Morgunblaðið - 06.03.2015, Síða 24
24 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MARS 2015
Fyrir 80 árum,
þann 8. mars 1935, var
alþjóðlegur bænadag-
ur kvenna haldinn há-
tíðlegur á Íslandi í
fyrsta sinn. Það voru
konurnar í Kristni-
boðsfélagi kvenna
sem boðuðu til al-
mennrar bæna-
samkomu í Betaníu
síðdegis þann dag
undir forystu Guðrúnar Lár-
usdóttur, rithöfundar og alþing-
ismanns. Engar fregnir er að finna
af bænadeginum hérlendis næstu
áratugi en frá 1957 höfðu Hjálp-
ræðisherskonur frumkvæði að ár-
legri samkomu af þessu tilefni. Á
sjöunda áratugnum safnaði Auður
Eir Vilhjálmsdóttir, síðar séra,
saman samkirkjulegum hópi
kvenna til undirbúnings og fram-
kvæmdar deginum og starfar sá
hópur enn, þó aðrar konur hafi
komið í stað frumherjanna.
Rætur á 19. öld
Alþjóðlegur bænadagur kvenna
á sér rætur í N-Ameríku á 19. öld
og er ávallt haldinn fyrsta föstudag
í mars, að þessu sinni 6. mars. Deg-
inum er m.a. fagnað með kvöld-
samkomum í Reykjavík, í Miðfirði,
á Akureyri og í Stykkishólmi. Í
Vestmannaeyjum er gengin bæna-
ganga frá Landakirkju kl. 17, beðið
fyrir stofnunum og fyrirtækjum
bæjarins og síðan safnast til bæna-
stundar kl. 18 í Stafkirkjunni. Víða
um land munu prestar og for-
stöðumenn trúfélaga taka undir
bænarefni dagsins í guðsþjón-
ustum og samkomum helgarinnar
sem á einkar vel við þann 8. mars,
á alþjóðlegum baráttudegi kvenna.
Upplýst bæn, bæn í verki
Yfirskrift dagsins er: Upplýst
bæn, bæn í verki. Mismunandi lönd
eru í brennidepli hverju sinni og
áhersla á að fræðast um veruleika
kvenna á fjarlægum slóðum til að
geta beðið með skýr-
um hætti og veitt hag-
nýta aðstoð þegar svo
ber undir. Fræðslu-,
bænar- og myndefni
kemur frá Bahamaeyj-
um þetta árið og er
orðalag Bahama-
kvenna litríkt og
djúpt. Sérstök bæn-
arefni eru fátækar
konur, þolendur heim-
ilisofbeldis, flóttafólk,
hælisleitendur og þol-
endur mansals, ungar
mæður og einstæðir foreldrar, fólk
með HIV/alnæmi og konur sem
greinst hafa með brjósta-
krabbamein. Þakkað er fyrir gjöf
lífsins og margbreytileika sköp-
unarinnar, ást Guðs í Jesú Kristi
og einingu í trú, von og kærleika í
samfélagi kvenna um allan heim.
Kosningaréttur kvenna
Í bæn frá Íslandi er minnst
kosningaréttar kvenna í 100 ár og
200 ára afmælis Hins íslenska bibl-
íufélags og þess að 80 ár eru liðin
frá því að bænadagur kvenna var
fyrst haldinn hátíðlegur hérlendis.
Viðburði bænadags kvenna má
finna á viðburðaskrá afmæl-
isnefndar kosningaréttar kvenna í
100 ár, http://kosningarett-
ur100ara.is/. Konur á Bahamaeyj-
um fengu kosningarétt árið 1962
og er forvígiskvennanna sér-
staklega getið í efninu sem sent
var út í gegnum alþjóðaskrifstofu
bænadags kvenna í New York.
Eftir Maríu
Ágústsdóttur
» Beðið er fyrir fátæk-
um, þolendum heim-
ilisofbeldis og mansals,
hælisleitendum, ungum
mæðrum, fólki með
HIV/alnæmi og konum
með brjóstakrabba-
mein.
María Ágústsdóttir
Höfundur er tengiliður landsnefndar
alþjóðlegs bænadags kvenna.
Bænahreyfing kvenna:
Frá Bahamaeyjum til
eyjanna í norðri
Í Evrópu halda tal-
meinafræðingar upp á
dag talþjálfunar, 6.
mars. Á þessum tíma-
mótum leggjum við
áherslu á að fræða um
störf okkar og þann
samfélagslega ávinn-
ing sem fagþekking
okkar getur lagt af
mörkum.
Íslenskir talmeina-
fræðingar eru í aukn-
um mæli að koma þekkingu og
reynslu á framfæri með vönduðu
greiningar- og þjálfunarefni sem
metur undirstöðuþætti í málþroska,
m.a. lesskilningi og hljóðkerfis-
þáttum sem rannsóknir sýna að
skipta mestu máli til undirbúnings
læsi. Við komum með okkar nálgun
í góðu samstarfi við mennta-
samfélagið og foreldra.
Læsi er grundvöllur þekkingar
Lesskilningur fer minnkandi í
OECD-löndum heims og leita
skólamenn og samfélög leiða til að
breyta kennsluháttum, því til fram-
tíðar er læsi grundvöllur að þekk-
ingu. Lesskilningur unglinga á Ís-
landi hefur farið versnandi frá
árinu 2000. Um 30% drengja lesa
sér ekki til gagns. Tölvur og gagn-
virk nálgun í leikjaformi smáforrita
hentar drengjum vel til að und-
irbúa læsi. Sóknarfæri eru jafn-
framt í aðstoð við nemendur sem
eru af erlendum uppruna því þau
standa mun verr en íslensk börn
sbr. PISA 2012.
Erlendir nemendur sem hafa far-
ið í gegnum smáforritið Lærum og
leikum með hljóðin læra að bera
hljóðin fram rétt, tengja hljóð og
bókstaf og þjálfast í hljóðkerfisvit-
undarþáttum sem rannsóknir sýna
að færast yfir á önnur tungumál
(Wren, Y., Hambly, H. & Roul-
stone, S., 2013). Þá sýna rann-
sóknir Gillon (2010) að sérstaklega
þarf að gefa börnum með slaka fé-
lagslega stöðu og drengjum gaum
varðandi læsi. Sérstaklega þarf að
skoða börn með framburðarfrávik,
slæma hljóðkerfisvit-
und og seinkun í mál-
þroska.
Ávinningur
samfélags
Ávinningur sam-
félags sem stuðlar að
því að öll börn séu vel
læs og hafi góðan les-
skilning við lok skóla-
skyldu skilar sér ekki
eingöngu í samkeppn-
ishæfu þekkingarsam-
félagi heldur einnig í
hæfari einstaklingum
og meiri jöfnuði þar sem allir hafa
sömu tækifæri til náms og atvinnu.
Ný rannsókn frá Duke University í
Bandaríkjunum sem tók yfir 13 ára
tímabil þar sem gögn frá 100
sýslum í Norður-Karólínu voru
skoðuð sýndi að barn sem var í
góðu leikskólaúrræði með góðri
örvun á málþroska og framburði,
m.a. skólar fyrir félagslega illa
staddar fjölskyldur, minnkuðu líkur
á því að barn þyrfti sérkennslu við
átta ára aldur um 39 % sem minnk-
aði kostnað ríkisins talsvert
(Muschkin,C. 2015). Sérfræðiþjón-
usta skóla á Íslandi með sér-
úrræðum er mismunandi eftir
sveitarfélögum en algengt er að
hlutfall sé allt að 30% af kostnaði
sem sveitarfélag ver í þennan
málaflokk eingöngu. Nób-
elsverðlaunahafi í hagfræði; James
J. Heckman (2013), og fleiri fræði-
menn hafa sýnt fram á þjóðhags-
legan sparnað af því að samfélög
leggi áherslu á snemmtæka íhlutun
þar sem gert er ráð fyrir því að
fyrstu árin sé mikilvægast að
leggja grunn að vitrænum þroska,
læsi og námi barna. Langtímarann-
sóknir Heckman (Giving every
child a fair chance. 2013) á hag-
rænum áhrifum af sértækum úr-
ræðum fyrir hóp barna í áhættu
sýna t.d. að fyrir hverja krónu sem
samfélag veitir í vönduð leik-
skólaúrræði með áherslu á góðan
málskilning og læsi sparast sjö
krónur í margvíslegum félagslegum
kostnaði skattgreiðenda síðar. Sam-
félagslegur ávinningur er því tölu-
verður þegar það tekst að stuðla að
Samfélagslegur ávinningur
af snemmtækri íhlutun
Eftir Bryndísi
Guðmundsdóttur » Læsi er grundvöllur
þekkingar. Íslensk
smáforrit eru mikilvæg í
skólastarfinu og henta
vel börnum í áhættu fyr-
ir að ná ekki að lesa sér
til gagns.
Bryndís
Guðmundsdóttir
Höfundur er talmeinafræðingur hjá
Raddlist ehf. og Fræðsluskrifstofu
Reykjanesbæjar.
góðum málþroska og læsi. Þá eru
mikil verðmæti fólgin í því fyrir lít-
ið málminnihlutasamfélag eins og
Ísland að styrkja stöðu tungumáls-
ins, menningarverðmæta okkar,
með því að eiga aðgang að vönd-
uðum smáforritum sem verja og
viðhalda íslenskunni.
Íslenskt efni
Undirrituð hefur þróað og gefið
út þjálfunarefni sem sérstaklega er
ætlað barnafjölskyldum og skólum
til að laða fram réttan framburð
hljóða um leið og þættir í hljóð-
kerfisvitund eru þjálfaðir sem
styrkja læsi. Síðla árs 2013 kom út
fyrsta íslenska smáforritið á þessu
sviði, „Lærum og leikum með
hljóðin“, þar sem íslensku mál-
hljóðin eru kynnt með skemmti-
legri fyrirmynd, í sömu röð og ís-
lenskumælandi börn tileinka sér
þau. Börn læra heiti bókstafs og
hljóðs, hvernig mynda skal hljóðið
og æfa það svo í hljóðatengingum,
orðum og setningum, til að tryggja
réttan framburð og góðan orða-
forða. Í nóv. 2014 komu svo smá-
forritin; Froskaleikur 1, 2, 3 og
Froskaleikur – Skólameistarinn út í
vefverslun Apple. Byggt er á sög-
unni um Hoppa frosk sem missir
málið þegar galdrakarl leggur á
hann álög. Það er von mín að efnið
nýtist öllum íslenskum fjölskyldum
fléttað inn í spennandi leit að lausn.
Þar þjálfa börnin markvisst undir-
stöðuþætti fyrir læsi á gagnvirkan
hátt undir leiðsögn talmeinafræð-
ings um leið og tungumálið okkar,
íslenskan, er í heiðri haft.
Tryggingastofnun
ríkisins og ríkis-
skattstjóri sýna þá
lítilmennsku að hirða
sjúkradagpeninga
skjólstæðinga BHM.
Af mánaðarlaunum
BHM-fólks er hverju
sinni dregið gjald í
Styrktarsjóð BHM
annars vegar eða
Sjúkrasjóð BHM
hins vegar (fer eftir
vinnuveitanda í
hvorn sjóðinn er
greitt). Undirritaður
hefur greitt í Styrkt-
arsjóð BHM sem er í
raun sjúkrasjóður
ætlaður fyrir fé-
lagsmenn að sækja í ef um veikindi
er að ræða eða önnur heilbrigðis-
tengd mál. Ég lenti í veikindum og
sótti í sjóðinn, fékk sjúkradagpen-
inga (til að byrja með, en svo
versnaði í því!).
Viti menn – TR og RSK hirtu
hvern eyri af þessu og vel það!
Stórmannlega gert, finnst ykkur
ekki, lesendur góðir? BHM lendir
sem sagt í því að greiða úr styrkt-
ar- og sjúkrasjóðum sínum til
Tryggingastofnunar og ríkisskatt-
stjóra. Það hefur nú tæpast verið
ætlað hlutverk nefndra sjóða.
Leo J.W. Ingason.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is
TR og RSK fá
sjúkradagpeninga!
Tryggingastofnun Tók til starfa 1936.
Morgunblaðið/ÞÖK
Ármúli 32, 108 Reykjavík
Sími 568 1888
www.parketoggolf.is