Morgunblaðið - 06.03.2015, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 06.03.2015, Qupperneq 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MARS 2015 Snyrting 15% afsláttur af öllummeðferðum útmars! Lóuhólum 2-4 | Sími 557 5959 Berglind Ösp Jónsdóttir snyrti- og fótaaðgerafræðingur Erla Sigurfljóð Olgeirsdóttir fótaaðgerafræðingur Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Ýmislegt FATALAGER - GARNLAGER - EFNISLAGER Óska eftir að kaupa eftirlegu-lagera í fötum og handíðaefni (garn, sauma- efni o.fl.), jafnvel eftir bruna. Vantar tölulvert magn. Uppl. í síma: 864 8285 eða maxtrader@simnet.is Teg: 38849 Fallegir dömuskór ur leðri, skinnfóðraðir. Stærðir: 36-40 Verð: 15.885. Teg: 36605 Fallegir dömuskór ur leðri, skinnfóðraðir. Stærðir: 36-41. Verð: 14.900. Teg: 36555 Fallegir dömuskór ur leðri, skinnfóðraðir. Litir: rautt og svart. Stærðir: 36-41. Verð: 15.700. Teg: 202-06 Fallegir dömuskór ur leðri, skinnfóðraðir. Margir litir. Stærðir: 36-40. Verð: 16.500. Teg: 40-01 Fallegir dömuskór ur leðri, skinnfóðraðir. Svart og drapp- litað. Stærðir: 36-40. Verð: 17.500. Teg: 6103 Fallegir dömuskór úr leðri, skinnfóðraðir. Stærðir: 36-41. Verð: 15.900. Teg: 7097 Fallegir dömuskór úr leðri, skinnfóðraðir. Stærðir: 36-42. Verð: 15.685. Komdu og líttu á úrvalið hjá okkur! Sími 551 2070. Opið mán.-fös. 10–18, laugardaga 10–14. Góð þjónusta – fagleg ráðgjöf. Sendum um allt land www.mistyskor.is Erum einnig á Facebook. Bílar HYUNDAI TERRACAN GLX Árg. 2006, ek. aðeins 159. þ km, dísel, sjálfskiptur. Er á staðnum. Verð 1.980.000. Rnr.104809. Bílalíf - Bílasala Sími 562 1717 DÍSEL FOCUS FORD FOCUS TITANIUM. Árg.2010, ek.aðeins 79. þ. km, Sjálfskiptur, er á staðnum. Verð 2.890.000. Rnr.105108. Bílalíf - Bílasala Sími 562 1717 Smáauglýsingar Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/ Nú geta allir fengið iPad-áskrift ✝ Guðný Gests-dóttir fæddist 9. september 1922. Hún lést 24. febrúar 2015. Foreldrar henn- ar voru Sigríður Júlíusdóttir, f. í Skrapatungu í Vindhælishreppi 19.8. 1894, d. 28.3. 1976, og Guð- mundur Gestur Pálsson, f. á Brennistöðum í Borgarhreppi 24.2 1877, d. 7.1 1963. Guðný var í miðið í fimm systkina hópi, elst var Inga Sig- ríður, f. 1918, d. 2009, Rósa, f. 1920, d. 2001, Róbert Freeland, f. 1924, d. 2009, og Júlíus, f. 1928. Guðný var Reykvíkingur, fædd í Brautarholti á Bráðræð- isholti, og sleit barnsskónum á Bergstaðastíg, Lindargötu og 1932 flutti fjölskyldan á Ásvalla- götu 63, í nýreista verka- mannabústaðina, eftir það var fjölskyldan ekki háð ótryggum leigumarkaði. Sigríður hafði numið klæðskeraiðn og vann ávallt sem saumakona og var mjög flink í iðn sinni. Gestur var sjómaður og verkamaður. Hann var sjómaður á togurum í Bret- landi 1902-1916. Hann var mjög Bjarnason. Þau Guðný höfðu þekkst lengi, voru ferming- arsystkini. Fyrstu árin bjuggu þau í Blönduhlíð en fluttu í Loft- skeytastöðina í Gufunesi þegar Bjarni tók við stöðu stöðv- arstjóra árið 1950. Lilla vann í Loftskeytastöðinni ásamt því að sinna opinberum skyldum sem fylgdu starfi stöðvarstjóra. 1963 fékk Bjarni tveggja ára leyfi frá störfum sínum og fluttu þau til Bangkok, þar kenndi Bjarni fjar- skipti á vegum SÞ. Á þeim tíma skrifaði hún pistla í dagblaðið Vísi þar sem hún sagði frá lífi og menningu á þessum fjarlægu slóðum. Seinna fylgdi hún manni sínum til starfa í Líbýu. Eftir að þau fluttu úr Gufunesi 1967 hóf Guðný störf hjá Ritsímanum, var einkaritari ritsímastjóra og síð- ar fulltrúi umdæmisstjóra þar til hún fór á eftirlaun. Þau Bjarni bjuggu síðustu árin á Ásvalla- götu 37. Þeim varð ekki barna auðið, en systkinabörn þeirra og fjölskyldan öll nutu elsku þeirra og umhyggju. Árið 1988 flutti Hannes Sig- fússon skáld, f. 2.3. 1922, sem bú- ið hafði lengi í Noregi, aftur heim til Íslands, þá ekkjumaður, og tókst fljótlega með þeim Guð- nýju samband sem varaði uns Hannes lést 13.8. 1997. Lilla fluttist í Sóltún árið 2004. Útför Guðnýjar fer fram frá Dómkirkjunni í dag, 6. mars 2015, kl. 16. vel mæltur á enska tungu, vel að sér í enskum bók- menntum og hafði unun af Byron. Þótt hjónin hefðu ekki getað stutt börn sín til langskólanáms þá var hvatningin frá foreldrunum lif- andi og skýr; að nýta hæfileika sína til náms og láta einskis ófreistað til að bæta við sig þekkingu. Guðný lauk barnaprófi frá Miðbæjarskólanum, eftir ferm- ingu fór hún að vinna eins og þá tíðkaðist. Hún vann m.a. í Út- varpstíðindum sem Jón úr Vör stýrði þá. Á þeim árum kynntist Guðný ýmsum skáldum og skáld- skap þeirra. Guðný eða Lilla eins og hún var kölluð var skarp- greind og námfús og vel að sér í tungumálum. Hún var alla tíð að bæta við kunnáttu sína og sótti námskeið hér heima, í Frakk- landi og á Spáni. Hún kláraði öldungadeild MH 69 ára og tók svo spænskukúrsa í HÍ sér til gamans. Guðný giftist 11.12. 1948 Bjarna Gíslasyni, f. 3.8. 1923, d. 4.6. 1981. Foreldrar hans voru María Níelsdóttir og Gísli Amma okkar, Guðný Gests- dóttir, er látin á nítugasta og þriðja aldursári. Við köllum hana ömmu, þótt henni yrði ekki barna auðið. Hún og maður hennar Bjarni Gíslason gengu okkur í ömmu og afa stað en Bjarni var ömmubróðir okkar. Þau hjónin reyndust okkur bræðrum einstaklega vel og alltaf var mikið tilhlökkunarefni að fara í heimsókn til þeirra. Minnisstæð- ir eru tilburðir hennar við að af- hýða vínber fimlega og fumlaust með nöglunum. Hún gaf okkur iðulega ýmsa furðuávexti eins og kíví og mangó sem þau höfðu kynnst í framandi löndum, m.a. í Taílandi og Líbýu þar sem þau bjuggu um skeið. Fjársjóðskistan þeirra, sem við fengum aldrei að líta í, var okkur svo stöðugt um- hugsunarefni. Þau sögðu hana fulla af pönnukökum. Eftir lát Bjarna, þegar amma nálgaðist eftirlaunaaldurinn, skráði hún sig í öldungadeild MH og lauk þaðan stúdentsprófi 1991. Hún var alla tíð fróðleiksfús og vel að sér um svo margt. Við nutum þess líka að geta sótt í þann brunn þegar við vorum sjálfir við nám enda var hún mikil málamann- eskja sem kom henni vel þegar hún og Hannes Sigfússon fóru að ferðast reglulega til Spánar. Árin með Hannesi voru góð og fékk Benni oft að fara með ömmu í heimsókn til Hannesar upp á Skaga. Amma hafði alveg einstakan húmor og við munum vart eftir henni öðruvísi en hlæjandi og oft- ar en ekki tók hún hlátursköst og átti erfitt með að hætta. Hún sagði líka svo skemmtilega frá atvikum úr lífi sínu og alltaf var brandarinn á hennar eigin kostnað. Amma renndi grun í að okkur liði ekki alls kostar vel sem far- þegum í bíltúrum hennar en full- vissaði okkur um að við þyrftum ekkert að óttast, hún keyrði ætíð varlega. Það má til sanns vegar færa því ósjaldan silaðist hún áfram Miklubrautina vel undir hálfum hámarkshraða. Hún veigr- aði sér ekki við að nema staðar á meðan hún beið færis að vera hleypt í röðina ef hún sá fram á að þurfa að skipta um akrein nokkr- um kílómetrum síðar. Stundum hvarflaði að okkur, sérstaklega þegar komið var fram á tánings- árin, að hauspokar ættu að vera staðalbúnaður í bílnum hjá ömmu. Amma rifjaði sjálf oft upp þegar hún, forsjál að vanda, skipti snemma yfir á beygjurein og nam þar staðar á eftir öðrum bíl. Við tók löng bið eftir að bílarnir færð- ust úr stað, allt þar til að amma uppgötvaði að engir sátu í bílunum fyrir framan og amma hafði í raun lagt í stæði. Ekki gat hún haldið leið sinni áfram fyrr en að all- nokkrum tíma liðnum, því hún tár- aðist úr hlátri yfir þessum mistök- um. Okkur reyndist æ erfiðara að heimsækja ömmu eftir því sem ár- in liðu og hún hvarf okkur sjónum inn í Alzheimer-sjúkdóminn, þögnina og gleymskuna. Sárast þykir okkur að hún hafi ekki náð að tengjast langömmubörnum sín- um því þau hafa farið á mis við það mikla lán sem okkur auðnaðist, að kynnast þessari barnagælu sem amma var, húmorista og húman- ista. Hún sýndi viðmælendum sín- um á öllum aldri ávallt fulla virð- ingu og naut á móti virðingar allra sem hana þekktu. Við minnumst ömmu ætíð sem allra ljúfustu og fallegustu mann- eskju sem við höfum borið gæfu til að kynnast. Orri Þór, Þorsteinn og Benedikt Bjarni. Ég man fyrst eftir mér, þar sem ég sat á gólfinu fyrir framan gömlu kokseldavélina austur á Núpi undir Eyjafjöllum og sagði fólkinu þar að ég ætlaði að heita Guðný eins og Lilla frænka. Við sem vorum svo heppnar að vera frænkur hennar Lillu eigum sameiginlegan sjóð sem eru minn- ingarnar um hana og með henni. Lilla var fjörug, falleg og góð, og svo undur smáfætt, og var það skemmtilegt tímabil, en allt of stutt, þegar ég passaði í háhæluðu flottu skóna hennar. Einhvern tíma gekk ég með henni niður Hofsvallagötuna og ímyndaði mér að nú héldu allir að hún væri mamma mín. Lilla var mjög ræktarsöm við alla, hún var svolítið eins og mið- punkturinn í fjölskyldunni, því að hún hélt sambandi við ættmenni sín og allir sóttu til hennar og áhugi hennar á því hvað fólkið hennar var að gera var einlægur. Þegar þau Bjarni fluttust til Ban- kok voru bréfin frá henni til stórra og smárra í fjölskyldunni tilhlökk- unarefni með fréttum af daglegu lífi þeirra. Hún var alltaf svo ná- læg þrátt fyrir að hún væri í óra- fjarlægð í annarri heimsálfu Minningarnar úr Gufunesi þar sem Bjarni og Lilla bjuggu lengi eru sterkar. Loftskeytastöðin var eins og útlönd. Lyktin sérstök. Hljóðið úr morse fjarskiptatækj- unum sem fyllti sal loftskeyta- stöðvarinnar er mínu barnsminni eins og sinfónía, ýmist samfelldur hljómur eða taktföst og hröð slög með stuttum óreglulegum þögn- um. Bragð af útlensku súkkulaði og gosdrykkir sem hvergi fengust nema þar í sjoppunni. Lilla og Bjarni voru glæsilegt par og áttu vel saman. Eftir að Bjarni lést hófst nýtt ævintýri hjá Lillu, en þá höguðu örlögin því svo til að hún og Hannes Sigfússon, skáld, sem hafði ort til hennar ungrar dásamlega fallegt ljóð, sem ekki fór þó hátt innan fjöl- skyldunnar, hittust á Mokka og endurnýjuðu þar kynni sín. Þá fóru í hönd góðir og gefandi dagar hjá Lillu. Þau Hannes báru ríka virðingu hvort fyrir öðru og hann dáði hana enn sem fyrr. Lilla er farin og komið að kveðjustund. Þúsund þakkir fyrir mig og mína. Guðný Róbertsdóttir (Systa). Ástkær móðursystir er fallin frá. Lilla eins og við kölluðum hana í fjölskyldunni var einstak- lega hjartahlý og barngóð kona. Hún var glæsileg, brosmild og mikill húmoristi. Þau Bjarni voru barnlaus en áttu stóran hóp systkinabarna og þrjá ömmu-/afastráka sem elsk- uðu þau og dáðu. Þau gengu í hjónaband árið 1948 og fékk elsta systkinabarnið, Gerða, þá tíu ára, að vera með í veislunni og minnist þess hve glæsilegt par þau voru. Árið 1950 fluttu þau í Gufunes. Mikill gestagangur var hjá þeim árin sem þau bjuggu í Gufunesi enda gestrisin og höfðingjar heim að sækja. Fyrir sum okkur frænd- systkinin voru Gufunesárin dýr- mætur tími. Það var svo spenn- andi, sem barn, að fá að koma með starfsmannarútunni í heimsókn, gista hjá skemmtilegu frænku og frænda og hafa stórt svæði, m.a. með tjörn og öndum, sem leikvöll. Í minningunni skein sólin alltaf í Gufunesi. Sett var upp sóltjald undir austurveggnum og sólskinið sleikt í sumarparadísinni Gufunesi á milli þess sem kraftmikil börn léku sér úti í náttúrunni. Á haustin var iðulega farið í berjamó á svæð- inu upp að Korpúlfsstöðum. Á kvöldin var stundum efnt til al- vöruspilakeppni og fékk sigurveg- arinn hin flottustu verðlaun. Í mars 1963 fluttu hjónin til Bangkok vegna starfa Bjarna. Þeir sem heimsóttu Lillu og Bjarna í Bangkok mættu gestrisni og góðvild sem var engu lík. Gerða heimsótti þau í Bangkok og naut þess að fara með Lillu á markað- inn og heyra hana prútta við kaup- mennina á taílensku. Betri leið- sögumaður, um hof og hallir Bangkok, var vandfundinn. Árið 1967 var Kvisthagi 29 sannkallað fjölskylduhús, þegar systurnar þrjár bjuggu þar með fjölskyldum sínum. Þær systur voru mjög nánar, Rósa á neðri hæðinni, Inga móðir okkar á efri hæðinni og Lilla í risinu. Lilla var mjög skemmtileg frænka og hlát- urmild. Henni fannst gaman að leika og ærslast með okkur systr- um. Hún var alltaf til í að spila spil og enginn gat lagt kapal eins og Lilla. Hún var sælkeri og átti ávallt góðgæti til að bjóða okkur upp á. Lilla var bókhneigð og víðlesin. Hún var hagmælt og vílaði ekki fyrir sér að yrkja vísur við hátíð- leg tækifæri. Það er virðingarvert að á sjötugsaldri fór hún í öld- ungadeildina í Hamrahlíð og tók stúdentspróf 69 ára. Nokkrum árum eftir að Lilla varð ekkja fann hún ástina aftur þegar hún hitti Hannes Sigfússon skáld sem var nýfluttur til Íslands. Þau þekktust frá barnaskólaár- um. Þau Hannes áttu níu góð, kærleiksrík og friðsæl ár saman. Dymbilvaka, ljóðabók Hannesar, kom út árið 1949 og var bókin til- einkuð GG (L) með eftirfarandi fallegu ljóðlínum: Með gullinni skyttu og glitrandi þræði óf sumarið nafn þitt í söknuð minn Lilla flutti á hjúkrunarheimilið Sóltún árið 2005. Móðir okkar Inga bjó þar og höfðu þær systur mikla ánægju af nábýlinu í þau fjögur ár sem þær áttu saman í Sóltúni. Við systur erum þakklátar fyrir hlýjuna, stuðninginn og kærleik- ann sem Lilla veitti okkur. Kær frænka er fallin frá en minning hennar verður ávallt með okkur. Hvíl í friði elsku Lilla. Gerða, Sigríður og Guðbjörg. Lilla frænka. Hjartahlý, vin- mörg, brosmild, umhyggjusöm, kát og falleg. Heimsmanneskja, tungumálasnillingur, fagurkeri, söng- og spilaglöð. Þetta er nokk- ur orð sem koma upp í hugann þegar við systkinin minnumst Lillu. En þó er eitt umfram allt annað. Hún Lilla var einstaklega barngóð. Lilla hafði einstakt lag á börn- um, kunni að hlusta og tala við börn á öllum aldri. Hún gleymdi aldrei barninu í sjálfri sér og þetta birtist best í því að það voru ekki bara systkinabörn Lillu heldur líka systkinabarnabörn og -barna- barnabörn sem þóttust eiga hvert bein í Lillu. Við systkinin minnumst ótal samverustunda á Ásvallagötunni, Kvisthaganum, í fjölskylduboðum og síðustu árin í Sóltúni. Einnig var ánægjulegt þegar Lilla heim- sótti okkur 1982 til Danmerkur og var hún alltaf til í að fara með okk- ur í gömlu bílana í Tívolí. Þegar óminnishegrinn hafði sest að í huga Lillu var skemmtilegt að sjá birta yfir henni í nánd við börn og þegar við byrjuðum að syngja barnalögin. Þá mundi hún hvert orð og lögin þótt minnið á öðrum sviðum væri horfið. Spilagleði og spilasnilli ein- kenndi bæði Lillu og Ingu ömmu okkar. Það var nánast aldrei hist öðruvísi en að það væri gripið í spil. Í hverri heimsókn í Sóltúnið fórum við fram í fallega samkomu- salinn, settumst niður með spil og svo var spilaður manni, marías, rommý eða rússi allt eftir hve spilaþátttakendur voru margir. Þar gilti það sama um systurnar Ingu og Lillu, að þær voru ótrú- lega slungnir spilarar og spila- gleðin ávallt til staðar. Elsku Lilla, minningar um þig lifa með okkur alla tíð. Þín systrabarnabörn, Inga Sif og Jón Ari. Guðný Gestsdóttir  Fleiri minningargreinar um Guðnýju Gestsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.