Morgunblaðið - 06.03.2015, Side 4

Morgunblaðið - 06.03.2015, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MARS 2015 Garðar segir fátt benda til þess að heimanám styrki nemendur í námi sínu. Spurður um hvers vegna það sé þá jafn stór hluti skólastarfs og raun ber vitni segir hann það m.a. vera vegna arfs frá liðinni tíð, heimanám hafi alltaf verið hluti skólastarfs og það þurfi kjark og kraft til að breyta kennsluháttum. Sjálfur hefur Garð- ar kennt í meira en 25 ár og segir heimanám hafa aukist á sínum kennsluferli. „Það hefur gerst með lengri skóladegi. Nemendur fá fleiri verkefni í skólanum og þar með meira heimanám. Ég held að heimanámið verði enn um sinn í flestum skólum, en til að gera það markvissara ætti það að vera ein- staklingsmiðaðra en það er nú.“ Undir þetta tekur höfundur hinnar rannsóknarinnar, Hjördís Pétursdóttir, kennari við Grunn- skólann á Hellu. Hún kannaði við- horf nemenda, foreldra og kennara á yngsta stigi grunnskólans. „Til þess að heimanámið beri meiri ár- angur þyrfti að einstaklingsmiða það að hverjum og einum,“ segir Hjördís. 2/3 segja ganga vel Niðurstöður rannsóknar Hjör- dísar sýna m.a. að flestir nemendur eru ánægðir með heimanámið og finnst sér ganga vel við að vinna það. „Það var þó gegnumgangandi að þau langaði til að hafa meira um að segja hvernig heimanámið er,“ segir Hjördís. 42% foreldra í rann- sókn hennar töldu heimanám nauð- synlegt og 44% töldu að það ætti að takmarkast við lestur. Þá kom fram að 64% telja heimanámið ganga vel og að það skapi jákvæða stund á heimilinu. 36% töldu það ganga illa og að það ylli togstreitu og spennu í heim- ilislífinu. Þau Garðar og Hjördís eru sam- mála um að umræða um heimanám sé af skornum skammti í skólakerf- inu og segja bæði að móta þyrfti stefnu í þessum málum. „Grunn- skólaskipið er stórt og þungt og erfitt að snúa því, segir Garðar. „Við þurfum að taka upp mark- vissa umræðu um heimanám og hver ber ábyrgðina á því.“ „Umræða um heimanám kemur upp af og til, en lognast fljótt út af,“ segir Hjördís. „Það þarf að skilgreina heimanám betur.“ Gagnsemi heimanáms í grunnskólum er umdeild  Telja að heimanámið stuðli að mismunun nemenda  Umræðu og stefnu skortir Morgunblaðið/Eggert Læra heima eða ekki? Heimanám hefur lengi þótt sjálfsagður hluti skólastarfs hér á landi. Skiptar skoðanir eru um gagnsemi þess og tilgang og ýmsar hliðar heimanáms eru skoðaðar í tveimur nýlegum rannsóknum. Garðar Páll Vignisson Hjördís Pétursdóttir SVIÐSLJÓS Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Foreldrar grunnskólabarna eru hlynntari heimanámi en börnin sjálf og yngri börn eru jákvæðari gagnvart því en þau eldri. Nem- endur í 9. bekk nota að meðaltali 45 mínútur daglega í heimanám. Það er lengri tími en þeim og for- eldrum þeirra finnst æskilegt. Um tveir þriðju foreldra yngri barna telja heimanámið skapa jákvæða stund á heimilinu. Þetta eru niðurstöður tveggja meistarprófsrannsókna sem nýver- ið voru gerðar á menntavísinda- sviði Háskóla Íslands, en í þeim var heimanám rannsakað frá ýms- um sjónarhornum. Aðra rannsóknina gerði Garðar Vignisson, sérkennari í Grunnskól- anum í Grindavík. Hann kannaði viðhorf foreldra/forráðamanna, nemenda og kennara til heima- náms barna í 5. og 9. bekkjum í sjö grunnskólum. Meðal þess sem rannsókn Garðars leiddi í ljós var að um helmingur foreldra og nem- enda telur að heimanámið geti stuðlað að mismunun nemenda. „Foreldrar hafa mismunandi að- stæður til að aðstoða börn sín við heimanám; þeir hafa misjafnan bakgrunn, menntun og viðhorf,“ segir Garðar. Nemendur í 9. bekk vörðu að meðaltali 45 mínútum á dag í heimanám og nemendur 5. bekkjar 24 mínútum. Foreldrar jákvæðari en börnin Garðar segir foreldra almennt hlynntari heimanámi en nemendur, en þó telji 80% foreldra heimanám- ið valda miklu álagi á heimilislífið. „Margir hafa einfaldlega ekki tíma, flestir eru í fullu starfi og sinna ýmsu utan vinnu og heimilis. Það má kannski segja að skólinn hafi ekki brugðist við breyttum tímum.“ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Vestmannaeyjahöfn hefur fengið tilkynningu um komu 40 skemmti- ferðaskipa næsta sumar og er það um tvöföldun frá fyrra ári. Gangi það eftir mun metfjöldi ferða- manna heimsækja Eyjarnar næsta sumar. Ólafur Þór Snorrason, hafnar- stjóri í Vestmannaeyjum, segir minnst þriðjung væntanlegra skipa of stóran til þess að geta komið inn í höfnina. Þessi aukna umferð kalli, ásamt þörfinni fyrir að geta tekið á móti stærri flutn- ingaskipum, á að byggður verði stórskipakantur. Skipin stækka stöðugt Væntanlega yrði hann norðan við höfnina, út af Eiðinu sem teng- ir Heimaklett við eyjuna. Hönnun og prófunum er lokið og var kostnaður við gerð kantsins áætl- aður 3,4 milljarðar króna árið 2011. „Hún er þröng hjá okkur höfnin og erfið og skipin eru alltaf að stækka. Það helst í hendur við flutningaskipin líka. Stærsti akk- urinn í þessu yrði að geta tekið á móti stærri flutningaskipum. Skipafélögin vilja geta siglt stærri skipum hingað,“ segir Ólafur Þór. Spurður hvaða tekjur skemmti- ferðaskipin skapi orðið fyrir höfn- ina segir Ólafur Þór að þegar þau séu orðin 40 talsins sé farið að muna um það í rekstrinum. Fyrr á öldinni hafi á bilinu 7-14 skip kom- ið árlega – þau voru 20 í fyrra – en nú komi bæði fleiri og stærri skip. Hann tekur fram að veður geti sett strik í reikninginn og leitt til þess að skemmtiferðaskip komi ekki til Eyja. „Þriðjungur af skipunum eru það stór að við getum ekki tekið þau inn í höfnina. Það fer aftir að- stæðum hverju sinni hvað við get- um tekið stór skip inn en ljóst að stærstu skipin komast ekki inn í höfnina eins og hún er í dag“ segir Ólafur Þór. 24-faldur íbúafjöldinn Páll Marvin Jónsson, formaður Ferðamálasamtaka Vest- mannaeyja, segir áætlað að um 80 þúsund ferðamenn hafi komið með Herjólfi til Eyja í fyrra og um 30 þúsund með flugi, alls 110 þúsund manns, sem er 24-faldur íbúafjöldi Eyja. Ferðamenn sem koma með skemmtiferðaskipum bætast þar við. Hann segir aðspurður ekki hafa verið áætlað hversu margir ferða- menn muni koma í sumar. Unnið sé að stefnumótun fyrir árið. Þar sem Herjólfur geti að óbreyttu ekki flutt mikið fleiri farþega þurfi aukningin að verða með fjölgun ferða hjá Herjólfi, með flugi, með öðrum bátum eða með skemmtiferðaskipum. Bygging stórskipakants sé forsenda þess að hægt sé að fjölga farþegum skemmtiferðaskipa enn frekar. Páll Marvin segir það hafa kom- ið til umræðu hjá samtökunum um daginn hvort fjöldi ferðamanna sé kominn að þolmörkum á vinsæl- ustu stöðunum. „Viljum við fá fleiri ferðamenn? Það er ekkert gefið. Það hefur lítið verið byggt upp af göngustígum og innviðum,“ segir hann. Sigurmundur Gísli Einarsson, framkvæmdastjóri Viking Tours, væntir þess að eftirspurn eftir bátsferðum og rútuferðum um Eyjarnar muni aukast í sumar vegna mikillar fjölgunar skemmti- ferðaskipa. Að hans sögn komu um 130 þús- und farþegar á ári til Eyja með Herjólfi þegar ferjunni var siglt frá Þorlákshöfn. Stærsti hluti far- þega var þá heimamenn. Eftir að ferjan hóf siglingar frá Landeyja- höfn hafi farþegum fjölgað í 298 þúsund og eru ferðamenn nú í meirihluta. Að auki flutti Viking Tours um 5 þúsund manns milli lands og Eyja í fyrra. Fá 40 skemmtiferðaskip í ár  Tilkynnt hefur verið um komu 40 skemmtiferðaskipa til Vestmannaeyja í sumar  Tvöföldun frá fyrra ári  Formaður ferðamálasamtaka segir aukna umferð kalla á byggingu stórskipakants Morgunblaðið/Árni Sæberg Höfnin í Vestmannaeyjum Þeim fjölgar stöðugt ferðamönnunum sem leggja leið sína til Eyja. Sú fjölgun er talin kalla á uppbyggingu innviða. Salmann Tamimi, varaformaður Fé- lags múslima á Íslandi, segir ekki koma til greina að félagið þiggi fjár- magn frá Sádi-Arabíu en á fundi Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, með nýjum sendiherra Sádi- Arabíu, Ibrahim S.I. Alibrahim, sem afhenti trúnaðarbréf sitt á Bessa- stöðum í gær, kom fram að yfirvöld í Sádi-Arabíu muni leggja fram rúm- lega eina milljón bandaríkjadala eða 135 milljónir íslenskra króna til byggingar mosku í Reykjavík Á Facebook-vegg Bjarkar Vil- helmsdóttur, borgarfulltrúa Sam- fylkingarinnar, segir Salmann Ta- mimi að Félag múslima á Íslandi muni aldrei taka við gjöf frá fas- istaríki Sádi-Arabíu. Formaður fé- lagsins, Ibrahim Sverrir Agnarsson, sagðist í samtali við mbl.is í gær- kvöldi aðeins hafa heyrt af fjár- mögnuninni í gegnum fjölmiðla. Hann útilokaði ekki að félagið myndi þiggja gjöfina en sagði það ekki koma til greina ef henni fylgdu skil- málar sem skertu sjálfstæði félags- ins. Dagur B. Eggertsson, borgar- stjóri í Reykjavík, kallaði eftir því að mannréttindaráð borgarinnar myndi afla upplýsinga um fjármögnunina og hver reynsla og fordæmi ná- grannaþjóða sé í þessum efnum. Árni Páll Árnason, formaður Sam- fylkingarinnar, fagnaði þessu fram- taki Dags og segir mikilvægt að standa vörð um trúfrelsi. Morgunblaðið/Eggert Styrkur Sádi-Arabar vilja styrkja byggingu mosku í Reykjavík. Milljón dollarar frá Sádi-Arabíu  Styrkja byggingu mosku í Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.