Morgunblaðið - 06.03.2015, Page 14

Morgunblaðið - 06.03.2015, Page 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MARS 2015 Smiðsbúð 10 • 210 Garðabær • Sími: 554 4300 • Fax: 564 1187 Við höfum framleitt viðhaldsfría glugga og hurðir í 30 ár Nánari upplýsingar á www.solskalar.is Frábært skjól gegn vindi og regni Yfir 40 litir í boði! Hentar mjög vel íslenskri veðráttu Svalaskjól - sælureitur innan seilingar Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Hægt er að skoða stafræna endurgerð á gömlum bók- um og lúnum handritum á vef Landsbókasafnsins, handrit.is og baekur.is. Þar er marga forvitnilega gripi að finna, allt frá galdrabókum til fallegra barnabóka. Til dæmis má nefna Þulur eftir Theódóru Thoroddsen með myndskreytingum eftir listamanninn Guðmund Pétursson Thorsteinsson sem flestir þekkja sem Mugg. Landsbókasafnið vekur athygli á efninu og reynir að fjölga lesendum með því að greina frá því á sam- félagsmiðlunum facebook og twitter. Landsbókasafnið vinnur að því að samræma notkun á samfélagsmiðlum til að ná betri árangri á þessum sviðum, að sögn Ingi- bjargar Steinunnar Sverrisdóttur landsbókavarðar. Á vefsíðunni baekur.is er hægt að skoða eina síðu í einu í bókunum og telst það varla mjög notendavænt. „Við gerum okkur grein fyrir því að notendaviðmótið á bækur.is er ekki sérstaklega notendavænt. Stefnt er að breytingum, en þær eru dýrar og krefjast aukins geymslupláss,“ segir Ingibjörg. Ekki liggur fyrir hve- nær farið verður í þær breytingar. Ekki hefur verið gerð formleg könnun á því hverjir það eru sem nota efnið á vefsíðunum mest en Ingibjörg telur líklegt að það séu nemendur og fræði- menn. Á hverju ári skoða fleiri síðurnar og eykst fjöld- inn milli ára. Á handrit.is voru heimsóknirnar árið 2014 48.950 talsins en árið 2013 voru þær 40.663. Á baekur.is fjölgaði heimsóknunum ekki eins mikið; árið 2014 voru þær 24.978 en árið 2013 voru þær 24.343 talsins. Þá er alltaf töluverður fjöldi síðna sem er sóttur og hlaðið niður í tölvuna. Handrit galdrabóka mikið skoðuð Það skyldi engan undra að vinsælustu handritin á vefnum handrit.is tengjast göldrum en teikningar eru gjarnan í þeim handritum. Handritin sem nefnast Lbs 143 8vo Galdrabókin og ÍB 383 4to Galdrastafir hafa verið mest skoðuð. Í þessum handritum eru teiknaðir galdrastafir og texti fylgir. Vinsælustu bækurnar á baekur.is eru: Íslenzkt fornbréfasafn, Skrár yfir handritasöfn Lands- bókasafns, Lovsamling for Island og Íslenzkar þjóð- sögur og æfintýri. Vinsældir þessara bóka styðja lík- lega þá kenningu að fræðimenn og nemendur skoði þetta efni. Á vefnum baekur.is er áætlað að setja inn allar ís- lenskar bækur sem voru gefnar út á árunum 1534 og fram til ársins 1844. Þá er ætlunin að setja einnig á netið allar bækur sem eru úr höfundarrétti. Skráðir titlar sem hafa komið út á árunum 1534-1844 eru sam- tals 1735. Af þeim eru 1.394 í eigu Landsbókasafnsins. Búið er að mynda 892 bækur. Ingibjörg segir að þau fái oft óskir um að setja inn tilteknar bækur og gjarn- an sé orðið við þeim óskum. Auk þessara bóka eru komnar inn bækur sem hafa komið út eftir árið 1844 og eru dottnar úr höf- undarrétti, til dæmis Þulur eftir Theódóru. Það getur verið fróðlegt að renna yfir titla bók- anna þótt ekki sé til annars en að sjá höfunda efnisins. Nota samskiptamiðla í auknum mæli Dýrmætt Þulur eftir Theódóru Thoroddsen með myndum eftir Mugg er fágæt perla á baekur.is.  Vel varðveittar bókmenntaperlur á Landsbókasafninu Þau leiðu mistök áttu sér stað í frétt sem birtist í gær um útvarpshlustun að graf sem birtist með greininni var vitlaust. Birtist rétt graf hér með þar sem sjá má meðaltalshlustun á virkum dögum í janúarmánuði. Hin- ir stóru þættir Bylgjunnar, Í bítið og Reykjavík síðdegis, eru með töluvert betri hlustun en keppinautar þeirra á RÚV. Morgunþáttur RÚV er sendur út á samtengdum rásum en samt nær þátturinn ekki að skáka Íslandi í bít- ið í hlustun nema á einum stund- arfjórðungi, en hægt er að greina hlustun með 15 mínútna millibili. Sé aðeins Rás 2 skoðuð kemst morgun- þáttur RÚV ekki með tærnar þar sem Í bítið hefur hælana. Hádegisfréttir RÚV stinga af þeg- ar hlustun er annars vegar og eru langvinsælasta útvarpsefni landsins. Rúm 5,6% hlusta á hádegisfréttir Bylgjunnar en 12,4% stilla á hádeg- isfréttir RÚV sem sendar eru út á samtengdum rásum og mælist hlustunin um 6% á báðum stöðvum, Rás 1 og Rás 2. benedikt@mbl.is Rafrænar mælingar Capacent Gallup janúar 2015 Heimild: Capacent 06:00 23:45 13% 12% 11% 10% 9% 8% 7% 6% 5% 4% 3% 2% 1% 0% + Morgunþáttur Bylgjunnar Morgunþáttur RÚV Hádegisfréttir Bylgjunnar Síðdegisþáttur Bylgjunnar Síðdegisþáttur RÚV Hádegisfréttir RÚV Spegillinn Útvarpsfréttir RÚV vinsælasta útvarpsefnið  Þættir Bylgjunnar vinsælir Bændasamtök Íslands munu eiga og reka Hótel Sögu næstu þrjú árin, að minnsta kosti. Búnaðarþing hafnaði tillögum um að opnað yrði fyrir möguleika stjórnar samtakanna til að setja fyrirtækið í söluferli. Lengi hefur verið ágreiningur meðal bænda um það hvort Bænda- samtökin eigi að reka Hótel Sögu. Samtökin eiga hótelbygginguna og eru með starfsemi sína þar og einnig rekstur hótelsins. Fyrir allmörgum árum var felld tillaga á Búnaðarþingi um að auglýsa reksturinn til sölu. Stjórn Bændasamtakanna fékk fyrirspurnir um sölu á fyrirtækinu á síðasta ári og ákvað í framhaldi af því að fá fyrirtækjaráðgjöf MP banka til að kanna áhuga fjárfesta á hótelinu. Lögðu fjórir hópar fram skuldbind- andi tilboð en stjórn Bændasamtak- anna taldi þau ekki nógu góð og hafnaði öllum. Skiptar skoðanir Stjórn Bændasamtakanna kynnti rekstraráætlun Hótels Sögu til árs- ins 2020 fyrir búnaðarþingsfulltrú- um. Jafnframt beindi hún því til þingsins að veita leiðbeiningu um hvernig best megi ávaxta þá eign sem nú er bundin í Hótel Sögu ehf. Umræður um málefni Hótels Sögu fóru fram á lokuðum fundi Búnaðar- þings. Fram kemur á vef Bænda- blaðsins að skoðanir hafi verið nokk- uð skiptar meðal þingfulltrúa hvort veita ætti stjórn heimild til að hefja að nýju söluferli á hótelinu eða ekki. Meirihluti fulltrúa ákvað að gera það ekki. Niðurstaðan varð því sú að Bændasamtökin eigi áfram og reki Hótel Sögu, að minnsta kosti í þrjú ár eða þar til Búnaðarþing tekur ákvörðun um annað. Í þessu felst að Bændasamtök Íslands eigi bæði fasteignina Hagatorg og hótelrekst- urinn. helgi@mbl.is Hótel Saga ekki seld  Búnaðarþing ákvað að Bændasam- tökin eigi hótelið næstu þrjú árin Morgunblaðið/Eggert Bændahöllin Hótel Saga er eitt af helstu hótelum höfuðborgarinnar. Búnaðarþing fól stjórn Bænda- samtaka Íslands að vinna áfram að samningum við Lands- samband kúabænda um stofn- un sameiginlegs félags um rekstur nautastöðvar. Tilgang- urinn er að styrkja kynbótastarf í nautgriparækt. Nautastöðin er í eigu Bænda- samtaka Íslands en rætt hefur verið um sölu hennar að hluta eða öllu leyti til Lands- sambands kúabænda. Nú er stefnt að því, samkvæmt álykt- un Búnaðarþings, að BÍ og LK eigi væntanlegt rekstrarfélag til helminga. Fram kemur í greinargerð með ályktun þingsins að fyrir Búnaðarþing hafi ekki tekist að fullvinna drög að því hvernig stofna megi og reka sameig- inlegt félag um nautastöðina. Mikilvægt sé að ná góðri sam- stöðu um málið. Unnið sé að stefnumótun varðandi kynbóta- matsútreikninga sem skipti miklu máli. Selja helming í nautastöð NAUTGRIPARÆKTIN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.