rússlandi,“ sagði
hann. „Við vitum hvað þeir heita.““
Pútín áréttaði viðvörun sína um
hættuna sem stafaði af óvinum Rúss-
lands á blaðamannafundi í desember
þegar hann var spurður hvort tal
hans um „fimmtu herdeildina“ og
föðurlandssvik stjórnarandstæðing-
anna hefði valdið hættulegum klofn-
ingi í samfélaginu. „Línan sem að-
skilur aðgerðasinna í stjórnarand-
stöðunni frá fimmtu herdeildinni er
torséð að utan,“ sagði forsetinn.
„Hver er munurinn? Aðgerðasinnar
í stjórnarandstöðunni eru ef til vill
mjög harðorðir í gagnrýni sinni, en
þegar allt kemur til alls verja þeir
hagsmuni föðurlandsins. Í fimmtu
herdeildinni eru aftur á móti þeir
sem þjóna hagsmunum annarra
ríkja og eru aðeins verkfæri fyrir
pólitísk markmið annarra.“
„Tortímum fimmtu
herdeildinni“
Stuðningsmenn Nemtsovs og aðr-
ir stjórnarandstæðingar rekja morð-
ið á honum til „andrúmslofts haturs
og ótta“ sem Pútín og bandamenn
hans hafi skapað í Rússlandi eftir
stjórnarbyltinguna í Úkraínu í byrj-
un síðasta árs þegar Viktor Janúkó-
vítsj var steypt af stóli forseta.
Vladimír Ryzhkov, annar for-
manna flokks Nemtsovs, RPR-PAR-
NAS, segir að ráðamennirnir í
Kreml hafi ýtt undir ofbeldi gegn
frjálslyndum stjórnarandstæðingum
með því að lýsa þeim sem föður-
landssvikurum og óvinum Rúss-
lands. „Á sovéttímanum hafði ríkis-
valdið einkarétt á valdbeitingu,“
hefur The Financial Times eftir
Ryzhkov. „Núna hefur ríkið ekki
þennan einkarétt. Við stöndum
frammi fyrir ofbeldi að ofan, ógnun-
um að ofan og ótrúlegum ógnunum
að neðan. Við stöndum frammi fyrir
allskonar hópum þjóðernissinna,
róttæklingum, fyrrverandi her-
mönnum, íþróttafélögum. Og hvaða
hópur sem er gæti beitt ofbeldi gegn
þeim sem hann telur vera óvini
Rússlands.“
Á meðal þessara hópa er Evr-
asíska ungmennabandalagið, hreyf-
ing ungra þjóðernissinna sem vill
endurreisa rússneska keisaradæm-
ið. Leiðtogi hreyfingarinnar, Andrej
Kovalenko, sagði þegar hann ávarp-
aði stuðningsmenn sína fyrir ári að
ef Pútín léti ekki til skarar skríða
gegn „fimmtu herdeild“ frjálslyndra
stjórnarandstæðinga myndi stjórn
hans falla, líkt og stjórn Rússlands-
keisara árið 1917. „Vladimír Vladim-
írovítsj! Gefðu okkur bara skipun!“
sagði Kovalenko í ræðunni. „Við bíð-
um í ofvæni eftir því að þú segir:
urrdan bítt’ann.“
Að sögn fréttaritara The Financial
Times hafa ráðamennirnir í Kreml
fært baráttuna gegn frjálslyndu
stjórnarandstöðunni út á göturnar.
Hópar þjóðernissinna, fyrrverandi
hermenn og þingmenn í flokki Pút-
íns hafi tekið höndum saman í janúar
og stofnað hreyfingu sem nefnist
„Andstæðingar Maidan“ með skír-
skotun til uppreisnar andstæðinga
Janúkovítsj á Maidan-torgi í Kænu-
garði. Hreyfingin stóð fyrir mót-
mælagöngu og útifundi í Moskvu
viku fyrir morðið á Nemtsov. Einn
bandamanna Nemtsovs, Míkhaíl
Kasjanov, segir að ræðumenn á úti-
fundinum hafi hvatt til þess að tekið
yrði á frjálslyndu stjórnarandstæð-
ingunum. „Þarna voru jafnvel spjöld
með áletruninni: „tortímum fimmtu
herdeildinni“,“ hefur The Financial
Times eftir Kasjanov sem var for-
sætisráðherra á árunum 2000 til
2004 og gegnir nú formennsku í
flokki Nemtsovs ásamt Ryzhkov.
„Raunar væri það að sumu
leyti minna áhyggjuefni ef í
ljós kæmi að Pútín fyrirskip-
aði morðið,“ skrifaði blaða-
konan og stjórnarandstæð-
ingurinn Ksenia Sobtsjak.
„Það væri skelfilegt kerfi,
en samt kerfi sem
hægt væri að hafa
stjórn á. En ég tel
að því miður sé það
ekki þannig. Það
var ekki Pútín
sem gaf fyrir-
mæli um morð.
En það var
Pútín sem bjó
til djöfullegan
tortímanda og
hefur misst stjórn á
honum.“
Væna andstæðinga um landráð
Pútín og bandamenn hans sakaðir um að ýta undir ofbeldi og ofstæki með því að lýsa stjórnarand-
stæðingum sem landráðamönnum Sagðir hafa skapað „andrúmsloft haturs og ótta“ í Rússlandi
AFP
Andstæðingur Pútíns kvaddur Líkmenn bera kistu stjórnarandstöðuleiðtogans Boris Nemtsovs eftir minning-
arathöfn í Sakharov-miðstöðinni í Moskvu í gær þegar þúsundir manna vottuðu minningu hans virðingu sína.
Rússland einræðisríki?
» Blaðamaðurinn Alex Massie
segir í grein í The Spectator að
Pútín aðhyllist ekki lengur lýð-
ræðislega valdboðshyggju
heldur algert einræði.
„Pútín fór reyndar yfir þessa
línu fyrir nokkru.“
» Massie telur morðið á
Nemtsov marka þáttaskil í
rússneskum stjórnmálum.
„Þetta er verknaður ráða-
manna sem telja sig ekki leng-
ur þurfa að þykjast.“
Vladimír
Pútín