Morgunblaðið - 06.03.2015, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 06.03.2015, Qupperneq 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MARS 2015 Ég er núna fyrst og fremst að passa og gæta tvíburannaminna, Páls Ragnars og Sunnu Lindar.Börnin eru nýorðin þriggja ára, konan er í háskóla og ég sinni börnunum og heimilinu á meðan. Það er nóg að gera í því,“ segir Paul Ragnar Smith sem er 75 ára í dag. Kona hans er Darlene Smith, nemandi í Háskóla Íslands í viðskiptafræði. Hún er frá Fil- ippseyjum, nánar tiltekið frá héraðinu Zamboanga Sibugay á næst- stærstu eyjunni, Mindanao, sem er syðst stóru eyjanna sem tilheyra Filippseyjum. „Ég hef komið þangað, þegar við heimsóttum fjöl- skyldu hennar 2008.“ Paul var flugmaður hjá Flugfélagi Íslands og Loftleiðum og síðar míkrófilmusérfræðingur hjá bandaríska sjóhernum á Keflavíkur- flugvelli og eftir það yfirkerfisfræðingur hjá Landssímanum. „Ég hætti svo að vinna árið 2004.“ Skrúðgarðarækt hefur verið eitt helsta áhugamál Pauls í gegnum tíðina að ógleymdri ljósmyndun. „Garðyrkjan var mikill partur af mínu lífi þegar ég bjó í einbýlishúsi í Hafnarfirði, svo fannst mér mjög gaman að fara í ferðalög um landið með fellihýsi. Ég er þó ekkert hættur ferðalögum þótt ég sé kominn með lítil börn, við fjöl- skyldan fórum um alla Ítalíu síðasta sumar og fórum m.a. til Rómar og Feneyja. Okkur langar að fara næst til Bandaríkjanna að heim- sækja bróður minn sem býr þar.“ En hvað á að gera í tilefni dagsins? „Við förum sjálfsagt út að borða með börnin, það er mjög skemmtilegt enda snýst allt um þau.“ Paul Ragnar Smith er 75 ára í dag Með börnunum Paul Ragnar ásamt Páli Ragnari og Sunnu Lind. Sinnir þriggja ára tvíburum sínum Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Kópavogi Hrafntinna Líf Fannarsdóttir fæddist 9. september 2014 kl. 11.00. Hún vó 4.510 g og var 53 cm löng. Foreldrar hennar eru Arna Diljá St. Guðmundsdóttir og Fannar Jónsson. Nýr borgari S igrún fæddist í Reykjavík 6.3. 1965 og ólst upp í Fossvoginum. Hún var auk þess í sveit á sumrin hjá móðurfjölskyldunni í Reykholti í Borgarfirði þar sem hún sinnti sveitastörfum og fékk að leika lausum hala með krökkunum á staðnum. Sigrún var í Ísaksskóla, Fossvogs- skóla, Réttarholtsskóla og lauk stúd- entsprófi frá MS, var síðan eitt ár í París, stundaði þar frönskunám í Sorbonne og passaði börn. Sigrún lauk BSc-prófi í tölvunar- fræði frá HÍ og MSc-prófi í aðgerða- greiningu við London School of Economics and Political Science. Sigrún starfaði hjá Talnakönnun skamma hríð áður en hún fór í MSc- námið og sinnti dæmatímakennslu í forritun og aðgerðagreiningu við HÍ með námi og fyrstu árin eftir nám. Hún hóf störf hjá Skýrr (nú Ad- vania) árið 1991 og hefur starfað þar síðan, fyrst við hugbúnaðargerð, síð- ar við stjórnun og er nú fram- kvæmdastjóri stjórnsýslulausna frá 2012. Það svið sérhæfir sig í lausnum fyrir opinbera aðila. „Upplýsinga- tækni er eitt af mínum aðaláhuga- málunum. Þar er alltaf eitthvað nýtt og spennandi á seyði. Það er gefandi að vinna að krefjandi verkefnum Sigrún Ámundadóttir, framkvæmdastjóri hjá Advania – 50 ára Fjölskyldan Sigrún og Guðni með dætrum sínum heima í stofu, þeim Unni sem hér er nýstúdent, Auði og Laufeyju. Elskar lata laugardaga Æskuvinkonurnar Í ár ætla þær til Króatíu og taka karlana sína með. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. KOLAPORTIÐ kolaportid.is Einstök stemning í 25 ár Opið laugardaga og sunnu daga frá kl. 11-17

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.