Morgunblaðið - 06.03.2015, Síða 28

Morgunblaðið - 06.03.2015, Síða 28
✝ Magnús Annas-son fæddist á Engjabrekku á Vatns- nesi 30. maí 1925. Hann lést á Heilbrigð- isstofnun Vesturlands á Hvammstanga 19. febrúar 2015. Foreldrar hans voru Annas Sveins- son, f. að Sunndal í Strandasýslu 12. apríl 1884, d. 12. maí 1935, og Helga Jakobsdóttir, f. í Skál- eyjum á Breiðafirði 23. október 1883, d. 27.júlí 1959. Systkini Magnúsar voru: Brynjólfur, f. 1917, Ingunn, f. 1918, Jakobína, f. 1919, Jóna, f. 1921, Þórdís, f. 1922, Sigurður, f. 1923, Pétur, f. 1926, Bryndís, f. 1928. Hálf- systkini samfeðra: Sveinn Guð- laugur, f. 1902, Guðbrandur, f. 1904, Fanney, f. 1910. Þau eru öll látin. Eiginkona Magnúsar var María Erla Eðvaldsdóttir, f. 10. október 1928. Þau slitu sam- vistum. Börn þeirra eru fjögur: 1. Brynjólfur, f. 10. desember 1949. Eiginkona hans er Ragn- heiður Tómasdóttir. Börn Brynj- ólfs eru Hjörvar Örn, Ágústa Þórey, hún lést árið 2005, Aldís og Björgvin. Dætur Ragnheiðar eru Kristín og Bryndís. Barna- börn þeirra eru fjögur. Freyja Ólafsdóttir, f. 18. maí 1967. Sam- býlismaður hennar er Hjalti Júl- íusson. Dóttir hennar er Björt María Jónsdóttir. Börn Hjalta eru Júlía Gréta, Þorvaldur og Jón Ingvar. Barnabörn Freyju og Hjalta eru sjö. Magnús ólst upp á Engja- brekku í Þorgrímsstaðadal á Vatnsnesi. Við fráfall föður hans bregður móðir hans búi og fer í vinnumennsku með yngstu börn- in. Um 12 ára aldur fer Magnús að Ásbjarnarstöðum til Mar- grétar Guðmundsdóttur og Lofts Jósefssonar. Á Ásbjarnar- stöðum tók hann þátt í hefð- bundnum bústörfum og um tíma stundaði hann einnig vegavinnu. Magnús og María Erla gengu í hjónaband 30. maí 1948 og fluttu þá að Stöpum og bjuggu þar til ársins 1950, en þá fluttust þau að Tjörn, sem verið hafði í eyði um nokkurt skeið. Öll hús á jörðinni voru gömul og léleg og byggðu þau þar allt upp, ásamt því að þurrka upp land og rækta tún. Magnús var vinnusamur, hjálp- samur og ósérhlífinn, oft var vinnudagurinn langur. Söng- elskur var hann og söng með kirkjukór í áratugi og einnig með kvæðamönnum á Vatnsnesi. Magnús sýndi Tjarnarkirkju mikla alúð og var í sóknarnefnd í 63 ár. Útförin fer fram frá Tjarnar- kirkju í dag, 6. mars 2015, kl. 15. börn þeirra eru sautján. 2. Eð- vald, f. 26. febr- úar 1951. Eig- inkona hans er Þóra Jónsdóttir. Börn þeirra eru Magnús Vignir, Eyþór Kári og Steinunn. Barna- börn þeirra eru fjögur. 3. Ársæll Geir, f. 6. febrúar 1954. Sambýliskona hans er Þor- björg Rut Guðnadóttir. Börn þeirra eru Lára Hrund, Magnús Gauti, Erla Heiðrún og Jakob Kristinn. Sonur Þorbjargar Rut- ar er Davíð Birkir. Dætur Ár- sæls Geirs og Hönnu Garð- arsdóttur eru Olga Lind og Elfa María. Dóttir Hönnu og fóst- urdóttir Ársæls Geirs er Íris Fjóla. Barnabörn Ársæls Geirs og Þorbjargar Rutar eru tíu. 4. Sesilía Helga, f. 22. febrúar 1955. Eiginmaður hennar er Kristinn Björnsson. Börn þeirra eru Henný Rut, Erla Björg og Hafþór Magnús. Barnabörn þeirra eru fimm. Dætur Maríu Erlu eru Svala Björk Ólafs- dóttir, f. 19. febrúar 1961, maki Ragnar Sigurjónsson. Börn þeirra eru Hulda Ósk, Ólafur Már og Bjarki Sigurpáll. Barna- Væntanlega hefur pabbi tekið sín fyrstu skref í litla bænum í Engjabrekku í Þorgrímsstaðadal leiddur af foreldrum sínum þeim Helgu og Annasi eða kannski Guðrúnu móðurömmu sinni sem bjó þar líka. En föðurhandarinn- ar naut ekki lengi við því faðir hans lést þegar pabbi var tíu ára gamall. Á þeim tíma var ekki um neina samfélagshjálp að ræða og móður hans ofraun að halda áfram búskap á leigujörð með átta börn. Börn Annasar og Helgu voru níu en elsti sonurinn lést aðeins tólf ára gamall. Móðir hans brá því búi og fór í vinnu- mennsku með yngstu börnin en þau eldri fóru að vinna fyrir sér sjálf. Pabbi fór tólf ára gamall að Ásbjarnarstöðum til Margrétar Guðmundsdóttur og Lofts Jós- epssonar og átti þar heimili hjá góðu fólki þar til hann stofnaði sjálfur heimili með Maríu Erlu Eðvaldsdóttur frá Stöpum. Á langri ævi upplifðu pabbi og hans samferðamenn ótrúlega miklar breytingar í samfélaginu. Fyrstu skrefin kringum Engjabrek- kubæinn hafa eflaust verið tekin á skinnskóm og fyrstu búskapar- árin á Tjörn voru tún slegin með orfi og ljá og hesturinn var þarf- asti þjónninn. Síðan kom hesta- sláttuvélin og rakstrarvélin sem dregnar voru af hestum. Áður en túnin voru stækkuð heyjaði pabbi á eyðibýlinu Flatnesstöðum og þá var heyið bundið í bagga og flutt á hestum að Tjörn. Ég man óljóst eftir þessu og tel mig hepp- inn að hafa náð í endann á þessu tímabili. Það var mikið að gera í sveitinni og pabbi hlífði sér aldrei og stundum fannst manni að hann vissi ekki að búið væri að finna upp hjólið. Á vorin voru stundaðar selveiðar á litlum ára- bát og oft var kalsamt að greiða úr og hreinsa net sem fyllst höfðu af þara. En alltaf var þó stund milli stríða. Á sunnudögum voru klárarnir oft sóttir og riðið út. Og einstaka sinnum tók pabbi fram munnhörpuna og spilaði fjörug lög. En ekkert varir að eilífu og eftir langa og stranga búskapar- tíð gaf líkaminn eftir og það voru honum þung spor að þurfa að fara frá Tjörn og í íbúðir aldraðra á Hvammstanga. Líkt og afi leiddi pabba fyrstu skrefin í Engjabrekku hélt pabbi með sinni stóru hendi í höndina á mér fyrstu skrefin um hlaðið á Tjörn og ég er stoltur af því að hafa átt þennan pabba og fengið að halda í þessa hönd. Eðvald. Kveðja frá tengdadóttur: Smávinir fagrir, foldarskart, fífill í haga, rauð og blá brekkusóley, við mættum margt muna hvort öðru að segja frá. Prýðið þér lengi landið það, sem lifandi guð hefur fundið stað ástarsælan, því ástin hans allstaðar fyllir þarfir manns. Vissi ég áður voruð þér, vallarstjörnur um breiða grund, fegurstu leiðarljósin mér. Lék ég að yður marga stund. Nú hef ég sjóinn séð um hríð og sílalætin smá og tíð. Munurinn raunar enginn er, því allt um lífið vitni ber. Faðir og vinur alls, sem er, annastu þennan græna reit. Blessaðu, faðir, blómin hér, blessaðu þau í hverri sveit. Vesalings sóley, sérðu mig? Sofðu nú vært og byrgðu þig. Hægur er dúr á daggarnótt. Dreymi þig ljósið, sofðu rótt! Smávinir fagrir, foldarskart, finn ég yður öll í haganum enn. Veitt hefur Fróni mikið og margt miskunnar faðir. En blindir menn meta það aldrei eins og ber, unna því lítt, sem fagurt er, telja sér lítinn yndisarð að annast blómgaðan jurtagarð. (Jónas Hallgrímsson) Ég kveð kæran tengdaföður minn. Hann unni landinu sínu, nátt- úrunni og öllu lífi. Hann unni þó umfram allt fjölskyldu sinni og vinum. Ég vil þakka honum bros- ið og glettnina, alla hlýjuna og óendanlega umhyggju. Kveðja, Ragnheiður Tómasdóttir. Elsku afi. Minningar mínar um þig úr sveitinni lýsa því að þú varst ekta bóndi út í gegn. Með tóbak út á kinn, rjóður í vöngum eftir mikla vinnu og útiveru og stórar og vinnulúnar hendur. Þér fannst ég oft algjör kjáni í sveit- inni miðað við þig og eflaust var ég það. Þú skildir heldur ekkert í því hvað ég hafði að gera með að búa í Reykjavík eftir að ég varð fullorðin og vinna þar, af hverju ég gæti ekki bara verið áfram á Hvammstanga og unnið á sjúkra- húsinu. Já, afi minn, þú varst heimakær og varst ekki að ana til Reykjavíkur að óþörfu. Ég dáðist að því hvað þú varst duglegur í sveitinni, allt fram á gamals ald- ur og ég man hvað mér þótti gaman að koma þangað til þín, sérstaklega í sauðburðinn á vor- in. Þú varst svo léttur á fæti að það lá við að þú stykkir yfir girð- ingarnar. En svo fórstu að tapa heilsunni og þér að hraka ansi mikið síðustu árin og voru sjúkrahúslegurnar orðnar þó nokkrar sem enduðu á flutningi á sjúkrahúsið á Hvammstanga. Það var samt orðið styttra og auðveldara að heimsækja þig þegar þú varst kominn inn á Hvammstanga þó auðvitað sakn- aði maður sveitarinnar. En þú hélst létta skapinu, brosinu og húmornum fram á síðustu stund og þú varst alltaf svo glaðlegur og þakklátur fyrir það sem var gert fyrir þig. Elsku afi, ég kveð þig með söknuð í hjarta en veit að þú ert kominn á betri stað þar sem þú ert heilsuhraustur og líður vel. Steinunn Eðvaldsdóttir. Ég þakka afi árin sem áttum við þá gjöf að fá að hafa þig svo lengi því margs ég hef að minnast. Heilmargt um huga minn fer þótt þú horfinn sért úr heimi hér og ég muni ekki hitta þig um hríð þá mun minning þín vera mitt lifandi ljós sem hlýja mér mun um ókomna tíð. (EMG) Elsku afi á Tjörn, nú hefur þú kvatt þennan heim tæplega níu- tíu ára að aldri. Upp í hugann koma margar líflegar og skemmtilegar minningar frá uppvaxtarárum mínum þegar ég var tíður gestur hjá þér úti í sveit. Ég man svo vel glettnina í augunum á þér og hláturinn sem engu var líkur eins og til dæmis þegar þú leyfðir mér að prófa neftóbakið þitt og hlóst svo hrossahlátri yfir hnerrakastinu sem ég fékk í kjölfarið. Þú varst svo skemmtilega glettinn og stríðinn alveg fram á síðasta dag. Þau voru líka ófá skiptin þar sem þú varst að kenna mér hluti tengda sveitastörfunum. Í því samhengi er mér minnisstæðast í einum sauðburðinum þegar þú varst að kenna mér að taka á móti lambi. Með ró og yfirvegun sýndir þú mér réttu handtökin og leyfðir mér síðan að prófa sjálf, hvílíkur heiður. Ég var ekki há í loftinu en man að ég fylltist lotn- ingu þar sem mér fannst ég vera að læra hjá meistaranum sjálfum í þessum efnum. Elsku Magnús afi, síðustu árin hafði líkamlegri heilsu þinni hrakað töluvert, í því samhengi er mér minnisstætt þegar ég heimsótti þig eitt sinn þegar þú lást á spítala hér fyrir sunnan. Við áttum yndislegt spjall sem ég gleymi seint og hefur yljað mér um hjartaræturnar síðustu daga. Ég þakka þér afi fyrir samfylgd- ina, samverustundirnar, glettn- ina, hláturinn og leiðsögnina sem þú gafst mér, fyrir þetta allt og meira til verð ég ævinlega þakk- lát. Hvíl í friði elsku afi minn á Tjörn. Elfa María Geirsdóttir. Endalaus kraftur og dugur afa míns er kominn á enda. Hann kvaddi þennan heim umkringdur fjölskyldu á friðsælan hátt fimmtudaginn 19. febrúar sl. á ní- tugasta aldursári. Ég er mikið þakklátur fyrir að hafa tekið mér tíma til að renna norður þann dag til að kveðja þann kæra vin sem afi minn var mér. Að eiga afa í sveit og fá að koma og eyða með honum mörg- um sumrum í sveitinni eru for- réttindi sem færri og færri „mal- biksdrengir“, eins og afi minn kallaði mína líka, fá að njóta. Að fá að kynnast afa sínum jafn vel og ég fékk sem barn og ungling- ur eru líka forréttindi sem ekki öllum hlotnast. Það að hafa feng- ið að eyða öllum þessum tíma með afa mínum og fengið að taka þátt í hans daglega lífi verð ég ævinlega þakklátur fyrir. Það var alveg sama hvenær ég kom, sum- ar, vetur, vor eða haust, það var alltaf eitthvað spennandi í gangi. Réttir, sauðburður, selveiðar, laxveiði, heyskapur … alltaf nóg að gera. Blíðlyndi og greiðvikni við náungann var eitt af því sem allir þekktu þig að, dugmikinn bónda og kirkjunnar þjón í yfir 60 ár og þar af formaður sókn- arnefndar Tjarnarsóknar í kvar- töld. Maður mótast af þeim sem maður umgengst og tel ég þig eiga mikið af því sem ég er í dag, afinn sem kenndi mér svo margt. Ég kveð þig með söknuði afi minn, minnugur sanna skæra brossins sem ég og allir aðrir sem þig heimsóttu hvort sem það var á Tjörn eða á hjúkrunarheimilið fengu frá þér í hvert sinn sem maður lét sjá sig. Berðu kveðju til austursins ei- lífa frá okkur sem eftir sitjum. Sjáumst um síðir. Hjörvar Örn Brynjólfsson. Magnús Annasson  Fleiri minningargreinar um Magnús Annasson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. 28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MARS 2015 ✝ Hugrún Reyn-isdóttir fædd- ist í Reykjavík 27. febrúar 1965. Hún lést á líknardeild- inni í Kópavogi 1. mars 2015. Foreldrar henn- ar eru Reynir Hjörleifsson frá Kimbastöðum í Skagafirði, f. 1.4. 1934, og Sigríður Kristín Skarphéðinsdóttir frá Gili í Skagafirði, f. 27.11. 1937. Systkini hennar eru Áslaug, f. 13.12. 1958, Kristín, f. 16.3. 1961, og Skarphéð- inn, f. 22.5. 1963. Hugrún giftist Jóhannesi Rúnari Jóhannssyni 21.8. 1993. Eignuðust þau tvö börn, Hel- enu Rakel, f. 6.2. 1995, og Dag Fannar, f. 4.2. 1997. Þau slitu sam- vistir 2001. Útför Hugrúnar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 6. mars 2015, og hefst athöfnin kl. 15. Elsku Hugrún. Ég vil með fáum orðum þakka þér samveruna og allar góðar stundir sem við höf- um átt saman, bæði við tvær og með okkur systkinunum í Fögruk- inn. Þakka þér fyrir góðar sam- verustundir síðastliðið sumar í Þjórsárdal, þar sem við tjölduð- um. Við áttum góðar stundir sam- an úti í náttúrunni. Það var ynd- islegt veður og við fórum í gönguferð upp með ánni, og mér fannst þú svo dugleg að komast alls staðar á milli trjánna og ganga svona langt. Við ræddum margt og mikið og horfðum á sólargeisl- ana baða sig í ánni. Þakka þér samveruna í ferðalaginu okkar til Spánar þegar við fórum systurnar með börnin okkar hér um árið. Ég man þegar þú fæddist, hvað þú varst mikil dúkka og sæt og fal- leg. Ég man að ég spurði mömmu hvort ekki væri hægt að sækja eina svona sæta stelpu upp á spít- ala. Þá bjuggum við á Suðurlands- brautinni og vorum síðan á sumrin og í fríum uppi á Kjalarnesi þar sem pabbi okkar var að vinna við byggingar. Ég man sértaklega eftir fallega hárinu þínu og öllum krullunum sem voru svo fallegar, það þurfti ekkert krullujárn þar, voru bara af náttúrunnar hendi. Ég man eftir þegar þið keyptuð fallega húsið ykkar á Hverfisgöt- unni, svo gamaldags og flott, vinnustofan þín með suðupottun- um í kjallarnum þar sem þú gast unnið við að lita og vinna í textíl. Þú varst svo hæfileikarík á mörg- um sviðum. Ég man þegar sætu fallegu börnin þín fæddust, „stólparnir“ þínir eins og þú kallaðir þau nú undir það síðasta. Nú eru þau orð- in stór og orðin sjálfráða og svo sannarlega þess virði að vera stoltur af, falleg og flott. Ég vil þakka þér einnig samverustundir síðustu jólin þar sem við vorum öll saman fjölskyldan í Fögrukinn. Bæn til þeirra sem lesa núna. Himneski faðir, ég bið að blessa vini og vandamenn, ég bið að þú viljir gefa þeim af þínum anda. Þar sem er þjáning viltu gefa frið. Þar sem er þreyta viltu gefa styrk, þar sem er kvíði viltu gefa kær- leik. Þar sem er hulin ráðgáta viltu gefa skilning, þolinmæði og kraft í þínu nafni, ég bið amen. Minning þín lifir. Ástarkveðja, þín systir, Áslaug. Við kveðjum í dag systur mína og mágkonu sem fallin er frá eftir hetjulega baráttu við illvígan sjúk- dóm langt fyrir aldur fram. Hug- rún hneigðist snemma til lista og var mikið að lita og teikna frá unga aldri sem leiddi hana síðar til náms í Myndlista- og handíða- skóla Íslands þaðan sem hún út- skrifaðist sem textílhönnuður 1994. Þá hafði hún útskrifast með stúdentspróf frá Flensborgar- skóla í Hafnarfirði 1986 og með tækniteiknarapróf frá Iðnskólan- um í Reykjavík 1987. Einnig út- skrifaðist Hugrún með BA-gráðu í guðfræði árið 2009. Á árunum 1995-1997 var Hugrún meðlimur í Gallerí Listakoti á Laugavegi og á þeim árum eignaðist hún börnin sín tvö, Helenu Rakel og Dag Fannar. Á seinni árum starfaði Hugrún sem stuðningsfulltrúi með fötluðum. Hugrún var mikið náttúrubarn og naut þess að ferðast hvort sem það voru stuttar eða langar ferðir. Oft fór hún í dagtúra, jafnvel bara upp í Heið- mörk með sitt „pop up“-tjald sem hún kunni svo vel lagið á. Fyrir um ári skipti hún um um bíl og þá eingöngu til að fá stærri bíl sem hún gæti lagt sig í þegar hún brá sér út fyrir bæjarmörkin, en þá var heilsu Hugrúnar farið að hraka. Hún fór ófáar ferðirnar í Skagafjörðinn og gisti þá í kofan- um á Kimbastöðum sem amma og afi höfðu útbúið á einstaklega hlý- legan hátt og eru enn í dag fallegir og listrænir hlutir þar sem gleðja okkur sem fáum að gista í kofan- um svokallaða. Vafalaust hefur dvölin þarna orðið henni hvatning og innblástur í hennar hönnunar- nám. Elsku Helena Rakel, Dagur Fannar og aðrir aðstandendur, við biðjum algóðan Guð að hugga okk- ur öll á þessari sorgarstundu. Guð blessi og varðveiti minn- ingu þína, elsku Hugrún. Skarphéðinn og Júlía Margrét. Í dag verður borin til grafar frænka mín, vinkona og skólasyst- ir, Hugrún Reynisdóttir. Þegar ég horfi til baka rifjast upp tíminn þegar við vorum litlar, ég hafði bú- ið hjá foreldrum Hugrúnar í nokk- ur ár og urðum við því góðar vin- konur. Eftir að ég flutti til eldri systur minnar hittumst við áfram í skólanum og í leik eftir skóla í dúkkó, barbie o.fl. Síðan urðum við eldri og þá voru það skíðaferð- ir í Bláfjöll, strákar, bíó og böll. Ég flutti síðan norður og stofnaði fjöl- skyldu en Hugrún hélt áfram námi. Hún kom norður og við hitt- umst stundum á Kimbastöðum og Sigló og þegar ég kom suður. Svo þegar Hugrún eignaðist börn og gifti sig hittumst við oftar. Samverustundirnar hefðu mátt vera fleiri en þegar langt er á milli og nóg að gera í barnauppeldi er maður kannski ekki nógu dugleg- ur að rækta sambandið við gamla félaga. Ég reyndi að hitta Hug- rúnu sem oftast eftir að hún veikt- ist þegar ég kom suður, skelltum okkur t.d. í leikhús með Siggu systur minni sem hafði reynst Hugrúnu svo vel. Núna síðustu vikur eftir að Hugrún lagðist inn á líknardeild hef ég skroppið suður og hringt í hana. Er ég þakklát fyrir þann tíma sem við fengum saman. Hugrún barðist hetjulega við erfiðan sjúkdóm sem sigraði að lokum. Þegar ég kom suður í fyrra skiptið og hafði setið hjá henni mjög veikri yfir daginn og þurfti svo að sækja Siggu systur í vinn- una og ætluðum við að koma aftur til hennar þá tók hún annað ekki í mál en að koma með, ég sagði við hana að ég héldi að það gengi nú ekki upp og fór fram til að athuga það en auðvitað mátti hún gera það sem hún treysti sér í. Upp úr rúminu stóð hún og skellti sér í úlpu og húfu og við keyrðum af stað, enduðum svo á Krua Thai, hún var sko til í það og það besta sem hún hafði fengið var það sem við pöntuðum. Núna þegar Hugrún er farin sitja eftir börnin hennar, Helena Rakel og Dagur Fannar, auga- steinar hennar sem hún ætlaði sko að eyða efri árum sínum með. Og foreldrar hennar og systkini sem syrgja yndislega systur. Ég er viss um að hennar bíður starf í draumalandinu góða þar sem hún fær að sinna listinni og guðfræð- inni sem hún hafði unað við núna síðustu ár. Með þakklæti fyrir að fá að vera hluti af hennar fjölskyldu kveð ég góða frænku og vinkonu og bið Guð og engla að vaka yfir börnum hennar og fjölskyldu og gefa þeim styrk til að halda áfram. Kolbrún Inga Gunnarsdóttir. Hugrún Reynisdóttir  Fleiri minningargreinar um HugrúnuReyn- isdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.