Morgunblaðið - 04.03.2015, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 04.03.2015, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 2015 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Fréttamyndiraf morðinu áBoris Nemt- sov, eins helsta stjórnarandstæð- ingsins í Rússlandi Pútíns, sýndu margar hverjar það sama: Lík Nemtsovs vafið plastlaki undir upplýstum spír- um Kremlarvirkisins. Margir túlkuðu þetta sem skilaboð um að það væri óhollt að vera of fjandsamur þeim sem þar heldur um valdataumana. Nemtsov er einungis einn margra andstæðinga Pútíns sem hafa látist við dularfullar að- stæður á síðustu árum. Því voru fyrstu viðbrögð margra á Vest- urlöndum eðlilega full grun- semda um ábyrgð stjórnvalda á morðinu, enda mun Nemtsov sjálfur hafa haft orð á því að hann yrði hugsanlega myrtur af Moskvustjórninni. Ekki aðeins hefur Pútín losn- að við óþægilegan andstæðing, heldur fær hann nú tækifæri til þess að styrkja þegar sterka stöðu sína innanlands enn frekar með því að stýra því hvert rann- sóknin á morðinu muni beinast. Nú þegar hafa heyrst fregnir á áróðursmiðlum Moskvustjórn- arinnar þar sem því er velt upp að Nemtsov hafi verið myrtur gagngert til þess að koma óorði á rússnesk stjórnvöld. Aðrar kenningar benda á rússneska þjóðernissinna, sem hafi mis- líkað málflutningur Nemtsovs í Úkraínudeilunni. Á hinn bóginn má spyrja hvers vegna Pútín og undirsátar hans ættu að hætta á það að breyta Nemtsov í alþjóðlegan píslarvott á tímum þegar fylgst er náið með hverri hreyfingu rússneskra stjórnvalda og vitað var að þeirra nöfn yrðu efst á lista grunaðra? Hvað þá ef niðurstaðan verð- ur sú að auka á óánægju með stjórn Pútíns? Þetta eru gildar spurn- ingar, enda hlýtur það að vera nokkurt áhyggjuefni fyrir Pútín að grunsemdir fólks beinist þeg- ar í stað að honum. Þar til málið verður upplýst, ef það gerist, verða ávallt uppi efasemdir á báða bóga um ástæður þess að Nemtsov var myrtur. Morðið á Nemtsov nú hefur hins vegar óþægilega hliðstæðu. Hinn 1. desember 1934 var Ser- gei Kirov, æðsti ráðamaður Kommúnistaflokksins í Len- íngrad og hugsanlegur arftaki Stalíns, skotinn til bana á skrif- stofu sinni. Þá, líkt og nú, ákvað æðsti ráðamaður landsins að stýra rannsókn morðsins sjálfur. Aldrei hefur verið upplýst til fullnustu hver stóð að baki morð- inu á Kirov, en því hefur jafnvel verið haldið fram að Stalín hafi sjálfur fyrirskipað morðið til þess að losna við hugsanlegan keppinaut um völdin. Hvað svo sem til er í því eru afleiðingarnar öllum ljósar. Stalín nýtti sér at- burðarásina til þess að hleypa af stað hreinsununum miklu, þar sem á bilinu 10-20 milljónir manna létu lífið. Það væri fjarstæðukennt að ætla það að morðið á Nemtsov leiddi af sér nokkuð á borð við þær hörmungar sem íbúar Sov- étríkjanna máttu þola á fjórða áratugnum. Þó þyrfti alls ekki að koma á óvart, að stjórnvöld í Moskvu nýttu sér morðið til þess að treysta enn tök sín á rúss- nesku þjóðfélagi og þagga niður í gagnrýnisröddum. Morðið á Nemtsov vekur upp ýmsar spurningar} Í skugga Kremlar Í síðustu forseta-kosningum í Brasilíu kom fram megn óánægja með stöðu mála í land- inu. Það voru ekki síst fjárfestar og framkvæmda- stjórar í helstu fyrirtækjum landsins sem vöruðu við því, að efnahagsstefna Dilmu Rousseff og fyrirrennara hennar, Lula da Silva, hefði leitt til stöðnunar. Engu að síður náði Rousseff að tryggja sér nauman meirihluta og annað kjörtímabil. En það hefði betur verið hlustað á varnaðarorðin. Fjár- festingar hafa fallið enn frekar og atvinnuleysi hefur aukist. Stöðnunin er að breytast í kreppu sem gæti varað í langan tíma, og gjaldmiðillinn heldur áfram að falla í verði. Hagspár gera allar ráð fyrir áframhald- andi stöðnun á þessu ári, og ótt- ast er að verðbólga muni fara langt fram úr markmiðum bras- ilíska seðlabankans. Ofan á þetta bætist eitt viða- mesta mútuhneyksli í sögu landsins, þar sem æðstu yfirmenn hjá ríkisolíufyrir- tækinu Petrobras eru sakaðir um að hafa mútað embættismönnum, meðal annars hjá Verka- mannaflokki Rousseff, til þess að tryggja félaginu útboð. Mats- fyrirtæki hafa í kjölfarið sett skuldabréf félagsins niður í rusl- flokk. Þó að Rousseff hafi hvergi komið nærri, beinist kastljósið að henni, þar sem hún var stjórnarformaður félagsins lengst af á þeim tíma sem hneykslið nær til. Það er því ekki að ófyrirsynju að byrjað sé að ræða um það af nokkurri alvöru að stjórn Rousseff muni ekki endast út ár- ið, einungis tveimur mánuðum eftir að hún endurnýjaði emb- ættiseið sinn. Þetta eru hvorki góð tíðindi fyrir Brasilíu né efnahagskerfi heimsins, enda Brasilía sjöunda stærsta hagkerfi heims. Hrakspárnar um Ro- usseff hafa reynst á rökum reistar} Brasilía í basli Þ að er ekkert að sjá í mínum augum / þau eru bara blá,“ söng Jón „Juni- or“ Símonarson í laginu Augum með Bootlegs sælla minninga. Þó Jón hafi verið að syngja um óeig- inlega hluti þá er það vissulega rétt að ekkert er að sjá í bláum augum eða í það minnsta eng- an lit, ekki einu sinni bláan lit, enda byggist hann á svo órómantísku fyrirbæri sem Ray- leigh-dreifingu ljóss í glærunni. Í mjög skemmtilegum þætti um liti á net- útvarpsstöðinni Radiolab, sjá radiolab.org, þar sem meðal annars var rætt við vísindarit- höfundinn James Gleick, ræddu menn liti og byrjuðu á þeirri spurningu Isaacs Newton hvort litur væri eitthvað sem kæmi að utan eða innan, hvort liturinn yrði til í kolli þess sem sæi hann – er litur til, hvort sem við sjáum hann eða ekki? Svarið við því er náttúrlega það að litirnir eru beggja blands, víst eru þeir til, mismunandi bylgjulengdir ljóss, en hvað við köllum þá er þegjandi samkomulag okkar – við vitum öll að blátt er blátt, eða hvað? Annað kom nefnilega eftirminnilega á daginn í „stóra kjólamálinu“ þar sem sumir sáu hvítt og gyllt, en aðrir blátt og svart. (Þeim sem hnussa nú: „Var þetta frétt?“ má svara svo: Já, vissulega var þetta frétt – fréttir af kjólnum alræmda (rómaða?) voru mest lesnu fréttir síðustu viku, „Hvernig er kjóllinn á litinn?“ lásu 48.710 og „Móðir brúðarinnar klæddist …“ lásu 31.840.) Í sama þætti var sagt frá rannsóknum Williams Gladstone, sem var fræðimaður áð- ur en hann lenti í pólitík og varð forsætisráð- herra Bretlands undir lok nítjándu aldar. Eitt af því sem hann velti fyrir sér var sér- kennileg litanotkun í Ódysseifskviðu Hómers (200 tilfelli af svörtu, 100 af hvítu en fátt um aðra liti), þar með talið hvernig hafinu er lýst. Hér uppi á Íslandi þekkjum við hafið vel og vitum að það er grænt, blátt og allt þar á milli, en suður í Eyjahafi er það eiginlega bara blátt, mismunandi tónar af bláu, eða svo hefði maður haldið. Málið er þó það að í göml- um grískum textum er blátt hvergi að finna þó að í áðurnefndri kviðu sé ýmsa liti að finna, ekki marga þó, en aldrei bláan lit, ekki einu sinni til að lýsa hafinu – kannski var hann ekki til? Kunningjakona mín varð fyrir því óláni að fá höfuð- högg og blæddi inn á heila. Hún náði heilsu að nýju, en fékk nýja sýn á heiminn. Við ræddum einu sinni málverk og í orð barst hve tiltekinn listamaður notaði fallega blá- an bláan lit. Hún varð hugsi og spurði svo: Hvað er blátt? Nú eins og himinninn, svaraði ein viðstaddra,… eða sjór- inn. Það er ekki sami liturinn, sagði kunningjakona mín og hafði vissulega rétt fyrir sér, því þó við sammælumst kannski um það að sjórinn geti verið blár, þá er hann ekki blár eins og himinninn, sem er blár vegna Rayleigh- dreifingar ljóss. Rétt eins og himinblá augu. arnim@mbl.is Árni Matthíasson Pistill Blátt áfram blátt, eða hvað? STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Skerða á fjárhagsaðstoðsveitarfélaganna til þeirraviðtakenda hennar sem eruvinnufærir en ekki virkir í atvinnuleit. Sveitarfélögum verður heimilt að setja skýrari skilyrði um fjárhagsaðstoð og samræma á fjár- hæðir hennar milli sveitarfélaga. Þetta er meðal þess sem felst í frumvarpi velferðarráðherra um breytingar á lögum um félagsþjón- ustu. Frumvarpið var lagt fyrir í desember og vísað til velferðar- nefndar Alþingis í byrjun febrúar. Að mati velferðarráðuneytisins mun frumvarpið, verði það lögfest, lækka útgjöld sveitarfélaga til fjárhags- aðstoðar um 100-150 milljónir á ári. Samband íslenskra sveitarfé- laga skilaði velferðarnefnd umsögn um frumvarpið í fyrradag. Þar er hvatt til þess að frumvarpið verði af- greitt á yfirstandandi þingi, það sé „í þágu einstaklinga og fjölskyldna og stuðli að virkri velferðarstefnu“. Þá kemur þar fram að ítrekað hafi verið lagt til af hálfu sambandsins að sveitarfélögunum verði heimilt að setja skilmála fyrir fjárhagsaðstoð; nauðsynlegt sé að sveitarfélögin stuðli mun kröftugar að því en áður að fólk „festist ekki inni á fjárhags- aðstoð til frambúðar“. „Þessi mikla fjölgun þeirra sem fá fjárhagsaðstoð hefur rekið sveit- arfélögin til að skoða þessi mál með ferskum augum,“ segir Guðjón Bragason, sviðsstjóri lögfræði- og velferðarsviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, en með styttingu at- vinnuleysisbótatímabilsins um síð- ustu áramót fjölgaði þeim sem fá fjárhagsaðstoð frá sveitarfélög- unum. Sumir eru í svartri vinnu Hann segir sveitarfélögin lengi hafa vonast eftir frumvarpi sem þessu og raunar hafi vinna við það hafist í tíð síðustu ríkisstjórnar. Markmiðið sé að hjálpa fólki til sjálfshjálpar, ekki að greiða þeim bætur sem eigi ekki rétt á þeim. „Það er ekkert leyndarmál að það er talsverður hópur sem hverfur af fjárhagsaðstoð um leið og þeim er sagt að þau fái ekki bætur ef þau þiggja ekki vinnu. Það sama gildir reyndar um atvinnuátaksverkefni Vinnumálastofnunar og sveitar- félaga. Hluti þessa fólks er væntan- lega í svartri vinnu, en sækir samt um bætur,“ segir Guðjón. Hann seg- ir erfitt að fullyrða um umfang þessa hóps, en margt bendi til að þetta sé allt að þriðjungur þeirra sem þiggja fjárhagsaðstoð. ÖBÍ gagnrýnir frumvarpið Guðjón segir ekki vera farið að huga að samræmdum reglum sveit- arfélaganna, það verði næsta skrefið verði frumvarpið samþykkt. Hann segir fjárhagslegan ávinning af frumvarpinu vera tals- verðan. „Sparnaðurinn er ekki til skamms tíma, því til að taka á þess- um vanda í dag verður varið meira fé til virkniúrræða og ráðgjafar. En til lengri tíma litið munu augljóslega sparast fjárhæðir með því að fækka bótaþegum. Við erum að taka á vandanum í dag til að fyrirbyggja óendanlega mikil útgjöld í framtíð- inni.“ En fleiri hafa sent inn umsögn um frumvarpið en Samband ís- lenskra sveitarfélaga. Meðal þeirra er Öryrkjabandalagið, ÖBÍ. Í um- sögn þess segir m.a. að samþykkt frumvarpsins fæli í sér grundvall- arbreytingu á framfærslukerfinu. Skilyrði á borð við þau sem lögð eru til muni gera fólki enn erfiðara um vik að komast út á vinnumarkaðinn. „Ekki getur talist eðlilegt að setja sömu skilyrði og kröfur um atvinnu- leit fyrir fjárhagsaðstoð sveitar- félaga og atvinnuleysisbætur,“ segir í umsögn ÖBÍ. Óvirkir fái ekki leng- ur fjárhagsaðstoð Morgunblaðið/Ómar Fjárhagsaðstoð Frumvarpið á að lækka útgjöld um 100-150 milljónir á ári. Í áðurnefndri umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga er tekið fram að viðhorf til velferðarþjónustu hafi breyst mjög milli kynslóða, einkum í hópi fólks 18-25 ára. Guð- jón segir fyllstu ástæðu til að hafa áhyggjur af breyttu viðhorfi yngra fólks til bóta. „Það er nokkuð um krakka sem eru orðnir 18 ára, hætta í skóla og sækja um bætur. Sum eru vinnufær en vilja hreinlega ekki vinna. Af þessu er mikill kostnaður fyrir samfélagið og það væri sannar- lega hægt að verja skattfé á betri hátt, t.d. til að efla ráðgjöf og úrræði fyrir þá sem virkilega þurfa á aðstoð- inni að halda.“ Guðjón segir þennan hóp hafa stækkað eftir efnahagshrunið 2008, þetta sé því frekar nýtilkomið og ekki hafi verið litið á þetta viðhorf ungs fólks sem vandamál fyrir nokkrum árum. „Ef velferðarkerfið tekur ekki strax á þessum hópi og kemur honum í einhvers konar virkni er það gríð- arlegur kostnaður fyrir samfélagið,“ segir Guðjón. Ungir vilja fara á bætur HAFA ÁHYGGJUR AF VIÐHORFI FÓLKS 18-25 ÁRA Guðjón Bragason

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.